Fréttablaðið - 21.06.2002, Side 4

Fréttablaðið - 21.06.2002, Side 4
4 FRETTABLAÐIÐ 21. júní 2002 FÖSTUPAGUR SVONA ERUM VIÐ Nær helmingur íbúða í Reykjavík er þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Athygli vekur að tíunda hver íbúð er með sjö eða fleiri Herbergi eitt herbergi. Hlutfall 2,1% tvö 19,8% 1 þrjú 25,1% fjögur 21,7% fimm 13,1% V 1 sex 7,8% i sjö eða fleiri 10,4% ilii Heimild: Húsnæðismál i Reykjavik, skýrsla Borgarfræðaseturs. Vegamál fyrir landsmót hestamanna: Vegir breikk- aðir og bættir LANDSMÓT Undirbúningur fyrir landsmót hestamanna, sem haldið verður á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 2.-7. júlí, er í fullum gangi. Búið er að bæta allt aðgengi að svæðinu. Vegir hafa verið breikkaðir og lagaðir, þá hefur afleggjarinn að austan ver- ið stækkaður og breikkaður. Hægt er að komast inn á svæðið að aust- an og vestan. Sjö tonna ásþungi er á brúm, sem liggja vestan og vill mótstjórn beina stærri bílum að koma austan að. Frekari upplýs- ingar um mótið má finna á heim- síðu mótsins á www.skagafjord- ur.com/landsmot. ■ -—♦— Læknanemar láta til sín taka: Styðja boð- aðar aðgerð- ir unglækna kiaradeila Læknanemar sem starfa sem unglæknar á sjúkra- húsunum styðja boðaðar verk- fallsaðgerðir sem Félag ungra lækna hefur boðað til og munu einnig leggja niður störf á meðan á boðuðu verkfalli unglækna stendur. Um er að ræða verkfall um helgina, í júlí og síðan alls- herjarverkfall á haustmánuðum. Á fjórða tug læknanema starfa sem unglæknar á sjúkrahúsunum. Læknanemarnir segjast í til- kynningu ekki ætla að „vinna gegn félagi ungra lækna í kjara- baráttu þeirra með því að gerast verkfallsbrjótar." ■ —«— Samtök atvinnulífsins ESB um- ræðan á villigötum esb Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, segir í nýjum leiðara á heimasíðu samtakanna að með því að leggja ofuráherslu á aðildargjöld íslands til ESB hafi glatast sýn á heildará- vinninginn af hugsanlegri aðild ís- lendinga, en samkvæmt nýlegri skýrslu SI bendir til að hann gæti orðið verulegur. Þannig gera út- reikningar SI til dæmis ráð fyrir að kostnaður í hagkerfinu geti lækkað um allt að 44 milljarða við inngöngu í ESB og upptöku evrunnar. ■ lögreglufréttir! Nokkuð var um árekstra í Reykjavík í gær. Þá var til- kynnt um hóp krakka, sem voru að skemma golfflötina við Korp- úlfsstaði. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að þetta voru menn að vinna við völlinn. Þjóðarátak gegn umferðarslysum: Biskup með fyrsta umferðarheitið þjóðarátak Undanfarin ár hafa að meðaltali 24 einstaklingar látist í umferðarslysum á ári hverju. Árið 2000 var sérlega slæmt en þá fór fjöldi látinna í upp í 32. Á þessu ári hafa 17 einstaklingar þegar látist. Þessar upplýsingar fengust á blaðamannafundi sem Vátryggingafélag íslands hélt í dag af tilefni þjóðarátaks gegn umferðarslysum. Hrafnhildur Thoroddsen nýstúdent hrinti átakinu úr vör og opnaði af því tilefni bílasýningu þar sem sýnd- ir voru illa farnir bílar eftir ný- leg umferðarslys. Hrafnhildur slasaðist illa í bílslysi þegar hún var sextán ára og er mænusködd- uð. í þjóðarátakinu er skorað á al- menning að virða tíu umferðar- heit og mun Karl Sigurbjörnsson biskup ríða á vaðið með fyrsta heitinu. Öll eru umferðarheitin vel valin og er ætlað að stuðla að bættu umferðaröryggi. Á næstu tíu vikum verða umferðarheitun- um gerð sérstök skil í fjölmiðlum og kom fram á fundinum að með þessu átaki muni VÍS leggja sitt að mörkum til að fækka slysum í umferðinni. Samhliða var opnuð bílasýn- ing illa farinna ökutækja sem RAGNHEIÐUR davíðsdóttir for- VARNARFULLTRÚI OG HRAFNHILDUR THORODDSEN NÝSTÚDENT VÍS hrinti I gær af stað þjóðarátaki gegn umferðaslysum en á þessu ári hafa þegar látist 17 einstaklingar í umferðarslysum. stendur yfir fram á laugardag. Með því vill VÍS vekja athygli á hve bílinn getur verið mönnum hættulegur sé ekki fyllsta að- gæsla sýnd. Fram kom að á þessu ári hefur þeim sem slasast í um- ferðinni fjölgað um 12% en þá er stuðst við tölur um tilkynnt slys til VÍS eingöngu. Á fundinum kom fram að Olíu- félagið Esso er samstarfsaðili og á bensínstöðvum félagsins verð- ur hægt að fá límmiða sem gefur til kynna þátttöku í þjóðarátak- inu. Miðinn gildir einnig í happ- drætti sem dregið verður úr vikulega. ■ Lifi ekki lengur í þögninni Sigríður Gunnarsdóttir býr við stöðugt óöryggi. Hennar líf snýst um að útvega sér og börnum sínum mat á borðið. I dag stígur hún fram í þeirri von að almenningur og ráðamenn viðurkenni að fátækt á Islandi sé staðreynd. fátækt Tölur Félagsþjónustunn- ar og aukin aðsókn aðstoðar til Mæðrastyrksnefndar hafa bent til að fátækt sé meiri nú en áður. Það sem hefur vantað upp á um- ræðuna er rödd þeirra sem lifa og hrærast í örbirgðinni. Sigríður Gunnarsdóttir ríður á vaðið. Hún er 34 ára gömul, þriggja barna móðir og 75% ör- yrki. í dag er hún reið og sár. „Það þýðir ekki lengur að lifa í þögninni og fela sig á bak við skömmina. Skömmina sem aðrir hafa á manni. Fólk verður að átta sig á að það er alveg sama hvar í þjóðfélagsstiganum þú ert stadd- ur. Þú veist aldrei hvað bíður þín á morgun. Það ákveður enginn að verða öryrki, það ákveður eng- inn þetta hlutskipti." Sigríður lenti í slysi þegar hún var unglingur. Lengi vel barðist hún á móti að fara á örorkubæt- ur. Varð hún að lokum að játa sig sigraða þegar hún var farin að ganga fyrir verkjalyfjum. Við tók erfitt líf og vegna röð mann- legra mistaka og óhappa stóð hún frammi fyrir því í október á síðasta ári að leita á náðir Fé- lagsþjónustunnar. Það sem af er þessu ári hefur Sigríður þurft að ganga í gegnum þrjá erfiða móð- urlífsuppskurði. Það hefur orðið til þess að hún hefur í engu getað staðið við sínar skuldbindingar. í dag skuldar hún tveggja mánaða húsaleigu og stefnir í þann þrið- ja. Framtíð hennar er óráðin og á hún yfir höfði sér að missa íbúð- ina. „Ég er ráðalaus. Ég hef að undanförnu lifað þannig að Mæðrastyrksnefnd hefur leyft mér að sækja til þeirra aðstoð vikulega og Hjálparstofnun kirkjunnar hefur einnig verið mér innan handar. Án þeirra að- stoðar hefði ég soltið. Ég reyni að eyða aldrei meira en 200 krón- um í mat á dag og oft hef ég þurft að láta börnin ganga fyrir. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR Sigríður talar um viðhorf fólks. „Ef ég hef borið mig vel og verið snyrtileg til fara hef ég fengið að heyra það, hvað þarf svona kona að- stoð að halda. Viðhorfið breytist þegar fötin fara að slitna. Þá mæti ég lítilsvirðingu. Hvað sem ég geri er orrusta fyrirfram töpuð." Ég lifi reglusömu lífi og spara við mig á hvern þann hátt sem ég get. Fötin mín og barna minna eru öll fengin á fatamarkaði. Ég taldi mig vera komna í öruggt skjól þegar Félagsþjónustan út- vegaði mér húsnæði og ég sagði það börnum mínum. I ljósi að- stæðna hefur öryggisleysið verið að hellast yfir þau á ný. Það er sárt að horfa upp á þau. Sjálf hef ég verið komin að því að gefast upp. Ég er búin að fá nóg af því að horfa upp á fólk stinga höfð- inu í sandinn. Ég er orðin þreytt að fara með veggjum. Með því að koma fram er ég ekki að biðja um vorkunn heldur viðurkenn- ingu á þeirri staðreynd að fátækt sé til staðar. Það er kominn tími til að almenningur og ráðamenn átti sig á þessu vandamáli og finni úrlausnir." kolbrun@frettabladid.is Tveir piltar í fangelsi fyrir að nauðga sextán ára gesti sínum: Tvö ár í fangelsi fyrir svívirðilega nauðgun dómsmál Tveir menn hafa verið dæmdir í annars vegar tveggja ára og hins vegar 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa nauðgað sextán ára stúlku sumarið 2000. Þeir voru þá sautján ára gamlir. Stúlkan hafði ásamt annarri stúlku þegið heimboð til annars piltanna síðla nætur. Eftir að vin- kona hennar yfirgaf samkvæmið í fússi nauðguðu þeir stúlkunni. Dómari við Héraðsdóm Reykja- ness segir að háttsemi piltanna hafi verið svívirðileg og einkar niður- lægjandi, sérstaklega í ljósi þess að ákærðu þröngvuðu stúlkunni á tímabili til kynferðismaka í leg- göng og endaþarm á sama tíma. Stúlkan, sem þekkti piltanna ekki, hafi verið grandalaus þegar hún þáði heimboðið. „Ber framferði þeirra vott um miskunnarleysi og fullkomið virðingarleysi við kyn- frelsi hennar. Þeir eiga sér engar málsbætur. Engu að síður verður hér einnig að líta til aldurs ákærðu, sem voru nýlega orðnir 17 ára er þeir frömdu brot sín,“ segir í dóm- mum. Við ákvörðun refsingar mann- anna var einnig litið til annarra af- brota þeirra. Annar þeirra var t.d. dæmdur í mars sl. í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hinn í fyrra í 30 daga fangelsi fyrir þjófnað. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS „Ber framferði þeirra vott um misk- kunnarleysi og fullkomið virðingar- leysi við kynfrelsi hennar. Þeir eiga sér engar málsbætur," segir I dómi yfir tveimur nauðgurum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.