Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 12

Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 12
o 12. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 3. OKT. 1928. GLEYMD SÖNGLOG “Já, sjáðu nú, þetta er handa pabba, og benti um leið á skrautlegt pípuborð. Og þetta er handa mér. Ljómandi fagur kaffi- borðbúnaður, er það ekki?” “Jú, það er mamma.” “Aagot hefir fengið skíði og litlu krakk- arnir ógrynni af leikföngum.” “En ég? Hvað hefi ég fengið?” sagði Juliana brosandi. “Það vitum við ekki ennþá. Askjan þama er handa þér—” Juliana opnaði hana fljótlega. “Mamma og Aagot, sjáið þetta.” í öskjunni lá stórt skrautmuna hylki, og á ljósbláum atlassilkibotni lá gullhálsband. nisti og armband. “Þetta er þó stórkostlegt,” hrópaði frú >Lykke, og klappaði saman höndunum. “Allt saman gull! Það er — nærri því allt of mik- ið—” “En hvað hann er góður,” hvíslaði Jul- iana, og tók upp einn af gripunum og hélt honum í nánd við ljósið, svo tók hún hina aipp líka. Þeir gljáðu og glitruðu, og henni fanst eins og þeir geymdu hulið afl. Þeir voru sem gylt bönd, er bundu hana við gef- andann fyrir fullt og allt. “Þú ætlar líklega að þiggja þá?” spurði móðir hennar efasöm. “Já mamma.” “Svarið var hiklaust og ákveðið, og hún strauk hendi um gripina blíðlega. “En þá verður þú að giftast honum barn- ið mitt, annars getur þú ekki þegið sh'ka gjöf.” “Já, ég veit það.” “Ó, hve það gleður mig,” sagði frúin, og faðmaði Juliönu að sér. “Þú veizt hve illa pabba hefir gengið síðustu árin, og eftir Anton er ekki til neins að bíða, og þó hann komi aft- ur getur hann ekki látið þér í té jafn gott og auðugt heimili eins og Svendsen.” “Nei, það getur hann ekki.” , Frúin sá varir hennar titra, og flýtti sér að segja: “Ó, þessar dýrmætu gjaíir, þær eru mik- ils virði—” -wp— __ “Anton gaf henni líka verðmæta gjöf seinustu jólin sem hann var heima,” sagði Aagot, sem verið hafði þögull áhorfandi. “Hún fékk gullúrið, sem mamma hans hafði -átt, sem honum þótti svo vænt um.” Jujiana roðnaði og snéri sér undan, en frúin sagði kuldalega: “Þann lélega grip get- ur hann fengið aftur, ef hann kemur nokk- urntíma, en hvað þig snertir, ungfrú fram- hleypin, þá mundu eftir því, að hér eftir á ekki nafn Bangs að nefnast í þessu húsi. Og ef þú gleymir þessu, eða kemur með nokkra bendingu honum viðkomandi þegar Svendsen er hér, þá skaltu fá áminningu sem þú gleym- ir ekki strax.” Aagot hopaði á hæl, hún vissi vel að móður hennar var alvara. Rétt á eftir kom faðir hennar heim, og Juliana gekk á móti honum glöð og brosandi með skrautgripina um háls sinn og úlnlið. Foreldrar hennar litu hvor til annars talandi augum, svo sagði faðir hennar léttbrýnn: “Það er meining í þessu Juliana, því Svendsen er tengdasonur sem ég hefði bæði gleði og gagn af.” X k X X 1 einni ölhöHinni í Chicago sat hóþur ungra manna reykjandi, masandi og hver og einn hafði ölglas fyrir framan sig. Þeir voru allir Skandinavar. “Svo þú ert að hugsa um að fara heim, hra. Bang,” sagði ungur baunverji. ^ Anton Bang saug vindil sinn„ kinkaði kolli til þess sem spurði, og sagði: “Eg hafði ætlað mér að vera kominn heim fyrir jólin, en eins og þið sjáið, sit ég þó iér enn og jólin eru komin.” “Hvað er langt síðan þú fórst úr Noregi?” spurði annar. “Hér um bil 7 ár—” “Já, það er alllangur tí-mi til að vera að heiman. En þegar þú kemur heim aftur þú verðurðu kyr þar?” “Það veit ég ekki,” svaraði hann stutt.” Allir tæmdu glösin sín nema Bang. Hans glas var fullt. I. “Hvað gengur að þér kunningi, ætlarðu ekki að tæma glasið þitt?” spurði einn undr- andi. “Þú ert algerður hófsemdarmaður.” Bang svaraði ekki, ýtti glasinu sínu inn á mitt borðið, stóð upp og sagði: “Góða nótt.” “Hvað er þetta, ertu að fara?” kölluðu allir sem einum munni. “Já, hér er eitthva.ð svo leiðinlegt. XJti er betra.” “Dretotu kunningi, þá hverfa leiðindin. Seztu aftur.” “Nei, ég þakka. Nú fer ég.” Hann gekk til dyra, og hinir horfðu á hann undrandi. Hvað gekk að honum; hann var þó ekki vanur að forsmá góðan félags- skap. — Þá stóð upp hár og kraftalegur maður og gekk frá sæti sínu. “Bíddu dálítið,” kallaði hann til Bangs, “þú ferð ekki einn, ég kem með þér.” Bang snéri.sér við glaður á svip. “Það er vel gert af þér Nelson,” sagði hann í þakklátum róm, “en þú hefír nú ávalt verið ágætur stallbróðir.” Þeir fóru strax út úr ölhöllinni án þess að gefa háðglósunum gaum, sem ómuðu á eftir þeim. / “Hvert eigum við að fara?” sagði Nel son þegar þeir komu út á götuna. “Eg veit það ekki, það skiftir nú litlu, fyrst við losnuðum úr þessum viðbjóðslega stað þarna inni—” Nelson kinkaði kolli til samþyktar, og Bang bætti við: “Eg skal segja þér, í kveld gæti ég geng- ið án þess að þreytast.— Heimþráin hefir tek- ið mig fastari ^tökum en nokkru sinni áður. og þó veit ég það, að engin þráir mig þar heima.—” “Það veiztu ekki með vissu,” sagði vinur hans hugsandi. “Eg veit ekki hver það ætti að vera,” sagði Bang gramur. “Hún sveik mig samt.” “En var það ekki þér að kenna að nokkru leyti. Því hætturðu að skrifa henni?” “Mér fanst ég ekki geta það. Það ár sem ég átti bágast. Þú veizt að ég var vinnulaus og veikur. Það leið vika eftir viku, mánuður eftir mánuð.áður en ég fékk nokkuð að gera. Vinirnir yfirgáfu mig, og jafnve! hún kom með ásakanir af því allt gengi svo seint. Eg svalt og átti illt. Og sumar næt- ur varð ég að sofa úti.” “Vesalings pilturinn minn,” sagði Nel- son. “Ó, það var ekki það versta, en hún sýndi svo mikið skilningsleysi, það sárnaði mér mest. Eg neitaði engri vinnu, byrjaði sem hótelþjónn, varð svo skógarhöggsmað- ur, kúasmali og götusópari. En um það leyti varð ég gramur í geði. Mig hafði ekki dreymt þannig um þetta fyrirheitna land. Eg kom hingað til að græða fé en ekki -til að missa það.” “Já, þú hefir hugsað eins og við hinir, sem veikst hafa af Ameríkusýkinni, að hér biði þín gull og grænir skógar, og að ekki þyrfti annað en að rétta fram hendina eftir því.” “Já, eitthvað þessu líkt hugsaði ég. Eg var ungur og vongóður. Laun mín sem skrifstofuþjónn heima, vóru af sparsömum mönnum álitin góð, en mér fundust þau lítil, einkum eftir að ég varð heitbundinn ungfrú Lykke. Og okkur fanst báðum að v|ið þyrftum miklu meira til að setja á stofn heim ili, og svo fór ég,og efaðist ekki um hepxúleg endalok. Unga fólkið er bæði léttlynt og vongott. Þegar svo vonirnar bregðast bllar kjarkurinn, já, þannig var það fyrir mér.” “Já, þú varst illa staddur þegar ég fann þig fyrst kunningi. En ég veit ekki hvort það var h'kaminn eða sálin sem meira var þjáð.” “Já, ég var það, en þá var ég nýbúinn að heyra að hún væri heitbundin vellríkum kaup manni. Það var hennar vegna að ég fór úr Noregi. Það var hennar vegna að ég hrygði^t mest þegar illa gekk og — svo laun- aði hún mér þannig—” “En hún gat ekki með vissu vitað hvernig á stóð—.” . * “En hún hefði átt að treysta mér eins og ég henni, ég gerði allt sem ég gat, og verðskuldaði engar ásakanir— “Já, kunningi, kvenfólk er óskiljanlegt, það hefi ég ávalt sagt þér, og ég er guði þakk- látur að ég hef ekki fest ást á neinni. En . það er ekkert gagn að hugsa um .þetta leng- ur. Það hefir líklega átt að fara svona.” “Líklega.” Um stund gengu þeir þegjandi. “Segðu mér hvers vegna þú vilt fara heim til Noregs nú?” spurði Nelson. Mót- læti þitt hér er á enda, og þú hefir safnað allmiklum peningum áíðiustu árin, og getur fengið meira.” “Eg held það séu gömlu endurminning- arnar sem trela mig,” sagði Bang, og hló kuldalega. “ó,” bætti hann við, “ef þú viss- ir hve oft mig hefir langað heim til fjallanna, sjóarins, skóganna, og hinna indælu náttúru- söngva, sem alltaf hafa ómað fyrir eyrum mín- um, eins og þeir vildu fá mig heim. — Og svo er ennþá eitt, sem dregur mig heim.” “Hvað er það?’f spu>ði Nelson forvit- inn. “Eg vil sjá hvort henni líður vel, sem seldi sig þeim, er ríkastur var.” “Það ættir þú ekki að gera. Það er ávalt slæmt að rífa opin, gömul sár.” “Sár mitt er gróið aftur,” svaraði Bang rólegur og snéri sér að vini sínum. “Ást nu'n til hennar dó með æsku minni. Það er háifgleymt sönglag—” “Hálfgleymt sönglag? Aldrei hefi ég heyrt skrítnari samlíkingu,” sagði Nelson, og brosti. “Sýnist þér hún svo skrítin?” spurði Bang rólegur. • “Ástin er indælasti söngur lífsin3, og þegar hann hættir verður allt svo þögult og tómt, unz maður lærir að gleyma. En samt kemur það fyrir á stundum, að ein- hver endurminning gerir vart við sig, og þá vekur hún hjá mér sömu tilfinningar, eins og ég heyri gleymt sönglag—” “Hvað finnurðu þá?” spurði vinur hans. “Angurværð, ekkert annað—” • «98317 Þeir komu nú inn í bjarta götu, þar sem mannmargt var, og gátu því ekki haldið • á- fram þessu alvarlega samtali, en töluðu lít- ' ilsháttar um eitt og annáði- 15 mínútum síðar voru þeir komnir í herbergi Bangs. “Nú verðum við að' halda jólin hátíðleg, eins vel og við getum,” sagði' hann blíðlega. “og þú skalt fá norskan jólagraut kunningi. Húsmóðirin hefir lofað að búa hann til fyrir mig.’ Það leit svo út sem Nelson ætlaði bæði að lilæja og gráta, því hann var norðmaður líka. “Heima eru siðirnir beztir,” sagði Nel- son; “ég verð þér samferða heim.” Bang stökk upp af stólnum ofsaglaður. “Þú ert hygginn, gamall piltur,” h.róp- aði hann hlæjandi, eins og barn. “Við stofnum einhverja atvinnugrein í félagi, er þaö ekki?” “Jú, en með. því skilyrði að þú látir alla heimskulega dutlunga eiga sig, og að við höldum nú hátíðleg norsk jól.” X ^ X í X Það var einn dag seint í janúar, að Bang gekk eftir strandgötunni, þar sem hann var svo kunnugur, og sem var uppáhalds skemti- gata innbúa fæðingarbæjar hans. Það var með undarlega mjúkurn tilfinningum að hann leit á þenna gamla stað. ósjálfrátt nam hann staðar á sama blettinum, sem hann, kveldiö fyrir burtförina hafði staðið á og horft út yfir sjóinn dreymandi, hin stjörnú björtu, kyrru vetrarnótt. Hana, sem þá bjó í huga hans, hafði hann ekki séð, en hann hafði heklur ekki spurt eftir henni, enda var hann fyrir fáum stundum kominn til bæjarins. En á þessari stundu gat hann ekki varist end- urminningunum, og fyrir hugsjónum hans stóð aftur hin elskaða, ung og fögur, lofandi honum óbrigðulli trygð alla sína æfi. Allt í einu vaknaði hann af þessum gamla draumi og horfði fram undan sér, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. Þarna kom hún, sem hann hafði. elskað. Og hún kom til hans brosandi og glöð, eins og áður á dögum. “Juliana,” sagði hann í hálfum hljóðum. Unga stúlkan kom til hans og rétti hon- um hendi sína. “Nei, það er Aagot,” sagði hún með feimnislegu brosi. “Þú manst víst eftir litlu systur hennar Julíönu?” “Ert það þú Aagot? í En hvað þú ert lík, hvað þú ert lík—” Hann þagnaði snögg- lega, og þrýsti hendi hennar. “Eg á efalaust að bjóða þjg velkominn heim,” sagði hún og hló. “Já, það átt þú að gera.” Hann varð hrifinn af góðsemi og blíðu ungu stúlkunnar. “En hvað þú ert orðin stór, Aagot.” “Já, góði, ég er líka nítján ára. Eg er jafn gömul og Juliana var þegar þú fórst—” Hún þagnaði, sjáanlega hrædd við að hafa snert hann með þessum vanhugsuðu orð- um sínum. Eins og hann gæti lesið hugsan- ir hennar, sagði hann rólega: “Talaðu á- fram Aagot. Það er ekkert — sem særir mig að heyra.” “Anton, þú mátt ekki hata neinn af okk- ur,” sa^ði hún skyndilega, og lagði hönd sína á handlegg hans. “Nei, ég geri það ekki nú. Einu sinni gerði ég það, en það er langt síðan.” “Ö, það er ágætt, þá getum við talað saman seinna, Anton” — sagði hún með hægð. “Eg hefi verið svo hrygg þín vegna, ég hefi felt mörg tár, og aldrei gleymt þér—” “Þú litla Aagot, hefir þú hugsað um mig, og grátið mín vegna?” “Já Anton, mér fanst að eitt okkar ætti að muna eftir þér, og þegar Juliana gleymdi þér, ætti ég að vera því tryggari.” “Guð blessi þig litla Aagot,” sagði hann klökkur. “Hefði ég aðeins vitað þetta—” “Góði, þú ættir að vita að vinátta og trygð er líka til hjá kvenfólkinu,” sagði hún nærri því móðguð; “en þú hefir líklega líka gleymt, að ég fullvissaði þig oft um það, hve vænt mér þætti um þig, og hve mjög ég væri hreykin af því, að eignast svo sterkan bróður.” “Nei, ég man það allt saman núna. En hamingjan góða, hvað þú ert fögur Aagot. Systir þín hefir aldrei jafnast við þig—” “Sýnist þér það Anton?” Hún hló og leit til hans dálítið storkandi ougum. “En heyrðu góði bróðir, við getum ekki staðið hér eins og tvær vörður, annaðhvort verðum við að skilja, eða verða samferða inn í bæinn.” “Þá verðum við samferða.” “Sem þú vilt.” “En ef við mætum einhverjum af ætt- ingjum þínum?” “Já, hvað svo? — Eg segi aðeins: Hér er Anton. Hann kom í morgun, og ég var svo heppin að hitta hann á strandgötunni.” “Þú hyggna ungfrú.” “Já, ég er ánægð með mitt vit. En get- urðu ekki sagt mér hvernig þér hefir liðið í Ameríku?” “Jú, velkomið.” Hann gaf henni glögga lýsingu af allri veru sinni þar, og jafnframt hvað hann ætl- aði nú að gera í framtíðinni, og það félst hún algerlega á. “Verzlunarmiðill og farbréfasai hlýtur að græða hér á þessum stað,” sagði hún glöð yfir því að eiga traust hans,” og svo býst ég við að þú hljótir viðskiftamenn mágs rníns. Hann fór til Kristíaníu í haust.” Hann fylgdi henni heim. “Ætlarðu að koma inn með mér,” spurði hún blátt áfram. “Þökk fyrir Aagot, en ekki í kveld.” “í annað skifti þá. Ó lofaðu mér því, það gleður mig svo mikið.” “Það getur komið fyrir að ég komi—” “Svei, svei, Anton, er þetta þakklætið fyrir að ég hefi aldrei gleymt þér?” Hún leit á hann ásakandi.— Þá hvarf síðasta sorgartilfinningin, og grunur um gæfu tók sér sæti í huga hans. “Aagot, ég skal koma — rétt strax.” Hann greip hendi hennar og þrýsti hana fast, og þaut svo í burtu, áður en hún gat kvatt hann. * * * Aftur voru komin jól, með kulda og sleða- færi, en himininn var bjartur og blár. Frú Aagot gekk aftur og fram um gólfið í daglegu . stofunni í sparifötunum sínum og beið manns síns. Loksins var dyraklukkunni hringt og hún fór sjálf og lauk upp. Það var Bang sem . kom. “Ert það þú karltetur?” sagði hún og dró hann inn í stofuna. “Já, sérðu það ekki?” svaraði Bang, með- an hún tók af honum loðhúfuna. Hann hló og sveiflaði henni í kring um sig eins og þegar hún var barn. “Að þér skuli geta þótt vænt um mig, sem er svo gamall,” sagði hann með uppgerðar alv- vöru. • /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.