Heimdallur - 01.12.1884, Side 15

Heimdallur - 01.12.1884, Side 15
Málsfærslum. Ef þjer getið sannað stuldinn, j>á á eigandi hundsins að bæta yður skaðann.11 Slátrarinn: „Já rjett er það, herra máls- færslumaður. Jeg hef hæði vitni og sannanir og hjer er nú reikningurinn. íJað var hundurinn yðar, sem stal kjötinu. Sex pund af hezta kjöti á 1 kr. pundið, það eru 6 kr. Gjörið svo vel.“ Málsfærslum. Pað er kalla jeg æði dýrt." Slátrarinn: 0 já, góðurinn minn, jeg er nokkuð dýr á vörum mínnum, skal jeg segja yður.“ Málsfærslum : Sex krónur! — Nú jæja!“ (skrifar) Petersen slátrari Skuld. Fynr tillögur í máli einu.....10 kr. Hjerfrá dragast . ........ 6 — Skuld . . 4 kr. Gjörið svo vel! Borgið þjer mjer 4 kr. og þá erum við kvittir.“ Slátrarinn: „Hvað segið þjer!“ Málsfærslum: „Ójá, góðurinn minn, jeg er líka nokkuð dýr á minnum vörum, skal jeg segja yður.“ Sómatilfinning. F'ullur maður datt ofan í gryfju og sofnaði þar rjett hjá 8VÍni, sem lá í gryfjunni. Bindindismaður kom að honum þar og kailar í hann: „Skammastu þín ekki, að iiggja í þesskonar fjelagi?" Maðurinn rumskaðist ekki, en svínið — stóð hrínandi upp og lallaði burt. Rií jrbranð. Orsökin til þess, aö rúgbrauð opt er sætt á bragð og lítt ineltandi er sú, að menn hafa ekki gott súrdeig. Pegar geyma þarf súrdeig í 2—3 vikur, er nauðsynlegt, að hella hnefafylli af salti á það, til þess, að þaö haldt blautt og gott, því næst skal hella potti af volgu vatni á það, daginn áður enn baka skal brauöið, bleyta þaö í vatninu svo að það verði að graut láta síðan svo mikið mjöl í þenna graut, sað hann Verði að deigi aptur; súrdeigið er þá jafngott aptur, ef mjölið er gott. Hafi menn ekki súrdeig, má búa það til úr I pottiafvolgu vatni, 1 pela af ediki, hnefafylli af salti, hræra svo miklu rúgmjöli í þetta, að úr því verði lint deig; síðan er það látið standa 24 tíma þartil það er oröið súrt og má þá nota það við brauðgjörð. Kandkaka. Bræða skal '/2 pd. af smjöriogsía gruggið frá, síðan skal láta Va pd. af smásteyttum sykri og agnarlítið salt í smjörið og hræra þetta í V2 stundu, þá skal hræra rauðu úr 4—5 eggjum (einu í senn) og niðnrskornu hýði af 1 sítrónu saman við og síöan V2 pd. af góðu hveiti eða kartöflumjöli, einnig má nú hella dálitlu konjakki í og að endingu er hvítan úr áðurnefndum eggjum barin, þangað t.il hún verður að froðu og hleypur saman. Petta deig er látið í pott, en hann skal fyrst smyrja innan með smjöri og strá í hann steyttum sykri; kökuna skal baka 2 stundir á hægum eldi, einkum framanaf; þegar hún gerast, skal I ggja pappír ofan á hana. Pegar búið er að taka kökuna úr pottinum skal strá sykri á hana. Smj ör grautur. V2 pd. af smjöri er brætt í potti og í þaö er látið V2 pd. af mjöli og bakað þar til að það ekki loðir við pottinn, þá er hellt 3 pottum af sjóðandi vatni (lítið í einu) saman við, og ámeðan hrært vel í pottinum, til þess að eigi inyndist kekkir. Grautinn skal borða strax og hann er soðinn og má hafavið hann kanel, sykur og mjólk. Flauj elsgrautur er búinn til á sama hátt, nema hvað hafa skal mjólk í stað vatns og dálítið minna af smjöri. Efnisyfirlit: JLivmgstone (ineð mynd) eptir Kle- mens Jónsson. — Jesús mettar 5000 manns (niynd).— Magnús Eiríksson, kvæði, eptir Bertel E. Ó. Porleifs- son. — Jarðarförin, saga eptir Mark Twain; Ólafur Havíðsson þýddi. — Jfcrúsalem (mynd). —- Jólanóttin (mynd). — Vitringarnir úr Austurlöndum þjá Heródesi konungi (mynd). •— Mark Twain. Bókafregn. — Hitt og kctta — Skrítlur. — Matargjörð, — Auglýsingar. Um myndirnar. Jesús mettar 5000 manns sjá Matteusarguðspjall 14. kap. —• Jerúsalem í Gyðinga- landi er byggð á 4 hæðum í eyðihjeraði; umhverfis borgina eru múrar og turnar og í henni fjöldi af kirkj- um og bænahúsum. — Jólanóttin (bls. 185) sjá Lúka- sar guöp. 2. kap. Mari& mey heldur á Jesú, fyrir apt- an hana stendur Jósep og í dyrunum sjást hirðarnir, sem komu eptir tilvísun englanna til þess að ijá Jesú. A himninum sjest leiðarstjarnan, sem vísaði vitringun- urn úr austurlöndum veg. Við vinstri lilið Maríu stendur jatan. — Vitringarnir hjá Heródesi (bls. 188), sjá Matteusar guðspj. 2. kap. Auglýsingár. Þá kaupendur Heimdalls, sem hafa borgað blaðið skilvíslega, hið jeg að fyrirgefa, að síðasta tólublaðið eklo er komið fyr; en orsökin til þess er sú, að helmingur kaupenda blaðsins eltki enn hafa borgað það og að jeg þess vegna hef beðið 800 kr. skaða á því, en jeg vonast eptir að þessí helmingur sendi mjer and- virðið sem fljótast, þar sem allur árgangurium nú er kominn . Kaupmannahöfn í nóv. 1885 Bj orn Bj arnarson.

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/123

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.