Fréttablaðið - 21.06.2002, Page 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
21. júní 2002 FÖSTUPflCUR
Mannanafnanefnd:
Tamar í lagi
en Nora ekki
NÖFN Mannanafnanefnd varð við
þremur beiðnum um að taka ný
kvenmannsnöfn á skrá sína á síð-
asta fundi nefndarinnar. Foreldr-
ar stúlkna geta nú nefnt þær
Ingisól, Tamar og Heddu þar sem
nöfnin taka öll eignarfallsend-
ingu. Beiðni um nafnið Nora var
hafnað þar sem ritháttur er ekki
í samræmi við íslenska tungu.
Tvær beiðnir bárust um
breyttan rithátt nafna. Samþykkt
var að foreldrar drengs sem
heitir William mættu breyta
nafninu í Vilhjálm. Beiðni um að
rita Sævar sem Sævarr var hafn-
að. ■
Leiðtogafundur Evrópusambandsins í Sevilla:
VÍSITÖLUR
Innflytjendur í brennidepli
EVRÓPUSflMBflNDiÐ Ágreiningur er
meðal aðildarríkja Evrópusam-
bandsins um aðferðir, sem beita
skal til að hindra útlendinga í að
fara með ólöglegum hætti yfir
landamæri.
Málefni ólöglegra innflytjenda
verða í brennidepli leiðtogafundar
Evrópusambandsins, sem haldinn
verður í Sevilla á Spáni í dag og á
morgun. Leiðtogarnir ætla að
reyna að koma sér saman um ráð-
stafanir til þess að draga úr að-
streymi ólöglegra innflytjenda. Nú
streymir um það bil hálf milljón
ólöglegra innflytjenda til Evrópu-
sambandsríkjanna á ári hverju.
Ágreiningur kom upp nú í vik-
unni milli aðildarríkja sambands-
ins um það, hvort hóta eigi þeim
ríkjum refsiaðgerðum sem ekki
sýna Evrópusambandinu sam-
vinnu við að stöðva aðstreymi
ólöglegra innflytjenda. Meirihluti
aðildarríkjanna hefur tekið undir
tillögu þess efnis frá Spáni, en full-
trúar Frakklands, Lúxemborgar og
Svíþjóðar hafa lýst andstöðu sinni.
Mannréttindasamtökin Amn-
esty International hafa gagnrýnt
áform um að takmarka aðgang út-
lendinga að Evrópusambandinu og
segja þau taka mið af málflutningi
hægri þjóðernissinna. ■
AZNAR OG PRODI
Gestgjafi fundarins í Sevilla er Jose Maria
Aznar, forsætisráðherra Spánar. Með hon-
um á myndinni, hægra meginn, er Roma-
no Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins.
Launavísitalán hækkaði um
0,2% í maí. Vísitalan miðað
við meðallaun í maí 2002 er 225,8
stig og hækkar um 0,2% frá
fyrra mánuði. Samsvarandi
launavísitala sem gildir við út-
reikning greiðslumarks fast-
eignaveðlána, er 4.938 stig í júlí
2002.
—
Byggingarvísitalan hækkaði
um 0,1% í maí. Hagstofan
hefur reiknað út vísitölu bygg-
ingarkostnaðar eftir verðlagi um
miðjan júní. Vísitalan er nú 277,6
stig, hækkaði um 0,1% frá fyrra
mánuði. Síðastliðna tólf mánuði
hefur vísitala byggingarkostnað-
ar hækkað um 7,1%
II
Geymið auglýsinguna.
H.J. Varahlutir ehf.
Krókhálsi 10, 110 Reykjavík.
Hef opnað varahlutaverslun fyrir Lada bifreiðar.
Einnig getum við útvegað varahluti í Ssang yong Family,
Eigum eitthvað til á lager.
Ný sumardekk 165/70 x R 13 - lágt verð, einnig heilsársd.
Ál og stálfelgur 13“16“ Dráttarbeisli fyrir Lada bíla.
Vörugámar úr járni, á hjólum, stærð 1,60 x 0,64 x h 1,70
Sími 5681050 fax 5681051. Netfang, hjvarahl@li.is
Barmmerhi • ! I í
ættarmót
Hægt er að velja á
milli þess að hafa
hangandi klemmu
eða klemmu og
nælu á baki
bammerkis.
'ámm
l\*r/ tfÍÍRÍ 1
Aýf,
i*• o#
wtm-m
Prentum á
barmmerkin,
ef okkur eru
send nöfnin í
Excel skjali .
Pappírinn kemur
rifgataður í A4
örkum, fyrir þá
sem vilja prenta
sjálfir.
Barmmerkin fást í mörgum litum sem bjóða upp á
flokkun ættartengsla þegar ættarmót er haldið.
OPNUNARTILBOÐ HJA
0 iJk&u
B
O
D
Y
á
A
C
T
f
O
N
Lttlefhi af opmm’mdunatimai:
Bjóðum við 30% afslátt af uaditfataaöi, sportfatnaði ogflL.
Erum að Hæðarsmáraó, Sími 588-0100
Að ofanverðuvið Smáralind
Æfa viðbrögð við
eldgosi í Eyjum
Vestmannaeyjabær verður undirlagður þegar almannvarnaræfingin
Samvörður 2002 verður haldin þar. Eitt þúsund manns taka þátt í að
setja á svið björgun, þegar eldgos verður í eyju. Ekki er búist við því að
æfingin raski mótshaldi Shell-mótsins í knattspyrnu.
TF-LfF A ÆFINGU
( nógu verður að snúast fyrir þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir landsins
þegar almannavarnaræfingin Samvörður 2002 verður haldin dagana 24. - 30. júní.
almannavarnir Almanna-
varnaræfingin Samvörður 2002
fer fram á Islandi dagana 24.-30.
júní. Þetta er í þriðja sinn, sem
Samvörður er haldinn á íslandi.
Markmiðið með æfingunni er að
samhæfa aðgerðir herja og borg-
aralegra stofnana ríkja Atlants-
hafsbandalagsins og samstarfs-
ríkja þess á sviði friðargæslu og
björgunarstarfa.
Aðalæfingin nú lýtur að við-
brögðum við náttúruhamförum.
Vegna æfingarinnar koma um 500
erlendir þátttakendur til viðþótar
við annan eins fjölda íslendinga.
Framkvæmdarstjóri æfingarinnar
fyrir íslands hönd er Hafsteinn
Hafsteinsson forstjóri Landhelgis-
gæslunnar en fyrir NATO er það
yfirmaður varnarliðsins í Kefla-
vík.
Vettvangsæfingin, sem er aðal-
æfingin, fer fram 28.-30. júní í
Vestmannaeyjum. Verkefnið snýst
um að bjarga fólki frá eyju þar
sem eldgos og jarðskjálftar ógna
lífi þess. Þá reynir á þjörgunar-
sveitarmenn, sem þurfa að bregð-
ast við áföllum eins og skemmdum
byggingum, lokun hafnar og flug-
vallar vegna hraunflæðis, ösku-
falls og klettahruns. Þá þarf að
slökkva elda, bjarga fólki úr
skemmdum húsum og hlúa að slös-
uðum, sjúkum og öðru flóttafólki
áður en það er flutt í öruggt skjól í
Þorlákshöfn.
Annar hluti æfingarinnar er
fram úti á landi 25.-27. júní. Sér-
fræðingar frá Slysavarnarfélag-
inu Landsbjörgu munu annast þá
framkvæmd. Samtímis þeirri æf-
ingu fer fram stjórnstöðvaræfing
en hún felst í samhæfingu stjórn-
stöðvar Samvarðar við aðrar
stjórnstöðvar, sem að æfingunni
koma. Á sama tíma Samvörður fer
fram er í gangi hið árlega Shell-
mót í knattspyrnu fyrir drengi á
aldrinum 10-11 ára. Aðstandendur
mótsins og forsvarsmenn Sam-
varðar hafa unnið saman að því að
skipuleggja Samvörð þannig að
þátttakendur á pollamótinu verði
fyrir sem minnstu ónæði. Þannig
hefur allt flug verið bannað yfir
íþróttasvæðinu meðan á keppni
stendur og skipulagðar hafa verið
sérstakar akstursleiðir fyrir þátt-
takendur Samvarðar. ■
stefan@frettabladid.is
Romano Prodi:
Vill tvískipta
framkvæmdastjórn
evrópusaivibandið Romano Prodi,
forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, vill breyta fyr-
irkomulagi framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins. Samkvæmt
hugmyndum Prodis eiga nokkrir
aðstoðarforsetar að mynda eins
konar kjarnastjórn, sem heyrir
aðeins undir forseta fram-
kvæmdastjórnarinnar.
Aðildarríki sambandsins
eiga ekki að hafa nein áhrif á það,
hverjir sitja í þessum kjarna. For-
seti framkvæmdastjórnarinnar á
að velja sér aðstoðarforsetana
sjálfur.
Prodi telur nauðsynlegt að
gera þessar breytingar, sem og
fleiri, vegna fjölgunar aðildar-
ríkjanna, sem nú er í bígerð. Jafn-
framt leggur hann til að hvert að-
ildarríki fái aðeins einn fram-
kvæmdastjóra, í stað þess að
stærri ríkin hafi tvo en þau minni
einn, eins og nú er.
Þessar tillögur Prodis hafa
fengið misjafnar undirtektir hjá
aðildarríkjunum.
Þær verða ræddar á leiðtoga-
fundi Evrópusambandsins, sem
fram fer í Sevilla á Spáni í dag og
á morgun. ■
ROMANO PRODI
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins.
i '