Heimskringla


Heimskringla - 30.07.1947, Qupperneq 4

Heimskringla - 30.07.1947, Qupperneq 4
4. SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. JÚLl 1947 soocoooooðoooeðooosooooocioeðeeeccccocr Heimskringia fStofnwO ÍSM) Kemui út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON "Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24 185 SQCcoðOosecðeoecccoeoooðoecooeoeoðcocod Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 30. JÚLl 1947 IslendÍDgadagurinn á Gimli Islendingadagur Winnipeg íslendinga verður haldinn 4. ágúst í Gimli Park, eins og mörg síðari árin. Dagurnin verður með sama hætti og áður, en er þó ávalt nýr að því leyti, að þar skemta nýir menn ár hvert, nýir ræðumenn og ný sbáld eða önnur en næstu árin áður, ný fjallkona, nýr for- seti og yfirleitt alt sem áhorfendum gefst að heyra og sjá. En snið dagsins er auðvitað hið sama, enda er þessi hátíð sem nú fer í hönd hin fimtugasta og áttunda. Það var 2. ágúst 1890, sem Win- nipegbúar héldu sinn fyrsta Islendingadag. Það sem um þann dag var sagt, á við flesta Islendingadaga, er síðan hafa verið haldnir. En um þennan dag segir okkar sögufróði maður Þor- steinn Þ. Þorsteinsson þetta meðal annars: “'Hátíðin fór hið bezta fram og hepnaðist vel, enda var góðum mönnum á að skipa. Hún vakti ekki einungis Islendinga, stilti hugi þeirra saman og magnaði þá nýjum íslenzkum eldmóði, heldur vakti hún einnig innlendu þjóðina til fulls athyglis og kynningar á Islendingum, sögu þeirra, þjóðemi og ættlandi. Diag- blöð bæjarins, Manitoba Daily Free Press og Winnipeg Daily Tribune, fóru lofsamlegum orðum um hátíðáhaldið.--------Free Press gat þúsund ára menningarsögu Islendinga, landafundanna fomu, bókmenta, þjóðskipulags o. s. frv.----Tribune sagði, að skrúðgangan hefði verið hin stærsta, er enn hefði sézt í Winnipeg. — — Það sagði fróðleikshneigð þjóðarinnar hafa borið þann árangur, að hún væri jafnmentaðri, en nokkur önnur þjóð í heimi. Það er nú auðvitað nýja brumið farið af þessu, efir nærri sextíu ár, en það mun enn hið sannasta um íslendingadaginn að segja, að hann sé góð þjóðræknishvöt íslendingum sjálfum og veki athygli hérlendra á mörgu, sem geri þá í augum þeirra að virðulegum borgurum. Ræðumenn Islendingadagsins í ár eru séra Eirákur Brynjólfs- son, maður nýkominn að heiman, sem við ölum þrá í brjósti að hlýða á, rifja upp fyrir okkur margar skemitlegar minningar frá ættjörðinni. Annar ræðumaðurlnn er Heimir Thorgrímsson, sem framarlega má telja í hópi ræðumanna hér vestra. Skáld dagsins eru Ragnar Stefánsson og Guðmundur Stefánsson, báðir hinir listrænustu menn. En frá skemtiskrá dagsins er sagt ger á öðrum stað á þessu blaði. Heimskringla óskar deginum til heilla með veðrið og væntir þess, að hann verði eins fjölmennur og nokkru sinni fyr. Með deg- inum minnumst við endurreisnar lýðveldisins fyrir þremur árum, sem öllum sönnum Íslendingum hvar sem eru, er og verður ávalt sérstíikt fagnaðarefni. HEKLUGOSIÐ Svo lítur út af blöðum að heiman að dæma, sem ekki sé enn séð fyrir afleiðingarnar af Heklugosinu. Það heldur enn á- fram og gerir ávalt nokkur spjöll, jafnvel þar sem þeirra varð ekki áður vart. Á annað hundrað bæja eru eyðilegging- unni háðir að minsta kosti í eitt ár, þrátt fyrir allar aðgerðir, og kanske lengur. Það er vonandi, a.ð við það eigi ekki eftir að bætast. En hver má við þeim náttúruhamförum, og enn er of snemt að spá nokkru um hvað skeður. í sambandi við umhugsunina um þetta, hófust nokkrir menn hér handa, að senda Heims- kringlu fé í samskotasjóð til þeirra héraða, er harðast voru leikin af eldgosiiju. Þeir kváðu það minna en hugur biði, en von- uðu samt, að ef alment yrði gert hér, fylti komið mælirinn. Því er heldur ekki að neita, að það hefði verið skemtilegt, að sem flestir Vestur-lslendingar hefðu tekið þátt í þessu, bæði að því er upphæð samskotanna áhrærir og sem vott þess, að ættjörðin væri okkur enn fersk í minni og kjör hennar, blíð og stríð, snertu strengi tilfinninga vorra, til gleði eða hrygðar. En þátttakan hefir ekki orðið eins almenn og æskilegt var. Að menn hafi spurt sem svo hvort þörfin væri brýn, vitum vér ekki. En lák- lega hefir vasafé oft verið eytt í meiri óþarfa. Það mun óhætt að segja. Það verður nú farið að senda það, sem Heimskringlu hefir borist. Þeir sem á annað borð hafa ætlað sér, að taka þátt í samskotunum, eru því vinsam- legast beðnir, að draga það ekki lengi úr þessu. Og munið, að engin skerfur er svo lítill, að ekki komi að liði. að dómi Þ. Þ. Þ. hinir fyrstu eiginlegu landnemar vestra. — Þeir brutu ísinn og fyrst í stað héldu ýmsir einstaklingar að ráði þeirra vestur. Þar sé byrj- un útflutnings til Vesturheims. Til Canada er ekki haldið fyr en 1872, með bæði Akureyringum og fleirum Eyrarbakka vestur- förum. Og frá þeim yrði þá bú- seta íslendinga hér talin. Um þetta 75 ára afmæli væri gaman að heyra álit manna og eins, að fara að vinna að undir- búningi þess, ef búsetu Islend- inga í Canada skal sérstaklega minst. Um það er ekki ofsnemt að fara að hugsa eitthvað ef al- vöru skal úr þvtí gera. BRÉ F UM 75 ÁRA BÚSETU ÍS- LENDINGA I CANADA í tilefni af greininni á fyrstu síðu þessa blaðs úr Morgunblað- inu, á vel við að Vestur-íslend- ingar fari að gera sér grein fyrir 75 ára afmæli komu sinnar til Canada. Verði niðurstaðan sú, að það sé á komandi ári, er ekki oflangur tími til stefnu, þó strax sé byrjað á að hugsa um undir- búning þess. En hér kemur fleira til greina. Er viðeigandi að afmæliB sé bundið við Canada, með allan þann fjölda vesturfara, sem í Bandaríkjunum býr? Og þá ruglast rímið, því ferð- ir Islendinga til Bandaríkjanna hófust tveim árum fyr en á Can- ada, þó fyrstu Utah-vesturför- inni sé slept, sem vel mætti, þar sem trúmál lágu henni til grundvallar, en ekki beint land- nám. Eyrarbakka-félagamir, sem vestur fóru 1870, og sem á Washington-eyju settust að, eru 25. júlá 1947. Hr. Stefán Einarsson, Rtistjóri Heimskringlu, Winnipeg, Manitoba. Kæri vinur Stefán: 1 allri einlægni og með mestu vinsemd til þín persónulega, vil eg mega gera dálitla athugasemd við grein þína í síðustu Heim- skringlu sem þú nefnir “Vegna Gróusagna”. Sem skrifari kirkj- félagsins verð eg að tilkynna þér að þær staðhæfingar sem þú ger- ir í sambandi við stjórnarnefnd kirkjumélagsins verða einnig að skoðast sem “gróusagnir”, sem eekkert hafa við að styðjast og þurfa þess vegna leiðréttingar við. Eg vona að þessar leiðrétt- ingar nái til þeirra sem útveguðu þér þær upplýsingar sem þú fórst eftir. Þú segir í grein þinni, “Á- stæður fyrir því að nefnd pred- ikun hefir ekki enn verið birt í Heimskringlu, er sú, að forráða- menn eða stjórn kirkjufélagsins hefir ekki enn orðið sammála um það; vilja sumir ekki viður- kenna hana sem stefnu kirkju- félagsins, en hún var í nafni þessarar nefndar flutt”. Átt er við útvarpsræðu séra Alberts Kristjánssonar, sem hann flutti í Fyrstu Sambands- kirkjunni í Winnipeg sunnudag- inn 29. júní, í sambandi við 25 ara afmælisþing hins Samein- aða Kirkjufélags Islendinga. Athugasemd við þessa skýringu er sú, að þetta mál hefur ekki verið rætt á neinum fundi stjórn- arnefndar kirkjufélagsins, og engar samþyktir gerðar í sam- bandi við það. Það er þess vegna ekki rétt að segja að “stjórn kirkjufélagsins hefur ekki enn orðið sammála um það.” Önnur athugasemd er sú, aö, það hefur ekki verið rætt eða komið til mála hjá nefndinni eða hjá einstökum nefndar mönnum, hvort að ræða séra Al- berts sé eða sé ekki “stefna” kirkjufélagsins. Það hefur aldrei verið skoðað nauðsynlegt að menn fluttu aðeins það, sem væri í samræmi við “stefnu” okkar, að öðru leýti en því að stefna okkar er frelsi fyrir hvern einstakling til að hugsa og trúa og tala samkvæmt samvizku og skilningi, hindrunarlaust, án banns presta, kirkjuvalda eða blaðaeigenda. Kirkjufélagið hef- ur aldrei sáðan að eg varð einn af forráðamönnum þess, dæmt læður presta sinna eftir því hvort að þær væru “stefna” kirkjufélagsins. Kirkjufélagið hefur aldrei, að mig minnir bezt, lagt neinn dóm á þær, en haldið því heldur fram, að hver maður hefði fullan rétt til að láta skoðanir sínar í ljós, sam- kvæmt samvizku og skilningi. Þvlí hefir einnig verið haldið fram að ræður sem fluttar eru, eru á ábyrgð ræðumannsins sjálfs, en einskis annars. Þess vegna, þó að ræða séra Alberts hafi verið flutt eftir tilhlutuú' kirkjufélagsins, er engin þörf á því að kirkjufélagið í heild, né einstaklingar innan þess bindi sig við hana sem “stefnu” sína, eins og sera Albert tók skýrt fram í upphafi ræðunnar. Þess er ekki krafist, hefir aldrei verið, og eg vona verði aldrei í sam- bandi við nokkra stólræðu né aðra, sem flutt verður í kirkjum okkar í Winnipeg eða annar- staðar. Og enn er ein athugasemd um birtingu ræðunnar í Heims- kringlu. Ekki veit eg til þess að nokkur nefndarmanna kirkjufé- lagsins hefði verið á móti því að hún birtist í Heimskringlu. En þeir nefndarmenn eru: séra Eyjólfur J. Melan, Bergthór E. Johnson, Páll S. Pálsson, Jón Ásgeirson, séra Philip M. Pét- ursson, Jakob F. KristjánSon, Mrs. S. E. Björnson. Eg vona að þú birtir þessar athugasemdir og skýringar í r.æstu Heimskringlu. Með mestu vinsemd og virð- ingu, eins og altaf, þinn einlægur, Philip M. Pétursson, Ritari Hins Sameinaða Kirkju- félags íslendinga í Norður Ameriku Aths. Hkr.: — Eg vil í allri vinsemd, benda á mikinn mis- skilning, sem í ofanskráðri grein felst. 1 Hkr. greininni er haldið fram, að ræða séra Alberts hafi ekki enn verið birt í Hkr., vegna þess, að forráðamenn kirkjufé- lagsins hafi ekki komið sér enn saman um það, eða stjóm kirkjufélagsins. Höfundur virð- ist skilja þetta sem svo, að hald- ið sé fram, að stjómarnefnd kirkjufélagsins hafi haft fund um málið og orðið ósammála. Við ekkert af þessu er í Hkr. greininni átt. Það töluðu menn við blaðið og æsktu sumir að ræðan væri birt, en aðrir ekki. Eg áleit báða aðila jafn réttháa sem formælendur kirkjumála og held að þeir séu það alveg eins, sem á móti birtingu hennar höfðu og hinir. Hér var úr vöndu að ráða, en eins og ljóst er tekið fram í grein minni, er einlægast er svona stendur á, að þeir sem ræðurnar láta fyrir sig flytja, hvort sem eru kirkjuþing eða Is- lendingadagsnefndir, að þeir skeri úr um það hvort prenta skuli, og það var þetta, sem eg fór fram á við þessa menn er ósammála voru um birtingu ræð- unnar. Eg vildi að stjórnarneínd kirkjutfélagsins skæri úr því, en kaus ekkert með það hafa að gera sjálfur. , Þessu heilræði var ekki fylgt. Eg gat því ekki ásak- að hana um nein afskifti. Að þér skilst það fæ eg ekki ráðið í. Heimskr. er vini sínum séra Philip Péturssyni sammála um þýðingu og frelsi Sambands- kriknanna í trúmálum. Hún er sú kirkja, sem heimurinn á mik- ið upp að ynna og starfræksla hennar á meðal Islendinga eitt af því, sem ávalt verður þjóðar- brotinu hér til menningarlegs vagsauka talið. En þar sem á írelsi hennar er minst, er það auðvitað engum kvöðum háð, og þeir, sem ekki álitu ræðu séra Alberts neitt nær frelsisstefnum tímans, en ófrelsisstefnum, eiga, í nafni frelsisins, eins mikinn rétt til sinna skoðana. Að telja alt sem sagt er og gert í nafni frelsisins, gott og gilt, getur ver- ið svo mikil fjarstæða, að á ekk- ert sé hægt að benda, sem tekur því fram. Heimskringla dregur ógjarna nöfn manna inn í þetta karp. Og hún skal fús játa, að söguburð- urinn, sem á er minst, á ekki við kaupmennina á Sargent, sem eg mintist á, heldur aðra út í frá og verður ekki lengra út í það farið. Þeir menn koma hreint til dyra, sem- glerharðir fylgjendur síns máls. Að gera nokkuð á virð- ingu þeirra, var ekki hugmyndin og skal aldrei gert verða. Ástæða mín fyrir að nefna þá, var ein- göngu bundin við stríðni út af ágreiningnum um birtingu ræð- unnar. Ekkert annað var með því meint, en ertni og vona eg að þeir sem kunningjar rnínir hafi ekki skilið það á ánnan hátt. En mér finst í bróðemi sagt, að þú hefir misskilið það sem í Hkr. greininni segir um stjóm- arnefnd kirkjufélagsins og í raun og vem fara fram á að Hkr. taki aftur það sem hún hefir ekki sagt. Þar sem í grein minni er minst á, að sumir hafi ekki skoðað efni ræðunnar kirkjunn- ar mál, átti eg beiniínis við þá, sem á móti birtingu hennar vom, en ekki stjórnarnefnd kirkjufé- lagsins. En hitt veit eg ekki hvort það er nokkur dygð af stjórn kirkjutfélagsins að skoða sig ekki neina ábyrgð bera á þvi sem hún lætur lfytja. Það er eitthvað óiíkt og er með blaða- sneipurnar, sem sjálfar verða að bera ábyrgð á öllu sem þau flytja. Ytfirlýsingar greinarhöf- unda um að þeir beri ábyrgðina, em að engu metnar. Þyki þér nú, kæri vinur, hér bert mælt, veiztu fyrirfram, að það er með sömu vináttu og virð- ingu sagt, og þegar vio sitjum saman og tökum stundum sína hliðina hvor á málefnum okkur til gagns og skemtunar. S. E. Saga íslendinga í Vesturheimi þriðja bindi, er til sölu á skrif- stofu Heimskringlu. Verð: $5.00. Allar pantanir afgreiddar tafar- laust. Notice o£ Dividend No. 37 UNITED GRAIN GR0WERS LIMITED CIoss "A" Shares Notice is heretoy given that the Board of Directors has deolared a dividend at the rate of 5% on the paid-up par value of Class “A” (Pre- ferred) Shares (par value $20 each). This dividend will be paid on or about Ootober lst, 1947, to holders of such shares of record at the close of business on Thursday, July 31st, 1947. By order of the Board, CHAS. C. JACKSON, Secretary —July 22nd, 1947. Winnipeg, Manitoba. &&aecccccGcccGcccccaccccccccaccccccacacccas</&yscciiBcccccccaBccas&Bcccc&y»»scccccsí HEILLA ÓSKIR til þjóðhátíðarvina og allra Islendinga sem búa í hinu fornhelga landnámi að Gimli og víðar í Nýja Islandi. Síðan á landnáms tíð hefir innflutningur íslendinga til Canada og Bandaríkjanna verið viðburðaríkasti og heilladrjúgasti þáttur, í sögu Islands. Á þjóðhátíðardögum vorum eflumst við að styrk og þrótt, sem fer vaxandi þegar árin líða. Megi hið sjálfstæða föðurland vort lengi njóta þess andlega og verklega stuðnings sem Vestur-Islendingar geta veitt því á komandi tíð. Blessunar óskir vorar verði Islandi til velferðar og sigurs. Lengi lifi ísland! Sigurdsson, Thorvaldson Company, Limited—— RIVERTON, ARBORG, HNAUSA, MAN., CANADA

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.