Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 8

Heimskringla - 03.10.1928, Blaðsíða 8
t. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 3. OKT. 1928. Fjær og nær. Stjórnarnefnd hins Sameinaöa Kirkjufélags hefir ákveðið, sam- kvæmt fyrirmælum síðasta kirkju- þings, að kaupa nokkuð af sálma- bókum frá Islandi — hina almennu sálmabók Þjóðkirkjunnar og kver |>að, sem prófessor Haraldur Niels- son gaf út ‘‘Þitt ríki komi” — til hægðarauka fyrir söfnuðina. I til- efni af þessu vil ég mælast til þess við sáfnaðarnefdir og einstaklinga, sem hafa i hyggju að notfæra sér þetta, að gera mér viðvart sem allra fyrst hvé mörgum eintökum af hvorri bókinni þeir æski eftir. Stjórn arnefndin mun ekki panta fleiri ein- tök að heiman, en hún hefir fyrri- fram verið beðin að útvega. Tilkýnningar þyrftu að vera komnar til mín eigi síður en fvrir lok þessa mánaðar. Winnipeg 1. okt. 1928. RAGNAR E. KVARAN. Hr. Benjamín Kristjánsson guð- fræðingur, verður settur í embætti sitt sem prestur Sambandssafnaðar í \ Winnipeg með athöfn sem fer fram í kirkjunni kl. 7 síðdegis á sunnu- daginn kemur. 1 ráði er að Björgvin Guðniunds- son A. R. C. M., ungfrú Rósa Her- mannsson og Sigfús Halldórs frá Höfnum stofni til söngsamkomu bæði í Riverton og að Arborg upp úr miðjum þessum mánuði (október). Verður nánar getið um það í næstu blöðum. Hingað kom nýlega Mr. Guðm. Sigurðsson aktýgjasmiður frá Ash- ern og dvaldi hér nokkra daga. Nú um helgina sáum vér hér meðal ann- ars þá feðga Gisla og Ragnar John- son frá Wapah P. O. Einnig var hér staddur þá Mr. Arni Jósefsson frá Glenboro. Mr. Sveinbjörn Olafsson guðfræði- nemi við Meþódistaskólann í Evans- ton, III., sem hefir verið hér um tíma, eins og Heimskringla gat um fór suður aftur á laugardaginn var. Benjamin Kristjánsson cand. theol. og frú Jónínu var boðið til fagnað- arsamsætis af Sambandssöfnuði í samkomusal Sambandskirkjunnar á miðvikudaginn var. Forseti »afn- aðarins Mr. M. B. Halldórsson stýrði samkomunni og bað fyrst hljóðs séra Ragnari E. Kvaran, er bað heiðursgestina velkomna með stuttri og' snjallri ræðu. Erú Kristj- ánsson var færður fagur rósavönd- ur af safnaðarkonum. Auk séra Ragnars tóku til máls séra Friðrik A. Friðriksson og dr. Rögnvaldur Pétursson, en að síðustu þakkaði Mr. Kristjánsson með innilegum orðum viðstöddum gestum og allar viðtökur frá því þau hefði borið hing'að að garði. Héðan fór á föstudaginn til Chi- cago Philip Pétursson guðfræðinemi, til síðasta námsárs við Meadville guðfræðisskólann og séra Friðrik A. Friðriksson frá Wynyard, er dvelur þar svðra í vetur, til þess að hlýða á fvrirlestra við Chicago háskólann, aðallega víst í samanburðarmálfræði, og innritast þá einnig við Meadville. Tveir aðrir Islendingar innritast við Meadvílíe guðfræðisskólann í haust, Mr. Willíam Anderson frá Cavalier, N. D., og Mr. Guðmundur Guð- jónsson, kennaraskólakandidat, er kom frá Reykjavík í sumar, og hefir síðan dvalið með frænda sínum, Mr. Jóni Einarssyni að Hallson, N. D. Laugardaginn 29. sept., voru þau Gunnar Baldwinson og Guðrún Júl- íus, bæði til heimilis í Winnipeg, gef- in saman í hjónaband, að 493 Lipton Str., af séra Rúnólfi Marteinssyni. Heimili þeirra verður hér í borginni. ^"SSðQOðSðSðOSSðSðSððSðSOSSðQOSOSðOSCððSSSOSOðOSOðC * Great West Life Assurance Co. Elzta og öflugasta lífsábyrgðarfélagið í Vestur landinu. Höfuð skrifstofur í Winnpeg. Hefir skift við íslendinga frá því að það var stofnað. Hefir gert þeim mögulegt að fylgjast með í iönaðarfyrir- tækjum í bænum. Hefir tryggt þeim framtíðina með lífsábyrgð, haldið þá í þjónustu sinni, lánað þeim stórfé. Betri skilmálar og hagkvæmari hjá veðlána- deildinni en víðast hvar annarsstaðar. Peningar lán aðir gegn fasteignaveði með vægum afborgunum og lágum vöxtum. Ef þér œtlið AÐ BYGGJA finnið oss að máli. Yður er fyrirfram tryggð sanngjörn og réttlát viðskifti. Great West Life Assurance Co, SÍMI 84 600 § WINNIPEG, MAN. Hér var staddur um fyrri helgi.j Mr. Guömundur Fjelsted frá Gimli, formaöur Rjómabúasamlagsins i Manitoba. Er hann genginn í stjórn Fiskisamlagsins og bjóst við að Ieggja á stað norður með Winn- ipegvatni nú uni mánaðarmótin ti! þess að vinna að útbreiðslu þess meðal fiskimanna þar. — Vér telj- um það ótvírætt happ fyrir Fiski- samlagið, allra hluta vegna, að Mr. Fjelsted hefir gengið í stjórnarnefnd þess. Hann hefir ætíð komið fram sem einlægur samvinnumaður og hef- ir mikla og farsæla samvinnureynslu að batki sér, sem er ómetanlegur kost- ur fyrir. Fiskisamlagið að eiga völ á i þjónustu sína. Góðkunningi vor allra Capt. B. Anderson frá Gimli kom hingað til bæjarins á sunnudaginn heiman að en þangað kom hann fyrir viku norð- an frá Ft. Churchill við Hudsons- flóa. Fór hann þaðan “í loftköst- um” í flugvél suður á Hud- sonsfljót, um 60 mílur frá hrautar- enda. Líkaði honum svo vel þessi fyrsta flugferð sín, að heita má að hann dreymi um hana í vöku og svefni. — Margt sagði hann fróð- legt þaðan að norðan, og lofaði að segja Iesendum blaðsins frá því nán- ar, er hann fengi betra næði. Tölu- vert þorp er þegar risið upp við Churchill, og kvað hann hinn mesta handagang þar í öskjunni. Námufél ög hafa t. d. sent flugvélar til rann- sókna norður að Chesterfield Inlet, og hafa þar að sunnanverðu fundið mkilar námur, með gulli, silfri, kop- ar og jafnvel kolum. Yndislegan sumarstað kvað hann Churchilf vera, mátulega hlýtt og þurviðrasamt, og engar flugur eftir miðjan júlímánuð. Mr. Anderson er nú 63. ára, en virðist helzt yngjast við hverja norð; urferð. Var hann við báta- og húsasmiði þar í vor og sumar fyrir stjórnina. Sundafylli af þorski kvað hann i Hudsonssundinu. Hann leggur bráðlega af stað til Sturgeon Bay, þar sem hann stundar fiski í vetur.— Hingað komu um helgina þeir Hatfkur Sigbjörnsson og William Anderson frá Leslie, sem báðir eru (búsettir í Ohicag’o. Komu þeir þaðan hingað norður fyrir rúmum mánuði síðan og hafa dvalið að heimilum sínum í Leslie hjá Mr. og Mrs. Sigbj. Sigbjörnsson og Mr. og Mrs. Stefán Anderson. Haukur Sig'björnsson er hinn efnilegasti listamaður; hefir hann stundað mál- aralist í Chicago nokkur ár undanfar- ið, líklega þó kennt sér mest sjálfur, og unnið fyrir sér um leið. WALKER LEIKHUS-'Ð Þessa viku verður sýndur við Walker gamanleikur eftir iGeorge Bernard Shaw. “You Never Can Tell,” og “Candida,’’ undir umsjón Mr. Maurice Colbourne, All English Company. Bálliol HpIIoway leikur höfuð 'hlutverkið, er hann með beztu leikendum nú á dögum. Um leikina þarf ekki að ræða, Geo. B. Shaw er kunnari en frá þurfi að segja. Eru leikir hans sýndir nú við stærstu leikhús veraldar, í Par- is, Berlin, Neuj York Qg Lundún- um. “Rose Marie” hinn nafnkurffii hljómleikur er leikinn hefir verið um allan heim, verður sýndur á leikhús- j inu á mánudagskveldið kemur. Lög- in eru eftir Rudolf Frirnl, höfund “Eldflugunnar.” Efnið er um unga fransk-canadiska stúlku og ungann námttmann. Allur fer leikurinn fram í Canada. Höfuð leikendur: Virginia Fox Paul Donah og Charl. Meakins frá New Yorkí Gordon McLeod, hinn góðkunni Ieikari er hér var í fyrra, kemur aftur hingað 15. þ. m. með leik eft- ir hann sjálfan er heitir “Miss El- izabeth’s Prisoner.” WONDERLAND Kappreiðar þvert yfir land er með því erfiðasta að sýna í myndum. Enþegar það tekst er það eitt með því áhrifamesta er auga fær litið. Kappreið ntilli sjö manna er aðal in- tak Ken Maynard’s myndarinnar “The Upland Rider.” Kappreið þessi er loka þáttur í fjandskap millurn tveggja hjarðbýla, er nú reyna með sér hvorir eiga frárri hesta. Kappreiðin fer fram á hinu forna Palos Verde búgarði á Kyrrahafsströndinni; landið er hæð- ótt og brevtilegt; slys og meiðsli hefta reiðina með sprettum, en öllu skilar þó til áfangastaðar. GÓÐ MJÓLK Heldur við góðri heilsu Mjólkin sem þér notið fyrir fjöl- skyldu yðar þarf að vera sú bezta sem unt er að fá, sökum heilsunnar. Þessvegna vilja gætnar húsmæður eingöngu hreina gerlasneydda City Milk. Kaupið mjólkina hjá Félagið óskar- Heimskr. og útgef- endum hennar til hamingju með blað- ið, við 43 afmælisdag þess. CITY DAIRY LIMITED Simi 87 647 - —N JER óskum ■ Heims- * kringlu til hamingiju meti fertugasta og þritija áriTS í þjónustu íslenzku bygSarinnar í Winnlpeg. Náskyld þeirri þjónustu hefir þjónusta Arctic Ice and Fuel Co. Ltd. verib, er skift hefir vib Islend- lnga^ i meira en 50 ár. Hlib viJ5 hlitS horfa bæ»i félögin fram á framtíbina og lofast til a® fullkomna verk sín eftir því sem árin líöa. The Arctic Ice and Fuel Company, Ltd. 439 Portage — móti H. B. C. Sími 42 321 WALKER CanadH'x FlneMt Theatrt* FIRST TIME HERE ONE WEEK BEGINNING Monday, October 8 ARTHUR HAMMERSTEIN Presents The Worlil’M Greatent MuMÍeal Slnnv Rose Marie Company of IOO Symphony Orcheatra It’s Great — Ask Anyone IVlKhtH I Sat. Mnt. I Wed.Mat. .'Oe to *S. I fSOc to *S..VO I BOc to $2. SEATS NOW SBLLING IDINAVIAN; HMERICflN Stór hratJ- skreló gufu- skip til fSLANDS KAIIP’Hðfa. FRA NKW YORKt loSCAH II.......... 13. okt. 1FR HDKItlCK VIII... 20. okt. llJNITED STATES .... 3. nov. I1IKL.L.IG OLAV .... 5. nov. [I MTEI) STATES növ. 3. IIIELMG OIjAV ... növ. 10 IOSCAR II......... nóv. 21 lEREDERICK VIII...... de«. S. Orthophonic Victrola The Popular 44 BARONA” • <■ Classical deiign. Mahoó* flnlah, hlended. Model - - - 4-40 - - $225. Sérstakt TILBOÐ f EINA VIKU Vel borgað fyrir gamla Fónografinn eða Radioið I E. Nesbit Limited Sargent Ave. and Sherbrooke St. SÍMI 22 688 ROSE THEATRE I ! Krakkar! Látið það ekki bregð- ast að koma á Rose Leikhúsið eft- ir hádegi á laugardaginn kemur. Þá byrjar fyrsti kaflinn af mynd- inni “Masked Menace.” Otlumj börnum verða gefin sætindi svo látið þau koma. HALF CASTE GIRL DOLORES DEL RIO AÐAL LEIKANDI Aðal töfra persónan í “What Price Glory” gálan í “Loves of Car- men” og leiðarstjarnan í “Ramona’’ —Dolores Del Rio leikur aðalhlut- verkið í mynd Louis “The Gateway of the Moon,” er sýnd verður við Rose Leikhúsið í 3daga frá næsta mánudegi. Meiri lcikur en “Litnited Mail” Monte Blue keriiur nú fram í nýrri járnbrautarsýningu öllu meira hrífandi en hinni fvrri mynd, “The Limited Mail.” Með Monte í leiknum eru Edna Murphy, Carrol Nye, Myrtle Steedman, Claire Mc- Dowiell, William Demarest og John W. Johnson í myndinni “The Black Diamond Express,” eftir Warren Bros. Mynd þessi kemur að Rose FERÐAMANNAKLBFAR fi3. farrfmi A þeim er nú völ fillt árlö á “Hellig OlaY,” "United States” og "Oscar XI.” og eins á venjulegum 1 og 3. far- rýmisklefum. I Nfilctll SparnaVnr fi "Tourlst” og I fi 3. farrými aöra eöa bfiöar lelö I tr. Hvergi melrl þeglndl. Agaetir I klefar. Afbragös matur. Kurteis I þjónusta. Kvikmyndasýningar fi |öllum farrýmum. Farnalöar frft falandl seldir tll I allra bæja í Canada. menn snúl I sér tll næsta umbobsmanns eta I til SCANDINAVIAN-AMKRICAN LINR 1461 Mtln Str., Ylunlprc, Man. 1123 So. :ir<i Str.,Mlnnen»oUs,llkii, 1 1321 4th Atí., Seattle, Waeh. I 117 No. Drarborn Str., Chlcago, III. R 0 s E * V. THEATRE '* Sargont and Arlington The Weet Bndi Flneet Theatre. THLR—FRI—SAT —Th Im Week KIDDIES! ! FREE HOIVEY BOYS to Kldillen Satur**ay Afternoon. I)on*t iuIsm the flrnt ehapter of “THE MASKED MENACE” ALSO MONTE BLUE IN “The Black Diamond Express” COMKDY FABLES M OIV—TLJ E S—WED. NEXT WEEK DOLORES DEL RIO THE STAR OF “RAMONA' —IN— “The Gateway of the Moon” A Troiiletll tempest of Kmotlon on the Ammon WE GUARANTEE THIS PICTURE COMEDY NEWS H70NDERLANH Tf theatre ” Snrgent nnd Sherbrook 14. contlnuoui dullr from 2 to 11 p m THUR—ERI—SAT —Tliln Week KEN MAYNARD “THE UPLAND RIDER” —Comedy— MAX DAVIDSON IX “BLOW B Y BLOW” MHaunted laland*' CHAPTER 6. SATl'RDAY MATINEE 1 P.M. THREE GIFTS GIVEN AWAY to each child attending the Matinee on Saturday. MON—TUES—WED OCT. S—0—1«. Warner Bros. present John Barrymore “WHEN A MAN LOVES’ “Mark of the FroR” \ CHAPTER 6. And Screen Snapshots COMING SOON Richard Barthelmess —IN— “Wheel of Chance” l’ið lcstnr siðasta Lögbergs Þegar ég hugsa um ferð og Frón finnst mér vandast gáta hvort Hjá-Bergur sé hreinlynt flón leikhúsinu næsta fimtudag og verð- J eða hræsnari frarn úr máta. ur sýnd í þrjá daga. I —Athugull.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.