Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 9

Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 9
WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1948 FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Séra Valdimar J. Eylands kominn v Séra Valdimar Eylands kom til Winnipeg s. 1. fimtudag úr ársdvölinni heima á ættjörðinni, en frú Lilja Eylands og dætur' presthjónanna stöldruðu við í New York, en koma heim í þess- ari vkiu. Á frú Lilja þar frænd- fólk, sem hún vildi finna. En séra Valdimar sagði að sér hefði fundist líkt að koma þangað úr rónni og fegurðinni heima og að koma í álfhól og flýtti förinni hingað. í stuttu símtali við séra Valdi- mar, lét hann hic? bezta af dvöl-: inni heima. Það væri að vísu alt breytt heima frá því sem áður, var, en sú breyting væri öll til góðs og landið og þjóðin kæmi manni undantekningarlaust hið ánægjjulegasta fyrir sjónir. — Hann sagðist hafa haft margt ó- segjanlega gott af dvölinni og hún yrði sér ógleymanleg. Hann áleit slík verkaskifti og þarna áttu sér stað geta orðið tii mikils góðs og gagnleg til við- halds kynningar eystra og vestra. Sér hefði og verið það mikil á- nægja að finna, hvað íslending- um heima væri kynning af Vest- ur-íslendingum kærkomin. Þjóðinni heima sagði hann líða ágætlega; það væri að vísu hörg- ull að verða, vegna skort á er- lendum gjaldeyri, á ýmsum vör- um, er á erfiða tíma mintu, en það væri á ýmsan hátt hægt að bæta sér það upp og alvarleg vandræði þyrfti ekki af því að leiða. Með eflingu iðnaðar og framfara, fullnægði landið ávait betur og betur þörfum sínum.i Eitthvað á þessa leið var sam- talið. Hann sagði börnum þeirra, Jóni, Elínu og Lilju hafa farið svo fram í íslenzku máli, að þau töluðu nú íslenzku eins og fará gerði. Voru tvö hin eldri og fyrstnefnd á Laugavatnsskóla s. 1. vetur. Góðhugur og þakklæti lýsti sér greinilega í orðum séra Valdi- mars, er hann mintist þeirra, er hann starfaði fyrir, er ekki hefðu einungis viljað alt fyrir þau hjónin gera, heldur hefðu og leyst þau út með góðum gjöfum. Stjórn íslands sæmdi hann og riddarakrossi. Vestur-íslendingar bjóða séra Valdimar og fjölskyldu hans vel- komna aftur til starfs í víngarði þeirra hér vestra. Rússum bannaður flutningur Það síðasta sem gerst hefir í Berlín-deilunni milli vestlægu þjóðanna og Rússa, er það, að vestlægu þjóðirnar banna nú Rússum allan flutning yfir vest- ur hluta Þýzkalands; en með því er Rússum bægt frá að senda vör- ur eins og áður frá höfnum í Vestur-Þýzkalarrdi til Norður- landa eða til Sviss. Ennfremur er allur vöruflutningur stöðvaður til Rússa eftir þessum leiðum. |Telja vestlægu þjóðirnar ástæð- una fyrir þessu ‘t'ekniska erfið- leika”, eins og Rússar sögðu um vegabann sitt. Þetta gerðist milli , vestlægu þjóðanna í Frankfurt. Á fundi þeirra um þetta, var og samþykt, að reka lögregluforseta Paul Markgraf í Berlín, er Rúss- ar studdu þar til valda. Er hald- ið, að Rússum svíði þetta hvort- tveggja. . Nýfundnaland á báðum áttum Við nýafstaðna atkvæða-greið- slu um það í Nýfundnalandi, hvort landið ætti að ganga Can- ada á hönd, eða halda áfram að vera sjálfstjórnarfylki, eins og það kaus sé, er alt Canada sam- einaðist í eina þjóð, kom á dag- inn að meiri hluti atkvæða var með sameiningu við Canada, en Ottawa-stjórnin er alveg óráðin í hvað gera skuli, vegna þess, að meiri hlutinn var svo lítill, að- eins 5000 atkvæði, að nærri læt- ur að segja helming íbúanna áj móti henni, eða með sjálfstjórn. Og úr því svo er, mun sambands- stjórn Canada hugsa sig tvisvar um, áður en hún veitir beiðnil meiri hlutans. Með samein- ingu greiddu 75,462 atkvæði, en með sjálfstjórn 70,592. Að eiga alt að því helming íbúanna á móti sér, gæti orðið nægilegt til þess, að engu af áformum sam- See CANADA’S NEWEST CAR íh THE LO W PRICE FIELD lílpíédr. AT / J\atíonaí Aiototó ■■ ■.Limited—- - Winnipeg’s Mercury, Lincoln and Meteor Dealer 276 COLONY ST. Prompt Delivery to Country Points on Mercury, Meteor and Ford Parts bandsstjórnar yrði komið í fram- kvæmd til viðreisnar landinu. — Hvað réttast er að Canada geri, er því auðsætt. Berlínarmálið f því hefir lítið gerst er til nokkurrar breytingar megi telja. Vegabanninu hefir ekki verið létt af og Sokolowsky, rússneski herforinginn í Berlín segir það ranglega hafa verið haft eftir sér í fréttum vestlægu þjóðanna, að hann hafi talið nokkur líkindi til^ að fyrst um sinn yrði nokkuri breyting á því. En þrátt fyrir þetta eru Banda- ríkin bjartsýn á að hjá stríði verði stýrt. Clay hershöfðingi þeirra í Berlín, segir Rússa ekki fýsa í stríð og Truman forseti lét ný- lega sömu skoðun í ljósi. En sú bjartsýni virðist einkennileg, þegar á hitt er litið, að Rússar KVEÐJA OG ÞAKKIR Þegar við hjónin ásamt sonum okkar, hverfum héðan eftir rúm- lega ársdvöl, þökkum við ógleym- anlega vinsemd og gestrisni í orði og verki. Starfið í Fyrsta lúterska söfn- uði, hefir verið mjög ánægju- legt, og samvinnan við safnaðar- nefndina, djáknanefndina, söng- stjóra, organista, söngflokka og umsjónarfólk kirkjunnar, gat ekki betri verið. — Safnaðar- fólkið tók fagran þátt í kirkju- lífinu og mikið og göfugt var starf kvenfélaganna. Og ekki gleymist Sunnudagaskólinn, — æskulýðsfélagið og bræðrafélag- ið — the Men’s Club. Guð blessi söfnuðinn, safnaðarstarfið og á- gætan og frjálslyndan sóknar- prest, er hann nú kemur heim eftir göfugt, farsælt og mikið starf heima á fslandi. Víða var ferðast um íslenzkar bygðir, alt vestur á Kyrrahafs- strönd; guðsþjónustur fluttar og erindi um ísland, hag þess og menningu. Alstaðar var okkur tekið með vinsemd, hlýleika og frábærri gestrisni.. Fjöldi fólks, sem ann af hjarta íslandi og öllu, sem íslenzkt er, hefir hlustaðj með hrifningu á góðar fréttir um j framfarir og batnandi hag ís- lenzku þjóðarinnar. — Blómleg- ar bygðir og fögur heimili höfum, við séð, framtak, menningu og manndóm. Alt geymist þetta í ljúfum minningum. — Gott hefir verið samstarfið og lærdómsríkt við prestana innan Kirkjufélags- ins og utan. Allir hafa þeir verið okkur eins og bezfu bræður. Samsæti var okkur hjónum haldið af Fyrsta lúterska söfn- uði, stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins og prestafélagi Kirkju- félagsins. Voru okkur þar færð- ar dýrmætar gjafir, ræður fluttar og kvæði. — Ótal margar ánægju stundir höfum við átt í vinafagn- j aði á heimilum kærra vina í Win- nipeg og víðsvegar í landinu. Fjölmargir hafa gefið okkur fagrar gjafir til minningar um dvöl okkar hér, og munu þær j ævinlega verða okkur undur kær- j ar. — Þetta alt og ótal margt j annað, alla vinsemd auðsýnda j ungum sonum okkar, fyrirbænir og blessunaróskir, þökkum við af hjarta. — Við biðjum guð að blessa ykkur öll og varðveita, í fögru og frjósömu og sólríku j landi. — “Vegir skiljast”. En vináttu- bönd hafa verið tengd. Oft munu hugir okkar hverfa hingað og minnast svo margs með ánægju og þakklæti. Guð blessi þau bönd, er tengja saman íslenzkt fólk hér og heima á íslandi, og gefi að þau megi vaxa og styrkjast. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur bjarta framtíð í vaxandi farsæld lands og þjóðar. Lifið heil! Guðrún Guðmundsdóttir Eiríkur S. Brynjólfsson krefjast enn sömu yfirráða í Ev- rópu og þeir hafa gert. Þó þeir ætli sér hvorki né geti komið þeim fram með stríði, er hug- myndin samt að koma þeim fram — með áróðri sem er það eina skynsamlega fyrir þá. Með hon- um er ekki að taka fyrir, að þei; geti sigrað, því aðrar þjóðir standa þeim þar langt að baki Að Rússar vilji stríð, væri ein hin mesta fásinna að halda fram, því þeir óttast ekkert meira en stríð og vita að öll áform þfeirra eru úr sögunni með því. Þeir stæðust þar ekki snúning við vestlægu þjóðunum. Með því að segja, að þá fýsi ekki í stríð, er því í raun og veru ekkert sagt. Það stendur alt við það sama og áður og er ekki hóti betra. Það er hin nýja landvinninga aðferð þeirra, að þykjast vilja frið, en senda Svika Smerdisa sína inn í hvert land og grafa með lævísi stoðirnar undan stjórnskipulagi þeirra og taka þannighverja smáþjóðina af ann- ari í sínar hendur. Meiri sigur fyrir liberala Kosningum, sem frestað var í tveimur kjördæmum í Saskat- chewan, er nú lokið. Kjördæmin voru Athabaska og Cumberland; unnu liberalar bæði þingsætin. L. M. Marion, óháður liberali var endurkosinn í Athabaska; Axel Olson, C.C.F-sinni og Da- vid Lachasseur, óháður, sóttu báðir á móti honum. Sá er vann í Cumberland, heit- ir Lorne Blanchard, liberal; á móti sóttu Joseph Johnson, C.C. F.-sinni og Joseph Buote. Fullnaðar úrslit- atkvæða- greiðslunnar voru ekki komin fyrir helgina, en frá.svo mörgum kjörstöðum hafði frézt, að kosn- ing liberala þótti vís; þeir höfðu hvor um sig helming allra at- kvæða eða eins mikið og tveir gagnsækjendur þeirra. Eftir kosningarnar í þessum norðurljósa héruðum (það er sagt að norðurljós hafi tafið eða trufl- að sendingu kosningaúrslitanna} hefir þá C.C.F.-stjrónin 31 þing- mann, liberalar 19, óháðir liber- alar 1 og liberal Progressive Con- servative einn. Þingsætin eru 52. Stjórnarþjónar fá kauphækkun Charles E. Greenlay ritari Manitoba-fylkisstjórnar tilkynti nýlega, að stjórnarþjónar fylkis- ms fengju kauphækkun frá 1. júlí. Það fylgir ekki fréttinni, hvað kauphækkunin er mikil á hvern i mann, en hún verður miðuð við kauphækkun tveggja undanfar- inna ára. . Kauphækkunin er sögð vera til bráðabirgða og fara endanlega eftir því, sem athuganir síðar leiða í Ijós. En hún áhrærir 95% stjórnar- þjóna og nemur $600,000 á ári. K Y Æ Ð I Flutt á samkomu MEIRI GÓÐAR FRÉTIR af íslendingadeginum á Gimli, hafa blaðinu borist, en því miður of seint til þess að myndir gætu fylgt þeim. En fréttirnar eru þessar: Rósa Hermannson Vernon Eitt af því, sem mikilsvert má telja til skemtana á íslendinga- deginum á Gimli, er, að frú Rósa H. Vernon, söngkonan góða og vinsæla, syngur þar. Gunnar Sæmundsson flytur frumort kvæði fyrir minni íslands á íslendingadeg- inum 2. ágúst á Gimli. Þennan fagra frelsis dag, frónið lætur skarta, heyrist íslenzkt æða slag, út frá hverju hjarta. Þetta aldna ættar band, sem ekkert getur slitið, tengir menn við móðurland, meðan endist vitið. Álit bindur út um heim, eldinn kyndir braga. Vekur yndi í álfum tveim íslands mynd og saga. Kynsins valda, andans oft, auðlgeð faldar prýði, það mun halda heiðri á loft, hér, þótt aldir líði. H. E. Magnússon -Seattle, Wash., 17. júní Elmer Nordal syngur og á íslendingadegin- um 2. ágúst á Gimli. Til bæjarins komu í gærkvöldi norðan frá Winnipegosis, Man., Mrs. og Mrs. Valdi Grímson og Mr. .og Mrs. Thórður Gunnarson frá Vancouver, B. C., og Mrs. Vala Anthony frá Bandaríkjun- um. Þetta fólk hefir ferðast bíl- leiðis að vestan, og er að heim- sækja skyldfólk og kunningja hér í bæ. * * * Mr. og Mrs. Frank Guðmund- son, 1045 Redwood Ave., Winni- peg, urðu fyrir þeirri sorg, að sonur þeirra, Jimmy, á fyrsta ári, lézt s. 1. sunnudag. Jarðarförin verður í dag frá útfararstofu A. S. Bardal. Séra Valdimar Ey- lands jarðsyngur. Framtíð yðar er umhyggja vor í dag Víðsvegar um Canada og Bandaríkin eru hundruð þúsunda manna, kvenna og barna, . . . einstaklingar . . . fjöl- skyldur ... og hópar ... sem umhyggju njóta hjá Great-West Life. Aukin lífsgleði þeirra, einnig trygging og ánægja í framtíðinni, er fullvissa þeirra, vegna hinna mörgu tegunda lífs- trygginga, slysa, og heilsu og hópa tryggingar-skírteina sem þetta félag hefir á boðstólum. Great-West Life ASSURANCE COMPANY HEAD OFFICE - WINNIPEC

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.