Alþýðublaðið - 18.05.1960, Síða 16
ij Bar í lofti
Hin stora þota Boeing 707 er
svo stór, að þar er rúm fyrir bar.
Meðan þessi stórvaxna farþega-
þota svífur hljóðlaust gegnum
geiminn í 10 km. hæð með 980 km. hraða á klukkustund
verða kokteilar barþjónsins eini hristingurinn um borð.
Nýlega hefur Air Franoe fengið slíkar flugvéljar af-
hentar á Orlyflugvelli.
Irar éta
smjör
í HEIMINUM öllum (Sovét-
ríkin og Kína þó undanskilin)
var framleitt heldur minna
smjör árið 1959 en árið á und-
an.
'Samkvæmt mánaðarriti
Matvæla- og landbúnaðar-
■ stófnúnar Sameinuðú þjóð-
anna (FAO) framleiddu 17
helztu smjörframleiðslulönd
• heimsins (þau sem hafa árleg-
ar skýrslur yfir framleiðsluná)
alls um 2,45 milljónir tonna
af smjöri, ‘en árið 1958 var
magnið 2,54 millj. tonn. Með-
al' þessara 17 landa eru Dan-
mörk, Finnland, Noregur og
Svíþjóð. Einu löndin sem veru
' lega höfðu aukið smjörfram-
leiðslu sína voru Ástralía og
Vestur-Þýzkaland, en sam-
drátturinn var mestur í Banda
ríkjunum, Hollandi og Frakk-
landi.
Af skýrslunni er ljóst, að
írar eru mestu smjörætur
heimsins. Þeir eta árlega 16,2
kg. af smjöri á hvern íbúa.
Næst kemur Danmörk með
12,2 kg., síðan Svíþjóð og
Belgía með 10,7 kg. hvort og
Bretland með 9 kg. Næst á
eftir 'Vestur-Þýzkalandi og
Frakklandi kemur Sviss með
6,7 'kg. á hvern íbúa, síðan
Holland með 5,7 kg. Nevzlan
í Bandaríkjunum og Sovétríkj
, unum er 3,8 kg. á íbúa, en í
Ístlíu er hún aðeins 1,9 kg. á
íbúa.
41. árg. — Miðvikudagur 18. maí 1960 — 111. tbl.
DEMO-
KRAIAR
ÞRÍR háskólaprófessorar,
sem undanfarin 12 ár hafa
kannað styrkleika tveggja
aðalflokkanna og afstöðu
kjósenda til þeirra, spá
því að Demókratar sigri í
forsetakosningunum í
Bandaríkjunum í haust.
Þremenningarnir eru
allir prófessorar við Mich-
igan-háskólann og birtast
niðurstöður þeirra í nýút-
kominni bók, sem nefnist
„The American Voter“,
(hinh bandáríski kjós-
andi). Niðurstöður þeirra
eru byggðar á nákvæmri
athugun á úrslitum kosn-
inganna 1948, 1952, 1954,
1956 og 1958.
Þeir benda á, að Demó-
kratar hafi haft 3:2 meiri-
hluta meðal þjóðarinnar á
þessum árum, enda þótt
Eisenhower, frambjóð-
andi Repúblíkana hafi
unnið forsetakosningarn-
ar 1952 og 1956. En Nix-
on, varaforseti, sem er
líklegasta forsetaefni Re-
búblikana nú, er fyrst og
fremst flokksmaður, nýt-
ur álits í eigin flokki en
lítiís metinn af Demókröt
um. Eisenhower áftur á
móti, höfðaði til stuðnings
manna beggja flokkanna
og vann því kosningarnar
þvert ofan í það, sem
styrkleiki flokks hans
sagði til um.
Vísindamennirnir telja,
að sigur Eisenhowers þýði
ekki, að Rebúblikanar
vinni nú.
WWWWWWMWWWWWWWWWWWWHWWWWWHWWWWVW
öðrum löndum
14 AFRÍSKIR efnahags-
fræðingar frá 10 löndum og
landsvæðum hafa að undan-
förnu verið á ferðalagi erlend-
is og m.a. heimsótt Puerto
Rico og Jamaica. Þaðan héldu
þeir til Aðalstöðva Sameinuðu
þjóðanna í New York, þar sem
þeir tóku þátt í námskeiði fyr-
ir opinbera embætlismenn í
löndum Afríku. Ferðalagið er
liður í tæknihjálp S.Þ. fyrir
Afríku.
í Puerto Rico skoðuðu Af-
ríkumennirnir stálverk-
smiðju, sem byggð var fyrir
WWWWMWMWWMWWWWWV
|| Landslið og
fblaðalið á
;; Laugardals-
;; vellinum
11. síðan er
Íbróftasíðan
nokkrum árum. Hún breytir
nú árlega brotajárni í 20.000
tonn af stáli. Svo að segja öll
lönd Afríku fyrir sunnan Sa-
hara verða að flytja inn stál
og stálvörur. Þess vegna er
það merkilegt fyrir Afríkubúa
að sjá hvernig þessi vandamál
eru leyst á landsvæði eins og
Puerto Rico.
Danskur efnahagsfræðihg-
ur, Carl M. Wright, sem starf-
ar í efnabags- og félagsdeild
Sameinuðu þjóðanna og
stjórnar námskeiðunum fyrir
Afríkubúa, segir, að heimsókn
sem þessi færi hinum afrísku
gestum lausn á vandamálum,
sem þeir hafi kannski hingað
til tali'ð óleysanleg. Hér er um
að ræða eina tegund * tækni-
hjálpar, sem er í því fólgin,
að senda menn frá vanþróuð-
um löndum til landa, sem nú
eru á þróunarbraut. Sum
þeirra eru aðeins nokkrum
árum á undan ríkjum Afríku
í efnahagsþróuninni.
Afríkumennirnir voru frá
þessum tíu löndum: Ghana,
Guinea, Líberíu, Líbýu, Arab-
íska sambandslýðveldinu,
Brezka Sómalílandi, gæzlu-
verndarsvæðinu Sómalílandi
(undir ítalskri stjórn), Tógó-
landi, Túnis og Eþíópíu.
Koptinn reynist vel
Nei, þetta er ekki stórslys — heldur æfing.
Það er verið að reyna kopta við björgun úr
'brennandi flugvélarflaki, og í ljós kemur,
að hann reynist ágæta vel í þeim efnum. Þetta gerist í Luton í Englandi. Kveikt
hefur verið í gömlu flugvélarræskni og þar í hafður gervimaður 35 sekúndum eftir, að
flugvélin hafði náð yfir flakið, var búið að bjarga honum út úr eldinum og níu mínút-
um þar eftir var hann kominn á skurðarborðið í næsta sjúkrahúsi.
<»„W«WlWiWIWWiMMMWWMMMWWIWMWW tWWWWW*WWWWWWWWWWWMWWWWMIi