Alþýðublaðið - 08.06.1960, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 08.06.1960, Qupperneq 3
LAUGARDAGINN fyrir hvíta- sunnu rákust þrír drengir á skellinöðrum á bifreiS á Hjalla- vegi í Langholtshverfi. Þeir slösuðust allir meira og minna við áreksturinn. Tveir þeirra voru fluttir á sjúkrahús, og hef ur annar þeirra ekki komið til meðvitundar á fjórða sólar- hring. Drengirnir voru á tveim skellinöðrum. Á annarri var Hallgrímur Pétursson, 14 ára, Balbohverfi 7, og Agnar Árna- son, 12 ára, Skipasundi 5. Hall- grímur ók. Á hinni skellinöðr- unni var Grettir K. Jóhannsson, 13 ára, Balbohverfi 9. Drenginir hentust í götuna eftir áreksturinn, þar sem þeir lágu ósjálfbjarga þar til sjúkra- bifreið kom á staðinn. Einn drengjanna mun hafa kastazt á framrúðu bifreiðarinnar, sem brotnaði. 'Við það meiddist öku- maður hennar nokkuð. Við rannsókn á slysavarðstof unni kom í ljós, að Hallgrímur hafði tábrotnað og skrámazt. Hann fékk að fara heim til sín. Þeir Agnar og Grettir höfðu fengið höfuðáverka og voru Herbúðaltf HVAÐ í ósköpunum er þetta? Brezki liðþjálfinn hefur upplifað sitt af hverju um dagana, en iþað ^ hefur aldrei áður átt fyrir honum lað liggja að mæta þremur austurlenzkum þokkadísum í miðjum her- búðunum. Skýring: Þær eru í kvennasveit herdeild arinnar og eru að fara að leika í revýunni „Fall- byssudrunurnar“, sem færð var upp í herstöðinni. fluttir á Landakotsspítala. Mun Grettir hafa höfuðkúpubrotnað. Hann hafði ekki komið til með- vitundar í gærkvöldi, allt frá hádegi sl. laugardag. Skellinöðrurnar skemmdust allar mikið og bifreiðin tölu- vert. Drengirnir óku á fleygi- ferð á vinstri hlið hennar. Lág- marksaldur til aksturs á svona hljólum eru 15 ár. Allir dreng- irnir voru undir þeim aldri. Önnur skellinaðran var óskrá- sett. WWWMWMWtMWWMMWMM Sigga Vigga ,.JÆJA! SÝNIST ÞÉR ÞAU LEKA?" Fregn til Alþýðublaðsins. Siglufirði í gær. VARÐSKIPIÐ Ægir kom hingað inn í gær- morgun úr rannsóknar- leiðangri sínum. Hafði skipið rannsakað svæðið frá Reykjanesi að Kol- beinsey. Mikið þörunga- magn fannst í sjónum og góð skilyrði fyrir rauð- átu en hún skapár aftur á móti góð skilyrði fyrir síldina. Hér fara á eftir ihelztu atriði úr skýrslu um för Ægis: Skiþið fór allt að 160 sjómíl- ur frá landi og allt út að ísnum út af Vestfjörðum. Reyndist ís- inn þar vera lengra undan landi en undanfarin 5 ár eða 60-70 sjómílur út af norðanverðum Vestfjörðum. Úrvinnslu gagna þeirra, er safnað, var er ekki að fullu lokið en þetta 'hefur þó komiðfram: Hitastig sjávar er hærra á fyrrgreindu svæði en meðalhita stigið hefur verið s. 1. 10 ár. Er það svipað og það var 1957. — Þörungamagn í sjónum reynd- ist meira en í fyrra en út af Faxaflóa og Breiðafirði var rauðátumagn í meðaLLagi. Út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi var talsvert af rauðátu. Athuganir á aldurs- dreifingu rauðátu sýna, að að- allega er um að ræða fullvaxin dýr, sem munu hrygna næstu 2-3 vikur_ Mikinn hluta rann- sóknartímans var tíð erfið og því slæm skilyrði til síldarleit- ar. Hvergi fannst verulegt shd- Ffamhald á bls. 7. I sinn yfir Á ANNAN í hvítasunnu synti Eyjólfur Jónsson sundkappi í 30. sinn yfir Skerjafjörð. Synti hann á 1 klst. og 13 mín. En daginn áður, hvítasunnudag, hafði hann synt á 54 mín. og er það mettími hans. í tilefni áf 30. sundi Eyjólfs yfir Skerjafjörð fóru nokkrir vinir hans og samherjar með honum í tveimur vélbátum, þar á meðal forseti ÍSÍ, Benedikt Waage, formaður SSÍ, Erlingur Pálsson, formaður Þróttar, og Pétur Eiríksson, sundkappi. Þegar Eyjólfur steig á land tóku forsetahjónin á móti sund- kappanum og buðu honum á- samt fylgdarliði að Bessastöð- um til kaffidrykkju. Eins og áður hefur komið fram í blöðum synti Eyjólfur Viðeyjarsund 30. maí sl. og var það í 5. sinn, að hann synti slíkt sund. 1. júní synti hann' aftur Viðeyjarsund. Eyjólfur er nú í ágætri æfingu og hyggst leysa fleiri sundafrek af hendi í sumar. Þá mun hann og reyna fyrir haustið að synda yfir Ermarsund, en áður hefur hann gert tvær tilraunir til þess. Alþýðublaðið — ^8. júní 1960 J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.