Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.07.1948, Blaðsíða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 28. JÚLÍ 1948 = = $]iiiiiiiiiiii[iMimiiiii[iiiiimiiiiinmiiiimiiniumiNiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiitiiiHa<iiiiiiiiiioiiinniiiiDimiiiN!iic]iiiiiiimiiE]iiiiMiinoiiJioiimiiiiifniiiiiimiii[]iiiiiiMiiiuiiiiiiiiiiiiniii»:« PLANNED LIGHTING | for Beauty j and Comfort and Utility Building a new house? A new building? A new factory? Maybe just renovating? Be sure to plan your lighting to beautify and to provide the utmost in comfort and usefulness. We shall be glad to help you with your plans before they are | completed and give you the very latest information on the type of equipment, service and wiring available. Many beautiful effects in lighting may be achieved with indirect lighting as well as lamps of every description. Our Sales Engineers and Lighting Specialists will be pleased to assist you. Phone them at 904 311 or 904 312 for prompt service. Be sure to give your “lighting blueprint” plenty of consideration. Remember, better light means better sight. AS A RESULT OF OUR PROGRESSIVE POWER DEVELOP- MENT POLICY WE HAVE THE NECESSARY SUPPLIES OF HYDRO - ELECTRICITY AND POWER TO SUPPLY THOSE WHO NEED SERVICE IN GREATER WINNIPEG. = i Be sure, too, that you have plenty of electrical outlets every- where—to take care of all modern electric appliances, machines and lighting without overloading. I I I WINNIPEG ELECTRIC COMPANY I ■“■^m—mmm-——— = ^'uiii!unuiiaiuniiiiHiniinniiiiiiuiiiHiiiiiiinmmiiiiiiainiHiiinimHiiiuK»uiuimunmiimuunmimmHQuiiiimiiir]HmiuiHiuiumuHiiuiiiiiiuimDUHiiKiiiic}nnimiHOHiiniuur^ RUTH Þýtt hefir G. E. Eyford En sjáum til hann hefir skrifað sjálfur — guði sé'lof, hann er þá ekki veikur. Hvað getur það þá verið? Skyldi hann vera peningalaus? Ha, ha, það hefir þá eitthvað óvænt komið fyrir, ef Friss er í peningaþröng. Var hann ekki orð- inn einn ríkasti plantekru eigandi á Java? Hum! og það stóð svart á hvítu að hans te þyldi samkepni við hið besta kínverska te, að næsti skipsfarmur af kaffi sem hann sendi til Ameríku væri ágætur, og svo framvegis---------. Kapteinninn dró nú léttara andann, hann tók afar stóran gulan silkiklút upp úr vasa sínum og þurkaði svitann af enni sér. Svo settist hann á bekkinn til að lesa alt bréfið í rólegheitum. Ljúflyndislegt bros lék á vörum hans, og af og til gaf hann frá sér hljóð sem gaf til kynna undrun hans yfir höfundi bréfsins. “Hvaðan hefir drengurinn þetta? Ekki frá mér, það veit guð.” Þegar hann var nærri því búinn að lesa bréf- ið, stansaði hann, rétti sig upp og horfði fram fyrir sig og rak upp skelli hlátur. “Hæ! Hvað er um að vera? Það er eins og liggi vel á þér Henrik,” var sagt í dyrunum, og kapteinninn sneri sér að þeim sem inn kom. “Nú, nú, inn með þig! Þú kemur eins og þú værir kallaður.” Inn í stofuna kom lítill og feitlaginn herra, í fínum alsvörtum búningi. Er hann gekk með- fram hinu langa borði, vingsaði hann dálítið sínum stuttu handleggjum, og hneigði sig hvað eftir annað. “Jæja þá!” sagði hann og tók sér sæti við borðið á móti kapteininum. “Góðan daginn, gamli vinur. Hvað eg vildi segja; það er verra veður út í eldhúsinu en hérna inni.” “Eg veit það,” sagði kapteinninn. “Vesal- ings stúlkan grætur augun út úr höfðinu á sér, af því kærastinn hennar eltir svartar stelpur, þar suður í Afríku.” “Er sagt frá því í bréfinu, sem þú varst að lesa?” “Nei, en það segir sig sjálft. Eg þekki það." Gesturinn rétti hendina yfir borðið og sagði: “Eg óska líka til lukku.” “Hvað á þetta að þýða?” spurði kapteinninn hissa. “Eg hélt það væri afmælisdagurinn þinn, fyrst Friss skrifar.” “Hverslags óforskömmugheit! Eins og þú vissir ekki að það eru þrjár vikur síðan eg var sextíu og átta ára.” “Nú taktu það ekki svona illa upp.” “Eg hefði þá nóg að gera, ef eg ætti að taka allan vitleysis þvættinginn sem þú ferð með, illa upp.” Annar hló, en annan hafði enginn nokkurn- tíma séð hlægja, það var gesturinn, hann hét Henrick Jansen, og var gjaldkeri í stórri búð. hann var hin fullkomnasta mynd hins seyrnasta sviðings. Hann tamdi sér að hafa á^ reiðum höndum, hnyttiyrði, sem þó enginn tók mikið mark á, því þau voru ekki hans, en aðfengin. —■ Hann var ekki nákunnugur mörgum, og Kap- teinn Jakob Bordwick var hans eini dús-bróðir. “Hvað er honum þá í huga, þegar hann skrif- ar oftar en hann er vanur?” spurði hann og kveikti sér í sígar. “Láttu mig heyra það!” “Viltu ekki fá þér fyrst dálitla hressingu?" “Kl. 8 að morgninum, eg held þú sért ekki með sjálfum þér?” “Það gerir ekkert til,” sagði gamli maður- inn og hló, og hélt upp bréfinu. “Þegar þú heyr- ir bréfið býst eg við að þú Spyrjir hvort nokkur hafi mist vitið. Hvers heldurðu að strákurinn krefjist af mér?” Mr. Jensen, svaraði engu, en sagði bara, “hum, hum”. “Þú gefst strax upp, og eg held líka það sé það besta sem þú getur gert. Ha ha. Eg gat ekki trúað mínum eigin augum. Það byrjar eins mein- leysislega eins og mögulegt er. Fyrstu tvær blað- síðurnar bara um uppskeruhorfurnar, te og kaffi svo fáein orð um tígrisdýr sem hann skaut — hræðilega grimt og blóðþyst, það var á einum mánuði búið að drepa tíu manneskjur — svo talar hann um hina nýju te-þurkunar vél og hversu mikið gagn hún geri, og svo að síðustu, sem maður síst bjóst við og---. Bíddu bara við. eg skal lesa það fyrir þig —”. “Eins og þú sérð faðir minn, þá hef eg enga ástæðu til að kvarta yfir að lukkan hafi ekki leikið við mig —. Mér hefur kannske hlotnast of mikið af því góða, svo eg er stundum að hugsa um, að það hefði kanske verið betra fyrir rnig að þurfa að leggja meir á mig, eins og þú varðst

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.