Alþýðublaðið - 08.06.1960, Síða 1
KJARVAL ..SLÆR
i' GEGN" í QSLQ
MÁLVERKASÝNING Kjarv-
als í Kunstnerens Hus í Oslo,
hefur vakið mikla athygli og
hrifningu. Á sýningunni eru 58
myndir, en aðeins tvær þeirra
voru til sölu, og eru það hraun-
myndir úr Bessastaðahrauni. —
Myndirnar seldust strax. Listia-
safn Norska ríkisins keypti aðra
en hina keypti kunnur auðkýf-
ingur og listaverkasafnari. —
Önnur myndin fór á 4000 þús.
norskar krónur, en hin á 5000
kr. norskar.
Sýningin vor opnuð 2. júní
s. 1. að viðstöddu miklu fjöl-
menni, iþar á meðal margir kunn
ustu málarar Noregs. Sýningin
er sett upp í aðalsal hússins, og
er þar á um 75 m. veggplássi.
Á sýningunni eru nær eingöngu
listaverk, se-m Kjarval á sjálf-
ur, gamlar myndir, portrettar,
fantasíur og nokkrar nýjar
limdslagsmyndir.
Eftir opnun sýningarinnar
sat Kjarval boð hjá íslenzka
sendiherranum í Oslo, Haraldi
Guðmundssyni, en ihann er
verndari sýningarinnar. Einnig
héldu listamenn í Oslo Kjarvali
glæsilega veizlu, og voru hon-
um íluttar margar snjallar ræð
ur. Listamaðurinn sjálfur þak'k-
aði, og einnig sendiherrann, —
Haraldur Guðmundsson fyrir
íslands -hönd.
Það var fyrir áeggjan norska
sendiherrans hér, Bjarne Börde
og menntamálaráðherra, Gylfa
Þ. Gíslasonar, að Kjarval þáði
boðið um að halda sýninguna,
og einiiig að koma þangað sjálf-
ur.
-ySj- ÞAR kom að því! Það er
kominn lögregluvörður á Arn-
arhól. Verkefni; 'að fjarlægja
fullu kallana, sem spillt hafa
friðnum á hólnum, Myndin af
verði laganna var tekin í gær-
dag. Yfir hann gnæfir fyrsti
Reykvíkingurinn.
Blessuð
ÞAÐ ERU nærri tvö hundruð nemendur í skólagörðum
Reykjavíkur í ár — og enn geta nokkrir komizt að. Skól-
inn byrjaði 2. þ.m., Jón Pálsson (tómtsundaþátturinn m.m.)
er verkstjóri og til aðstoðar honum fimm stúlkur. Skólinn
starfar í Aldamótagörðunum og aldur ungra garðyrkju-
fólksins er 10-13 ár. Hér er spáný Alþýðublaðsmynd af
nokkrum stykkjum.
Fre-gn til Alþýðublaðsins.
Siglufirði í gær.
MIKILL undirbúningur
undir síldarvertíðina er
nú hafinn hér. Er unnið
að viðgerðum á síldar-
plönunum og í síldar-
verksmiðjunum. Líf og
fjör er að færast yfir bæ-
inn eins og alltaf þegar
síldarvertíð fer í hönd.
Ekki þora menn að spá neinu
um afla í sumar. Mörg aflaleys-
issumur hafa gert menn var-
kára í þeim sökum. En þó eru
menn hinir vonbeztu.
FYRSTU BÁTARNIR
NORÐUR UM HELGI.
Talið er að fyrstu bátarnir
komi norður um næstu helgi.
Margir koma sjálfsagt um miðj-
an mánuðinn og um 20. júní má
búast við, að flestir bátanna
verði komnir á miðin. J.M.
Alþýðublaðið fékk þær upp-
lýsingar á skrifstofu Baldurs
Gunnarssonar útgerðarmanns í
Reykjavík í gær, að Guðmund-
ur Þórðarson mundu líklega
halda norður um næstu helgi.