Alþýðublaðið - 15.05.1960, Page 13

Alþýðublaðið - 15.05.1960, Page 13
WWWMWWWWWMWWWWMWWMWWWWHWMWWMI í SLOAN KETTERING krabbameinsrannsóknarstöðinni í New York eru krabbameinssellur úr mönnum settar inn í liænuegg. Þær ráðast svo á ungann, sem vex í egginu. Síðan eru ýmis lyf reynd til að vinna bug á krabbameinsmyndun- inni, og fylgzt nákvæmléga með hvoru tveggja, krabbamein- inu og vexti ungans. Framfarir á svrði NEW YORK — í Bandaríkj- unum starfa nú þúsundir vís- indamanna og aðstoðarmenn þeirra að því að finna lækn- ingu við krabbameini og nota til þess allan þann fjölda efna og tækja, sem nútímatækni og vísindi hafa yfir að ráða. Til dæmis um þær miklu fram- farir, sem átt hafa sér stað síðustu árin, má nefna, að samkvæmt skýrslu krabba- meinsnefndar New Yorkborg- ar er nú hægt að bjarga einum af hverjum þrem krabbameins sjúklingum, en fyrir nokkrum árum aðeins einum af fjórum. Fyrir nokkru kom út skýrsla Sloán-Kettering krabbameins- rannsóknastöðvarinnar um krabbameinsrannsóknir í Bandaríkjunum á tímaþilinu frá 1. júlí 1957 til 1. júlí 1959, en slíka skýrslu gefur stofn- unin út reglulega á tveggja ára fresti. f skýrslunni segir frá því, sem áunnist hefur umrædd tvö ár á sviði krabbameins- rannsókna, og skýrt frá með- ferð krabbameinssjúklinga, lyf-, geisla- og skurðlækning- um, og ennfremur ýmsum nýj um uppgötvunum, sem varpað hafa Ijósi á hina margbrotnu líffræði manna og dýra. Einhver merkasta uppgötv- unin telur, að gerð hafi verið á þessu tímabili er það, að tilraunir hafa leitt í ljós í sumum tilfellum af krabba- meini hefur það gefið góðan árangur að nota mörg 'inis- munandi lyf samtímis við sjúklinginn. Ennfremur segir frá athvgl- isverðum tilraunum með af-. brigði krabbameins, er nefn- ist choriocarcinoma. Braut- ryðjendur í því starfí voru vísindamenn við Krabbameins stofnun Bandaríkjanna, en síðar tók Sloan Ketteringstofn unin við og hélt rannsóknum áfram. Báðum þessum aðilum tókst að eyða meinin^ með hjálp lyfja, jafnvel þar sem það hafði náð að breiðast út. Hjá nokkrum sjúklingum hefur meinið að vísu tekið upp aftur, en aðrir virðast hafa fengið fullan bata. Hafa sumir þeirra nú verið undir eftirliti í samfleytt fjögur ár, eða þar til skýrsla þessi kom út. Benda því allar líkur til þess að hér sé um að ræða fyrstu krabbameinstilfellin. er tekizt hefur að lækna'með lyfjum. Þá voru reyndar ýmsar nýj- ar aðferðir við lækningar með geislavirkum ísótópum, en þeir eru nú notaðir í vaxandi mæli bæði við rannsóknir og lækningar. Ein aðferð felst í því að dæla geislavirkum ísó- tópum gegnum hola nál inn í lungnavef sjúklinga, sem þjást af óskurðtæku krabbameini í lungum. Önnur aðferðin var að leggja geislavirkan málm- þráð inn í lymfueitlana, sem liggur undir.brjóstbeininu, en reynslan hefur sýnt, að þar á krabbamein í brjóstum oft upptök sín. Þessa lymfueitla má nema brott með skurðað- gerð, en það er mjög erfið að- gerð og fáir læknar aðhyllast hana, en gera sér vonir um að hægt verði að ná sama árangri með því að nota geislavirkan þráð. Á þessu tímabili fannst og nýr geislavirkur ísótóp, joð- 132, er nota má við rannsókn- ir á sjúklingum, sem taka inn joð vegna krabbameins í skjaldkirtli. ísótópur lyfsins joð-131 og ísótópurinn joð 132 gefa frá sér ólík merki, og af þessum merkjum má mæla, hve mikið joð líkami sjúk- lingsins tekur til sín. Annar ísótópur, geislavirkt fosfor, hefur þá náttúru, að hann safnast fyrir í vissum tegundum krabbameins og skemmda er geta leitt til krabbameins, og geta læknar auðveldað sjúkdómsgreining- una með því að dæla örlitlu magni af þeim í sjúklinginn. Mjög athyglisverður er kafl inn, er fjallar um rannsókn- aráætlun þá. er kom til fram- kvæmda árið 1939. Markmið hennar var að finna efni, sem að gagni gæti komið við lækn ingar á krabbameini eða jafn- vel læknað það alveg. Árlega fær stofnunin til reynslu um 1500 mismunandi efni og efna blöndur, og þegar hefur kom- ið fram fjöldi efna, sem draga úr vexti vissra tegunda krabba meina, sérstaklega hvítblæði. Stofnunin hefur komið á sam- starfi við mörg sjúkrahús um að revna hið nýja Ivf og ýms- ar aðferðir við notkun þeirra. Nokkru eftir útkomu skýrsl unnar, sem hér hefur verið greint frá, birti Sloan-Kett- eringstofnunin tilkynningu um, að vísindamenn stofhun- arinnar hefðu með tilr. sínum komizt að mjög athyglisverð- um staðreyndum líffræði- • legs eðlis. Þeim tókst að ein- angra efni, sem fyrirfinnast í öllum lifandi sellum, og get- ur breytt heilbrigðum sellum í krabbameinssellur og gerir það oft. Höfðu vísindamenn lengi verið á þeirri skoðun, að röskun á þessu efni væri or- sök krabbameins, eða öllu heldur ein af aðalorsökum þess. Efni þetta er almennt kallað DNA (deoxyribonuclied acid). Halda menn, að hér sé komið „móðurefnið“, sem sendir erfðafræðilegar fyrir- skipanir frá einni kynslóð til þeirrar næstu og ákveður þannig lögun og hlutverk allra lifandi sellna. Ef DNA brengl ast áð einhverju leyti, er geng ið út frá því, að það gefi rang- ar fyrirskipanir til afkvæmis síns. Þessar tilraunir telur stofn- unin vera fyrstu skíru sönn- un þess, að einangrað DNA geti verið smitandi, og sýna fram á, að einangruð kjarna- sýra getur valdið krabba- meini. Þessar staðreyndir eru mjög mikilsverðar fvrir alla vísindamenn, sem áhuga hafa fyrir krabbameinsrannsókn- tum. Þær gefa til kvnna, að „utanaðkomandi“ DNA, sem er ristastór og flókin sameind, getur komizt inn í sellur lif- andi dvra og haft mikil áhrif á þau DNA, sem þar eru fyr- ir. Að lokum skal þess getið, að Slöan-Ketteringstofnunin veitir þjálfun erlendum vís- indamönnum víðsvegar að í (Framhald á 14. sxðu.) Krabbameinslækning með geislun. Alþýðublaðið — 15. maí 1960 |,3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.