Fréttablaðið - 27.07.2002, Qupperneq 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
27. júli 2002 LAUGARPAGUR
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjórí: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavlk
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Sfmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið I völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði;
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
| BRÉF TIL BLAÐSINST
Meiri fót-
bolta en
ekki minni
íþróttaáhugamaður skrifar:
Mig undrar að knattpsyrnu-
áhugamenn skuli vera að
setja út á að sýnt sé frá
kvennaknattspyrnu í sjónvarpi.
Það vantar meira íþróttaefni
frekar en hitt. Þá
skiptir minnstu
hvort það eru
karlar eða konur
sem eru að keppa.
Auk þess tel ég
sannað að íþrótt-
ir, flestar hverjar
að minnsta kosti,
séu iðkendum og
öðru áhugafólki til góðs. Það er
gott fyrir foreldra að vita til þess
að stúlkum jafnt sem drengjum
stendur til boða að taka þátt í
heilbrigðu og ánægjulegu
íþróttastarfi.
Ef myndir í sjónvarpi auka
áhuga og verða til þess að fleiri
börn leggi stund á íþróttir þá er
hverri mínútu í sýningartíma vel
varið. Þeir sem agnúast út í að
íþróttaiðkun kvenna sé sýnd í
sjónvarpi verði að nota þá traus-
tu aðferð að slökkva á sjónvarp-
inu eöa skipta um rás. Sérviska
fámennis má ekki verða til að
skaða fjöldann. Áfram stelpur til
betra lífs. Látið óréttláta dóma
um ykkur ekki trufla ykkur. ■
Förum
öll varlega
Jóhann skrifar
Nú styttist í Verslunarmanna-
helgina og víst að margir eru
farnir að huga að ferðalögum þá
helgi ef þeir eru ekki þegar búnir
að ákveða hvert á að fara og jafn-
vel kaupa miða
þar sem það þarf.
Þó Verslunar-
mannahelgin sé
oftast ánægjuleg
er full ástæða til
að við förum öll
varlega. Við verð-
________ um bæði að varast
það að fara of greitt í umferðinni
til að minnka líkurnar á óhugnan-
legum umferðarslysum. Það þarf
ekki nema umferðaróhapp til að
eyðileggja helgina fyrir fjölskyld-
unni. Alvarlegra slys getur breytt
lífi allra sem í hlut eiga það sem
eftir er.
Það er líka full ástæða til að
líta eftir börnunum okkar sem eru
að fara á útihátíð. Þó útihátíðirnar
séu ánægjulegar fyrir flesta get-
ur ýmislegt slæmt gerst eins og
dæmin sanna. Líkamsárásir og
nauðganir hafa sett ljótan blett á
alltof margar útihátíðir á undan-
förnum árum. Förum nú öll var-
lega og lítum hvert eftir öðru. ■
Tengingar áhugamanna um bankakaup
Tveir hópar, sem að mestu
koma frá Norðurlandi, hafi-
asýnt áhuga á að kaupa góðan hlut
í Búnaðarbanka eða Landsbanka.
Skagfirðingar, undir forystu Þór-
..ólfs Gíslasonar
kaupfélagsstjóra á
Sauðárkróki, og
Kaldbakur þar sem
gamla KEA er und-
irstaðan. Þessir
tveir hópar eiga
það sameiginlegt
að vera að mestu
settir saman af fé-
lögum sem áður tilheyrðu Sam-
bandi íslenskra bankamanna -
sem eins og kunnugt er var stór-
veldi í íslensku viðskiptalífi - en
varð að engu fyrir nokkrum árum.
Hann tengist
því kaupunum
í gegnum tvo
af þeim fimm
sem vilja
kaupa.
Eftir standa samt nógu sterkar
stoðir til að kaupa ráðandi hlut í
stórum banka.
íslandsbanki vill og kaupa. Það
vilja líka Björgólfsfeðgar og
Magnús Þorsteinsson. I nafni
þeirra vinnur meðal annars Andri
Sveinsson, sem var einn af stofn-
endum Gildingar. Þórður Magnús-
son, sem var aðalstofnandi Gild-
ingar er einnig meðal þeirra sem
hefur lýst áhuga sínum. Hann ger-
ir það í nafni fjárfesta sem að
mestu eru þeir sömu og komu að
Gildingu á sínum tíma. Einn af
þeim sem stóð að Gildingu var
Þorsteinn Vilhelmsson, einn af
stofnendum Samherja, en bróðir
hans og frændi sem stofnuðu
Samherja ásamt honum eru meðal
Sigurjón M. Egilsson
skrifar um bankasölur
þeirra sem vilja kaupa - samt ekki
beint. Samherji er meðal eigenda í
Kaldbaki ásamt KEA og fleirum.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, er að auki einn af
stærri hluthöfum í íslandsbanka.
Hann tengist því kaupunum í
gegnum tvo af þeim fimm sem
vilja kaupa.
Það sem er ekki síður eftirtekt-
arvert er að ekki er sjáanlegt að
nokkrir erlendir fjárfestar hafi
sýnt bönkunum áhuga. Eitt af því
sem stefnt var að var að fá inn er-
lent fjármagn. Ekki er að sjá að
það gangi eftir.
Björgólfsfeðgar og félagi þeir-
ra Magnús eru að mestu með pen-
inga sem þeir öfluðu í Rússlandi.
Það er eina fjármagnið sem hægt
er að sjá að sé að koma frá útlönd-
um. ■
í RÉTTARSALNUWl
Á þessari teiknuðu mynd má sjá Moussaoui í réttarsalnum. Leonie Brinkema, dómari, situr andspænis honum.
Snerist hugur í réttarsalnum
Zacarias Moussaoui segist ekkert hafa vitað um hryðjuverkaárásirnar 11. september. Hegðun
hans í réttarsalnum hefur vakið athygli. Móðir hans segir hann ekki hæfan til að verja sig sjálfur.
alexandra. viRGiNÍA. ap Zacarias
Moussaoui, eini maðurinn sem
ákærður hefur verið fyrir aðild að
hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin
þann 11. september, hefur lýst yfir
sakleysi sínu. „Ég vissi ekkert um
11. september," sagði Moussaoui
fyrir bandarískum alríkisrétti. í síð-
asta mánuði hafnaði Moussaoui að-
ild að hryðjuverkaárásunum. í síð-
ustu viku sagðist hann aftur á móti
ætla að játa sekt sína og lýsa yfir
hollustu sinni við Osama bin Laden.
Dómarinn sagði honum þá að hugsa
málið í viku til viðbótar. Á fimmtu-
dag lýsti Moussaoui sig sekan um að
hafa framið fjögur af þeim sex af-
brotum sem hann er ákærður fyrir.
Öll fjögur ákæruatriðin fela í sér
hugsanlegan dauðadóm. Þegar dóm-
arinn sagði honum að með því að
játa væri hann að viðurkenna þátt-
töku sína í hryðjuverkaárásunum,
ákvað Mossaoui að draga játningu
sína til baka og lýsa yfir sakleysi
sínu.
Lagaráðgjafi við yfirheyrslurn-
ar sagði að yfirlýsing Moussaoui
„hefði verið í samræmi við hegðun
hans í réttarsalnum fram að þessu.“
Réttarhöld yfir Moussaoui eiga að
hefjast þann 30. september. Hann
hefur til þessa varið sig sjálfur og
hafnað aðstoð opinberra verjenda.
Móðir Moussaoui var afar fegin
er hún heyrði af því að hann hefði
lýst yfir sakleysi sínu. „Hegðun
hans undanfarið sýnir að hann er
undir of miklu andlegu álagi til að
verja sig sjálfur," sagði hún. „í júní
heimsótti ég hann fjórum sinnum.
Ég þekkti ekki barnið sem ég hafði
alið; honum hefur hrakað mikið
bæði andlega og líkamlega.“
Moussaoui, sem er franskur rík-
isborgari, er m.a. ákærður fyrir að
hafa tekið þátt í samsæri um að að
myrða bandaríska borgara, að
framkvæma hryðjuverk og að nota
gjöreyðingarvopn. Hann var hand-
tekinn áður en hryðjuverkaárásirn-
ar á Bandaríkin áttu sér stað. ■
Hópur feitra Bandaríkjamanna lögsækir skyndibitastaði:
,, Sky ndibitastaðir hafa eyðilagt líf mitt“
HElLSA Hópur Bandaríkjamanna
sem þjáist af offitu hefur höfðað
mál gegn bandarfskum skyndibita-
stöðum. Eru forsvarsmenn stað-
anna sakaðir um að hafa selt þeim
mat sem þeir vissu að myndi valda
viðskiptavinum sínum offitu og
sjúkdómum. Skyndibitastaðirnir
McDonald’s, Burger King, Wendy’s
og Kentucky Fried Chicken voru
kærðir fyrir að hafa lokkað við-
skiptavini til sín með því að bjóða
upp á fitugan, saltaðan og sykur-
ríkan mat.
„Skyndibitastaðir hafa eyðilagt
líf mitt,“ sagði Caesar Barbar, einn
ákærendanna í samtali við the New
York Post. Barbar, sem er 57 ára
gamall og vegur 125 kíló, segist
hafa borðað skyndibitamat allt til
ársins 1996 þegar læknir hans var-
aði hann við því að mataræði hans
gæti orðið honum að aldurtila. Bar-
bar hefur þegar fengið tvö hjartaá-
föll og þjáist auk þess af sykursýki.
„Ég hélt alltaf að skyndibitinn væri
hollur. Ég hélt aldrei að það væri
eitthvað athugavert við að borða
slíkan mat,“ sagði hann. Talsmaður
BURCER KING
Burger King-hamborgarastaður. Rúmlega helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna þjáist af
offitu, sem miðast við um 15 kíló yfir eðlilegrí þyngd. Talið er að vaxandi neysla á skyndi-
bitamat sé helsta ástæðan fyrir offitu Bandaríkjamanna.
samtaka veitingastaða gerði lítið úr
lögsókninni. „Hann hlýtur að gera
sér grein fyrir því að tveir þriðju
hlutar matar sem fólk neytir í
Bandaríkjunum er borðaður heima
fyrir. Er hann að leggja til að við
höfðum mál gegn bandarískum
húsmæörum?" ■
Yfirvöld í Suður-Kóreu:
Lög gegn ein-
ræktun í burð-
arliðnum
SEÚL. SUDUR-KÓREU. AP YfÍrVÖld í
Suður-Kóreu ætla að flýta því að
samþykkt verði lög gegn einrækt-
un manna. Stutt er síðan fyrirtæki
í landinu hélt því fram að það
hefði komið fyrir einræktuðu
fóstri í kóreskri konu.
þetta er satt
eða ekki, er
afar mikil-
vægt að við
samþykkjum
slík lög sem
allra fyrst,“
sagði Kim So-
hui, ráðamað-
ur hjá heil-
brigðisráðu-
neyti Suður-
Kóreu.
,Hvort sem
KÓREA
10 ára fangelsi fyrir að
reyna að einrækta fólk.
Samkvæmt nýju lögunum sem
bíða þess að verða samþykkt eiga
þeir 10 ára fangelsi yfir höfði sér
sem reyna eða hjálpa til við að
einrækta manneskjur. ■