Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 52

Norðurljósið - 01.01.1979, Síða 52
52 NORÐURLJÓSIÐ „Sérðu nú ekkert eftir þessu?“ „Alls ekki - allt gengur í raun og veru betur en ég hafði vonað. En hvað segir þú af sjálfum þér, Ham? Hvers vegna komstu svona snögg- lega aftur?“ Ham gretti sig og starði hugsandi á tóman diskinn. „Jæja, Gill, þetta er allt í flækju, og ég veit ekki, hvar ég á að byrja. Sjáðu, það er þessi litla stúlka, hún Bess -“. Dyrarbjallan hringdi skarpt, Gillian reis á fætur. „Afsakaðu Ham, en þetta er líklega slátrarinn, en ég verð ekki lengi.“ Gillian flýtti sér brott með peningabudduna. En hitt og annað tafði hana. Er hún kom aftur, var stofan mann- laus. Hún hljóp upp á loft til herbergis bróður sins. Það var tómt. þegar hún kom inn í eldhúsið, sá hún eitthvert klór á spjaldi, sem hún hafði til að rita eitthvað sér til minnis. „Farinn á göngu, er að brjóta heilann um eitt- hvað.“ Ham. Gillian varð áhyggjufull. Ham var yngstur í fjölskyld- unni. Er hann var lítill drengur, var hann oft í umsjá hennar. Sambandið milli þeirra varð nánara og dýpra heldur en við aðra í stóru fjölskyldunni þeirra, sem var svo hamingjusöm. Ham tilheyrði henni á einhvern sér- stakan hátt. Til hennar hafði hann komið með gleði sína og erfíðleika, hnappa, sem þurfti að festa, hrufluð hné, sem þörfnuðust plástra. „í heilabrotum,“ höfðu verið orð hans, þegar hann vildi, að fullorðna fólkið skipti sér ekkert af honum eða spyrði óþægilegra spurninga. Jæja, hún yrði að bíða þolinmóð. . . En hver var þessi Bess? Var hún í raun og veru lítil telpa? Eða var þetta gælunafn, af því að honum þótti vænt um hana. Meðan Gillian bjó um rúmin og tók til í húsinu, hvarflaði hugur hennar til bernskudaga hennar. Mamma þeirra og pabbi höfðu gefíð þeim svo mikið öllum. Heimilislífið hafði verið mjög ánægjulegt. Sjálf þekkti hún ekki sársaukamikil tilfmninga köst, er hún breyttist úr bami í telpu og úr telpu í fullþroska konu. Staðfesta einkenndi heimilislífíð, sem komið gat ró á æskuskapið og tilfinningarnar þá. Við þeim blasti greinilegur mæli- kvarði á rétt og rangt, sem var fyrirmyndin er foreldrar- nir gáfu þeim. Börnin vom því sjaldan í vafa um, hvað væri rétt og hvað væri rangt. Kristinlegur kærleikur og fræðsla var jafnan fyrir hendi, ef þau tóku ranga ákvörð- un eða kusu það, sem ekki var hið besta. Hún hafði aldrei átt þá stund, er hún tæki sérstaka ákvörðun í trúarlegum efnum. Hún ólst upp við að hlusta á það, sem foreldrar hennar og eldri systkini ræddu saman. Hún hafði borið fram spurningar sínar og fengið hreinskilin svör, sem hún íhugaði. Henni kom aldrei til hugar, að hún ætti ekki að viðurkenna þá staðreynd, að Guð hafði skapað hana og að hún gæti ekki vænst þess að sjá og skilja allt á sama hátt og Guð sá og skildi það. Hún gat heldur ekki hugsað sér, að Guð, sem elskaði hana nógu mikið til að varðveita hana til eilífðar frá synd og villu, væri ekki verður alls þess kærleika, sem hún gat gefíð honum til endurgjalds. Sem barn hafði hún elskað Jesúm með barnslegri elsku. Sem ung stúlka hafði hún elskað hann með hjartans þakklæti og gaf honum allt, sem hún átti, til þess að hann notaði það í þjónustu sinni. Hún hugsaði aldrei um að fórna nokkru eða gera nokkuð frábært. Svar hennar var hið eina, sem henni þótti skyn- samlegt og hún þráði að verða Guði til meira gagns dag frá degi. Ham hafði verið alveg ólíkur henni. Sem lítill drengur hafði hann ásjónu engils, en ákaflega hreinskilinn í þeim efasemdum, að gagn væri að því að vera góður. Sem íhugull piltur hafði hann hlustað, spurt, efast og hrakist lengra og lengra brott frá trúarskoðunum fjölskyldu sinnar Samt hafði hann aldrei sýnt föður sínum ókurteisi, heldur verið hreinskilinn og hræðilega þolinmóður. Dag nokkurn breyttist þetta allt. Hann hafði farið til London í þeirri von að komast í flugherinn. Þá kom bréf frá honum, sem út úr flóði ný uppgötvun, sem hann hafði gert. Allt, sem pabbi hafði sagt, var rétt! Maður, sem hann hafði hitt, hafði talað við hann og fór með hann á nokkrar sérstakar samkomur. Þar höfðu gömlu rök- semdirnar hans hjaðnað. „Sjónlaus ég var, nú ég sjáandi er, sannarlegt heimsljós er Jesús, “ hafði hann skrifað heim. Hið næsta, sem þau fréttu af honum, var það, að hann væri farinn til Astralíu. Þar flygi hann lítilli flug- vél til að hjálpa fólki, sem þarfnaðist hjálpar, en væri á afskekktum stöðum. Dæmi um það, hvernig ævi hans var, gat verið þessi heimsókn hans, óvænt og ekki tilkynnt fyrirfram. Hann lét ekkert af sér fréttast í langan tíma. Þá kom hann og tók upp lífsþræðina þar eins og hann hefði aldrei sleppt hendinni af þeim. 4. KAFLI. Hver er Bess? „Hvar er Ham frændi?“ Börnin þrjú urðu vonsvikin, er þau komu heim til hádegisverðar, en sáu ekki frænda sinn. „Hann er úti á göngu. Komið og þvoið ykkur um hendurnar. Eg er rétt að láta matinn á diskana." Gillian setti diskana á borðið og athugaði hendur barn- anna. Með áhugalausum vonbrigðarómi þuldi Carol kunnug- legu orðin: „Fyrir matinn og heimilið og föt að vera í fyrir elsku þína og umhyggju, sem ávallt er ný þökkum við þér, Drottinn Jesús.“ Um leið og hún lauk bæninni þrifu börnin súpuskeiðar sínar svengdarleg. Martin leit á Carol illgirnislega. „Þú varst að líta út um gluggann á milli fíngra þinna, Carrie, og augun í þér áttu að vera lokuð.“ Vörin á Carol skalf og augu hennar fylltust af tárum, - vonbrigðatárum, af því að Ham frændi var þar ekki. Svo sárnaði henni stríðni bróður síns. Jón kreisti mjúklega hönd hennar undir borðdúknum. „Gleymdu þessu, Carrie! Gáfnaljósið, Marty. Þú hlýtur að hafa haft opin augun til að sjá hana. Þar ertu lifandi kominn! En sjáið þið, hver er að koma.“ Gegnum opinn gluggann gátu börnin séð, að bifreið

x

Norðurljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.