Fréttablaðið - 13.07.2002, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 13. júlí 2002
FRÉTTABLAÐIÐ
17
Ýmsar uppákomur í Árbæjarsafni um lielgina:
Kassabílar, stultur
og húlahringir
söfn Árbæjarsafn stendur fyrir
ýmsum uppákomum um helgina. í
dag klukkan 14.00 verða haldnir
tónleikar. Tríóið Jazzandi leikur
fyrir gesti þekkta djass standara
ásamt frumsömdu efni. Tríóið
skipa Sigurjón Alexandersson á
gítar, Sigurdór Guðmundsson á
bassa og Ingvi Rafn Ingvason á
trommur. Við Kornhúsið verða
gamaldags leiktæki; kassabílar,
stultur og húlahringir. Einnig
verður hægt að leika með leggi og
skeljar. Teymt verður undir börn-
um frá kl. 13.00-15.00 við Árbæ-
inn.
Á morgun, sunnudag, verður
sagnfræðingurinn Guðjón Frið-
riksson með leiðsögn fyrir gesti
safnsins um sýninguna „Saga
Reykjavíkur - frá býli til borgar“
frá kl. 13.00 og 15.00. Netahnýt-
ingar verða við Nýlendu og í
Árbæ bíður húsfreyjan gestum
upp á nýbakaðar lummur. Á bað-
stofuloftinu verður spunnið og
saumaðir roðskór. Teymt verður
undir börnum frá kl. 13.00-15.00
við Árbæinn. Harmonikan verður
þanin við Árbæ og Dillonshús, en
þar er boðið upp á veitingar.
Klukkan 14.00 hefst dagskráin
Spekúlerað á stórum skala í hús-
inu Lækjargötu 4. Þar býður Þor-
lákur Ó. Johnson upp á skemmt-
un í anda liðins tíma. Þar fá gest-
ir innsýn í lífið í Reykjavík á 19.
öld. ■
Útivist:
Gengið
Presta-
stíginn
ferðir f sunnudagsgöngu Útivistar
verður genginn Prestastígur svo-
kallaður. Hann liggur á milli
Grindavíkur og Hafna á Reykja:
nesi. Lagt verður af stað frá BSÍ
klukkan hálfellefu. Prestastígur er
heiti á fornri og áður fjölfarinni
þjóðleið.
Talið er líklegt að skýring nafns-
ins sé sú að með prestar hafi oft átt
leið um þennan veg eftir árið
1907 þegar Kirkjuvogssókn í
Höfnum var lögð til Staðarpresta-
kalls í Grindavík. ■
ymLUnott
ar. Verk listamannanna eru rýmisverk
sem unnin eru í ýmis efni og á mismun-
andi máta. Sýningin er opin alla daga
nema þriðjudaga kl. 11-17. Henni lýkur
22. júlí.
Magnús Sigurðsson sýnir í
galleri@hlemmur.is. Sýningin stendur
til 20. júlí.
I' Gallerí Reykjavik stendur yfir stuttsýn-
ing Katrínar S. Ágústsdóttur. Sýningin
stendur til 17. júlí.
í Listasafni ASÍ sýna þær Valgerður
Hauksdóttir og Kate Leonard. Sýningin
stendur til 28. júlí.
Listasafns íslands sýnir tæplega ÍOO
verk í eigu safnsins eftir 36 listamenn. Á
henni er gefið breitt yfirlit um íslenska
myndlistarsögu á 20. öld, einkum fyrir
1980. Sýningin skiptist í fimm hluta:
Upphafsmenn íslenskrar myndlistar á
20. öld; Koma nútímans/módernismans
í myndlist á íslandi; Listamenn 4. ára-
tugarins; Abstraktlist; Nýraunsæi áttunda
áratugarins.
í Gerðasafni stendur yfir fyrsta sýningin
úr Listaverkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Meðal annars eru til sýnis fjögur verk
eftir tvo færeyska listamenn, S. Joen-
sen Mikines og Ingálvur av Reyni. Sýn-
ingin stendur til 28. júlí.
Björg Sveinsdóttir sýnir myndir teknar á
tónleikum hljómsveitarinnar Sigur Rós-
ar í Laugardalshöll, Listasafni Reykjavík-
ur, Montreux og London á Kaffitári við
Laugaveg. Sýningin er opin á verslunar-
tima og lýkur 1. ágúst.
SÝNINGAR
I Þjóðmenningarhúsinu eru þrjár sýn-
ingar í gangi. Sýndar eru Ijósmyndir úr
svonefndum Fox-leiðangri sem eru með
elstu myndum sem teknar voru á ís-
landi, Grænlandi og í Færeyjum, sýning
er á vegum Landsbókasafns á bók-
menntum Vestur-íslendinga og loks er
svo Landafundasýningin sem opnuð var
árið 2000 og hefur nú verið framlengd.
Aðgangur er ókeypis á sunnudögum.
Sjóminjasafnið, Vesturgötu, Hafnar-
firði, er nú opið alla daga frá kl. 13-17
fram til 30. september. Sýning stendur
yfir á verkum Jóns Gunnarssonar list-
málara þar sem viðfangsefnið er sjó-
mennska og lífið við sjávarsiðuna. Sýn-
ingin verður opin til 1. júlí á opnunar-
tíma safnsins.
I Grófarsal í Grófarhúsi við Tryggvagötu
er sýning á íslenskum blaðaljósmynd-
um frá árunum 1965 til 1975. Blaðaljós-
myndir eru einn stærsti flokkur
myndefnis á Ljósmyndasafni Reykjavík-
ur, sem sýnir hér hátt á annað hundrað
blaðaljósmyndir. Opið milli klukkan 12
og 15.30.
«4.
mmm Jf mmm ** W
Færð þu Ferðaavisun
MasterCard með þínu
kreditkorti?
>.000 kr . í erdaavisuri viö stofnun korts
www.atlaskort.is
A.TLAS korthafar safna 4 kr. af hvtírjum
1 000 kr. og Gullkorthafar S kr. af
hverjum 1.000 kr,
Nánari upplýsingar á www.europay.is
eða i sima 550 1500.
TERRA vW
' HOVA Jsói
?erdaáv>a4r WasT&rZzrz er uasgc «<i oyu sem
greiésíu nm a ®tss paincaPð^é *ia sðámó>
setn eru I samstarf við MasZ&rCari. Gi-esci-j
•aarf- ferön;.s ’tiíö W.ssJtenCarcf <crtir^ se'~
Upphæð avisunar tengd veltu kortsíns
innanlands sidustu 2 ár.
Glæsilegir stólar til sölu á stór-
lækkuðu verði. Þeir einu sinnar
tegundar sem hannaðir hafa verið.
Verð áður 120.000/stóll,
Nú 70.000/stóU.
Hafið samband í síma : 698-0414.