Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 2

Fréttablaðið - 27.07.2002, Síða 2
LÖGREGLUFRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 27. júlí 2002 LAUGARPAGUR T ögreglan í Hafnafirði stöðvaði JLium 90 ökumenn í gær til þess að athuga hvort menn væru með ökuréttindi og notuðu belti. Út- koman var mjög jákvæð að sögn lögreglunnar. Aðeins tveir voru ekki með belti en allir með rétt- indi. Tilkynningaskyldan fékk neyð- arboð frá báti síðdegis í gær. Fljótlega kom í ljós að neyðarboðið var sent fyrir mistök, en litlu mátti muna að allt hefði verið sett í gang og björgunarsveitir sendar af stað. Fólksbíll ók á rollu í Norðurár- dal, skammt frá Norðurár- brúnni í gær. Engin slys urðu á fólki en aflífa þurfti rolluna. Bíll- inn skemmdist lítið. Að sögn lög- reglu hefur verið þónokkuð mikið um að ekið sé á búfé á þessum slóðum. LOÐNUVEIÐAR Ekkert er að fá. Botninn að detta úr loðnuveiðunum 200 þúsund tonn komin áland SJAvarútvegur Lítil sem engin loðna finnst lengur þrátt fyrir leit þeirra skipa sem ekki eru hætt veiðum. Þetta er á nákvæmlega sama tíma og í fyrra sem loðnan hverfur, 25. júlí hvarf loðnan og veiðar hófust ekki að nýju fyrr en um áramót. Að sögn kunnugra er algengt að loðnuveiðin hætti um þetta leyti, rétt fyrir verslunar- mannahelgina. Rétt tæp 200 þúsund tonn af loðnu eru nú komin á land og eru þá óveidd 284 þúsund tonn af út- gefnum loðnukvóta. Öflugustu skipin fara nú á kolmunnaveiðar. Hinum verður lagt fram í september þegar síld- veiðar hefjast. Kolmunnaveiðin hefur verið ágæt að undanförnu. Búið er að landa rúmlega 150 þúsund tonn- um hér og eru óveidd rúm 130 þúsund tonn af útgefnum kolmunnakvóta. ■ —♦— Bjarni Ármannsson: Getum náð niður kostnaði viðskipti „Við teljum að það sé mikill kostnaður í íslenska banka- kerfinu um fram það sem er í ná- grannalöndum okkar,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Is- landsbanka, um hugsanleg kaup í Búnaðarbanka eða Landsbanka. „Þennan kostnað bera íslenskt viðskiptalíf og almenningur uppi og við teljum að það megi lækka með því að ná fram stærri eining- um.“ Bjarni kveðst ekki hafa áhyggjur af fyrri yfirlýsingum viðskiptaráðherra um að bankarn- ir verði ekki seldir annarri fjár- málastofnun. „Við munum ræða við einkavæðingarnefnd og gera grein fyrir okkar rökum. Við treystum þeim til að taka faglega ákvörðun." ■ 1 LÖGREGLUFRÉTT Gasleki varð í geymslu á veit- ingastað í Kringlunni í fyrr- inótt. Slökkviliðið var kallað út og var sprautað með háþrýstislöngu á gasský fyrir utan veitingastað- inn. Að því loknu fóru reykkafar- ar inn í geymsluna, skrúfuðu fyr- ir gasið og loftræstu svæðið. Hótel Eldhestar fær norrænt umhverfismerki Forstjóri Norðurljósa Fjórða íslenska fyrirtækið til að hljóta merkið UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ SÍV Friðleifs- dóttir, umhverfisráðherra hefur veitt Hótel Eldhestum í Ölfusi nor- ræna umhverfismerkið Svaninn. Hótel Eldhestar er fyrsta íslenska hótelið sem hlýtur vottun Norræna umhverfismerkisins. Forsvars- menn hótelsins hafa frá upphafi lagt mikla áherslu á umhverfismál og stenst hótelið nú kröfur norræna umhverfismerkisins Svansins varðandi uppbyggingu, búnað, um- hverfisstjórnun og aðhald í orku- og hráefnanotkun. SVANURINN AFHENTUR Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra af- hendir forsvarsmönnum Hótels Eldhesta vottun Norræna umhverfismerkisins Svanurinn er Norrænt umhverf- ismerki sem Norræna ráðherra- nefndin setti á stofn árið 1989. Nú þegar hafa 33 hótel hlotið norræna umhverfismerkið, þar af 28 í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Finnlandi. Hótel Eldhestar er fjórða íslenska fyrirtækið sem fær leyfi til að nota Norræna umhverf- ismerkið. Hin fyrirtækin eru Frigg fyrir Maraþon milt þvottaefni, Prentsmiðjan hjá Guðjón Ó. fyrir prentverk og S. Hólm fyrir iðnaðar- hreinsiefnið Undra. ■ Kalladur til yfirheyrslu lögreglumál Sigurður G. Guðjóns- son forstjóri Norðurljósa var í gærmorgun kallaður til yfir- heyrslu hjá auðgunarbrotadeild ríkislögreglustjóra. Tilefnið var ósk Búnaðarbankans um lögreglu- rannsókn á því hvernig trúnaðar- skjöl úr bankanum komust í hend- ur forstjóra Norðurljósa. Sigurð- ur var spurður hvort hann hefði tekið skjölin ófrjálsri hendi á skrifstofum Búnaðarbankans en Sigurður neitaði því. Þá var Sig- urður spurður hvort hann vissi hver hefði tekið skjölin og neitaði hann því einnig. ■ Boðar sparnað og uppsagnir Islandsbanki vill kaupa í Landsbanka eða Bún- aðarbanka. Segir nauðsynlegt að spara í banka- kerfinu. Það myndi hafa í för með sér umtals- verðan hagnað fyrir þjóðina. viðskipti „Bankaráð íslandsbanka telur að þessar tölur sýni að bankakerfið á íslandi sé dýrt í samanburði við samkeppnislönd okkar. Lækkun kostnaðarins er að A okkar mati nauð- synleg og mikil- væg. Lækkun þessa kostnaðar mundi hafa í för með sér umtalsverðan þjóð- hagslegan sparnað og stuðla að minni Við erum pollróleg og treystum yfirmönnum bankans. —♦— fjármagnskostnaði heimila og fyr- irtækja. Það eykur aftur á móti hagvöxt, arðsemi fyrirtækja og ávöxtun sparnaðar." Þetta er upphaf bréfs íslands- banka til einkavæðingarnefndar vegna óska bankans um viðræður um kaup á hlutum í Landsbanka eða Búnaðarbanka. Umdeilt er hvort rétt sé að íslandsbanki eign- ist hluta í öðrum bönkum. Bankinn rökstyður hagkvæmnina af því og segir: „í þessu samhengi er aug- ljóst að hagkvæmni stærðarinnar gegnir lykilhlutverki. Við teljum að frekari samþjöppun í banka- kerfinu sé forsenda þess að unnt sé að leysa úr læðingi æskilega kostnaðarhagræðingu. Hins vegar höfum við ríkan skilning á því sjónarmiði að nauðsynlegt sé að hagræðingin leiði ekki til skorts á samkeppni. Það væri engum til góðs.“ fSLANDSBANKI, LANDSBANKI OG BÚNAÐARBANKI íslandsbankamenn segjast reka sinn banka best og vilja kaupa annan hinna. Annað hvort einir og sér eða með öðrum. X íslandsbanki segir að bankinn hafi sýnt betri afkomu en aðrir bankar. Kostnaðarhlutfall var 55 prósent árið 2001 og á sama tíma var það 66 prósent hjá Lands- banka og rúm 70 prósent hjá Bún- aðarbanka. „Við vekjum líka at- hygli á því að á síðasta ári fækkaði störfum í íslandsbanka um rúm- lega 50 meðan starfsfólki fjölgaði hjá öðrum." íslandsbanki segir að árið 1999 hafi rekstarkostnaður bankakerf- isins verið 4,4 prósent af lands- framleiðslu á sama tíma var það 2,5 prósent í Bretlandi, 2,5 í Sví- þjóð, 2,4 í Danmörku og 1,8 í Nor- egi. „Við erum pollróleg og treyst- um yfirmönnum bankans. Það hef- ur áður reynt á okkur þegar til stóð að Landsbankinn keypti Búnaðar- bankann," sagði Auður Theódórs- dóttir formaður starfsmannafélags Búnaðarbankans. Hún sagði vær- ingarnar nú ekki vera mikið rædd- ar meðal starfsmanna. „Stjórnend- ur bankans hafa reynst okkur vel og ég trúi að svo verði áfram." ■ INNBROT ( BÍLA Lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að skilja aldrei eftir verðmæti í bílum, þar sem það bjóði hættunni. Lögreglan brýnir fyrir fólki að vera vart um sig: Um 25 innbrot á tíu dögum lögregla Síðdegis í gær höfðu verið framin 25 innbrot í Reykja- vík frá miðnætti 24. júlí. Að sögn lögreglu er þetta töluvert yfir meðallagi, en flest innbortin hafa verið í bíla, en einnig hefur verið brotist inn í fyrirtæki og á heimili fólks. Innbrotin síðustu daga hafa ekki verið einskorðuð við einhver einstök hverfi en þó hafa hlut- fallslega flest þeirra átt sér stað í Vesturbænum. Lögreglan vill brýna fyrir fólki að skilja aldrei eftir verð- mæti í bílum þar sem það bjóði hættunni heim og oft reynist erfitt að upplýsa þannig mál. Einnig beinir hún þeim tilmælum til fólks að huga vel að heimilum sínum ef það hyggst fara út úr bænum. Gæta þess að ganga tryggilega frá hurðum og glugg- um og skilja ekki varalykil eftir á vafasömum stað. Einnig segir hún gott að skilja útvarp eftir í gangi, hæfilega hátt stillt og hafa ljós kveikt á sýnilegum stað í húsinu. Á heimasíðu lögreglunnar (www.logreglan.is) er að finna ýmsar upplýsingar um afbrota- varnir. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.