Alþýðublaðið - 08.06.1960, Page 2
í''
9
í
\ .'I
1
ðrtgefandi: Alþýðuflokkurinn. —
Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúa*.
ritstjómar: Sigvaldi HJáimarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14900—14902 — 14 903. Auglýsingasími:
£4906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis-
Cata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint.
Njósnir á íslandi
Nikita Krústsjov, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, sagði í ræðu í vikunni sem leið, að Rúss-
ar njósnuðu ekki og afneituðu slíkum starfsaðferð-
um með öllu. Hann kvað Rússa vera þjóð með
siðferðiskennd á háu og göfugu stigi, og mundi
það siðferðisstig verða ríkjandi um allan heim,
Jpegar kommúnisminn hefði sigrað.
Vonandi hefur áhöfninn á togaranum P-*
9013, sem um sama leyti var staddur undan Jökli,
ekki verið svo önnum kafin við að mæla styrkleik
og tíðni loranstöðvarinnar á Gufuskálum, að henni
hafi ekki gefizt tími til að hlusta á þennan boð-
skap foringja síns.
Það verður erfitt að sannfæra fiskimanna-
jþjóð um að fogarinn P-9013 hafi ekki verið að
tijósna um radarstöðina á Straumnesfjalli og lor-
ansíöðina á Gufuskálum. Það getur ekki verið til-
viljun, að sömu dagana sáust rússneskir togarar
áti fyrir St. Kilda í Suðureyjum. Þeir höfðu svo
jaiikið við, að toga, (þar sem engin fiskimið voru),
og héldu sig utan landhelgi.
‘ ísland er opið land, þar sem allir geta farið
xerða sinna eftir vild, svo að njósnir virðast hér
óþarfar. En meirihlutinn af „njósnum“ nútímans
eru öflun upplýsinga um stjórnmál og einstakl-
inga, landvarnir, samgöngur, framleiðslu og fleira.
Það væri bamalegt að halda, að hér sé ekki æði-
margt, sem íslendingum sjálfum kann að virðast
títils virði, sem stórveldin vilja fá upplýsingar um.
Það væri einnig barnalegt að halda, að hér hafi
ekki verið stundaðar beinar og óbeinar „njósn-
ír“ í svo stórum stíl, sem erlend ríki telja nauð-
/jynlegt og með þeirri tækni, sem þau telja þurfa..
Njósnir rússneska togarans sýna íslendingum,
hversu ófullkomin strandgæzla okkar er, þrátt fyr-
tr góð störf þeirra, sem þar eru, og verulega aukn-
ingu gæzlunnar síðustu ár. Við höfum haft mikið
fyrir útfærzlu landhelginnar, og nú varðar þjóð-
arsóma, að hennar sé gætt á viðunandi hátt. Er
íhugandi, hvort ekki ætti að bæta við 4—5 gæzlu-
ílugvélum, en vitað er, að landhelgisgæzlan hefur
undirbúið smíði nýs gæzluskips.
Það er svo mál fyrir varnarliðið að íhuga hina
hernaðarlegu hlið þessa máls. Vafalaust hefði þessi
rússneski togari getað sprengt í loft upp báðar
.stöðvarnar, sem hann yar að snuðra um, ef slíkar
aðgerðir hefðu verið á dagskrá.
H
annes
h o r n i n u
ýjf Leiklist Agnars Þórð-
arsonar.
'jij’ Stungið a kílum.
ýý Tímahær boðskapur.
Innflutningsskrif-
stofan — In Memori-
an.
MIG furðar dálítið á |iví, hve
lítið hefur verið skrifað um út-
varpsleikrit Agnars Þórðarson-
ar: Ekið fyrir stapann. — Gildi
leikritsins Iiggur fyrst og fremst
í því að það hittir í mark, ein-
mitt nú. Það tekur til meðferðar
ríkan þátt í Iífi og lifnaði manna
i Reykavík og bregður upp mynd
um af fjölskyldu- og viðskipta-
Iífi, sem sannarlega er algengara
hér en maður skyldi ætla.
LEIKRITIÐ var vel gert og
frammistaða leikaranna, og þá
fyrst og fremst Ævars Kvaran,
var með miklum ágætum. Ueik-
ritið var þrungið ádeilu alveg
eins og útvarpsleikrit Agnars í
fyrra: Viíxlar með afföllum, —
Hann ræðst á snobbismann, tildr
ið, býjífið og lausungina. Og
hann ekki aðeins beinir vopnum
sínum að þessum megingöllum
í nútíma lífi okkar íslendinga
heldur leiðir hann hlustandann
á leiðarenda og sýnir hvert þetta
leiðir okkur ef áfram heldur
eins og verið hefur.
ÉG VEIT, að víðast hvar í
öðrum löndum hefði leikrit þetta
vakið miklar umræður, en hér
þegja menn þunnu hljóði. Er það
vegna þess að gagnrýnendur
; taka starf sitt ekki alvarlega, eða
1 er það vegna þess, að þeir og aðr
ir, sem skrifa í blöð séu andvíg-
ir sjónarviðum skáldsins? —
Ég vil þakka Agnar Þórðarsyni
fyrir þessi ágætu leikrit. Þau
hafa haft mikinn boðslcap að
flytja. Hann hefur ekki hlífst
við að fletta ofan af spillingunni,
en um leið hefur hann beint hug
okkar inn á betra og farsælla fíf-
erni.
INNFLUTNINGSSKRIFSTOF-
AN hefur verið lögð niður. Það
er ekki hægt að láta þann merk-
isatburð fara svo fram hjá sér,
að ekki sé minnst á hann. Nú
hætta kaupsýslumenn og ferða-
menn að standa í biðröðum á
Skólavörðustíg 12, að sitja fyrir
nefndarmönnum alls staðar þar
sem líkur eru til að hægt sé
að klófesta þá. Nú er allt þetta
niður í Útvegsbanka og Lands-
banka.
ÞAÐ verður allt frjálsara. Það
ferðamanni gjaldeyri fyrir allt
að sjö þúsund króna. Það getur
vel verið að ýmsum dugi það
ekki. En margir, ég held flestir
-— hafa ekki fengíð svo mikinn
gjaldeyri á undanförnum árum
og sú staðreynd hefur opnað
möguleika fyrir okri á gjaldeyri
á svörtum markaði. Mér er sagt
— að svartur markaður með
gjaldeyri sé úr sögunni. Hann
fellur því í sömu gröfina og
svindlið með uppbæturnar. Far
vel, Frans!
EN í SAMBANDI við allar
þessar breytingar vil ég segja
þetta: Að mínu áliti er hér að
eins um tilraun að ræða til þess
að koma einhverju skikki á fjár-
mál okkar og efnahagsmál yfir-
leitt. En reynslan sjálf á eftir að
sanna það hvort tilraunin tekst
eða ekki. Það er víst, að stefnt
er í rétta átt, en hvort friður
fæst til þess að láta skipulagið
þróast á eðlilegan hátt, er allt
annað mál..
ÞESSU ræður þjóðin sjálf, —
allur almenningur. Og ef hann
bregður fæti fyrir tilraunina get
KAUPUM
hreinar ullar-
ur hann engan um sakað nemat
sjálfan sig. En hann hefur verið
misvirtur á umliðnum árum. —-
Heldur hann því áfram? Hefui)
hann ekkert vitkast?
Hannes á horninu.
Everest
BALÐURSGOTU 30.
Framhald nf 16. síðu. ]
lögu við norðurhryggxnn
sjálfan og ætlað að gangá
eftir honum til tindsins. ÞaíS
hefur verið talið erfiðara og
næðingssamara en fara inn-
anvert við kámbinn framatt
í hlíðinni. Þá leið völdu þeil
Norton og Somerwell nokkr-
um dögum áður og einnig
Smythe og Shipton oó fl. I
seinni leiðöngrum á norður-
hlíðinni.
Því verður að bæta við,
að í leiðangrinum 1933
fannst hakastafur í bergflá-
anum um 20 metrum neðatt
við kambinn og um 50 m,
austan við Fyrsta stallinn,
Sá stafur hlaut að tilheyra
Mallory og Irvine. Mörgum
þykir líklegt að þarna hafi
slys'ð orðið. Kunnugir hafa
gert sér þá hugmynd að Mal-
lory hafi ákveðið, að þeir
skyldu ganga í vað, af þvl
að hann vildi gefa félaga sítt
um þann siðferðilega stuðn-
ing, sem því fylgdi að vera S
vað með reyndari manni.
Hins vegar er talið varhuga-
vert að ganga í vað í berg-
fláunum norðan í hákambi
Everest. Síðan getur verið,
að Irvine liafi misst fótanna,
þegar svo stóð á að Mallory
gat ekki náð sér í neina
styrktarfestu, og hafi hinn
óreyndi ofurhugi þannig
hrifið hann með sér fram a£
lxengifluginu.
1
Jarðarför móður minnar,
INGIRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR,
Laugavegi 142,
fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 9. júní kl. 3 e. m,
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
F. h. vandamanna. |
Ásgeir Sigurjónsson.
Móðir mín, j
GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsett frá ísafjarðarkirkju næ!stkomand,i föstudlag
þann 10. þ. m. kl. 2 eftir hádegi.
Minningarathöfn verður haldin í dag þann 8. þ. m. í Dóm-
kirkjunni kl. 11 fyrir hádegi.
Fyrir hönd aðstandenda. j:
Björg Jónasdóttir.
oia
I0REGIÐ VERÐUR Á FÖSTUDAG. 1.055 vinningar að upphæð 1.355.000 krónur, Á morgun eru seinustu forvöð að endurnýja.
1 HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS.
8.' júnf 1960 — Alþýðublaðið