Fréttablaðið - 22.05.2002, Page 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KiÖRKASSINN
Þjóðin virðist sár-
móðguð út í frændur
okkar Svía ef marka má
skoðanakönnunina á
Vísi.is. Þá er spurningin
hvort ráðamenn séu
jafn móðgaðir og allur
almenningur.
Eiga íslendingar að hætta að
styðja Svíþjóð á alþjóðavettvangi
eftir framkomu hins sænska for-
manns Atþjóða hvalveiðiráðsins?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Nei
31%
Spurning dagsins í dag:
Eiga íslendingar að hefja hvalveiðar í
trássi við bann Alþjóða hvalveiðiráðsins?
Farðu inn é vísi.is og segðu
þfna skoðun J
HRÁTT HVALKJÖT SMAKKAÐ
Þótt Stefán Ásmundsson hafi ekki fengið
því framgengt að island yrði aðildarríki
hvalveiðiráðsins, þá fékk hann að smakka
á hráu hvalkjöti í gær.
Alþjóða hvalveiðiráðið:
Beiðni Jap-
ana hafnað
japan Alþjóðlega hvalveiðiráðið
hafnaði í gær beiðni Japana um að
fá að veiða fleiri hvali en til þessa.
Japanir eru því ekki síður en ís-
lendingar frekar reiðir út í ráðið.
Hugmynd Japana var sú, að
smærri byggðarlög í Japan gætu
veitt hvali til eigin nota og sá afli
yrði umfram það, sem Japönum
hefur verið leyft að veiða undanfar-
in ár. Einnig hafnaði hvalveiðiráðið
tveimur tillögum um að afmarka
sérstök verndarsvæði fyrir hvali,
annað í Suður-Kyrrahafinu og hitt í
Suður-Atlantshafi. ■
—♦—
Sýslumaður:
íslendingur
á uppboði
viðskipti Nauðungaruppboð á vík-
ingaskipinu íslendingi verður hjá
sýslumanninum í Reykjavík í dag.
Það er Lánasjóður Vestur-Norður-
landa sem krefst uppboðsins. Sjóð-
urinn er með veð í víkingaskipinu
fyrir lánum sem það hefur veitt
eigandanum, Gunnari Marel Egg-
ertssyni.
Ekki náðist í Gunnar Marel í
gær. Eins og kunnugt er hefur hann
sagt skip sitt falt fyrir 60 milljónir
króna. Hann hefur m.a. árangurs-
laust reynt að selja það á upp-
boðsvefnum Ebay á Internetinu. Is-
lendingur hefur verið í Bandaríkj-
unum frá því skipinu var siglt
þangað árið 2000. ■
1
22. maí 2002 MIÐVIKUDACUR
Enn aukin þjónusta:
Fréttablaðið líka á laugardögum
útcáfa Fréttablaðið mun koma út
næsta laugardag; á kosningadag-
inn 25. maí. Fréttablaðið mun s£ð-
an koma út á laugardögum þaðan í
frá. Með þessu fjölgar útgáfudög-
um Fréttablaðsins úr um 250 á ári
í um 300 útgáfudaga.
„Eftir frábærar viðtökur les-
enda höfum við á Fréttablaðinu
sett okkur það markmið að upp-
fylla þörf sem flestra heimila fyr-
ir dagblaðalestur. Ég trúi að með
útgáfu Fréttablaðsins sex daga
vikunnar takist okkur þetta. Þeir
sem vilja lesa meira en Frétta-
blaðið munu þá kaupa önnur blöð í
lausasölu eða áskrift. En ég held
að það verði nokkur minnihluti
heimila þegar fi'am líða stundir,"
segir Gunnar Smári Egilsson rit-
stjóri.
Fréttablaðið á laugardögum
verður borið í hús á höfuðborgai’-
svæðinu íbúum að kostnaðar-
lausu eins og á virkum dögum.
Þar með fá íbúar á svæðinu gef-
ins dagblað sex daga vikunnar.
Áskrift að Morgunblaðinu kostar
í dag 2.100 krónur eða 25.200
krónur á ári. Áskrift að DV kost-
ar 2.200 krónur eða 26.400 krón-
ur á ári. Frí áskrift að Fréttablað-
inu er því góð búbót fyrir rekstur
heimila á höfuðborgarsvæðnu.
i.
FRÉTTABLAÐIÐ
Nú eru útgáfudagarnír orðnir sex.
„Fréttablaðið á laugardög-
um verður með svipuðu sniði
og á virkum dögum. Við mun-
um leggja áherslu á fréttir
dagsins," segir Gunnar Smári.
„Fréttablaðið og Morgunblaðið
skipta nú nokkuð bróðurlega á
milli sín megninu af almennum
auglýsingum á virkum dögum.
Um 35 prósent auglýsinga í
dagblöðum birtast hins vegar
um helgar. Ef Fréttablaðið nær
viðlíka stöðu um helgar og á
virkum dögum má reikna með
að í framtíðinni verði helgarút-
gáfan ríflega þriðjungur af út-
gáfu Fréttablaðsins." ■
Allir vildu vísa
Kára frá dómi
Væntanlegir nágrannar Kára Stefánssonar kröfðust þess í gær að máli
Kára gegn þeim yrði vísað frá dómi. Kári krefst þess að fá byggingarleyfi
sitt á Skeljatanga 9 aftur í gildi. Reykjavíkurborg og úrskurðarnefndin,
sem ógilti byggingarleyfið sem borgin veitti, höfnuðu aðild að málinu.
Dómsmál Tveir væntanlegir ná-
grannar Kára Stefánssonar í
Skerjafirði kröfðust þess fyrir
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að
máli Kára á hendur þeim yrði vís-
að frá vegna vanreifunar.
Lögmaður Kára sagði fullyrð-
ingu um vanreifun ekki eiga við
nokkur rök að styðjast. Kröfur
Kára væru alveg skýrar. Hann
krefst þess að ógilding úrskurðar-
nefndar skipulags- og byggingar-
mála á byggingarleyfi hans á
Skeljatanga 9 verði ógilt með
dómi. Einnig að viðurkennd verði
ákvörðun borgarráðs um veitingu
leyfisins.
Lögmenn Reykjavíkurborgar
og úrskurðarnefndar skipulags-
og byggingarmála
kröfðust þess hvor
um sig að stefnum
gegn þessum aðil-
um yrði vísað frá
dómi. Málið varða
aðeins Kára og þá
sem kærðu bygg-
ingarleyfið.
Hjalti Stein-
þórsson, lögmaður
úrskurðarnefnd-
arinnar, sagði
nefndina enga lög-
varða hagsmuni
eiga í málinu. Eng-
ar réttarfarslega
nauðsyn bæri til
að stefna henni fyrir
KÁRI
STEFÁNSSON
Forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar
hefur leitað lið-
sinnis dómstóla
til að fá að reisa
536 fermetra ein-
býlishús I Skerja-
firði.
dóm. Hún
yrði bundin af niðurstöðu héraðs-
dóms. Hjalti vísaði á bug fullyrð-
SKELJATANGI 9
Framkvæmdir hafa legið niðri á lóð Kára Stefánssonar eftir að Úrskurðarnefnd skipulags-
og byggingarmála stöðvaði þær í fyrrasumar.
ingu lögmanns Kára í stefnunni
um að úrskurðarnefndin hafi ver-
ið vanhæf í málinu eftir að hún
hafi fellt bráðabirgðaúrskurð um
stöðvun framkvæmda á lóð Kára.
Engar athugasemdir hafi borist
um þetta atriði áður en nefndin
felldi endanlegan úrskurð.
Hjörleifur Kvaran borgarlög-
maður sagði að eftir að Kári féll á
dögunum frá kröfu á hendur borg-
inni um greiðslu málskostnaður
ætti borgin enga hagsmuni í mál-
inu. Að auki sagði hann borgina
ekki getað gripið til varna í mál-
inu: „Reykjavíkurborg á engar
varnir til á málinu enda sammála
sjónarmiðum stefnanda," sagði
Hjörleifur.
Ólafur Jóhannes Einarsson,
lögmaður Kára, sagði dómafor-
dæmi bæði óskýr og misvísandi
varðandi aðild stjórnvalds í sam-
bærilegum málum. Það væri því
nauðsynlegt að stefna borginni,
þó það væri „ankannanlegt" að
stefna aðila sem væri sammála
stefnandanum. Lögmaðurinn
sagðist telja að ef stefna bæri ein-
hverju stjórnvaldi í málinu þá
væri það úrskurðarnefndin.
Úrskurður um frávísunarkröf-
urnar liggur fyrir á mánudag.
gar@frettabladid.is
Stjórnarsamstarfið:
Komumst
vonandi yfir
hjallann
samstarf „Ég tel að þessi ummæli
falli í hita bardagans hvað Björn
Bjarnason snertir. Hann er í fram-
boði í Reykjavík. Þá falla ýmis orð
sem eru ekki alltaf sanngjörn,"
segir Jón Krist-
jánsson, heilbrigð-
isráðherra, um
harða gagnrýni
Sjálfstæðismanna
á viljayfirlýsingu
hans um uppbygg-
ingu hjúkrunar-
jón krist- rÝma fyrir aldraða
jánsson í Reykjavík.
Staddur í Brat- Viljayfirlýsing-
islava á fundi Evr- una segir Jón nið-
ópuráðsins um urstöðu margra
tryggingamál. mánaða vinnu.
„Hún var með fyrirvörum um fjár-
mögnun. Ég tel að hún hafi ekki
komið aftan að neinum. Ég gerði
mér grein fyrir að það þyrfti að
vinna þau mál ríkismegin. Hins
vegar er yfirlýsing um að Reykja-
víkurborg hækki sitt lögbundna
framlag úr 15% í 30%.“
Jón vonast til áreksturinn verði
ekki til að setja málefni aldraðra í
hnút. „Ég vona að við komumst
yfir þennan hjalla í samstarfinu,"
sagði Jón aðspurður um hvort
viljayfirlýsingin og viðbrögð Sjálf-
stæðismanna valdi ekki vandræð-
um í stjórnarsamstarfinu. ■
KÖNNUN
R-listinn bætir við sig fylgi í
nýrri skoðanakönnun Gallup
fyrir Ríkisútvarpið. Ef kosið
væri nú fengi hann 52,4%. D-
listi Sjálfstæðisflokks fengi
41,8%. R-listinn þarf einungis að
bæta við sig einu prósentustigi
til að fella 7. mann Sjálfstæðis-
flokksins. Frjálslyndir og óháðir
fengju 3,7% atkvæða, Vinstri
hægri snú, Höfuðborgarsamtök-
in og húmanistar mælast með
um 1% fylgi.
Atkvæði þitt skiptir máli
fyrir framtíð borgarinnar!
WWW.XR.IS •XR@XR.IS
REYKJAVÍKURLISTINN
Utankjörfundar atkvæða-
greiðsla fer fram í
Fjölbrautaskólanum í
Ármúlakl. 10-22 alladaga.
Önnur atkvæðagreiðsla á ísraelska þinginu í dag:
Stjórn Sharons stendur tæpt
ísrael í dag gengur ísraelska
þingið aftur til atkvæða um neyð-
arfjárlög ríkisstjórnarinnar, sem
felld voru á mánudaginn. Ariel
Sharon, forsætisráðherra ísraels,
rak fulltrúa tveggja stjórnmála-
flokka rétttrúaðra gyðinga úr rík-
isstjórninni eftir að þeir greiddu
atkvæði gegn frumvarpinu. Án
tilstyrks flokkanna tveggja, Shas
og UTJ, hefur stjórn Sharons ekki
öruggan meirihluta á þinginu.
Sharon sagðist í gær ekki til
viðræðu um að taka flokkana aftur
í stjórnina fyrr en eftir að
greidd hefðu verið atkvæði um
frumvarpið á ný. Hann hafi heldur
ekki í hyggju að semja um breyt-
ingar á frumvarpinu til þess að
tryggja sér samþykki flokkanna.
I frumvarpinu eru tillögur um
verulegan samdrátt á ríkisút-
gjöldum til þess að standa straum
af auknum hernaði ísraels gegn
endurkosningu hraðað
Nefndarmenn á ísraelska þinginu sam-
þykktu í gær að hraða endurkosningu um
aðhaldsfrumvarp stjórnarinnar.
Palestínumönnum. JYúarflokk-
arnir tveir sögðust vera á móti
þessum samdrætti vegna þess að
hann bitni á þeim sem minna
mega sín. ■
ÍSRAELSKA ÞINGIÐ:
Flokkur Þingmenn
Likud 19
Verkamarmaflokkurinn 23 j
Shas 17
UTJ 5 I
Aðrir stjórnarflokkar 21 |
Stjórnarandstaðan 35 |