Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 10

Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 10
ÍO.SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1948 Innilegar Hátíðaróskir til íslendinga í tilefni af Islendingadeginum NATIONAL GRAIN CO. LIMITED WINNIPEG CANADA MÍNNINGARORÐ Hinn 18. maí s. 1., andaðist að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar, Mr. og Mrs. S. D. Oddleif- son, Arborg, Jónína Ingibjörg Jónasson. Hún var fædd 18. júní 1865 að Veigastöðum, Eyjafirði. Foreldr- ar hennar voru hjónin Sigfús Ólafsson frá Hvammakoti í Möðruvallasókn í Eyjafirði og Elin Jónsdóttir, ættuð úr Mý- vatnssveit. Jónína fluttist með foreldrum sínum til þessarar álfu árið 1876 og settust þau að á Gimli; þrem árum síðar fluttust þau til Hall- son N. Dak. Alsystkini Jónínu voru þrjú: bróðir, sem dó á unga aldri og tvær systur, Guðlaug Lifman, sem er dáin fyrir fimm árum síð- an og Ólöf Stephanson, er á heima í Climax, Sask. Sigfús, faðir Jóniínu, var tví giftur og hálfsystkini hennar voru fjögur: Ólafur Kristinn, sem dó 13 ára að aldri, og þjár systur, Sigríður Elin Brown, í Hensel, N. Dak.; Halla Sigríður Martin, Park Lake, N. D. Hún er dáin fyrir mörgum árum síðan, og Jóna Ingiríður Grace Echredt Rock Lake, N. Dak. Jónína giftist Einari Jónas syni, lækni, 24. okt., 1884. Þau bjuggu fyrstu fjögur árin í N. Dak, en fluttust þá vestur til A1 berta fylkisins og námu þar land M ANITOBA AUKIN FRAMLEIÐSLA EYKUR VELMEGUN Auknar framfarir um allmörg undanfarandi ár í mismunandi iðnaði bera ótvírætt í skauti sínu vel- megun og betri tryggingu til allra sem heima eiga í Manitoba. Framfarir í fjöldamörgum greinum, svo sem námugreftri, grávarningi, skógarhöggi, fiski- tekju og ferðalögum, hafa aukist stórkostlega og eru nú afar þýðingarmiklar fyrir velferð fylkis- búa. Þar að auki hefir aukin iðnaðar framleiðsla í smáum og stórum stíl aukið velmegun og sjálf- stæði þeirra sem tekið hafa sér bólfestu í Mani- toba. Manitoba hefir að bjóða allskonar vegi til arðvænlegra fyrirtækja jónína Ingibjörg Jónasson Þaðan fluttust þau til British Columbia og áttu þar heima tii ársins 1899 er þau fluttust til Gimli, þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Einar dó 25. ágúst 1931, að honum látnum bjó Jónína á- fram á Gimli, þangað til hún fluttist til Ólafar dóttur sinnar og sigurðar manns hennar, og hjá þeim dvaldi hún fimm síðustu ár æfinnar. Börn Jónínu og Einars voru þessi: Guðný Elin, dó í febrúar 1947, gift Stanley Dean Reid, St. Vital; Einar, dáinn fyrir þrettán árum síðan, kvæntur Önnu Margrétu Tergesen frá Gimli; Ólöf Anna, gift Sigurði O. Odd- leifson, Arborg; Ásta, gift Lionel Bate, Winipeg; Jónas, dáinn 1947, var giftur Kristínu Bur- roughs, Gimli; Baldur Norman, dáinn 1947, kvæntur Olgu Edith Olson, Gimli; Florence, gift Peter Herbert, Edmonton Altá.; Edwin Ágúst, kvæntur Jóhönnu Kristjánson, Gimli; Jóhannes Kristinn, sem á heima á Gimli. Barna börn eru 17. Barna barna- börn eru 16. Jónína sál. Jónasson var hin merkilegasta kona, sem vann köllunarstarf sitt með röggsemd og trúmennsku. Þetta starf var oft alt annað en létt. Æfi frum- byggjandans er oftast nær örðug og sú hefir hlotið að vera hennar reynsla, en hreysti hennar og glaðlyndi báru hana yfir örðug- leikana og fylgdu henni fram á elli árin, þar sem margar og sárar skilnaðarstundir urðu hlutskifti hennar. Hún var einnig gæfu kona. Einar maður hennar, var hinn mesti ágætismaður, sem með mannúð sinni og læknisstarfi vann ómetanlegt starf í mannfé- lagi sínu. Þau áttu mörg og mann vænleg börn, og ásamt þeim gátu sér góðan orðstír í nágrenni sínu og bæjarfélagi. Einar yngri var um langt skeið ritari Gimli sveit- arinnar, bæjarstjóri Gimli bæjar, Til lukku með íslendingadaginn! Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír. Asgeirson's Hardware Paint & Wall Papers 698 SARGENT AVE. SIMI 34 322 Ef þér hafið ekki reynt Harman’s eigin ísrjóma þá er nú tækifærið til þess ★ ÞÉR HAFIÐ ALDREI NEYTT FÍNNI EFTIRMATAR NEINSSTAÐAR ★ selt aðeins hjá Harman's Drug Store Sargent Pharmacy Sherbrook and Portage Sími 34 561 Sargent and Toronto Sími 23 455 ^oeoseeossðsoesoðoosoðsosoeeeðosoðsosoKSosooseoeðoeossosðOQsesoeossðOððsosoGCð o 0 ................................................ DEPiiRTJIEIT oí MINES and iATERilL RESOLRCES WINNIPEG, MANITOBA HON. J. S. McDIARMID, Minister D. M. STEPHENS, Deputy Minister i GOODWILL Here at the Bay, we consider the GOODWILL of our customers our most valued possession . . . priceless beyond compare. We have been in business a long, long time and have learned from experience that fair dealing and courteous service pay rich dividends in GOODWILL. We aim to keep your valued GOODWILL and confidence by rigid adherence to our guiding principle . . . BAY CUSTOMERS MUST BE SATISFIED — ALWAYS Every purchase must measure up to your expectations of reliable quality, accepted fashion and fair prices . . . or your money will be cheerfully refunded without fuss or bother. Could anything be fairer? TKe Pap is pleased to extend greetings to tKe Icelandic Community in Manitoba . . . , . ceíebrating tbe Annual Icelandic Festival at Gimli, Manitoba. (Eonqumg. INCORPORATED 2?? MAY 1670. = = 3 #*«iiic]tiii!ii!iiiini(iiiiiiiii!niiiiiiiiiiii[]iiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiiitiuiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiic3iiiiiiiiiiiic]iiiiiiiiiiiit3iiiiiiiiiiiiuniiiitiiiiic3iimiiiiiiiniiiiiiiiiiiic*>

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.