Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 1
September 1886==September 1928 FATALITUN OO HRKINSUN Klllce Are. and Slaacoe Str. Slml 37344 — lT*r lianr Hattar hrrlaaaílr of rndurnýJaKlr. Brtrl hrelaaaa Jafaödýr. TOr finnunit vlfiaklftl vlO utaukirjarneaR mrfi nalkllll nákvarmnl or AVK., aad SIMCOR STR. Wlnniprf —*— **■■■ Dept. H XLIII. ÁRGA "■'TTR WINNIPEG, MAN., MIÐVIKUDAGINN 3. OKT. 1928. NÚMER 1. pétui'ssoii x Kt — 01 1 ' ► Frímann B. Anderson STOFNANDI OG RITSTTORI BLAÐSINS HEIMSKRINGLU Heimskringla 42. ára HeimSkringla er nú fjörutíu og tveggja ara göniul með þessum mán- uði. Utgefendur hennar álitu aö vert væri að minnast þess að nökkru. Gg víst er það í annála færandi, að bla.ð skuli hafa náð þeim aldri með þessu fámenna þjóðarbroti (hvað þá heldur þegar blöðin hafa lengst af verið tvö) og eiga að öllu forfalla- lausu allmörg starfsár enn fyrir hendi, ekki sízt þegar til þess er litið, að síðustu fimtán árin er ó- hætt ítð segja, að mjög litið haíi verið um útflutning frá Islandi til Vesiturheims. Það er því einkar vel viðeigandi að rifja upp fyrir sér tildrögin aö stofnun blaðsins, hverjir ritstjórar þess hafa verið, og hvert hlutverk því hefir verið og er *t'aS- Mun •þó ekki verða gert úr því langt mál, t. d. aðeins taldir ritstjórarnir, en eigi revnt að lýsa því, hvað eftir þa ligigur svona yfirleitt, því það var gert all rækilega í jólablaði Heims- kringlu 1917, er flutti ágrip af sögu allra ritstjóranna, er að þeim tíma höiöu við blaðið starfað, og myndir af þeim öllum, að undanteknutn Birni J. Walters. Mun eigi hafa verið unnt aö ná í rnynd af honum. Verða og að þessu sinni aðeins fluttar myndir af tveim aðalstofn- endum og fyrstu ritstjórum blaðsins og hinum síðasta. Þess er rétt að geta, að það laus- lega yfirlit yfir sögu blaðsins fram tii síðustu ritstjóraskifta, er að lang mestu leyti dregið úr hinni fróðlegu og ágætn ritgerð dr. Rögnvaldar Péturssonar “Þjóðræknissamtök Is- lendinga í Vesturheimi,’’ er birst hef- ir í “Tímariti” Þjóðræknisfélagsins á undanförnum árum, þott á því yrði, því miður, hlé i bili, og svo úr fyr- nefnd,, jólablaði Heimskringlu, er J. Magnús Bjarnason, séra Friðrik J. Bergmann, R. L. Baldvinson og Mag- nús Pétursson prentari höfðu allir lagt til, ásamt þáverandi ritstjóra, q x. Johnson. * * * Sem vænta mátti af mönnum, er ,, jaín vel vitandi um verðmæti yOIu J kynstofns síns og menningar hans, og sjá tná af því sniði, er íslenzku innflytjendurnir skáru hinni fyrstu nýlendu sitini hér í Manitoba, Nýja Islandi., var ýnisuni þeirra þegar ljóst, að stofnun íslenzks blaðs var eitt helzta skilvrðið til þess, að það verð- niæti og sú menning tvístraðist ekki út í veður og vind og færi algerlega forgöröum, án þess að marka hér nokkurt spor, án þess að leggja nokkurn sjálfstæðan og sérkennileg- an skerf í samlagsbú hinnar ungu þjóðar hér. Þessir rnenn skildu, að blaðstofnun var nauðsynleg þessu fá- menna þjóðarbroti, til þess að halda því saman. svo að einstaklingar þess mættu halda sjálfsvirðingu sinni, og gefast tími til þess að greiða af- komendum sínunt leiðina til nýrrar menningar, i stað þess að drukkna fáráðir, bjangarlausir og skilyrðis- laust i ofureflis-hringiðu annarar mennittgar ókunnugrar, og ekki sýni- lega æðri né verðipætari í aðalatrið- um. Arið 1877. 10. sept., kom út fyrsta tölublað fyrsta íslenzka blaðsins hér vestra, í Lundi við Islendingafljót. Hét það “Framfari,” og komu út af því tveir árgangar, en þó eigi fullir, ef vikublað skyldi talið. Rit- stjóri þess var Halldór Briem, er síðar varð kennari við Möðruvalla og Akureyrarskóla. Skömmu eftir að “Framfari” er lagður niður, hefur annað íslenzkt blað, “Leifur,” göngu sína í Winni- peg. Stofnandi þess var Helgi Jónsson, Austfirðin.gur að ætt, sá er síðar istofrtsetti I'itigva 11 arnýlOnd11tia í Saskatchetvtan. Kom “Leifur” út i þrjú ár, 1883—1886, en varð þá að hætta sökum efnaskorts. Arið 1884 kernitr hingað til Winn- ipegborgar ungur mentamaður, Frí- mann B. Anderson. Hann hafði stundað nám við háskólann í Toron- to. Hann var maður fluggáfaður og “með mikla löngun til að verða löndum sínum að gagni og með brennandi áhuga á því að ráðast i eitthvað, er orðið gæti til almennra framfara” (F. J. B., H,kr„ 20. des. 1917). Frimann gekk í þjónustu Canadastjórnar, eftir að hafa lokið prófi við Manitobaháskóla með bezta vitnisburði. Þýddi hann og samdi bækling um Norðvesturlandið fyrir stjórnina, en það fé, er hann vann fyrir á þann hátt, lagði hann i prentáhöld. Gengu þeir í félag með honum Einar Hjörleifsson, er þá var fyrir skömmu kominn til bæjarins, og Eggert Jóhannsson, Jó- hannssonar frá Steinstöðum í Skaga- firði, ágætur gáfttmaður, “lipur og gætinn og miklum bókmentahæfileik- um búinn,” (R. I’., bls. 127, Tímarit, 1919.). Hafði hann verið aðalmað- urinn við ‘‘Leif’’ þá undanfarið, og þegar getið sér ágætan orðstír fyrir ritmennsku sina og drengskaparlund. Þessir þrir menn hjálpuðust nú að til þess að hleypa af stokkunum tjyju blaði og völdu því nafnið "Heimskringla.” Kom fyrsta tölu- blað út 9. september 1886. En um nafngift blaðsins keinst séra F. J. Bergmann þannig að orði, (Hkr. 20. des. 1917) : “ Hann (Frímann B. Anderson) lét sér hugkvæmast eitt hið snielln- asta blaðanafn íslenzkt, sem til hef- ir orðið með þ.ióð vorri. Hann nefndi hið nýja blað sitt Hcims- kringlu, eftir hinu ódauðlega ritverki Snorra S.turlusonar. En um leið jafngildir það eftir þýðingu sinni, dagblaðsheitinu algenga í enskum heimi: Globc, sem bæði er einfalt og yfirgripsmikið. I nafninu Hcimskringla er eitt- hvað af metnaði hinnar nýiu bók mentaaldar, sem Snorri fann að var að renna upp með hinni unigu ís- lenzku þjóð, er hann reit hið fagra söguverk sitt. Þegar svo Frímann B. Anderson hugkvæmdist að gefa sínu nýja blað- fyrirtæki þetta nafn, verður vart einhvers af sama lofsverða metnað ■ inum. Það er eins og honum finn ist, að þessir fáu Islendingar, sern hingað eru komnir, sé ekki aðeins hingað komnir til þess að ná í ör- lítinn landblett, til að hefja eitthvert búhokur á, í gömlum íslenzkum stíl, heldur til þess að nema allan heirn- inn, — í andlegttm skilningi vita- skuld.” A öftustu síðu fvrsta blaðsins er birt stefnuskrá þess, eins og stofn- endurnir höfðu hugsað sér hana: “Blaðið verður einkum og sérstak- lega fyrir Islendinga í Vesturheimi 011 þau mál, er þá varðar ntiklu, munum vér og láta oss ntiklu máli skifta, hvort sem það eru stjórnmál, atvinnumál, eðta mcntamál.,{ “....En þar með er alls eigi sagt, að vér viljuni ganga framhjá þeim málum, sem landa vora á Islandi varðar sérstaklega. Einkum vfljum vér taka svo mikinn þátt sem oss er mögulegt í stjórnmálum þeirra og bókmentamálum. Yfir höfuð vild- ttm vér stuðla að því af fremsta ínegni að meiri andleg satnvinna gæti komist á með löndum heima og löndttm hér....” Þá er því og lofað, að blaðið skuli flytja “skemtandi kafla, einkum góðan skáldskap í bttndnu og óbundnu máli, frumritað- an og þýddan.” Ennfremur var ætlunin upphaflega sú að blaðið væt i óháð stjórnmálaflokkum. “Það! hefir fullt frelsi til að taka í hvert tuál á þann hátt, sem ritstjórinn á- lítur réttast og sanngjarnast....’’ Enda lýsir Frímann B. Arngrímsson svo hvað fyrir sér hafi vakað í bréfi ti! Hkr., er hún varð 30 ára, dagsettu 16. okt. 1916: “Það var aldrei mein- ing mín að Heintskringla skyldi verða flokksblað; ég vildi að hún yrði fréttablað fyrir almenning, og hlynnti að uppfræðslu Islendinga í Vesturheimi og verndaði það, sem er gott og trútt og fagurt í íslenzku og norrænu þjóðerni, tnálið, söigttna og skáldskapinn, dugnaðinn og hug- rekkið, en ekki að hún kastaði steini á kyn vort.” Að 14. tölublaði útkomnu fer Ein- ar Hjörleifsson frá blaðinu. Utgáf an ljorgar sig ekki, og skömmu síð- ar selur Frímann Eggert Jóhanns- syni (o. fl.) sem þá er einn eítir af þrímenningunum við ritstjórnina. Frímann kentur aftur og er þá um ár við blaðið, til 15. nóvember 1888. Þá tekur Bg'gert við aftur unz Gest- ur Pálsson kernur vestur 1890. Geng- ur nú á ýmsu, en Jón úllafsson er ritstj. frá 1892—’94, að hann fer heim til Islands, og tekur Eggert Jóhanns- son þá enti við til 1897. Alltaf er efnahagur hlaðsins erfiður. En 18 98 kaupir Baldvin L. Baldvinsson -a«sc:: Sigfús Halldórs írá Höfnum ♦ NUVBRANDI RITSTJORI blaðið og stýrir því að öllu leyti þangað .til 1913, að hann selur það. Rétti hann það við fjárhagslega með dæmafaum dugnaði og* vinnusemi, þótt ekki verði lengra hér út í þá sálma farið. Verður saga blaðsins heldur ekki rakin itarlega að sinni, en til yfirlits skula taldir allir rit- stjorar blaðsins frá upphafi, og fram til þessa dags. En þeir eru þessir: Frímann B. Andcrson, sonur Bjarna á Vöglum á Þelamörk, Arn- grímssonar prests á Bægisá; 9. sept. 1886 — 7. apríl 1887. 22. des. 18 87 15 nóv. 1888. Nú búsettur á Akureyri. Bggert Jóhannsson, Jóhannssonar, 7. apríl 1887— 22. des. 1887. 15. nóv. 1888 — 12 júlí 1890. 24. marz 1894 — mailoka 1897. Fæddur að Vindheimum í Skagafjarðarsýslu 1 nóv. 1860. Nú búsettur í Vavtcouv- er B. C. Gestur Pálsson skáld, sonur Páls Ingimundarsonar og Ragnheiðar Gestsdóttur, fæddur að Miðhúsum í Reykhólasveit; 12. júlí 1890 — 19. ágúst 1891. Lézt í Winnipeg 19. ágúst 1891. Jón E. Eldon, sonur Erlendar alþm. Gnttskálkssonar að Garði í Keldu- hverfi og konu hans Sigriðar Finn- bogadóttur frá Stóru Reykjum í Þingeyjarsýslu; 19. ágúst 1891 — 2. niarz 1892. Lézt 1911. Jón Ölafsson skádd, sonur séra Ol- afs Indriðasonar og seinni konu hans ntarz 1850 á Kolfreyjustað t I'askrúðs Þorbjargar Jónsdóttur; fæddur 20. firði; 2. marz 1892 — 24. marz 18 94. Lézt í Reykjavík 12. júlt 1916 Einar Olafsson, sonur Ólafs Guð mundssonar í Firði og konu hans Katrínar Sveinsdóttur; fæddur 23. | des. 1865, að Firði í Mjóafirði i Suðurmúlasýslu; 14. okt. 1897 — 10 marz 1898. Lézt að Gimli 16. ágúst 1907. Björn F. lValters, sonur Jóseps Sigvaldasonar og konu hans Guð- nýjar Guölaugsdóttur, fæddur að Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu 7. okt. 1869; 10 ntarz 1898 — 13. okt. 1898. Lézt 7. apríl 1915. Baidvin L. Baldwinson, fæddur á Akureyri 26. okt. 1856, sonur Bald- vins Jónssonar, skálds, og Helgu Eg- ilsdóttur frá Bakkaseli í Oxnadal; 13. okt. 1898 — 24. april 1913. Bú- settur í \Vinnineg. Gunnlaugur t'r. Jótisson, fæddur á Akureyri 18. jan. 1888, sonur Jóns Jónssonar utanbúðarmanns og konu hans Jóhönnu Gísladóttur; 24. apríl 1913 — 31. okt. 1913. 13. ágúst 1919 — aprfíl 1921. Nú ritstjóri “Islendings á Akureyri. Dr. Rögnvaldur PétursSon, fædd- ur að Ríp t Hegranesi 14. ágúst 1877, sonur Péturs bónda Björns- sonar á Ytribrekkum og Ríp (Jóns- sonar málara) og konu hans Margrét ar, dóttur Björns Olafssonar frá Auðólfsslöðum í Langadal , í Húna- vatnssýslu og konu hans Filipíu Hannesdóttur, prests að Ríp í Hegra- nesi. Okt. 1913 — nóv. 1914. Bú- settur í W'nnipeg. Scra Magnús J. Skaptason, fædd- ur að Hnausum í Húnaþingi 4. febr. 1851, sonur Jóseps Skaptasonar hér- aðslæknis og konu hans Onnu Mar- grétu Bjarnadóttur, Olsens frá Þingeyrum; nóv. 1914 — marz 19 17. Búsettur í Winnipeg. Olafitr T. Jónsson, fæddur í ís- lenzku byggðinni Norður Dakota 12. marz 1882, sonur Jóns Jónssonar Péturssonar frá Kolgröf í Skaga- fjarðarsýslu, og konu hans, Sigur- bjangar Benediktsdóttur; marz 1917 — 15. ágúst 1919. Búsettur i Minn- eapolis, Minn. (Frh. á 4. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.