Norðurljósið


Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 74

Norðurljósið - 01.01.1979, Qupperneq 74
74 NORÐURLJÓSIÐ Á VORBLÍÐU KVÖLDI Rauðgulu skýin reifa himinsali, röðulinn glæsta hylur djúpið breiða, svanimir björtu svífa fram til heiða, söngrómi skæmm fylla breiða dali. Kvöldblærinn svalur kinnar smalans strýkur, kveður í gili fossinn rómi þýðum, fénaður unir hagasælum hlíðum, húmar að kvöldi, degi mildum lýkur. Friðsæla vorkvöld, fagurblíða stund, friðgjafínn Ijúfí eftir þreytudaga, ljómi þinn dvínar, kveður sveit og sjá. Sál mína fyllir sæla, dýrðarþrá, sólblikið horfna fer minn hug að draga himinsins til, á ljóssins föður fund. VERNDARI ÞJÓÐAR VORRAR i Hetjumar frjálsbornu, höfðingja synir, harðstjórn og kúgun, er leituðu frá, fjármunir, heimili, frændur og vinir ei fengu þeim aftrað, þeir stefndu1 yfír sjá. Þeir heldur ISLAND kusu en konungsins viðjar. Vér kjósum einnig sjálfstæði', er teljumst þeirra niðjar. Lýðríki djarfhuga landnemar hófu, lýðveldi stóð hér í þrjú hundruð ár. Síngjamir drottnar þann svikavef ófu, að sundmng varð ríkisins ólífíssár, sem vetur fékk hér ófrelsi erlent að ríkja, því ánauð bíður manna, sem föðurlandið svíkja. II í dag sest vorið að völdum af nýju, og veturinn loks er á enda, því sólargeislana, heiðu og hlýju, er himnanna Drottinn að senda. Er frelsi sitt land vort til fullnustu hlýtur, vér Föðurnum þökkum, sem hlekkina brýtur Því Guð er vörður og verndari þjóða, ei vemdara fáum vér betri; og honum skulum vér hollustu bjóða, svo hausti' ekki aftur og vetri. Frá svalköldu hafí, frá sveitum og dölum, nú svífi vor bæn upp að himinsins sölum: III Heilagi Guð, sem heldur stjömum himinsins uppi á brautum sínum, ákall og bæn frá íslands bömum upp til þín stigi* að hástól þínum. Fullveldi höfum vér frá þér hlotið, frelsisins getum vér aftur notið. Nú eru liðnir dimmir dagar, daprir og gagnþrungnir sárum meinum. Island er frjálst til lands og lagar, lýtur nú aðeins þér, Drottinn, einum. Ó, að það lyti þér ávallt, Herra! aldrei þá mundi þess hamingja þverra. Fjallkonan meðan fald sinn hneigir fyrir þér, Drottinn, og geislum þínum, lotningarfull meðan bljúg hún beygir blómkrónur fagrar á grundum sínum, fosstungur meðan frjálsar syngja, fullveldis gæt þú vor Islendinga. IV. Straumharðar eifur, stormvaktar öldur og boðar, standbjörgin háu, sem fögur og tigin rísa, sólbjarminn glæstur, sem fannhvítu fjöllin roðar, fullveldi1 og sjálfstæði íslenskrar þjóðar lýsa. Guð, þú sem áður fyrr gafst oss stórfagurt láð, gæti vors frelsis á komandi dögum þín náð. V. Gef lýð vorum menn, þegar liggur mest á, leiðtoga’, er frjálshuga, djarflyndir standa og þjóðinni stýra úr þrautum og vanda, þrekmiklir, hollráðir úrlausnir sjá. Gnóttir af réttlátum, göfugum, sönnum, guðræknum mönnum lát þjóðina fá. En lygar og sviksemi' úr landráðamönnum lát aldrei tökum á fólkinu ná. Gef biðjandi, þolgóða, bænheita menn, bjartsýna, trúmikla, andríka garpa. I ljóðflaumi skáldanna hljómi þín harpa hreimskærri og fegri en þekkst hefir enn. Og lát oss af göfugustu hugsjónum hrífast, hreinlyndi* og mannelsku' á komandi tið. En láttu hér aldrei í landinu þrífast lágsigldan, fégjarnan hrsesnaralýð. VI Faðir í himninum! Forseta í þessu ríki fyll þú með djúpsærri visku frá þér. Gef, að þeir aldrei frá guðstrausti* og réttlæti víki, hvort greið eða torfarin brautin er. Láttu þá verða leiðtoga góða, lýðholla* og vandaða* á ranglætisöld, uns kemur þitt ríki, þú konungur þjóða, og Kristur fær sjálfur hér æðstu völd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.