Alþýðublaðið - 08.07.1960, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Qupperneq 5
! 0:-: g*y\ © FYRSTA barn Alberts Belgíuprins, bróður Bald- vins konungs, og hinnar ítölsku Paola prinsessu, konu hans, var nýlega skýrt í Briissel. Litli prins inn hlaut nafnið Philippe. Myndin sýnir skírnina, barnfóstran ber litla prins inn til skírnar, en foreldr- ar hans ganga á eftir. , . . -gsM Bevan minnst iþinginu LONDON, 7. júlí. - Aneu- rin Bevans var minnst í neðri málstofu brezka þingsins í dag. Macmillan forsætísráðherra hrósaði honum mjög og Gaitskell, foringi Verkamannaflokks ins sagði, að Bevan hefði verið eins og eldurinn, stundum svo heitur að menn brenndu sig ef ná- lægt var komið, en Iíka svo bjartur og skínandi, að furðu sætti. Bevan verður jarðsettur á morgun. nálægt fæðing- arþorpi sínu í Wales. Við- staddir verða aðeins nán- ustu ættingjar og vinir. RÓM, 7. júlí. — Mikil verk- fallsalda gengur nú yfir Italíu. Verkalýðsfélög þau. sem komm únistar ráða, boðuðu sólar- hringsverkfall £ Róm og átti það að hef jast í kvöld. Lögregl- an þar tvístraði í dag mótmæla- göngu and-fasista og særðust allmargir menn og voru fluttir á sjúkrahús, þeirra á meðal margir lögreglumenn. Kröfugöngur þessar og verk- föll eru gerð til þess að and- mæla fasisma og segja vinstri menn, að þeir vaði nú uppi. Innanríkisráðherrann í stjórn Tambronis hélt ræðu í þinginu í dag og sagði, að aðgerðir þess ar væru ofbeldi í ítölskum stjórnmálum. Hann minnti á að fyrir dyrum stæðu bæjar- og sveitastjórnarkosningar í land- inu og sömuleiðis yrðu Olym- píuleikarnir háðir í Róm síðar í sumar og kvað stjórnina stað- ráðna í að halda uppi lögúm og reglu. Æsingar þessar hófust í Genúa fyrir nokkru, er komm- únistar hófu aðgerðir til þess að koma í veg fyrir, að þing fasista yrði haldið þar. í borg einni á Norður-Ítalíu urðu óeirðir í dag og skaut lög- reglan úr vélbyssum á hóp verkfallsmanna. Einn maður féll og sex særðust hættulega. MMHUMUMMMMMUVUHU Á HVERJU ári heldur Bruna yarðasamband Norðurlanda eins konar kynningarviku fyrir fulltrúa brunavarðaiélaga frá hverju Norðurlandanna. Bruna varðafélag Reykjavíkur er ekki í þessu sambandi, en þó liefur tveim fulltrúum frá félaginu verið boðið út árlega sl. 7 ár. Til endurgjalds á þessum boð •um hefur Brunavarðafélag Reykjavíkur boðið hingað til lands tvedm brunavörðum, ann- ar er frá Gautaborg, en hinn frá Osló. Munu menn þessir dvelja hér eina viku. Mennirnir sem heita Roland Lundberg og Sigurd Karlssen eru báðir for- vígismenn brunamála í sínum heimaborgum. Mennirnir, sem þegar haía verið hér 4 daga, hafa skoðað Slökkvistöðina, og ferðast um í nágrenni Reykjavíkur. Á fundi með blaðamönnum í gær sögðu þeir m.a.: Slökkvistöð ykkar hér í Reykjavík er lítil, en vel búin að góðum tækjum. Þið eruð að mörgu leyti betur sett hvað snertir brunavarnir heldur en nágrannaþjóðirnar Það er lítið af timfourhúsum í Reykjavík, ekki nema 10 % allra húsanna. í nágrannalöndunum er þetta öf- ugsnúið, því þar eru yfir 90% húsanna timburhús. Hér eru engar miklar vega- lengdir að fara, og yfirleitt stutt á brunastaðlrm. Hér er alls stað- ar nægilegt vatn, og síðast en ekki sízt, þá. hafið þið losnað við meginþorrann af opnum eld stæðum, þar sem þið hafið hita veituna. En það sem ykkur vantar er góð slökkvistöð méð miklu og góðu æhhgasvæði, leikfimisöl- um og öðru slíku, sem nauðsyn- legt þykir á öllum slökkvistöðv- um erler.dis VIÐSKIPTASAMNINGUR 1 milli íslands og Svíþjóðar, eff féll úr gildi hinn 31. marz sl.» hefur verið framlengdur ó- breyttur til 31. marz 1961. Bókun um framlengi'nguna var undirrituð í Stokkhólmi 30. f m. af Magnúsi V. Magnússyni 1 ambassador og Herman Kling dómsmálaráðherra, sem fer með ! utanríkismál í íjarveru Östen jUndén utanríkisráðherra. PARÍS, 7. júlí. — De Galille, forseti Frakklands, er nú á ferðalagi um Normandie. Hef- ur hann haldið margar ræður og sagt, að bað hefði verið rangt af útlagastjórn Alsír, að tefja samninga um vopnahlé vegna deilna um formsatriði. De Gaulle kvaðst sannfærð- ur um, að Alsírbúar veldu sjálf- ir pólitíska. framtíð sína og bjóst við, að þeir kysu alsírskt Alsír í nánum tengslum við Frakkland. Casfro vitir Eisenhower HAVANA, 7. júní. — Fidel Castro, forseti Kúbu, hélt sjón- varpsræðu í dag. Gerði hann að umtalsefni þá ákvörðun Eis- enhowers Bandaríkjaforseta, að takmarka innflutning á sykrj frá Kúbu. Sagði Castro, j að þessi ákvörðun væri br jál- æðisleg og hrein hefndarráð- stöfun. Hann minntist ekki á hvort nokkrar gagnráðstafanir yrðu gerðar af hendi Kúbu- stjórnar, en sagði að þetta myndi valda örbirgð fjölda manna. Nixon sem undirleikari HÉR sést varaforseti Bandarikjanna (og kann- ski næsti forseti) Richard Nixon leika undir hjá hin- um þekkta fiðluleikara Jack Benny á árshátíð blaðamannaklúbbsins í Washington. Þeir eru að spila Missouri-valsinn. Benny segir, að árið 1945 hafi Truman forseti leikið undir hjá sér í sama verki og á sama stað. Hann bætti því við, að ef til.vill ætti Nixon eftir að spila með sér ef hann yrði forseti. Alþýðublaðið — 3. júlí 1960 £

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.