Fréttablaðið - 21.06.2002, Side 10

Fréttablaðið - 21.06.2002, Side 10
FRETTABLAÐÍÐ FRETTABLAÐIÐ 21. júní 2002 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Viðbrögð Itala fáránleg Knattspyrnuáhugamaður skrifar: r —..... Eg sem stuðnmgsmaður ítalska landsliðsins í fótbolta, er al- gjörlega miður mín yfir viðbrögð- um þeirra við úrslitum í heims- meistarakeppninni. Ég skal fús- lega viðurkenna að ítalirnir hafa ekki alltaf átt skilin fegurðarverð- laun fyrir knattspyrnu. Hins veg- ar hafa þeir spilað árangursríkan bolta og sýnt þolinmæði. Oftar en ekki hafa þeir uppskorið á endan- um. Þegar illa hefur gengið hjá ítalska landsliðinu hafa þeir orðið grátklökkir og sárir. Viðbrögð þeirra nú eru fáránleg. Vissulega má deila um frammistöðu dómara og ég er sjálfur þeirrar skoðunar að ítalir hafi ekki hagnast á dóm- gæslunni. Það er hins vegar fá- ránlegt að halda því fram að eitt- hvert samsæri hafi verið í gangi gegn liðinu. Þótt ítalir séu vanir spillingu teygja þeir sig einum of langt í þetta skiptið. Viðbrögð forsvarsmanna Perugia eru svo sérkapítuli. Að reka markaskorara Kóreumanna fyrir markið gegn þeim er ótrú- legt bull. ítalir gerðu sig ekki að athlægi í leiknum gegn Suður- Kóreu, þótt þeir geti sjálfum sér kennt um að klára ekki þann leik. Viðbrögð þeirra hafa gert þá að aðhlátursefni umheimsins. ■ 10 Vaxtalækkunarferli Seðlabankans MARS 2001 Þrýstingur á að Seðlabankinn lækkaði vexti hafði farið vaxandi. Raddir sérfræðinga atvinnu- og fjármálalífs urðu sífellt háværari í kröfum sínum um vaxtalækkun. Seðlabankinn stóð á móti og taldi merki samdráttar í efnahagslífinu ekki nógu skýr. Bankinn sá ljósið undir lok marsmánaðar og til- kynnti 0,5% vaxtalækkun á árs- fundi bankans. Flestir fögnuðu þessari ákvörðun bankans, en gagnrýnisraddir heyrðust þó. Meðal annars frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Á ársfundinum voru vikmörk krónunnar afnumin og verðbólgumarkmið tekið upp. Fastgengisstefnan var afnumin og féll krónan um sumarið, án verulegra afskipta Seðlabankans. Fram að því höfðu þeir sem stund- uðu gjaldeyrisviðskipti getað treyst á að bankinn verði gengi krónunnar. NÓVEMBER 2001 Vonir manna um að önnur vaxta- lækkun Seðlabankans fylgdi fljót- lega í kjölfarið voru ekki á rökum reistar. Krónan veiktist mikið sem aftur olli miklum verðbólguþrýst- ingi. Seðlabankinn taldi ekki efni til vaxtalækkana í ljósi þróunar- innar. Óþolinmæði var farið að gæt víða meðal annars hjá forsæt- isráðherra. Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans sagði bankann ekki hafa áhuga á að viðhalda meira aðhaldi í pen- JÓNAS SKRIFAR: ~1~ Eoisaga Vaxtalækkanir Seðlabankans eru komnar á skrið. Lengi hafði verið beðið eftir vaxta- lækkunum bankans. Þrýstingur á bankann hefur verið mikill og stöðugur. Nú hillir und- ir rólegri tíma í hagkerfinu. ingamálum en nauðsynlegt væri til þess að ná verðbólgumarkmið- um bankans. í byrjun nóvember lækkaði Selabankinn vexti um 0,8%. Sérfræðingar á fjármála- markaði sögðust hefðu viljað sjá meiri lækkun, en hún væri ágætt fyrsta skref. MARS 2002 Enn og aftur var farið að gæta óþolinmæði eftir nýrri vaxta- lækkun. Á ársfundi bankans var Talibani í Hvíta húsinu Fimmtíu ríki Múhameðs spámanns, Vatíkanið í Róm og samtök kristilegra ofsatrúarsafnaða í Bandaríkjunum hafa tekið höndum saman um að hindra ný ákvæði í sáttmálum Sameinuðu þjóðanna um aukinn rétt barna og kvenna. Einkum eru þessir aðilar andvígir fé til fóstureyðinga. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt lóð sitt eindregið á vogarskál hinna trúuðu róttæk- linga. Hann hefur skipað harða andstæðinga fóst- ureyðinga í bandarískar sendinefndir á ráðstefn- um Sameinuðu þjóðanna og hindraði þannig árang- ur á nýlegri barnaráðstefnu þeirra. Á þessu sviði og ýmsum skyldum sviðum eru Bandaríkin komin í sveit með ríkjum á borð við Súdan, írak og íran og berjast með þeim gegn ein- dreginni fylkingu ríkja Vestur-Evrópu, sem vilja auðvelda fóstureyðingar í þriðja heiminum, meðal annars til að hafa hemil á eyðni. Bush Bandaríkjaforseti hefur fleiri járn í eldin- um. Hann vill ekki, að Bandaríkin staðfesti sátt- mála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1980 um auk- inn rétt kvenna og barna. Allur þorri ríkja heims, 169 ríki alls, hafa staðfest sáttmálann, en ríkis- stjórn Bandaríkjanna hafnar honum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið er enn að skoða samninginn og hefur allt á hornum sér. Samt fjallar hann fyrst og fremst um, að konur og börn í þriðja heiminum fái sama rétt og þau hafa í ríku löndunum. Til dæmis bannar hann, að konur séu grýttar til dauðs fyrir að vera nauðgað. Viðhorf forsetans endurspeglar í smáatriðum stefnu samtaka kristilegra ofsatrúarsamtaka, sem telja aukinn rétt barna og kvenna draga úr eðlilegu feðraveldi, sem sé vilji guðs. Sömu skoðunar eru talibanar í Afganistan, sem einnig gerðu það sem þeir gátu til að takmarka réttindi kvenna. Óneitanlega er það sérkennileg staða í alþjóða- pólitíkinni, að fulltrúar Bandaríkjanna á ráð- stefnum Sameinuðu þjóðanna sitji úti í hornum á klíkufundum með fulltrúum Súdans, íraks og írans „ Óneitanlega er það sérkennileg staða i alþjóðapólitíkinni, aðfulltrúar Bandaríkjanna á ráðstefnum Sameinuðu þjóðanna sitji úti í hornum á klíkufundum með fulltrúum Súdans, Iraks og Irans ... “ til að skipuleggja baráttu gegn evrópskum hug- myndum af veraldlegu tagi. Til skamms tíma hvíldu yfirburðir Vesturlanda í heiminum meðal annars á aðskilnaði borgaralegra málefna og trúarlegra, meðan ríki Múhameðs spá- manns höfðu guðstrúna ofar öllu og settu hvers kyns viðfangsefni í trúarlegt samhengi. Banda- ríkin hafa nú flutt sig í þær herbúðir. Til skamms tíma hvíldu yfirburðir Vesturlanda í heiminum meðal annars á jafnrétti fólks. Feðra- veldi hefur fyrir löngu verið hafnað og reynt ér að nýta hæfilega kvenna í þágu efnahagslegra fram- fara. í heimi talibana og forseta Bandaríkjanna er staður konunnar hins vegar á heimilinu. Vesturlönd hafa áratugum saman reynt að út- breiða mannréttindi í ríkjum þriðja heimsins á grundvelli yfirlýsinga Sameinuðu þjóðanna. Með nýjum sáttmálum á ýmsum sérsviðum mannrétt- inda hefur verið takmarkað svigrúm harðstjóra þriðja heimsins til að níðast á fólki sínu. Hingað til hafa Bandaríkin tekið þátt í þessari viðleitni vesturlanda. Með komu Bush í valdastól hefur það breytzt. Nú er Bandaríkjastjórn almennt andvíg takmörkunum á svigrúmi sínu á alþjóðleg- um vettvangi, sérstaklega ef þær takmarkanir espa stuðningsmenn hennar á heimavelli. Á skömmum tíma hafa málin skipazt á þann veg, að Bandaríkin eru komin í bandalag við Súdan, írak og íran og að gerðir forsetans minna í vaxandi mæli á stefnuskrá talibana í Afganistan. Jónas Kristjánsson tilkynnt um vaxtalækkun upp á 0,5%. Vonir manna vöknuðu um að vaxtalækkunarferli væri hafið. Sú reyndist raunin. Vextir lækk- uðu í apríl og maí og nú síðast 19. júní. Verðbólga í maí reyndist undir viðmiðunarmörkum kjara- samninga. Mat bankans er að verðbólgumarkmið munu nást og því eðlilegt að smyrja hjól efna- hagslífisins. ■ I ORÐRÉTT I ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ Ég var himinlifandi með túrinn en það var ekki mikill fiskur Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og laxveiðikló. Fréttablaðið, 20. júní. HALLELÚJA Það er ekkert sem fær mig til að efast um minn flokk. Dagný Jónsdóttir, formaður Landsam- bands ungra fram- sóknarmanna, Frétta- blaðið, 20 júní. KÁLFARNIR OG OFELDIÐ Frönsku heims- meistararnir voru orðnir svo fínir menn, vanir for- setaveislum og selskapslífi innan um snobbfólk, að þeir töldu sig ekki þurfa að gera annað en að mæta og spila sitt gamla kerfi. Egill Helgason. Strik.is, 20. júní KOMDU BARA MEÐ MÉR, ÉG SKAL SÝNA ÞÉR Konur og karlar hafa sín sér- kenni og það eiga bæði kynin að gera sér grein fyrir og nýta sér. Hreinn Hreinsson í tilefni dagsins. Kreml.is, 19. júní. ÓGEÐFELLDIR METHAFAR 1 Ástæðulaust er að : gleyma því, að Ji- ang er fulltrúi } stjórnar og stjórn- j málaafls, sem hef- ur svipt að minnsta kosti 50 milljónir manna lífi. Maó, forveri Jiangs, hefur þann óskemmtilega sess í heims- metabók Guinness, að vera talinn mesti fjöldamorðingi mannkyns- sögunnar. Björn Bjarnason. Bjorn.is, 16. júní Segöu skilið við óhollt skyndifæði, hreyfðu þig og byggðu upp stinnan og fallegan líkama og vertu FRJJkiS með FITNESS SHAKE -j-- plús Faeðubótarcfnl • Æfingafatnaður - Rafþjálfunartakl Útsölustaöir auk Hreysti: ^lyfsheisa Qjlyfja Hvakstbodun daglega F®@ er í kMaéiM éa^egs tíé'm lCLÖOfró U&tfatfcÁko m lláwHjriBrfBfc. Hw fetö tátH 3-4 FitÁbdunóir. ötót « oð segja é W» hé sést í 97%-98% tíUb. Húm fi iemst eircfoklega nófaégt k&mnm «epí fse eðás ámfm d véfefcfjé&n. Uppiýsíngar & bófcanír í síma 8941388 & 868 2886 Hvalflskoðttfi - Sjósfangaveiði - Veislusalur - Bar um borá • Sjóminiar INNHERJAR Kallað eftir foringja Mér finnst að Jón Baldvin aetti að koma heim og ganga í Frjálslynda flokkinn. Sverrir er að hætta og gott væri að fá mann sem gæti leitt flokk manna með frjálslyndar skoðan- ir. Búið er að ryðja brautina nú vantar foringjann," segir einn Innherja á sjórnmálaspjallþræði visis.is. Sá segir Jón Baldvin hafa sýnt að hann er framsýnn stjórnmála- maður sem hafi þorað að standa fastur á skoðunum sínum. „EES samningurinn er eitt mesta gæfu- spor sem hent hefur okkar þjóð og er það Jóni að þakka.“ Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta. Einn heldur því fram að Davíð Oddsson hafi landað EES samningum. Sá vill ekki sjá að Jón Baldvin snúi aftur í pólitík. Þessu er náttúrlega mótmælt. Talið er lágkúrulegt að reyna að taka heiður- inn af Jóni. „Alþýðu- flokkurinn setti aðild að EES á oddinn fyrir kosningarnar 1991, Framsókn og Alla- ballar voru á móti en Sjallar létu sér fátt um finnast ef ég man rétt. Davíð ákvað svo að taka afstöðu með EES í Viðeyjarvið- ræðunum til að koma saman Viðeyjarviðreisninni. Sú stjórn var okkur íslendingum til mikils framdráttar." Svo fer mönnum að þykja nóg um þetta hjal um endurkomu foringja. „Á íslandi er meiri foringjadýrkun heldur en á Kúbu, eða svona næst- um því,“ segir einn. Og bætir um betur. „Við megum ekki vera svo barnaleg að halda að allt fari í hundana þegar kastró, davíð og halldór fari frá völdum.“ Innherjar eru umræðuvettvangur á vefnum visir.is.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.