Fréttablaðið - 21.06.2002, Page 17
I
FÖSTUPAGUR 21. júní 2002
FRETTABLAÐIÐ
17
Mál
og menmng:
Fuglakort
Islands
KORTAÚTcÁFA Kortadeild Máls og
menningar hefur gefið út nýtt
fuglakort sem lýsir öllum íslensk-
um fuglurn á skýr-
an og aðgengileg-
an hátt. Fugla-
kortið er nýtt á ís-
lenskum korta-
markaði og í raun
fyrsta kortið í
heiminum sem er
byggt upp á þenn-
an hátt. Kortið er byggt á bókinni
íslenskir fuglar eftir Ævar Peter-
sen fuglafræðing hjá Náttúr-
fræðistofnun íslands og vatnslita-
myndir eru eftir Jón Baldur Hlíð-
berg. ■
Sumaróperan:
Nýjung í íslensku tónlistarlífi
óPERfl Nýlega hófust æfingar Sum-
aróperu Reykjavíkur á óperunni
Dido og Eneas eftir Henry
Purcell. Sumaróperan er nýjung í
tónlistarlífi á Is-
landi og er unnin
að erlendri fyrir-
mynd. Markmið
Sumaróperunnar
er að setja upp
eina óperu á hver-
ju sumri. Sævar
Finnbogason,
Sævar kynningarst jóri
Finnbogason félagsins, segir
þetta einhver mestu tíðindi í ís-
lensku tónlistarlífi síðan íslenska
óperan var stofnuð. „Þetta er
ómetanlegt tækifæri fyrir unga
listamenn að koma að óperuupp-
færslu, kynnast vinnubrögðum
listamanna sem þegar hafa haslað
sér völl og þroska list sína í örvan-
di umhverfi," segir Sævar. „Við
auglýstum eftir fólki og réðum
svo í aukahlutverkin átta eftir
áheyrnarpróf þetta efnilega, unga
fólk sem mun taka þátt í sýning-
unni, en 150 söngvarar þreyttu
prófið. Aðalhlutverkin fjögur eru
í höndum reyndra söngvara,
þeirra Ingveldar Ýrar, Ásgerðar
Júníusdóttur, Hrólfs Sæmunds-
sonar og Valgerðar Guðnadóttur.
Dido og Eneas hefur verið köll-
uð perla barokkóperanna og þykir
með fegurri tónsíðum. Atburða-
rásin er hröð og skemmtileg og
harmræn í senn, og óperan þykir
eiga hvað mest erindi við nútíma-
manninn.
Uppsetning Sumaróperunnar
var valið annað af tveimur sam-
starfsverkefnum ársins hjá Leik-
félagi Reykjavíkur og Reykjavík-
urborg styrkir líka verkefnið.
Óperan verður frumsýnd í Borg-
arleikhúsinu 10. ágúst. ■
LEIKARAR TÓKU LAGIÐ
Framundan eru stífar æfingar en óperan
verður frumsýnd í byrjun ágúst.
OPNUN
FÖSTUDAGURINN
21. JÚNi
LEIKHUS
16.00 Gallerí Reykjavík. Listakonan
Elitsa G. Georgieva frá Rousse í
Búlgaríu opnar stuttsýningu sína,
olíumálverk sem öll eru unnin á
þessu ári. Elitsa G. Georgieva er
21 árs og hefur haft áhuga á list,
málun, teikningu, skúlptúrgerð og
hönnun síðan hún var 7 ára.
Elitsa lauk námi frá listaháskóla í
Búlgarfu með framúrskarandi ár-
angri. Hún er búsett hér á íslandi
frá 2001. Sýningu hennar lýkur
miðvikudaginn 3. júlf.
20.00 Loftkastalinn. El Prumpos Pissos,
uppistand Sigurjóns Kjartanssonar
og Þorsteins Guðmundssonar.
Pétur Jóhann Sigfússon hitar upp.
SKEMMTANIR
DOKTORSVÖRN
14:00 Háskóli (slands, Lögbergi, Úlf-
hams saga. Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, cand mag. í íslensk-
um bókmenntum, ritgerð sína
Úlfhams saga. Andmælendur eru
dr. Jurg Glauser prófessor í Zurich
og dr. Svanhildur Óskarsdóttir
fræðimaður á Stofnun Árna
Magnússonar. Vilhjálmur Ámason,
forseti heimspekideildar, stjórnar
athöfninni.
GANGA
22.20 Huliðsheimar Hafnarfjarðar
Jónsmessuferð með Erlu Stef-
ánsdóttur um álfabyggðir Hafnar-
fjarðar! Lagt af stað frá Upplýs-
ingamiðstöð Hafnarfjarðar. Farið
verður með rútu á þá staði sem
mestan kraftinn gefa og sumar-
sólstöðum fagnað.
23.00 Ari í Ögri. Arnar og Hafdís leika
létta og hressa tónlist með Ijúfum
undirtón.
22.00 Café Flora Grasagarðinum. Sól-
stöðutónleikar með Páli Óskari og
Moniku.
24.00 Café Flora Grasagarðinum. Sól-
stöðutónleikar Páls Óskars og
Moniku endurteknir.
Café 22 DJ Krummi.
Kringlukráin Hljómsveit Rúnars Júlíus-
sonar
Vídalín Kvennahljómsveitin Rokkslæðan
gerir allt vitlaust á Vídalín Með þeim i
för verður Rokkdrottningin Andrea Jóns-
dóttir.
Kaffi Amsterdam Safaríka gleðisveitin
Buff.
Café Catalína Trúbadúrinn Kjartan
Hlöðversson
Gaukur á Stöng Land og synir sjá um
fjörið.
Gullöldin Ásgeir Páls sér um dúndrandi
stuð.
BESSASTAÐAHREPPUR
www.bessastadahreppur.is
Álftanesskóli
http://alftanesskoli.ismennt.is
Ágætu kennarar
Okkur í Álftanesskóla vantar kennara
í almenna bekkjarkennslu í 1., 3. og 7. bekk.
Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í
1.-7. bekk. í skólanum verða 240 nemendur
í 14 - 15 bekkjardeildum. Góð starfsaðstaða.
Mikil samvinna og öflugt skólastarf.
Skólinn leggur sérstaka áherslu á stærðfræði, listir,
upplýsingatækni og skapandi starf.
Sjá vef Álftanesskóla http://alftanesskoli.ismennt.is
Upplýsingar veita Sveinbjörn Markús Njálsson
skólastjóri, í símum 565-3662,
891-6590, netfang: sveinmar@ismennt.is og
Ingveldur Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri
í síma 565-3662, netfang: inka@ismennt.is.
Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist Álftanesskóla.
Sjá einnig auglýsingu á vef Bessastaðahrepps
www.bessastadahreppur.is
Skólastjóri.
6®
Frábært
á brauð,
imatargerð |
og bakstur.
Alpa smjör er hrein, íslensk
náttúruafurð sem hentar vel
ofan á brauð, í bakstur og
matargerð.
Alpa smjör er unnið úr sýrðum
rjóma eftir vinnsluaðferð sem
löng hefð er fyrir meðal
smjörmeistara í Evrópu.
Islensk afurð
- evrópsk hefð
OSTÁOG
SMJÖRSALAN SF
www.ostur.is