Heimskringla - 30.07.1947, Síða 3

Heimskringla - 30.07.1947, Síða 3
WINNIPEG, 30. JÚLÍ 1947 HEIMSKRINGLA 3. SIÐA ust þau á enskuna, því í skólan- um hjá okkur, máttu þau ekki tala annað mál en ensku. Máttu ekki láta annað heyrast til sín. Svona var það þar. — >ú hefur væntanlega kom- ið oft hingað til Reykjavíkur áð- ur en þú fórst vestur? — Eg var kunnug hér, þegar eg var um fermingu. Eg var 3 ár hjá systur minni Ragnhildi í Engey. Og einn vetur kom hún mér fyrir í Mýrarhúsaskólanum —Segðu hvernig þér gekk þar. segir þá frú Ragnhildur. — Mér finst nú ekki að það komi neinum við. En það var svona. Þegar eg kom fyrst í skól- ann, þá var eg sett neðst í neðri békkinn, því eg hafði aldrei ver- ið í neinum skóla fyrr og kom mánuði of seint. Það var enginn skóli í Stafholtstungunum. En eftir tvo mánuði var eg sú fjórða í röðinni í efri bekknum. — Og hverjir voru þá fyrir ofan þig? — Brýnki Þorláks, Rúnki í Mýrarhúsum og Guðmundur Ólafs a Nýjabæ. BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin sKold — En síðan barst talið að því hvernig var í sveitinni þegar hún var að alast upp í Borgar- firðinum. Hvað þótti þér skemti- legast þá? — Að koma á hestbak á sumr- in og þeysa um sveitina með jafnöldrum. Hafa nestisbita með sér, og setjast í fallegum hvammi eða laut, og skemta sér með mörgu fólki. Á þeim árum var dansinn aðeins að byrja, sagði hin aldraða kona, og auðfundið var, að endurminningarnar voru ófölnaðar í hugskoti hennar. Nú er eftir að vita, hvemig hún kann við Stafholtstungurn- ar eftir þau ár, sem liðin eru, síðan hún sá þær seinast. Því eitthvað kann hún að hafa 'breyst. Hún er hér á ferð með dóttur sinni, er Lára heitir, sem hefur yfirumsjón með skóla- og heim- ilisheilsuvernd í Norður^Mani- toba fyrir fylkisstjómina þar. , Þær mæðgurnar ætla að dvelja hér í landi fram eftir sumri í heimsókn hjá dóttur Oddnýjar, Kristínu og manni hennar Ragnari Ólafssyni lög-( fræðing. V. St. AF HÉRAÐI Veturinn er liðinn hjá að þessu sinni, og komið langt fram á vor. Verðugt er þótt veturinn sé runninn 1 aldanna skaut að geta hans að nokkru. Janúar var einmuna góður, og gerðist þá örísa jörðin var alþíð að heita mátti, þvá snjórinn, sem kom þegar snemma í nóvember, hafði hlíft við frosti. Síðustu daga janúar tók að votta fyrir gróðri, svo voru veðrin mild. Fyrstu daga febrúar tók svo að kólna, og brátt að snjóa. — Hélst snjókoma oftast út allan mánuðinn, en veður þó aldrei hörð eða hvösss hér niður við Lagarfljót. Jarðlaust varð brátt hér neðra, en meðfram fjallinu var jafnan jörð nokkur þegar á gaf, því þar reif snjóinn talsvert í norðan þotum. Eins og vant er var snjórinn mun minni á efra- Héraði einkum að vestanverðu, en náði ofar með austursíðunni. Ekki þarf að orðlengja það, að aldrei kom hláka fyr komið var fram undir sumarmál, og þó smávægileg fyr en með maí- byrjun, en þá kom verulega góð- ur og hagstæður bati. Snjóinn leysti nú óðfluga, þvá hann var laus fyrir, enginn svellgaddur, þar sem aldrei kom hláka allan veturinn. Jörðin kom enn þáð undan snjónum, og greri nú óð- fluga, svo sauðgróður var kom- inn þegar ær byrjuðu að bera upp úr miðjum maí. 1 síðustu viku kom kuldakast nokkra daga, norðaustan nepja sem á Þorra væri, sem hreytti stundum snjóhragli í bræði sinni. Þetta vann þó ekkert á lömbin, sem voru að fæðast. Þau eru feit og falleg og fá sér brátt volgan sopa úr nægtabúri mömmu sinnar, og þá er þeim borgið. Annars voru aldrei mik- il úrfelli með þessum kulda, og nú er aftur orðið hlýtt á veðri. Gróður er orðinn í betra lagi á þessum tíma vors og jörð er al- veg ókalin, svo útlit er hið bezta um góðan grasvöxt. Það má segja bændum það til hróss að þeir stæðu sig yfirleitt vel með fóður fyrir búpening- inn. Einstaka bændur komust þó í þrot, eins og altaf vill verða. Innan um voru líka vel heyjaðir bændur, sem hafa safnað fyrn- ingum undanfarið. Vetrar hafa oft verið vægir undanfarið, og auðvelt að spara hey, þar sem alsstaðar er nú notað mikið af fóðurbæti einkum síldarmjöli. Fjáxhöld hafa víðast hvar ver- ið góð í vetur, og gripir gengið vel fram, enda mun sauðburður ganga ágætlega. Þess ber þó að geta að garnaveiki herjar nokk- uð sveitirnar austan fljóts, Valla-, ‘Eiða- og jafnvel Hjalta- staðahrepp. Verulegan usla ger- ir hún þó ekki nema á tiltölulega fáum bæjum ennþá, sem betur fer. Veiki þessi barst í Hérað með þýzkum karakul-hrút, sem kom að Útnyrðingsstöðum á Völlum, og mun hafa drepist þar úr pest þessari. Þaðan hefir svo plága þessi breiðst út, þótt reynt hafi verið að stemma stigu fyrir •henni á ýmsan hátt, til dæmis með húðprófun, sem segir nokk- uð til um hverjar kindanna hafa þá tekið veikina. Auðvitað er þá alt, sem grunað er um að hafa tekið veikina, drepið. Flestir menn á Héraði, sem kbmnir voru til vits og ára á síðustu áratugum 19. aldar, munu hafa heyrt getið bænda- höfðingjanna Halls á Rangá og Eiiiíks i Bót. Einkum fór mikið' orð af Halli. Hann gerðist stór- brotinn athafnamaður eftir að hann keypti Rangá og fluttist þangað. Um hann kvað Páll Ólafsson meðal annars þetta: Hallur ber einn af öllum ungur og gamall í Tungu, reisti gamall úr rústum Rangá og flutti þangað. Sveitar í heiðurssælum setið hefir vel metinn Halli unnum í elli allir, þótt drekki karlinn. Og enn kvað hann svo: Haldist það sem eign þín er allra manna hylli. Heillir allar hmgi að þér Héraðsfjalla milli. Frh. á 7. bls. Hhagborg U FUEL co. n ★ Dial 21 331 no n) 21 331 LESIÐ HEIMSKRINGLU —Mbl. 22. j úní ......................... Til íslendinga! j ★ Til hamingju í bráð og lengd með þjóð- | minningardag yðar. — Megi þjóðinni | vegna vel, og allir hlutir snúast henni i til gæfu og gengis. \ The Jack $t. John Drug Store 894 SARGENT AVE., at LIPTON ST. WINNIPEG O-iiinnmmimDiiuiimiuDiiuuiiMiDiiHiiiiimuimiiiiiiMMiiiniiiuiitxiiiiiiimiiamtiHitiiiuiiiiiiiiiMDiiiiiiiiiiiicniiHiiiiiiiDiiiiiitiniic^ SINCERE AND GOOD WISHES TO OUR MANY ICELANDIC FRIENDS AND CUSTOMERS from Oxford Hotel “Meeting Place for Icelanders in Winnipeg” 4 Joseph Stepnuk, Pres. S. M. Hendricks, Manager ^POCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOQOCC^ ÁRNAÐARÓSKIR TEL ÍSLENDINGA í tilefni af þjóðminningardeginum Reykdal (S’ Sons CONTRA CTORS FREIGHTTNG, ROAJD BUILDING, BRUSH CLEARING AND BULLDOZING 301 GREAT WEST PERMANENT BLDG., WINNIPEG Office Phone 96 306 Night Phones 22 912 - 71 624 ^soeooooooooooooooooeooooeooooooeooooeoos jviNMÍPffr MONTREAL OTTAWA TDRONTO SiiKTrc m\ (iooil Wishps to our many Icelandic friends on the occa- sion of the 58th annual celebration being held at Gimli, Manitoba, August 4th, 1947. Serving our Icelandic Canadians for over 60 years is an accomplishment of work well done, which should not pass without due recognition. We as Canada’s oldest engravers, appreciate your choice o£ our engravings in serving these our honorable and loyal Canadian citizens. ARTISTS. PHOTO ENGRAVERS. COMMERCIAL PHOTOGRAPHERS ELECTROTYPERS . STEREO- TYPERS . WflX ENGRAVERS LARGEST MAKERS OF PRINTING PLATES IN CANADA MONTREAL T0R0NT0 WINNIPEG OTTAWA ■ HAMILTON WINDSOH REGINH VANCOUVEB 290 VAtGHAN ST. WININIPEG. MANITOBA NÝTT VERALDAR TÍMABIL Frumefna sprengjan hefir sett nýtt tímatal fyrir veröldina. Leiðandi vísindamenn, með Einstein í fararbroddi, koma sér saman um, að það sé engin leið að komast hjá eyðileggingu hennar nema með því eina móti, að þjóðirnar komi sér saman um, fyrir alla ókomna tíð, að stríð komi ekki fyrir milli manna og þjóða þessa heims. Samvinna milli þjóðanna mundi framleiða samvinnu innan þjóðarheildarinnar. Hvert það spor sem nú er stigið í samvinnu- áttina, og sem miðar að því, að sameina kraftana í þeim héruðum er eigi eru alla reiðu sameinaðir, eru framfaraspor í áttina til alheims friðar. (ANADIAN CO-OPERATIVt WHEAT PRODUCERS UMITED WINMPEG — CANADA | MANITOBA POOL ELEVATORS SASKATCHEWAN COOPERATIVE ALBERTA WHEAT POOL 1 Winnipeg, Manitoba PRODUCERS LIMITED Calgary. Alberta Regina, Saskatchewan Æ \ H rl = »>IUimiDUIUHIUUDIIUIHIIUiaiHHIIUIHDiriUniDUHUHHnnlllllllUIUMIIUUIUIHDinHHIUUDIIUIIIUIUC]nUIIIIHHDUUIUHUIDHUHIUmDIIUUHIIIIDIinUIUinDIIIMtllllHDniUIUHUDIIIIHHIIU[.:.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.