Alþýðublaðið - 08.07.1960, Side 2

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Side 2
sgKS: TT i— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Bemedikt Gröndal. — Fulltrúa*. fitetjómar: Sigvaldi Hjálmarsson og Indriði G. I>orsteinsson.— Fréttastjóri: | ®Jttrgvin Guðmundsson. — Símar: 14900 — 14902 —14 903. Auglýsingasími: $ 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfis- ftata 8—10. — Askriftargjald: kr. 45.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint 4 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Sverrir Kjartansson. banna verkföll SUMARIÐ 1957 var langt verkfall far- áianna og kaupskipafloti þjóðarinnar bundinn í iiöfn. Þá sat vinstri stjórnin við völd og Hanni- j l$al Valdimarsson var félagsmálaráðherra. Hann | var þá eins og nú forseti Alþýðusambands íslands. ) Innan stjórnarinnar var mikið rætt um verk- ) fallið og leiðir til að binda endi á það. Þá barð'- ] ist Hannibal fyrir þeirri leið, að verkfaliið væri l|>annað með lögum. Hann lét semja frumvarp þess fnis, og hafði símasamband við marga forustu- enn verkalýðsfélaga um land allt til að kynna eim efni frumvarpsins og leita stuðnings þeirra. Hú er annað uppi á teningunum hjá Hanni- Tbal. Nú mótmælir hann því, að verkfall fámenns >!h.ópa hálaunaðra manna sé bannað með lögum.Nú i r það kallað „ósvífin árás á frelsi verkalýðsins,<! |em Hannibal ætlaði sjálfur að gera fyrir þrem j árum. Kommúnistar hafa lengi viðurkennt það í ró- i ijegum samræðum, að vinstri stjórnin hefði átt að | stöðva flugmannaverkfallið, sem varð í hennar ; fíð.Þeir vita að þá hefðu verið möguleikar á að til- 1 raunir þeirrar stjórnar til að koma á jafnvægi í :] efnahagsmálum, hefðu tekizt betur. Þá hafði ver- I íð unnt að fara fram á frekari fórnir af öðrum j stéttum, en slíkt var óhugsandi eftir að flugmenn ’ fengu verulegar kjarabætur. Þannig hringsnúast kommúnistar svo, að ekk- | ert mark er á þeim takandi. Aneuran Bevan 1 LÁT Aneuran Bevans er mikil harmafregn fyrir jafnaðarmenn um heim allan, en sérstaklega þó fyrir brezku þjóðina. Hann var einhver mesti baráttumaður í stjórnmálum Breta síðari áratugi, stórbrotinn leiðtogi, sem mikils var vænst af. Var þáð skoðun flestra, að hann ætti hæstu tinda stjórnmálalífs síns eftir, er hann lézt, aðeins 62 ára. Bevan var aðsópsmikil kempa í andstöðu innan flokks síns og útan. En hann var einnig á- byrgur og dugandi ráðherra, sem innleiddi hið mikla tryggingakerfi Breta. Hann var hugsjóna- maður, en um leið raunsær og ábyrgur. Sæti hans í brezkum og vestur-evrópskum stjómmálum yerður vandskipað. 2 8. júlí 1960 — Aljþýðublaðið MINNINGARORÐ s ÁRSÆLL BRYNJÓLFSSON í DAG verður til moldar borinn Ársæll Brynjólfsson, Seljavegi 9. Nafnið eitt segir ekki mikið beim, er __ ekki þekktu manninn, en Ársæll var einn með allra elztu og þrautreyndustu mönnum ís- lenzkrar sjómannastéttar. Ársæll Brynjólfsson fædd- ist 11. marz 1888 að Bjálm- holti í Holtum, Rangárvalla- sýslu, og varð eins og börn þess tíma, snemma að fara að taka til hendi og vinna fvrir sér. Árið 1904, þá 16 ára gamall, fór Ársæll að stunda sjóinn, fyrst á opnum þátum nokkrar vertíðir, síðan á skútum og síðast á togurum lengst af, og mátti heita nýkominn í land, er hann féll snögglega frá 27. júní s. 1., rúmlega 72 ára að aldri. Ársæll fluttist til Reykja- víkur árið 1913 og giftist þá eftirlifandi konu sinni Arn- dísi Helgadóttur, sem einnig er að austan ættuð. Þau hjónin eignuðust 10 börn, þar af 9 nú uppkomin og öll með afbrigðum mannvæn- leg. Telja má líklegt, að ekki hafi alltaf verið allsnægtir í búi með svo stóran barnahóp, en Ársæll var einn af þeim mönnum, sem aldrei féll verk úr .hendi og aldrei var „pláss- laus“, þótt eftirsótt væri, á þeim tímum, að komast á tog- ara. Hann va'r vel látinn og hvers manns hugljúfi er hon- um kynntist, vel verki farinn og trúr svo af þar. Ársæll var þéttur á velii og þéttur í lund Og þó glaðvær í góðum hóp. Öllum þótti gott að vera með Sæla en svo var hann daglega nefndur af fé- lögum sínum. Ungum mönn- um, er voru byrjendur á sión- um, reyndist hann alltaf hin mesta hjálparhella, leiðbeindi þeim í hvívetna og var vernd- ari þeirra ef til þeirra var kastað. Sjómannsævi Ársæls var orðin löng. Hann var orðinn 71 að aldri er hann hætti og hafði þá stundað sjóinn meira og minna í 55 ár. Hann hafði því lifað allar þær miklu um- bætur er orðið hafa á kiörum og aðbúnaði íslenzkra sjó- manna, það sem af er þessari öld og kunni vel að meta. Þegar Sjómannafélag Revkja víkur var stofnað var Ársæll með. Hann gekk í félagið á framhaldsstofnfundi þess 23. október 1915 og var hinn á- gætasti félagi til þess er hann féll frá. Á 40 ára afmæli Sjómanna- félagsins 1955, var Ársæll gerður að heiðursfélaga og var mál manna að hann hefði verið vel að þeim heiðri kom- inn, svo mjög sem hann vaí til fyrirmyndar sem góður fé- lagsmaður, enda skildi hann vel gildi samtakanna og vissx að þar átti íslenzk sjómanna- stétt sitt fjöregg sem félagið var. í félaginu var rúm Ársælá vel skipað svo sem einnig þótti þar sem hann var á skipi og mættu yngri menn taka hann til fyrirmyndar hvað snertir félagshyggju og trú- mennsku í störfum. Við félagar Ársæls Bryn- jólfssonar í Sjómannafélagi Reykjavíkur, þökkum honum gott samstarf og góða sam- fvled á langri leið og vottum eftirlifandi konu hans og að- standendum öllum samúð okkar. Jón Sigurðsson, Hannes á h o r n i n u 'fc Vestur á firði. -fe Meira um ketti. Saga um hreiður og dauða xmga. MIG LANGAR aff kanna hina nýju Vestfjarffaleið. Ég hef aldr- ei fariff lengra en vestur í Ðali landveg vestur, en nú ætla ég lengra. Menn tala mikið um feg: urff þessarar leiffar og ég efast ekki um að hún sé stórfengleg ef dæma má nokkuð af landsýn á skipsfjöl. — Vegna þess aff ég skrepp nú vestur á firði verður aftur hlé á pistlum mínum í nokkra daga. ÉG VISSI ÞAÐ um daginn, að ég mundi koma við hjartað í mörgum þegar ég minntist á kettina og fuglana — og einn hefur sent mér Iínu í Morgun- biaðinu af því tilefni. Aðaltil- gangur hans er að sanna mér, að mennirnir séu ekki betri en kettirnir — og ekki dettur mér í hug að mótmæla því. Ég er alls enginn kattahatari, en ég vil ekki horfa á þá tæta í sundur smáfugla. Ég vil þakka Einari Ólafi Sveinssyni fyrir erindið um kettina. Það var skemmti- legt og fræðandi, en á dauða mínum átti ég von, en ekki á því að þessi ágæti vísinda- og fræðimaður færi að rabba um ketti í útvarpið. — Hér er bréf um ketti og smáfugla. B. S. SKRIFAR: „Ég þakka pistil þinn um ketti og smáfugla. Já, hver vill ekki frekar syngj- andi smáfugla í garðinum sínum heldur en ketti. Þótt kettir geti svosem verið falleg góð og stund um gagnleg húsdýr, þegar þeir eru í góðu ástandi, þá ber þó kattaeigendum að minnast þess, sérstaklega hér í Reykjavík, að þeir tolla sjaldan lengu ren fram á kynþroskaaldur þar sem þeir eru aldir upp. Samkvæmt eðli iþeirra halda þeim fá bönd úr því. En hvað skeður þá? Hvar eiga þessi veslings dýr afdrep og á hverju geta þau dregið fram lífið? Þau eru hrakin og hrjáð og oft á tíðum meidd. Sorptunn- urnar eru þeirra einu matarbúr, en þær eru flestar lokaðar. í gaddfrosti og snjó er húsnæði ekkert, og óttinn þjakar. ÞETTA OG ÞVÍLÍKT ættu kattauppalendur að hugleiða. Þeir ættu að hugleiða hvílíkt níðingsverk þeir hafa fram- kvæmt með því að hafa verið valdir að uppeldi þessara vesa- linga. Þessi dýr tímgast og fjölg ar auðveldlegi. Þau ala afkvæmi sín í holum og húsagörðum, meS nístandi kvöl óttans í hjartanu. Óttans við menn og aðrar að- steðjandi hættur. Hv.ílík ævix Þau flýja með afkvæfnin í kjaft- inum frá einu afdepinu til ann- ars, en hvergi er griðland. Það er ekki að furða þótt veiðieðlið vakni við slíkar aðstæður. Er reyndar grunnt á því. Og þá ■bitnar það eðlilega á smáfuglun- um. Kettir eiga að tíundast og það á að greiða af þeim háan skatt til bæjarfélagsins. EN FYRST ÉG ER íarinn að skrifa, þá ætla ég að segja þér sögu: í fyrravor byggðu þrasta- hjón hreiður í grenitré, sem vex í .garði mínum, urpu þar og ung- uðu út 6 eggjum. Vegna þessara vina fjölskyldu minnar og ann- arra hafði ég samband við dýra- eyði, sem vinnur á vegum borg- arinnar og orðlengi ég það ekki frekar, en frétti síðar að nokkrir tugir katta hefðu fallið fyrir ibyssu hans hér í grenndinni. Þrastahjónin komu aftur sl. vor, virtist okkur ungarnir frá i fyrra vera með þeim, byggðu hreiður einum ársprota hærra í sama trénu, urpu og ung.uðu út 5 eggj- um. EN ÞÁ SKALL ÓGÆFAN Á. Klukkan að ganga níu að morgni laugardaginn fyrir hvítasunnu kom ég í garðinn. Hreiðrið var xeist á rönd, ungarnir 5 lágu á jörðinni í kringum tréð, dauðir og deyjandi. Einn var slitinn f tvennt, annar rifinn á hol, en hinir meira og minna særðir. Em allt tréð var löðrandi í fiðri. —. Næstu daga sást einn þröstur á hröðu flugi. — Hann virtiáfi kveina." ! Hannes á korninu. ]

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.