Alþýðublaðið - 15.06.1960, Page 2
=— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. <— Fulltrúax
Cfitstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri:
Djörgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902-^-14 903. Auglýsingasími:
314906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis-
Gata 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint.
Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. —
Hverjir græðap
í HVERJIR GRÆÐA á nýja efnahagskerfinu,
j nem ríkisstjórnin hefur innleitt? Þannig spyrja
j menn, ekki sízt er þeir lesa í blöðum stjórnarand-
] stæðinga um væntanlegan stórgróða auðmanna í
I- þessu „óhefta auðvaldsskipulagi”.
Við skulum kanna málið sjálf og þá íhuga eft-
i í rtalin atriði:
| 1) Með uppbótakerfinu tryggði ríkisvaldið viss-
um aðilum acorgróða á útgerð. í samninga-
makki útgerðarmanna og stjórnarvalda var á-
vallt samið um að miða við meiri eða minni
j skussa — og fengu þá allir sem gerðu betur því
meiri uppbætur og tryggan gróða.
i Með nýja kerfinu er engum tryggður slíkur
gróði. Þeir, sem gera út á hagkvæman hátt og
!f ná góðum árangri, njóta þess í góðri afkomu og
geta vafalaust grætt. Skussarnir eru ekki rík-
istryggðir lengur. Þeir verða að fara á hausinn,
ef þeir geta ekki bjargað sér, og það er án efa
j hagkvæmt fynr þjóðarbúið.
I 0 Með liaftakerfinu var þeim aðilum í verzlun-
inni tryggður meiri eða minni gróði, sem höfðu
aðstöðu til að fá innflutningsleyfi, hvort sem
þeir verzluðu hagkvæmt eða ekki.
Með verzlunarfrelsinu 2r gort ráð fyrir, að þeir
fái viðskiptin sem geta boðið fólkinu bezta
vöru fyrir sanngjarnast verð. Þetta er hagstætt
fyrir einstaklinga og heildina.
Margt fleira mætti benda á. Það fylgir nýja
j cerfinu, að vextir hafa verið hækkaðir, svo að stór
í 'ýrirtæki í útgerð, fiskvinnslu, útflutningi og inn-
i Jutningi verða að greiða tugum milljóna meira
i ýrir lánsfé en áður. Sennilega er vaxtahækkunin.
. ekki minna álag á þessa aðila en stóreignaskattuir
I nn, svo því fer fjarri að sérstaklega sé að þeim
: hluð, Hafa þeir borið sig hvað verst yfir kerfis-
j' breytingunni, sem höfðu tryggt sér öruggastan
j. gróða og aðstöðu í styrkja- og haftafarganinu áður
j’ :yrr.
j, Það var kominn tími til að stokka spilin og end
j' urskoða allt kerfið. Þeir sem sýna hagkvæmastan
' -’ekstur í framleiðslu eða verzlun eiga að njóta þess.
; -Hinir, sem lifðu í skjóli hafta og uppbóta, verða að
víkja.
f HIMIMHMIIIHIM 1
Laus sfaða
Hér við embættið er laus til umsóknar staða
fulltrúa I. stigs.
Laun samkvæmt launalögum.
Umsóknir sendist fyrir 1. júlí n.k.
Bæjarfógetinn á ísafirði 14. júní 1960.
fyrir árslok
AÐALFUNDUR Eimskipafé-
fötsudaginn 3. þ. m. Formaður
félagsstjórnar, Einar B. Guð-
mundsson hæstaréttarlögmað-
ur, skýrði frá hag félagsins og
framkvæmdum á liðnu ári, en
gjaldkeri félagsstjórnar, Birgir
Kjaran hagfræðingur, las upp
reikninga félagsins og skýrði
þá.
Árið 1959 voru alls 13 skip
í förum á vegum féalgsins, og
fóru þau samtals 91 ferð milli
íslands og útlanda og 68 ferðir
frá Reykjavík út á land. Þar af
voru 4 leiguskip (3 íslenzk og 1
erlent), er fóru 5 ferðir milli
landa og 2 ferðir frá Reykja-
vík út á land.
Ferðum skipanna var hagað á
svipaðan hátt og undanfarin ár
og aðaláherzlan lögð á að sinna
flutningsþörfum jalnt útflytj-
enda og innflytjenda, jafnframt
þvf sem reynt var að hagnýta
skiprúmið svo vel sem mögu-
legt var, að því er snertir hlut-
falli milli burðarmagns og rúm-
máls skipanna, en á því veltur
mjög um rekstrarafkomu skip-
anna.
áður hefur komið fram í frétt-
um, að samið hefur verið við
Álborg Værft í Danmörlcu um
smíð-i á sams konar skipi og m.s.
Selfoss (systurskipi) tU afhend-
ingar í árslok 1960. Kjölur skips
ins var lagður 30. sept. 1959, og
með því að smíði skipsins hefur
miðað svo vel áfram, að því mun
verða hleypt af stokkunum 21.
þ. m., er allt útlit fyrir að af-
hending skipsins fari fram í
árslok, eins og fyrirhugað var.
Samþykkt var að greiða hlut
höfum 10% arð af hlutafé
þeirra. Úr stjórn félagsins áttu
að ganga þeir Einar B. Guð-
mundsson, Birgir Kjaran, Rich-
ard Thors og Grettir Eggerts-
son, Winnipeg, en voru allir end
urkjörnir. Endurskoðandi' var
endurkjörinn Ari O. Thorlacius.
— Fundarstjóri var Lárus Jóh-
annesson hæstarréttardómari,
en ritari Tómas Jónsson borgar-
lögmaður.
Nemendasam-
hand kvenna-
skólans
NEMENDASAMBAND
Kvennaskólans í Reykjavík
t efndi til samky mis að Hótel
Borg miðvikudasinn 26. maí S«
1. og bauð til þess öllum þeim
nemendum, sem útskrifuðust i
vor. i
Starfsemi Nemendasam-
bandsins hefur legið niðri unií
nokkurt skeið, en í vor var hún
skipulögð að nýju undir stjórn
frú Ástu Björnsdóttur, sera
kiörin var formaður. Húií
stýrði hófi þessu og bauð alla
velkomna, en frú Guðrún P.
Helgadóttir, forstöðukona
Kvennaskólans ávarpaði nýlið-
ana. Auk þess fluttu ávörp frú
Sigríður J. Magnússon, frú Mat
grét Ásgeirsdóttir, frk. Erla'
Ágústsdóttir og frk. Elín Ingv-
arsdóttir, sem þakkaði boðið
fyrir hönd hinna nýútskrifuðu
nemenda.
Loks mælti sr. Bjarni Jóns-
son, vígslubiskup, nokkur orð
af þeirri alvöru og gamansemi,
sem honum er sérstaklega lag-
in, en hann var kennari viS
skólann. og hefur átt sæti í
skólanefnd síðan árið 1914.
Hannes
á h o r n i n u
•fe Fara skemmdarverk í
görðum aftur í vöxt?
Geðsjúkdómur undir-
rótin.
Auglýst eftir sjálfobða
liðum til varnar.
FRÁSÖGN Hafliða Jónssonar,
garðyrkjuráðunauts bæjarins
um vaxandi skemmdarverk í
görðum á blómabeðum og trjá-
gróðri, hlýtur að vekja athygli
og hryggð. — Slík skemmdar-
verk eru einn skírasti votturinn
um hörmulegt andlegt ástand
hjá þeim, sem að þessum verk-
um standa. Ég minnist þess, að
það var næstum jafn snemma,
að ég fór að skrifa þessa pistla
mína og að skriður komst á það,
að auka ræktun blóma og trjáa
í borginni.
UM SAMA LEYTI var ráðinn
fyrsti garðyrkjuráðunautur að
bænum. Hann hófst þegar handa
af miklum dugnaði þó að hans
nyti ekki lengi við, enda held
ég að sá maður þurfi að hafa
mikla þolinmæði til að bera, sem
berst við skemmdarverk á við-
kvæmum gróðri. Garðyrkjuráðu
nauturinn byrjaði með því að
planta trjám á Arnarhól, en þau
voru brotin niður eða slitin upp
' jafnóðum og þau voru sett nið-
ur.
ÞÁ BAÐ ég hann að gefast
aldrei upp. Vitanlega væri þetta
j eins og kleppsvinna og dýrt væri
! það, að setja niður tré á hverju
vori ár eftir ár, en ef ekki væri
haldið áfram viðstöðulaust —
myndu vandalarnir telja sig hafa
unnið sigur, Ég hélt því þá fram,
að fyrsta skijyrðið fyrir því að
geta sigrast á skemmdarstarf-
seminni væri það. að gefast aldr
ei upp fyrir henni.
ÉG VEIT, að skemmdarverk
hafa verið framin á hverju ári,
bæði í görðum — við heimili
fólks og eins á opinberum görð-
um, en ég hélt, vegna þess að
þessi prýði þorgarinnar og yndi
bæjarbúa vex stöðugt, að búið
væri að mestu að sígrast á bess-
um leiða geðsjúkdómi. Nú segir
garðyrkjuráðunautur að sjúk-
dómurinn fari í vöxt og aldrei
hafi verið skemmt eins mikið
og nú.
ÞETTA eru hörmulega fréttir
Það er engum blöðum um það
að fletta, að þeir, sem þessi
skemmdarverk fremja eru and-
lega sjúkir. Þetta fólk, hvort
sem um unglinga er að ræða eða
fullorðið fólk, er óánægt með
sjálft sig, það þjáist af minni-
máttarkennd og reynir að hefja
sig með því að spilla góðum
verkum, sem aðrir vinna. — Vel
má líka vera að hér séu að verki
drykkj usjúklingar, sem aðallega
vinna verk aín um nætur.
LÖGREGLAN leitar að brennu.
vörgum þegar grunur leikur á,
að kveikt hafi verið í. Ég vií
láta leggja skemmdir á gróðri
að jöfnu við athæfi brennu-
varga, Ég veit ekki hvort lög
hafa nokkur fyrirmæli urn
skemmdir á gróðri, ef svo er
ekki þá þurfa ákvæði um það
að komast inn í þau.
EKKERT er fegurra á vori og
sumri en blóma- og trjágróður
við heimili borgaranna og í görð
um bæjarfélagsins. Hann gefur
okkur hlýju og hann gerir okk-
ur lífið léttara um leið og hann
lyftir huganum svo að við verð-
um betri þjóðfélagsþegnar. Við
verðum bví að gerast sjálfboða-
liðar í vörn fyrir þennan gim-
stein okkar. Með því leggjum við
líka okkar skerf fram að auka
fegurðina og hlýleikann í
Reykjavík.
Hannes á horninu.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í greini
minni í blaðinu í g-æ-r um óper-
una Rigoletto, að nafn Guðrún-
ar Þorsteinsdóttur, sem söng
Givönnu, fóstru Gildu féll nið-
ur. Guðrún syngur hlutverk
sitt af smekkvísi og með fal-
legri' altrödd. — Er hún hér með
beðin afsökunar á mistökunj
þessum. — G.G. j
£ 15. júní 1960 — Alþýðublaðið