Heimskringla


Heimskringla - 28.07.1948, Qupperneq 3

Heimskringla - 28.07.1948, Qupperneq 3
WINNIPEG, 28. JÚLf 1948 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Jón Pálsson Vatnsdal Hinn 21. febr. s. 1. andaðist að heimili Gríms Magnússonar og konu hans í Geysir, Man., Jón Pálsson Vatnsdal. Hann var fæddur 12. apríl 1863. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson bóndi í Koti á Rangárvöllum og Margrét Eiríksdóttir. Jón ólst upp hjá foreldrum sínum fram að þrítugu, vann að sveitavinnu og sjómennsku, réðist síðan sem vinnumaður til Guðmundar lækn- ís í Laugardælum. — Árið 1895 kvæntist hann Agnesi Magnús- dóttur frá Litla Ármóti í Flóa. Þau hjónin fluttust til Canada 1900; 1902 byrjuðu þau búskap á landi því er hann nefndi Vatsn- dal og er í Geysir byggð. Agnes kona Jóns dó 27. ágúst 1936. Jón sál og Agnes kona hans varð ekki barna auðið, en ólu upp þrjú börn, er heita: Grímur Júl- íus Magnússon, ættaður úr Garði í Gullbringusýslu; Lára, dóttir Þorsteins Bergmanns og konu hans Þórunnar ólafsdóttur, og Sigurður, sonur Sigurðar John- son og Rósu konu hans. Þau Grímur og Lára giftust 1923 og eiga 3 börn. Tóku þau við búi fóstra síns og hjá þeim hefir hann dvalist síðan hann hætti sjálfur búskap. Með Jóni Pálssyni Vatnsdal er fallinn í valinn nýtur og góður drengur, einn hina góðu starfs- manna er allan aldur vinna hið þunga starf að viðhaldi lífsins og velferð þess. Hann vann alla æsk- una heima í foreldra húsum þar sem forfeður hans höfðu í langa hríð búið hver fram af öðrum. Þar lærði hann að vinna og vera trúr yfir því, sem honum var fal- ið-, treysta guði og trúa á forsjór. hans og handleiðslu. Alt þetta; fylgdi honum alla æfi og var! styrkur hans. Á gamals aldri minntist hann oft, (í viðtali viðj kunningja sína, æfintýra æsk- unnar. Mætti ætla að æska hins íslenzka sveitardrengs hafi verið all snauð æfintýrum og minnis- verðum viðburðum, en svo var ekki. Hvert ár sem urfglingurinn lifir þar bætist honum arfur minninganna frá tíma hins liðna. Hver staður á sína sögu er hann lærir margt og eftirminnilegt í lífi hins unga sjómanns. Hann er í hörðum skóla og man lexí- urnar. Alt þetta skildist manni er Jón heitinn sagði frá æsku sinni og yfir frá sögu hans var ætið sólskins blær hinnar glöðu og sigrandi æsku. Hún verður svo fljótt ofþreytt, að hver sigruð þraut verður að gleði í minning- unni. Starfsgleðin einkendi hann og því varð starfið honum bless- un. Yfir æfikveldi hans hvíldi friðsemd og heiðríkja, þar mátti sjá að gæfumaður var að bíða eftir að nóttin tæki við. Eitt var það enn, er létti hon- um stundirnar. Hann elskaði ætt- landið, hafði lifandi áhuga fyrir tilveru þess, las alt sem hann gat um ísland og átti margar góðar bækur, sem á síðari árum birtust og fluttu honum fréttir að heim- an um meiri framfarir .og meiri vellíðan. Þetta var honum mikil gleði. Það er hverjum manni Canadian Pacific Hotel SELKIRK, MAN. ★ ELZTA OG VINSÆLASTA STOFNUN SELKIRK-BÆJAR GÓÐ HERBERGI OG ALLUR AÐBÚNAÐUR MEÐ VÆGU VERÐI Vér óskum íslendingum til fagnaðar og farsældar um öll ókomin ár. W. G. POULTER, eigandi gæaf að eiga helgan reit er hann elskar og annast í sál sinni, slík- ur reitur var honum ættjörðin, hann átti einnig fleiri slíka staði: Hann var góður eiginmaður og heimilisfaðir. Börnunum, sem hann hafði gengið í föðurstað var hann sannur faðir. Hjá þeim dvaldi hann líka í ellinni og naut hjá þeim sömu ástar- og umönn- unar og þau hefðu verið hans börn. Hið síðasta ár æfinnar tók heilsa hans mjög að hnigna og síðustu vikurnar var hann þungt haldinn, leiddi sú veiki hann til dauða hinn 21. febrúar, eins og fyrr segir. Hann var jarðaður frá kirkj- unni í Geysir að viðstöddu vinum og nágrönnum er kvöddu þar góðan samferðamann og prúðan nágranna. Kveðju orðin fluttu séra B. A. Bjarnason og sá er þetta ritar. Friður sé með minningu hans. E. J. Melan Lúterska kirkjan í Selkirk Messur byrja á ný sunnud. 8. ágúst. Ensk messa kl. 11 f.h. fs- lenzk messa kl. 7 e.h. Fólk vin- samlega beðið að veita þessu at- hygli. S. Ólafsson * * * Wedding Invitatlons and announcements Hjúskapar-boðsbréf og tilkynningar, eins vönduð og vel úr garði gerð eins og nokkurstaðar ex hægt að fá, getur fólk fengið prentuð hjá Viking Press Ltd. Það borgar sig að líta þar inn og sjá hvað er á boðstólum. TIL GREIÐARA SAMBANDS. • • Hagið svo til, ef ástæður leyfa, að síma út úr borginni þegar minst er um að vera, sem er kl. 12 á hádegi til kl. 2 e. h. og kl. 4.30 e. h. til kl. 7 e. h. Ef þetta er haft í huga þá fáið þér fljótara samband og hjálpið yðar eigin símakerfi til þess að veita sem full- komnasta þjónustu. (Símagjöld eru lægri eftir kl. 6 e.h. og á sunnudögum) MANITOBA TELEPHONE SYSTEM Alúðar árnaðaróskir til Islendinga í tilefni af þjóðminningardeginum á Gimli Canadian Fisþ Producers LIMITED J. H. PAGE, Managing Director 311 CHAMBERS ST., WINNIPEG Office Phone 86 651 Res. Phone 73 917 SINCERE AND GOOD WISHES TO OUR MANY ICELANDIC FRIENDS AND CUSTOMERS from Oxford Hotel Joseph Stepnuk, J>res. S. M. Hendricks, Manager Heillaóskir til vorra íslenzku vina The Searle Grain Company álítur að allir bændur í Vesturfylkjunum eigi fullan rétt á því að þeim sé borgað hæðsta verð fyrir hveitið og aðrar korntegundir. Vér trúum því þessvegna, að stjórn landsins, í sam- vinnu við hveitisamlagið, eigi NÚ ÞEGAR að borga bændum hæðsta verð heimsmarkaðsins. Searle Grain Company Limited JUST C0N0RATULATI0NS f A G00D lO the Icelandic people COAL ON THEIR YEARLY NATIONAL CELEBRATION • HELD AT GIMLI, MANITOBA • Phone: 42 871 TUrCr'URDYCUPPLY/^iO.Ltd. JLYJI BPILDERS* |J SUPPLIES ^/and COAL • SARGENT & ERIN WINNIPEG, MAN. Phone 37 251 Jubilee Coal Co. Ltd. 1 . Corner CORYDON at OSBORNE STREET

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.