Alþýðublaðið - 30.06.1960, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 30.06.1960, Qupperneq 2
& 9 f >— Rltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúa» i ntstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: | BJÖrgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 — 14 903. Auglýsingasíml: i 14906. — Aðsetur: Alþýöuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- 0—10 — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr 3.00 eint i Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. —• Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. Alvarleg fíðindi ATBURÐIR ÞEIR, sem gerðust á Grímseyj- j arsundi í fyrradag, eru hinir alvarlegustu. Brezkt j herskip kom þar í veg fyrir, að íslenzkir varð- j skipsmenn gætu gegnt skyldustörfum sínum og j tekið brezkan togara, er var að veiðum í land- j hélgi. Varðskipið Þór hafði komið mönnum um i borð í brezka togarann, en brezka herskipið Dun- ] can lét flytja þá með valdi yfir í Þór aftur. \ Þór aftur. Hér er urn alvarleg tíðindi að ræða. Þetta er j fyrsti alvarlegi áreksturinn frá því að Genfarráð- í stefnunni lauk. Skömmu eftir ráðsefnuna í Genf ; tilkynnti brezka ríkisstjórnin, að hún mundi ekki i láta herskip sín verða við gæzlu innan 12 mílna i markanna. Og samband brezkra togaraeigenda i tilkynnti, að það hefði ákveðið, að láta togara sína 'j ekki veiða innan 12 mílna markanna í 3 mánuði. j Að vísu var einn skuggi yfir þessum yfirlýsing- j um. Brezka stjórnin sagði, að herskipin mundu j aðstoða brezka togara, ef til sérstakra árekstra I kæmi. Vissulega virðist vera tvískinnungur í { þéssum yfirlýsingum brezku stjórnarinnar, en j þó virðist höfuðatriðið hafa verið það, að brezku j togararnir ættu að halda sig fyrir utan 12 mílur í ] 3 'mánuði og herskipin einnig. Fyrst eftir, að yfir- j lýsingar þessar voru gefnar, gáfu herskipin einn- j ig brezku togurunum beinlínis fyrirskipanir um j það, að halda sig fyrir utan. En undanfarið hafa: i þau látið afskiptalaust, þó brezkir togarar væru i að veiðum rétt fyrir innan 12 mílna mörkin. Svo j virðist því sem Bretar hafi ekki haldið loforð sín i fyllilega og ekki fer hjá því, að atburðirnir á | Grímseyjarsundi spilli stórlega að nýju milli land- 1 anna í landhelgisdeilunni. íslendingar verða ekki sakaðir um að hafa spillt neinu í landhelgismálinu undanfarið. Þeir hafa ekki látið til skarar skríða gegn landhelgis- brjótunum fyrr en enginn vafi var á því, að um bfot væri að ræða. Brezku togararnir hafa haldið sig mikið á 12 mílna mörkunum undanfarið. ísl. varðskipin hafa látið slíkt afskiptalaust, en þegar brezku tograrnir eru komnir tvær mílur inn fyrir er ekki unnt að standa hjá. Bretar geta því sjálf- um sér um kennt hvernig nú er komið. J Héíei Bifrösf Borgarfirði. Gisíing og greiðasala. Opið til ágústloka. Bifr ö s fr Borgarfirði. 2 30. júní 1960 — Aljþýðublaðið : Þessi konunglega reið- ■ 5 kona er engin önnur en J ■ hennar hátign Elizabeth j [ Englandsdrottning. Hún : 1 hleypir þarna eftir veð- ■ ■ hlaupabrautinni í Ascot í ■ ■ Berksíri í Englandi. — j : Þarna var bara um óform ; ; legt veðhlaup að ræða, ■ j þar sem keppt var við : : hesta sem setnir voru ■ ■ knöpum frá hirðinni. — j j Seinna um daginn hófust : : eiginlegar kappreiðar. ■ ; Drottningin er mikill j j hestamaður, og hefur oft : j áður hleypt á Ascot braut- : ; inni. ■ « ■ Canada Counsil MENNINGARSTOFNUNIN Canada Council hefur nú út- hlutað námsstyrkjum fyrir ár- ið 1960—61, og hefur íslandi þar verið veittur e’nn styrkur, að upphæð $2000.00, auk ferða- kostnaðar. Styrk þennan hefur hlotið Sveinn Skorri Höskulds- son, Granaskjóli 23, Reykjavík. Mun hann stunda framhalds- nám í bókmenntasögu við há- skólann í Winnipeg, jafnframt mun hann kanna heimildir um dvöl íslenzkra raunsæishöfunda í Kanada, einkum Gests Páls- sonar og E’nars Iljörleifssonar Kvaran. Jón G. Þórarinsson, orgel- leikari, sem hlaut styrk frá Canada Council fvrir námsár- ið 1959—60 til náms í tónlist- arfræðum hefur verið veittur viðbótarstyrkur á þessu ári rjur me ögmann Á FUNDI, sem Lögmannafé- lag íslands hélt á fimmtudag- inn í s. 1. viku, kom til mikilla átaka milli lögfræðinga, sem starfa sjálfstætt og þeirra, sem eru í þjónustu hins opinbera. Á fundinum kom fram til- laga um það, að Lögmannafé- lagið færi fram á það við dóms- málaráðuneytið, að lögfræðing- ar í opinberri þjónustu fengiu ekki að annast málflutning sjálfstætt. Mikil átök urðu um tillög- una á fundinum og margar ræður fluttar. Málaflutnings- menn færa þau rök aðallega fyrir máli sínu, að ekki séu nægjanleg verkefni fyrir hendi til að þeir geti aflað sér sóma- samlegs lífsviðurværis. Þeir benda á það, að þess vegna sé eðlilegt, ag lögfræðingar í íöst- um stöðum hjá hinu opinbera taki ekki störfin frá hinum. Hinir opinberu starfsmenn standa hins vegar fast gegn því, að nokkur réttindi 'séu tek- in af þeim. Þeir benda á hin lágu laun, sem embættismenn ríkisins fá greidd. Þeir telja sig þurfa að drýgja laun sín með aukavinnu. Eftir miklar og heitar um- ræður náði tillagan samþykki og var vísað til dómsmálaráðu- neytisins. Ekki er séð fvrir endann á þessu máli, því mikil ólga er meðal löglserðra manna vegna þessara tíðinda. Eru til tvö Slysavarnafé- lög í landinu? ALMENNINGUR hefur á- litið að Slysavarnafélag íslands, sem hefur 300. 000.00 kr. styrk frá Ai- þingi og um kr. 600.000 kr. frá slysavarnadeild- um land allt og fl. aðilum, til þess m. a. að kaupa björgunartæki og dreifa þeim, sé eini aðilinn, sem slíku starfi gegnir. En svo virðist ekki vera. Sjá má í 17. gr. fjárlaga 1960, að Björgunarfélagi Vest- mannaeyja eru ætlaðar kr. 200.000,00 til kaupa á björgunar- og öryggis- tækjum, eða allt eins há II -n 1200 plöntur gróðursettar á Þingvöllum AÐALFUNDUR Árnesinga- félagsins var haldinn hinn 28. apríl s. 1. Á fundinum skýrði formaður frá störfum félags- ins á starfsárinu. Á Þingvöll- um gróðursetti félagið 1200 plöntur við Veílankötlu og gaf gestabók, vandaðan grip, til að hafa í Stöng í Þjórsárdal. Þá gekkst félagið fyrir Jóns messumóti á Þingvöllum og vetrarfagnaði. Árnesingamóti og sumarfagnaði í Reykjavík; auk þess voru haldin 5 spila- kvöld á vegum félagsins. Á Árnesingamótinu var Hró- bjartur Bjarnason, fyrrv. for- maður félagsins, sæmdur gull merki Árnesingafélagsins fyr- ir mikil og óeigingjörn störf í þágu þess. Þau Helga Gissurardóttir og Guðni Jónsson prófessor, sem voru í stjórn s. 1. ár, gáfu ekki kost á sér aftur, en aðrir stjórnarmeðlimir voru endur- kjörnir. Stjórnina skipa nú: Óskar Sigurgeirsson formaður og Guðjón 'Vigfússon, Sigrún Guðbjartsdóttir, Ólafur Þor- steinsson og Gísli Gestsson. Prófessor Guðni Jónsson hefur verið í stjórn félagsins frá upphafi eða samtals í 20 ár og verið stoð og stytta fé- lagsins í hvívetna. Hann vai nú kjörinn heiðursfélagi é fundinum. Ár hvert gengst félagið fyr- ir Jónsmessumóti á Þingvöll- um til að styrkja tengslin milli þeirra Árnesinga, sem heima búa, og þeirra, sem burt eru fluttir. HúseSgendafélag j Reykjavfikur ; •1 f

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.