Heimdallur - 01.12.1884, Side 13
189
Mark Twain.
Blað eitt í Vesturlieimi segir svo frá Mark
Twain, þessu óviðjafnanlega kímnisskáldi,
30. nóvember þessa árs fyllir Mark Twain
sem eiginlega heitir Samuel L. Clemens 50. ár sitt.
Hann er nokkuð einkennilegur að útliti. Hann
er hár og grannvaxinn, skarpleitur og fríður
sýnum; hárið mikið, hrokkið og mjög hæru-
skotið; augun grá; augnabrýrnar miklar og
hvelfdar. Árið 1871 settist Clemens að í bænum
Hartford í Konnektikút. Hann byggði sjer þar
stórt og einkennilegt hús úr margvíslega litum
tígulsteini; þaðan eru því nær 5 fjórðungar mílu
til elzta hluta bæjarins. Inni í húsinu standa
skrautleg og dýr húsgögn, er hann og kona hans
hafa haft heim með sjer frá Norðurálfu.
Clemens hefur vinnustofu sína á „öðrum sal“;
skrifborð hans stendur þar í einu horninu og á
miðju gólfi hefur hann „billiarð.“ Á hverju
föstudagskveldi býður hann til sín nokkrum vin-
um og spilar við þá þetta uppáhalds spil sitt.
Hann skiptir árinu í tvo hluti. Frá 1. júní og
fram í miðjan september býr hann með konu
sinni og þremur ungum dætrum í Elmira (í fylkinu
New York). Par eru og nokkrir ættingjar hans
með honum. Sumarbýli lians stendur í fjalls-
hlíð einni; það er því nær eingöngu gjört úr
gleri og líkist hafnsögumannaskýlum þeirn, sem
eru á gufuskipunum, sem ganga eptir Missisippi-
fljótinu Á þessum afskekkta stað geíur liann
sig eingöngu viö ritstörfum. Hann fer á hverj-
um morgni klukkan hálfníu út í vinnustofu sína,
sem er spölkorn frá húsinu og situr þarþangað
til klukkan er orðin fimm; þá er blásið í pípu
heima í húsinu til merkis um að nú sje kom-
inn matmálstími. Meðan hann situr á vinnu-
stofunni, smakkar hann hvorki vott nje þurt og
engin sál má trufla hann. En hann reykir og
það drjúgum, og lætur aldrei drepast í vindl-
inumhjá sjer, meðan hann er við ritstörf.
Fyrir nokkrum árum ljet hann tilleiöast að
ganga í reykingarbindindi, og tókst honum að
halda það eitt ár; en allan þann tíma gat hann
ekki unnið nema stund og stund og kvað þá
lítið að ritsmíðum hans. •
En undir eins og hann fór aptur að reykja,
fjell allt í Ijúfa löð og hann ritaði þá í gríð og
ergju. Nú trúir hann á vindlana. Hann er þó
aldrei vel ánægður með þá. Hann er alltaf að |
leita fyrir sjer að þeirri vindlategund, sem full- j
nægi öllum kröfum, hvað gæði og verð snerti. ;
Einu sinni þóttist hann hafa fundið þessategund. ;
Hann bauð kunningjum sínum, sem voru í boði ;
hjá honum að kveikja í þessum vindlum þegar -
þeir voru að kveðja og ætlaðist til, að þeir reyktu í
þá á heimleiðinni, en morguninn eptir láu vind- ;
larnir á víð og dreif í snjónum fyrir utan húsið ?
og Mark Twain þóttist nú skilja, að þetta gætu \
ómögulega verið þeir rjettu vindlar.
í Elmira vinnur Clemens af mesta kappi.
Hann skipar þá niðar því sem hann hefur j
skrifað í minnisbækur sínar síðan hann var þar ;
síðast, lýkur við það sem hann áður hefur verið
byrjaður á og færir það í stýlinn, setn hann
lauslega hefur hripað upp. Annars er það ekki ;
siður hans að halda áfram með sömu söguna ;
til enda, heldur veröur haun að byrja á nýrri :
sögu áður en einni er lokið. Fað er opt að j
hann hefur margar sögur á prjónunum í einu !
og bætir þá við þessa eða liina eptir því sem \
andinn blæs honutn í brjóst. Hann lætur aldrei ;
ritsmíði sín koma á prent undir eins og hann 1
hefur lokið við þau. Hann hefur t. a. m. látið ;
eina bók liggja hjá sjer í fimm ár áöur en liann ;
gaf liana út, og breytti hann þó ekki staf í ;
lienni allan þann tíma. j
I Hartford er Clemens allur annar maður; í
þar lifir liann í glaumi og gleði. I’ar sækir ;
hann heim fjöldi stórmenna og þar er hann ;
umkringdur af helztu skáldum Vesturheims <
manna.
Bókafregn: Villi. Finsen (sonur H.
Finsens, fyrrum amtmanns á Færeyjum), póstaf-
greiðslumaður í Kaupmannahöfn, liefur samið
„íslenzkt bæjatal, er einkum má nota sem póst-
sendingabók.“
Bók þessi kemur öllum þeim að miklu
liði, sem hafa viðskipti og brjefaskriptir við menn
víðsvegar út um land, hún sýnir, hvernig eigi að
skrifa ntaná brjef, svo að þau geti komizt fljótt
og vel til skila; einkum er bók þessi nauðsynleg
fyrir alla póstafgreiðslumenn, þar sem þeir eptir
Á