Fréttablaðið - 22.05.2002, Qupperneq 19
0
Fjölbrautaskólinn
við Ármúla
Innritun fyrir haustönn 2002
Innritun fyrir haustönn 2002 stendur nú yfir. Tekið verður við
umsóknum til 4. júní, en nýnemar úr 10. bekk verða innritaðir
10. og 11. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans
sem er opin frá 8.00-15.00 eða á heimasíðu hans, www.fa.is .
Eftirtaldar námsbrautir eru í boði:
Bóknámsbrautir til stúdentsprófs eru málabraut, félagsfræði-
braut og náttúrufræðibraut.
Starfsmenntabrautir eru eftirfarandi:
Upplýsinga- og fjölmiðlabraut er tveggja ára grunnnám, en síð-
an býður skólinn upp á sérnám i veftækni. Nemendur geta
byggt ofan á brautina og lokið stúdentsprófi.
Skrifstofu- og tölvubraut er tveggja ára braut sem hægt er að
framlengja til stúdentsprófs af viðskipta- og tölvubraut og
skólinn býður einnig upp á sérstakt íþróttafræðikjörsvið til und-
irbúnings íþróttakennaranámi eða annars náms í íþróttafræð-
um.
[ Heilþrigðisskólanum eru námsbrautir fyrir hjúkrunar- og mót-
tökuritara, lyfjatækna, læknaritara, nuddara, sjúkraliða og
tanntækna.
Auk þess þýður skólinn upp á almenna námsbraut fyrir þá sem
eru óráðnir eða hafa misstigið sig á grunnskólaþrófi.
Nánari upþlýsingar um allar þessar þrautir eru á heimasíðu
skólans, www.fa.is. Þar er einnig kynning á skólastarfinu,
myndir úr félagslífi o.fl.
Skólinn býður nemendum upp á sérstök kjör á fartölvum í
samvinnu við Nýherja og upplýsingatækni er hagnýtt við
kennslu allra greina.
í Fjölbrautaskólanum við Ármúla eru rúmlega 800 nemendur í
fjölbreyttu námi. Starfsmenn eru 85. í skólanum ríkir heimilis-
legur agi og reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins
um leið og gerðar eru kröfur um farsæla vinnu nemenda og
starfsmanna. Kjörorð skólans eru faglegt nám til framtíðar og
starfsréttindi og stúdentsþróf. Kennarar nota fartölvu við vinnu
sína og nemendum með fartölvu gefst kostur á að vera í þráð-
lausu sambandi við staðarnet skólans og internet. Ár hvert eru
brautskráðir um 200 nemendur, ýmist með stúdentspróf eða
starfsréttindi eða hvort tveggja.
Skólameistari.
UTBOÐ
F.h. Gatnamálastofu - Fráveitu Reykjavíkur er
óskað eftir tilboðum í byggingu skólpdælu-
stöðvar í Gufunesi í Reykjavík. Verkið nefnist:
Dælustöð í Gufunesi.
Verkið felst í að grafa og sprengja fyrir dælustöð, steypa upp
dælubrunn, stjórnhús og þrýstiturn og ganga að fullu frá
mannvirkjum að utan og innan, smíði stálhluta, upþsetningu
á dælum og lagningu neyðarútrásar ásamt tengingu
þrýstilagnar út fyrir varnargarð. Lokið verður við að ganga frá
varnargarði með stálþéttiþili og grjótvörn áður en fram-
kvæmdir við þennan áfanga hefjast.
Helstu magntölur eru:
Klöþþ
Fyllingar
Mótasmíði
Bendistál
Steinsteyþa
Stálsmíði, ryðfritt stál
Stálsmíði, svart stál
1.250 m3
12.000 m3
3.400 m2
85 tonn
950 m3
17 tonn
9 tonn
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2003.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 22. maí 2002
gegn kr. 10.000 skilatryggingu.
Opnun tilboða: 19. júní kl 11.00, á sama stað.
______________________________________GAT 55/2
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3, 101 Reykjavík, sími 570 5800, fax 562 2616
www.reykjavik.is/innkaupastofnun
Netfang: isr@rhus.rvk.is
Vantar blaðbera í hverfi:
104,105,112 og 200
Áhugasamir hafi samband við dreifingu í síma 511-7530
eða tölvupóstfang
SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru
hér með auglýstar til kynningar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum á eftir-
töldum svæðum í Reykjavík:
Grafarholt svæði 3, Grænlandsleið 29-49 og 22-40 og stígakerfi við Græn-
landsleið.
Tillagan tekur einkum til húsanna nr. 29-49 og 22-40 við Grænlandsleið í Grafarholti auk þess
sem gert er ráð fyrir nokkrum breytingu á stígakerfi við og í kringum húsin við Grænlandsleið.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir nokkrum lagfæringum á stígakerfi eins og áður greinir. Megin breyt-
ingin felst þó í því að húsunum nr. 22-32 og 29-39, sem eru raðhús skv. núgildandi skipulagi,
breytt í tvíbýlishús og verður fjöldi húsa 16 í stað 12. Þá er húsunum nr. 34-40 og 41-49, sem
eru einbýlishús skv. núgildandi skipulagi, breytt í tvíbýlishús. Krafa er gerð um bílgeymslur
neðanjarðar fyrir hluta húsanna auk þess sem settar eru kvaðir um eignarhald þeirra.
Óverulegar breytingar eru og gerðar á lóðarmörkum þyrpinganna.
Elliðaárdalur, rafstöðvarsvæði (nágrenni rafstöðvarinnar í Elliðaárdal).
Tillagan tekur til svokallaðs rafstöðvarsvæðis í Elliðaárdal eða svæðisins í kringum Ártún u.þ.b.
16 ha að stærð. Svæðið afmarkast af hitaveitustokk til norðurs, lóðum við Silungakvísl,
Sveinbjarnarlundi, götu vestan við íbúðarhúsið nr. 33 við Rafveituveg og útivistarsvæðinu á lóð
OR við rafstöðina til austurs og austari kvísl Elliðaánna til suðurs og vesturs.
Um er að ræða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals. Markmið hennar er að heimilt
verði að byggja á hentugum stað í dalnum byggingar fyrir þjónustu og fræðslu fyrir notendur
útivistarsvæðisins og tryggja ráðstöfun lands fyrir ýmiskonar útivistariðkun. Tillagan gerir m.a.
ráð fyrir byggingum sem ætlaðar eru fyrir orkuminjasafn, fornbílasafn, fræðslustofu fyrir Elliða-
ársvæðið og aðstöðu fyrir stangaveiðifélag og veiðimenn. Þá gerir tillagan ráð fyrir núverandi
skíðasvæði ásamt tilheyrandi mannvirkjum, púttvelli og aðstöðu fyrir kastæfingar stanga-
veiðimanna svo eitthvað sé nefnt. Um stærðir bygginga, lóðir, bílastæði, götu- og stígakerfi o.fl.
vísast til tillögunnar sjálfrar.
Elliðaárdalur, settjarnir við Árbæjarsafn og ofan við Árbæjarstíflu og
tengdar framkv.
Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að gera settjörn við Árbæjarsafn næst Höfðabakka, syðst
á athafnasvæði safnsins, og 4 settjarnir ofan við Árbæjarstíflu.
Fyrsta tjörnin ofan stíflu er staðsett suður af Fella og Hólakirkju í svokallaðri Grænugróf. Önnur
tjörnin er austan við syðstu húsin í Hólabergi, við Lágaberg, rétt ofan við "Efri-Sporðhyl". Þriðja
tjörnin er staðsett við ána austan Trönuhóla við svokölluð "Þrengsli". Fjórða tjörnin ofan stíflu
er staðsett í Víðidal norðan við dælustöð Orkuveitu Reykjavíkur, austan árinnar.
Markmið tillögunnar er m.a. að minnka mengunarálag frá ofanvatnskerfum í árnar. Mesta dýpi
í tjörnunum miðað við stöðugt vatnsborð verður 1,2 m en næst bakka verður 1m breitt svæði
þar sem dýpt verður ekki meiri en 0,20 m. Tjarnirnar verða afmarkaðar og eftir atvikum girtar
þar sem ástæða þykir til.
Tillögurnar liggja frammi í sal skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga
kl. 10.00 - 16.00 frá 22. maí 2002 - til 3. júlí 2002. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta
hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við þær skal skila skriflega
til skipulagsfulltrúa eigi síðar en 3. júlí 2002.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 22. maí 2002.
Skipulagsfulltrúi
Kennarar.
Varmárskóli í Mosfellsbæ auglýsir.
Við óskum að ráða réttindakennara í 2-3 stöður almennra
bekkjarkennara á yngsta- og miðstigi skólaárið 2002-2003.
Hafið samband og kynnið ykkur skipuiag skólans og þær
starfsaðstæður sem í boði eru.
Upplýsingar veita:
Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri í síma 5250700 og 8950701,
Þórhildur Elfarsdóttir aðstoðarskólastjóri, Guðrún Markúsdótt-
ir stigstjóri og Arna B. Arnardóttir stigstjóri í síma 5250700.
Vantar þig vinnu?
• Spennandi verkefni framundan hjá þjónustuveri Skúlasonar fyrir
I rétt fólk. Sérstaklega góð vinnuaðstaða.
I Sölumaður / þjónustufulltrúi
: Þú ert a.m.k. 20 ára, sjálfstæöur en getur samt unnið I góðum
; hóp, metnaðarfullur og með reynslu af sölustörfum. Kostur ef þú
I hefur góða tölvukunnáttu og enskukunnáttu. Dag- og kvöldverkefni.
Vaktstjóri á kvöldvaktir
: Þú ert a.m.k. 26 ára, með reynslu af mannastjórnun og með
■ leiðtogahæfileika. Þú átt gott með að skipuleggja þinn tlma og
i annarra og ert fyrirmynd i mannlegum samskiptum og getur ávallt
j náð því besta fram I fólki. Þú ert með góða tölvukunnáttu og veist
; hvað það þýðir að bera ábyrgð.
; Hægt er að sækja um á heimasíöu Skúlason, eða leggja inn
j umsókn I síma 575 1500. Öllum umsóknum verður svarað.
SKULRSDN W&
www.skulason.is
Ertu góður sölumaður
- viltu breyta til?
ÍSVÁ hf. auglýsir eftir fólki í krefjandi en jafnframt gefandi starf
við tryggingaráðgjöf. Skilyrði fyrir fastráðningu er að umsækj-
endur sæki námskeið hjá ÍSVÁ hf. sem mun standa í 3 mánuði,
bæði bóklega og verklega þjálfun. Námskeiðið mun hefjast þ.
27. maí nk.
Ef þú ert sjálfstæð persóna og átt gott með mannleg sam-
skipti, ert þú efni í góðan ráðgjafa.
Námskeiðið er endurgjaldslaust en þátttakendur hafa góða
möguleika á að afla sér tekna með ráðgjöf undir handleiðslu
reynds ráðgjafa.
Meðal efnis:
Vátryggingamiðlun - Réttindi og skyldur - Vöruþekking -
Þarfagreining - Undirbúningurfunda - Sölutækni - Tölvukerfi
- Tímastjórnun - Símasala.
Áhugasamir hafi samband við Guðmund Magnússon eða
Hákon Hákonarson á skrifstofutíma í síma 590 0000.
Aðalfundur SÁÁ
Aðalfundur SÁÁ fyrir árið 2001 verður haldinn fimmtudaginn
23. maí nk ki. 17.00, í Síðumúla 3-5. Ðagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf.