Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1948 Hljetmskringla tStofnuB 188«) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur; THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24 185 VerO blaösins er S3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: Tlie Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rítstiórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: P. S. PÁLSSON ■'Heimskringla" is published by and printed by THE VIKING PRESS LIMITED 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 28. JÚLf 1948 íslendingadagurinn á Gimli Stærsti íslendingadagurinn af öllum þeim sem haldnir eru hér vestra, fer nú í hönd. Vér eigum við þjóðhátíðardag Winnipeg íslendinga, sem annan ágúst n. k., verður haldinn á Gimli, eins og mörg undanfarin ár. Frá fyrirkomulagi öllu á deginum og því er þatr fer fram, hefir ritari íslendingadagsnefndar Davíð Björnsson skýrt mjög vel, svo við það er ekki nauðsynlegt að bæta. Eitt af því stóra og athyglis- verðasta, sem þar fer fram, teljum vér ræðu séra Valdimars Eylands vera, er víst er talið, að þá verði kominn vestur, eftir ársdvöl, sem þjónandi prestur á íslandi. Frá svo langri dvöl heima og með góðri aðstöðu, til að kynnast þjóðlífinu heima, eins og það nú jer, getur han eflaust frá mörgu sagt, sem okkur verður ánægja að hlýða á. Séra Valdimar var fæddur og uppalinn heima og er kunnur háttum og högum öllum og íslenzkri menrtingu frá þeim tímum, einmitt þeim tímum sem fjölda margir af Vestur-íslendingum þektu, en hefir í millitíðinni, verið hér vestra nægilega lengi til þess, að líta á hlutina svipuðum augum og margir hér mundu gera. Ræðu hans munu margir hér bíða með mikilli eftirvæntingu. Góða sókn að degnium þarf aldrei að efa, ef veður ekki hamlar. Útiskemtanir eru ávalt því háðar. En það hefir ekki til þessa orðið til neinnar tálmunar og vonum vér að út af því bregði ekki í þetta sinn. Það undursamlega tækifæri sem á þjóðhátíðardegi þessum hefir ávalt gefist til þess fyrir íslendinga að finnast, er í sjálfu sér mjög mikilvægt. Og þar sem dagurinn er þess utan þjóðhátíð vor, haldin í minningu um fsland og íslenzka þjóð, sem við höfum erft alt það frá, sem okkur er kærast, ætti það eitt að vekja nægilega hvöt hjá okkur til að koma einu sinni á ári saman og eiga sameigin- lega glaðan dag. Það hafa ýmsir merkir menn, þar á meðal dr. Sig. Júl. Jóhannes- son, minst á það við þann er þetta ritar, að óviðkunnanlegt sé, að Winnipeg íslendingar færi ekki þjóðminningardag sinn nær hinum löggilta þjóðhátíðardegi íslands, 17. júní, og að halda að sér hönd- um hér þann dag, sé ekki eins og það eigi að vera. Víst er um það, að þetta mál er þess vert að því sé gaumur gefinn. Nokkrar ís- lenzkar bygðir hafa fært sinn dag nær 17. júní nú þegar. Sérstakan minningardag í Winnipeg sem nokkrir hafa hó«r minst á væri heldur ekki úr vegi að halda. Og einn vorra góðu öldnu íslendinga, Finnbogi Hjálmarsson, atyrti ritstjóra íslenzku blaðanna fyrir, að gera ekki svo mikið sem að draga íslenzka fánan að hún, 17. júní, svo ekki þyrfti að fara niður til Winnipeg Free Press, til að sjá fánann, sem hverjum sönnum fslendingi væri ánægja að þennan dag. Þetta er alt í fylsta máta umhugsunarvert. En að því er við- kemur íslendingadeginum í ár, er ekki um þetta að ræða. Hann hefir nú verið ákveðinn eins og venjulega á Gimli annan ágúst. Og bæði mælir veður hér og helgidagur þessa bæjar (Civic Holiday) auk venjunnar mikið með þessum degi. En um það er tími síðar, en ekki nú, fyrir Winnipeg-fslendinga að ræða. Gimli hátíðin er í anda þjóðminnnigardags heimaþjóðarinnar haldin, alveg eins og hún byrjaði hér vestra 1874 í tilefni af minningarhátíðinni heima það ár um þúsund ára bygð fslands, er Kristian IX heimsótti og færði þjóðinni stjórnaskrána. Minning dagsins hér er í sama skyni nú haldin og heima, eða í minningu fullveldisins, er reist var fyrir fjórum árum. íslendingar! Sækið íslendingadagnin á Gimli 2. ág. n. k., stærstu þjóðminningarhátíð vora vestan hafs. TVÖ AFMÆLISRIT Eftir prófessor Richard Beck 1. í tilefni af sjötugsafmæli dr. phil. Halldórs Hermannssonar prófessors og bókavarðar þ. 6. janúar s. 1., gaf Landsbókasafn fslands út Afmæliskveðju hon- um til heiðurs, myndarlegt rit (fullar 10 arkir að stærð í stóru broti) og vandað að sama skapi. Var það vel gert og drengilega, enda stóð engum nær heldur en safninu að minnast hins mikil- virka fræðimanns, sem unnið hefir stórvirki í íslenzkri bók- fræði og verið um margt braut- ryðjandi á því sviði. Ritið hefst á eftirfarandi á- varpi: ”Dr. phil. Halldóri Her- mannssyni bókverði og prófess- or, sem um nærfellt hálfrar aldar skeið hefir unnið ómetanlegt starf í þágu íslenzkra fræða, fornra og nýrra, og framar öllu íslenzkrar bókfræði, er þessi af- mæliskveðja send sjötugum 1 þakklætis og virðingar skyni”. Er ávarpið undirritað af nærri 150 mönnum, körlum og konum, og eru meðal þeirra margir kunn- ustu fræðimenn þjóðarinnar og aðrir forystumenn hennar, svoj sem vænta mátti. En þó að það séj stór hópur og glæsilegur, þá hefðu vafalaust margir fleiri gjarnan viljað fylla þann flokk, svo vinamargur og virtur er hinn aldurhnigni fræðiþulur og ágæt- ismaður, Eins og ágætlega sæmdi, er afmælisritið einkum bókfræði- legs efnis, en þetta er innihald þess: Björn Sigfússon: “Sálmar Kol- beins Grímssonar undir Jökli”: Guðbrandur Jónsson: “fslenzk bókasöfn fyrir siðabyltinguna á fslandi”; Jakob Benediktsson: “íslenzkar heimildir í Saxo-skýr- ingum Stephaníusar”; — Jón Helgason: “Bókasafn Brynjólfs biskups”; — Sigfús Blöndal: “Frönsk skáldsaga með íslenzk- býzantínsku efni”; — Sigurður Nordal: “Frá meistaraprófi Gríms Thomsens”; Stéfán Ein- arsson: “Safn Nikulásar Otten- sans í John Hopkins Háskólaé bókasafninu í Baltimore”; Stein- grímur J. Þorsteinsson: “Pétur Gautur. Nokkrar mókfræðilegar athuganir”, og Þórhallur Þorgils- son: “Um þýðingar úr ítölskum miðaldaritum”. Ritgerðir þessar eru, eins og gengur, all misjafnar að fræði- gildi, en hafa þó allar nokkurn fróðleik að flytja. Merkum þætti 1 íslenzkri prentlistarsögu kynn- ist lesandinn t. d. í grein Hall- björns Halldórssonar um letra- val í fyrstu íslenzkum prent- smiðjum; mjög fróðlegt er að lesa um bókasafn Brynjólfs bisk- ups í hinni ítarlegu ritgerð Jóns Helgasonar um það efni; og grein Steingríms J. Þorsteins- sonar um þýðingu Einars Bene- diktssonar á Pétri Gaut varpar merkilegu ljósi á vinnubrögð skáldsins, að vikið sé nokkrum % orðum að ítarlegustu ritgerðun- um í bókinni. Verður eigi lengra farið út í þá sálma. En þökk sé Finni Sig- mundssyni landsbókaverði fyrir það að eiga forgöngu að því, að efnt var til þessa afmælisrits ,og öðrum þeim, sem þar eiga hlut að máli. II. Haraldur Björnsson leikari í Reykjavík átti nýlega 30 ára leik- listarafmæli. í tilefni þeirra tímamóta í margþættri og gagn- merkri starfsemi hans í þágu ís lenzkrar leiklistar gáfu nokkrir vinir hans og velunnarar út sér- staklega vandað og fallegt af mælisrit, Haraldur Björnsson — 1915 — 1945, sem virðingar- og þakklætisvott fyrir þann mikla skerf, sem hann hefir lagt ti! menningarlífs þjóðarinnar. í á- varpi því, sem fylgir ritinu úr hlaði, er ennfremur farið þessum réttmætu viðurkenningarorðum um Harald Björnsson og starf hans: “Hann á að baki mikið og merkilegt brautryðjanda starf á ýmsum sviðum leikhúsmenning- ar á íslandi og hefur gengt þar forystu um langt skeið. Haraldur er einn af fyrstu leikhúsmennt- uðu mönnum hér á landi. Hann hefur alla tíð unnið ótrauður fyr- ir leiklist þessa lands og beitt kröftum sínum og þekkingu til þess að lyfta henni á það stig, sem henni ber”. Undir ávarpið rita ýmsir af þjóðkunnum listamönnum, rit- höfundum og leikurum þjóðar- ínnar ásamt öðrum forvígismönr.- um í menningarmálum. Margir aðrir myndu einnig heilum huga taka í sama streng og votta hin- um áhugasama og athafnasama leiklistarfrömuði, er ótrauður hefir barist fyrir áhugamálum sínum, hvernig, sem í seglin blés, þökk sína og virðingu. í afmælisritið skrifa þessir menn, sem allir eru gagnkunnug- ir ferli Haraldar Björnssonar og starfi: Sigurður E. Hlíðar: “Harald- ur Björnsson á Akureyri”; Gunn- ar M. Magnúss: “Leiknám er- lendis” og “Sögulega sýningin 1930”; Sigurður Grímsson: Braut ryðjandinn”; Freymóður Jóh- annsson: “Leikferðir”; Sturla Sigurðsson: “Útvarpsþjónusta”; Bjarni Bjarnason: “Óperetturn- ar”; Gísli Ásmundsson: “Leik- húsmál” og Lárus Pálsson: “Sam- vinnan við Harald Björnsson”. Hér er því um að ræða þátta- marga lýsingu á merkisstarfi Haraldar Björnssonar í þarfir ís- lenzkrar leiklistar og íslenzkrar menningar í heild sinni, því eng- inn mun verða til að neita því, hve mikilsvægur þáttur leik- menntin er í menningarlífi þjóð- arinnar. Skrá Lárusar Sigur- björnssonar yfir leikhlutverk Haralds Björnssonar. sem orðin voru 70 talsins fram til ársins 1945, og mörg bæði umfangs- og vandamikil, gefa einnig góða hugmynd um afrek hans á leik- sviðinu. Verður það lesandanum einnig drjúgum ljósara af hinum mörgu og ágætu heilsíðumyndum af honum í ýmsum hlutverkum, sem ritið prýða; en þær eru flest- ar teknar af Lofti Guðmundssyni ljósmyndara, en aðrar eftir Jón Kaldal, Vigni og Óskar Gísla- son. Gunnar M. Magnúss rithöf- undur hefir annast ritsjórn rits- ins, sem er honum og öllum öðr- um hlutadeigendum til sóma. Við lestur þessa afmælisrits glað-vöknuðu í huga mínum minningarnar um þær stundir er eg hefi séð Harald Björnsson á leiksviði. Minnist eg hans þá fyrst sem hins skörulega Úlfljóts í sögulegu sýningunni á Þing- völlum á Alþingishátíðinni 1930, en hann stjórnaði þeirri eftir- minnilegu sýningu með miklum ágætúm. Þá verður hann mér ekki síður minnisstæður sem Arnes í hinni áhrifamiklu hátíð- arsýningu það sumar af “Fjalla- Eyvindi”, en Haraldur var leik- stjóri hennar. Síðast en ekki síst i sé eg hann í anda í hlutverki Balke þingmanns í leikriti Björnstjerne Björnssons — “Paul Lange og Tora Parsberg” lýðveldishátíðarsumarið 1944, í prýðilegri meðferð Leikfélags Reykjavíkur undir stjórn norsku leikkonunnar frú Gerd Greig. Fyrir þær ánægjustundir, sem Haraldur Björnsson hefir veitt mér á leiksviðinu, þó færri væru en eg hefði kosið, vil eg þakka honum um leið og eg óska honum sem lengstrar starfsemi í þágu íslenzkrar leiklistar og nýrra sigra. . NÆSTA BLAÐ 11. ÁGÚST Vegna aðkallandi helgidaga verkamanna, kemur ekkert blað út af Heimskringlu næstu viku, eða 4. ágúst. Starfsmenn hennar verða að hafa sína hvíldardaga sem aðrir. — Þetta tölublað er helmingi stærra en vanalega og er svo ætlast til að það bæti nokk- uð úr skák. Á skrifstofu blaðsins verður tekið á móti bréfum og þeim svarað, þennan tíma, svo um- boðsmenn og aðrir þurfa ekki að láta neitt verk niður falla í því efni. Skrifstofan verður opin og eru allir, sem erindi eiga við blaðið í bænum beðnir að minn- ast þess. ÚTI Á FLUGVELLI Á Stevenson flugvellinum var hópur af fslendingum saman kominn á fimtudags morguninn, 22. júlí. Ekki voru þeir þangað komnir til þess, að njóta skemt- unarinnar, sem af því er að vera þar og horfa á flugförin koma og fara. Slíkt er í raun og veru eitt af því ánægjulegasta að sjá hvernig einn merkilegasti draum- ur mannkynsins, draumurinn um að svífa um loftin blá, hefir ræst. Þar er um einn mesta sigur í allri framfarasögu mannanna og und- ursamlegasta og töfarfylsta að ræða. En íslendingarnir voru nú ekki þarna eins mikið vegna þessa, eins og hins, að þá stundina var þar séra Eiríkur Brynjólfsson og frú hans stödd og voru að leggja upp í ferðina til fslands. Eins og kunnugt er, hefir séra Eiríkur verið hér eitt ár vestra og þjónað Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg í fjarveru séra Valdimars Eylands, er á ís- landi hefir verið, en er nú aftur að koma vestur. Hefir séra Ei ríkur átt mikíum vinsældum hér að fagna. Hann hefir tekið mik- inn þátt í íslenzku félagslífi og á þann hátt, að mörgum verður ógleymanlegt. Hann er ekki ein- ungis góður ræðumaður, heldur jafnframt svo skemtilegur, að fá- ir munu honum þar fremri. Hann hefir með sinni stuttu dvöl hér vestra, verið þjóðræknisstarfi Vestur-fslendinga til ómetanlegs heilla. Á flugstöðinni voru vinir hans. að kveðja hann, þögulir en fullir góðhugs. Það leyndi sér ekki, að séra Eiríkur hafði: komið, séð og sigrað. Frá New York var gert ráð fyrir að fljúga til íslands 24. júlí, svo skeð getur að næsta fréttin af séra Eiríki verði sú, að hann hafi messað á Útskálum sunnudaginn 25. júlí (þrem dög- um síðar). Þó Vestur-íslendingum finnist dvöl hans hér hafa verið stutt, munu þeir um séra Eirík hafa hugsað að skilnaði eins og St. G. St. sagði um vin sinn einn: “. . . skjaldan til vor skjótast mun . . . skemtilegri drengur.” 17. JÚNÍ Frh. frá 1. bls. til sigurs. íslendingar sýndu það vel í lýðveldiskosningunum 1944 að þeir geta staðið saman, en það er ekki nóg að gera það öðru hvoru, eða einu sinni á ári. Það samstarf þarf alltaf að haldast og á því mun framtíð þjóðarinnar byggjast. í dag eigum við íslendingar að líta yfir farinn veg. Við eigum að reyna að læra af henni. Við eig- um að tileinka okkur það sem við teljum gott og eftirbreytnis- vert, en forðast það, sem skaða hefur valdið. Skyggnast í kring- um okkur og athuga á hvern hátt við getum best fært okkur reynsluna í nyt. Tímar þeir er við lifum á eru óvissir, enginn veit hvað.framtíð- in ber í skauti sínu. íslendingar verða fyrst og fremst að treysta sjálfum sér og eftir því sem þjóð- irnar eru smærri, hvílir þyngri skylda á hverjum og einum. í dag ber að þakka þeim er fyrr og síðar hafa lagt krafta sína fram þjóðinni til gagns og minn- ast sérstaklega þeirra, er fremst- ir stóðu í sjálfstæðisbaráttunni og af óeigingirni fórnuðu sér til þess að komandi kynslóðir mættu njóta frelsis. Eg held að þjóðin heiðri best minningu þessara manna með að vinna nú í sama anda og þeir unnu. G. H. —Mbl. 17. júní. ESTABLISHED 1897 — INCORPORATED 1912 Sveinn Thorvaldson, M.B.E., President L. A. Sigurdsson, M.D., Sec.-Treas. Sigurdsson Thorvaldson Co. Ltd. GENERAL MERCHANTS HEAD OFFICE — RIVERTON, MANITOBA Branches: Arborg and Hnausa BUILDERS SUPPLIES Lumber Yards: Riverton and Arborg WHOLESALE MERCHANTS Cigars, Cigarettes, Tobacco and Confectionery AGENTS IMPERIAL OIL PRODUCTS WE WRITE FIRE & AUTO INSURANCE Consult Our Managers Regarding Your Buying Problems COMPLETE RETAIL SERVICE * Phones: Riverton Exchange 1 - Arborg 1 - Hnausa 51-14 SosðSðseoeeesoeQosoo60oeeei909se6Cððð90ðoosðsoðsð99K9sesoQOðOGosco9Q90soððð09ððí>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.