Alþýðublaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.05.1960, Blaðsíða 2
mmmmíMÞ Úígefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. ! — Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúar \ ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 —14 903. Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiöja Alþýðublaðsins. Hverfis- L'ata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Niðurgreiðsíurnar | i UMRÆÐUM um efnahagsmál er mikið talað ; um fjárhagsleg afskipti hins opinbera af atvinnu- , rekstri og viðskiptum í landinu. Er þá tíðum nefnt | ?,styrkjakerfi“, „uppbætur“, „niðurgreiðslur” og : deira slíkt, og ekki gerður greinarmunur á. Þess i vegna segja andstæðingar stjórnarinnar, að hún j Siafi ekki afnumið styrkjakerfið, heldur bætt við I nýjum niðurgreiðslum. j Rett er að gera mun á styrkjum til útflutnings j íramleiðslu annars vegar og niðurgreiðslum innan | lands hins vegar. Þegar ríkið tekur fé af almenn- í ángi til að greiða til útflutningsatvinnuveganna, er i það óeðlileg ráðstöfun, sem byggist á röngu gengi. | Slíkt kerfi kemst brátt í hinar næstu ógöngur, eins og íslenaingar hafa reynt. Allt slíkt hefur nú verið { afnumið. i Niðurgreiðslur á vöruverði innanlands eru allt I apnars eðlis. Þær eru í eðli sínu tilflutningur á 1 íekjum. Menn greiða tolla og skatta, sem í heild i eggjast fyrst og fremst á þá, sem peningaráð hafa. | Þetta fé er notað til að lækka verð á mjólk, kjöti og öðrum nauðsynjum, sem allir nota og þeir mest, sem síærstar hafa fjölskyldurnar. Kaupi maður til dæmís 100.000 kr. bíl, stendur smásöluskatturinn einn undir niðurgreiðslum á rúmlega 1200 lítrum .mjólkur. Þeir sem gagnrýna niðurgreiðslurnar innan1- lands verða að gera sér grein fyrir, hvaða afleiðing ar afnám þeirra mundi hafa. Mjólk mundi hækka um 2,53 kr., dilkakjöt mundi hækka um 9,53 kr. 1 kílóið, smjör um 34,35 kr. ldlóið, smjörlíki um 7,99 kr. kílóið og svo framvegis.. Alþýða manna foorgar ekki skatta og tolla í svipuðu hlutfalli við neyzlu af þessum vörutegundum. Það er vissulega réttlát ráðstöfun í eðli sínu, að taka tolla af lúxus vörum til að tryggja alþýðuheimilinu ódýrara mjólk og kjöt. I Vissulega má segja, að framkvæmdagallar séú ýmsar á niðurgreiðslunum innanlands, og þörf I sé á að hafa gát á áhrifum þeirra á hag framleið- I enda. fín í eðli sínu eru þessar niðurgreiðslur hluti i í tekjuskiptingu hins opnbera meðal þegnanna. Mandsetjari óskast Alþýðublaðið 2 7. maí 1960 — Alþýðublaðið ÞAÐ má nú teljast næsta ör- i uggt að Mikail Tal verði næsti | heimsmeistari í skák. Hann náði yfirhöndinni í 19. skák- inni, sem tefld yar á þriðjudag. Skákin fór í bið og átti fram- haldið að teflast í dag, en al- | mennt var búizt við að Tal mundi vinna biðskákiná, eða Botvinnik jafnvel gefast upp j án framhalds. Fari svo, hefur Tal tryggt sér llVz vinning gegn 7V2 vinningi Botvinniks og þarf því aðeins einn vinn- ing úr fimm skákum til þess að verða heimsmeistari í skák. Heimsmeistarinn, sem hafði svart í 19. skákinni, valdi hol- lenzka vörn og brá snemma út af venjulegum leiðum. Síðan reyndi hann að ná frumkvæð- inu, en með t ímaþundinni peðs fórn tókst áskorandanum að snúa atburðum sér í hag og var sjálfur kominn með peð yfir og góða stöðu eftir 30 leiki. Þegar skákin fór í þið 11 leikj- um síðar, hafði Botvinnik ekk- ert mótvægi fyrir hið glataða peð, og þar sem þungu menn- irnir voru þá enn á borði, en kóngsstaða Botvinniks ótraust, var þess ekki að vænta, að hann gæti haldið skákinni til lengdar. Hér kemur skákin. Tvítt Tal. Svart Botvinnik. 1. c4 f5 2. Rf3 Rf6 3. g3 (Þetta afbrigði af hollenzkri vörn hef- ur verið kennt við Leningrad og er það vinsælt í Rússlandi). 4. Bg2 Bg7 5. d4 d6 6. Rc3 e6 (Óvenjulegur leikur. Skákfræð in mælir með 6. —0—0 og síðan Rc6 eða c6) 7. 0-0 0-0 8. Di2 (Hvítur undirbýr e4 til þess að geta náð þrýstingi á e-línunni) Ri6 9. Hdl De7 10. Hbl a5 (Svartur vill ekki leyfa hvít- um að leika b4) 11. a3 Rd8 12. e4 fxe4 13. Rxe4 Rxe4 14. Dxe4 Rf7 (Svartur hótar nú að leika 15. —e5 og 16. —Bf5, en hvít- ur kemur í veg fyrir slíkt) 15. Bh3 Df6 16. Bd2 d5 (Botvinnik getur ekki beðið aðgerðarlaus á meðan Tal bætir stöðu sína með Bc3 og beinir síðan skeyt- um sínum að veiku e-peði svarts) 17. De2 dxe4 (Botvinnik getur ekki haldið peðinu til lengdar, betra var því 17. — Rd6 18. Rg5 Rxc4 o.s.frv.) 18. Bf4! Rd6 19. Rg5 He8 20. Bg2 (Nú hefur hvítur flest að skot- spæni, og peðið vinnst aftur með góðri stöðu) Ha6 21. Re4 Rxe4 22. Bxe4 b5 23. b3 cxb3 24. Dxb5 Hf8 25. Dxb3 Hb6 26. De3 Hxbl 27. Bxbl Bb7 28. Ba2 Bd7 (Botvinnik tapar nú peði, en vonlaust var að verja alla veikleika til lengdar, hann kýs því heldur þann kostinn, að halda mönnunum í hreyfanleg- um stöðum) 29. Bxd5 exd5 30. Bxc7 a4 31. Hd3 Df5 32. Be5 Bh6 33. De2 Hc8 34. Hf3 Dh3 35. Bc7 Bf8 (Vitaskuld ekki 35. —Hxc7 sökum 36. De8t Kg7 37, Df8t mát) 36. Db5 De6 (Ef 36. —Hxc7, þá 37. Dxdpt Kg7 38. De5t og síðan 39. Dxc7) 37. Be5 Dc6 38. Da5 Ha8 (Hvítur hótaði 39. Hc3!) 39. Dd2 Hc8 40. Kg2 Dd7 41. h4 í þessari stöðu hugsaði Botx vinnik sig um í nær 35 mínút* ur áður en hann innsiglaði bið- leikinn. Erfiðleikar hans eril svo miklir, að óvíst er að hann haldi baráttunni áfram, en eins og áður segir átti biðskákin að teflast í dag. ! Biðstaðan: Hvítt: Tal: Kg2 Dd2 Hf3 Be5 a3 d4 f2 g3 h4. Svart: Botvinnik: Kg8 Dd.7 Hc8 Bf8 a4 d5 g6 h7. búa sig undir síldveiðarnar. \ Botvinnilc gaf skákina. ' Aðalfundur Nemenda- sambands Kvennaskól. AÐALFUNDUR nemenda- sambands Kvennaskólans í i Reykjavík var haldinn 28. marz ! s. 1. f Tjarnarcafé. Fundurinu var mjög vel sóttur. í stjóra voru kjörnar, form. frú Ásta Björnsdóttir, varaform. frii Regína Birkis, gjaldk, Guðrúni Þorvaldsdóttir, ritari Margrét 1 Sveinsdóttir, meðstj. Sigríðuif ! Rögnvaldsdóttir. Ákveðið var, að nemendasambandið tæki , upp þann sið að halda hóf áo hvert fyrir þær stúlkur, sem útskrifuðust hverju sinni, og verður fyrsta hófið haldið í Lídó miðvikudaginn 25. maí n. k. Gefst þá hinum ýmsu ár« göngum ákjósanlegt tækifæri . til að hittast og minnast skóÞ 1 ans. < Skemmt sér við að liorfa á revyu. ýV Hugsað um revyu- söngva og borið sam- an ’jíj' Allir skemmtistaðir eru fullskipaðir. ÞAÐ ER GOTT að fólk geti skemmt sér. Ég sá það í fyrra- kvöld í Sjálfstæðishúsinu, en Laufið þeirra þar er eina revían, sem ég hef séð að þessu sinni. Þessi smáþáttaleikur er léttur og smellinn og mikið fjör og kátína er á sviðinu frá upphafi til enda. Það eru fáir menn, sem komast í háifkvisti við Gunnar Eyjólfs- son í stjórn slíkra leikja, svo djarfur er hann, svo sviðsvanur og hressandi. ÉG HELD að þrjár revíur séu í gangi í bprginni og nágrenni hennar. Það virðist því vera gróska í þessari skemmtigr.ein, en menn munu minnast þess að árum -saman lá hún niðri svo að engin revía var sýnd, enda sögðu menn þá, að næstum væri ómögu legt að fá góða höfunda. í eina er nes n i n u tíð voru revíurnar mjög eftir- sóttar hér í bænum, og minnist ég framlags Reykjavíkurannáls hf. í sambandi við það, og þá fyrst og fremst: Spanskra nótta og Haustrigninga. Þá sungu Reykvíkingar mjög lög og kvæði úr þeim. ÉG VAR AÐ LESA ljóðin í Laufinu. Skelfilegur samsetníng ur er þetta. Hann er miklu lé- legri en var fyrrum hvernig sem á því stendur. En margir segja, að það skipti ekki máli, heldur lagið og sú meining, sem menn geti fengið út úr því, sem sagt er. Það má vel vera. Aðalatriðið er, að fólk geti skemmt sér — og það er rétt. En gamansöngva er vitanlega hægt að hafa smellna og vel gerða alveg eins og hægt er að hafa þá illa gerða og klúðurslega. EN EF TIL VILL er skortur á skáldum. Hélt ég þó, að þau, sem vel geta ort, mættu leggja sig niður við það, að semja góða og smellna gamansöngva. Krist- ján frá Djúpalæk og fleiri hafa sýnt að þeir geta líka ort þann- ig. Ég efast um að almenningur geti lært þessi Ijóð, sem nú eru sungin. — En hvað um þetta. Al menningur skemmtir sér Iíka við söngvana þó að þeir séu klúfl urslegir. DÝRTÍÐIN MAGNAST og við erum á leiðinni inn í nýtt efna- hagskerfi, sem fullyrt er að munj d.uga til þess að skapa öryggi uml atvinnu og afkomu innan stund- ar. Uppskurðurinn er sár, en menn verða að gangast undip hann í þeirri von, að hægt verði að komast fyrir meinið og batinra verði góður. í raun og veru stöndum við í þessu nú. Við vora um hið bezta, en sár er hnífs* stungan, ekki er því að neita. EITT ER ATHYGLISVERT I sambandi við þessi mál. Dýrtíð-. in vex. Um það er engum blöð- um að fletta. En hvernig sem á því stendur, sést þetta ekki, að. minnsta kosti ekki á yfirborð- inu. Ekkert hefur dregið úr að- sókn að kvikmyndahúsum eftii! því sem fullyrt er. Leikhús erra full. Revíur eru sóttar mjög vel, jafnvel svo að alltaf er húsfyll- ir. Veitingahús feru sótt af jafni miklu fjöri og áður. Tiltekin lúxusvara, sem mönnum þykir. gaman að, en geta þó án verið, hækkaði fyrir nokkrum dögumi um einn þriðja. Það seldist að minnsta kosti ekki minna aí henni eftir hækkunina en áður seldist. ÞETTA HLÝTUR að vekja ati hygli. Ég sagði við vin minn: „Hvaða fólk er þetta?“ Hahni svaraði: „Það er almenningur, alveg eins og áður var.“ Hannes á horninu. ?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.