Alþýðublaðið - 08.07.1960, Síða 14

Alþýðublaðið - 08.07.1960, Síða 14
Erindi Hagalíns : Framhald af 4. síðu. g: ur eða sem svara mundi 500 krónum á kreppuárunum. Svo er lagt fyrir fjögurra manna nefnd, sem engar reglur eru gefnar, að úthluta upphæð — þar í heiðurslaun Gunnars og Laxness — sem nemur um það bil einni krónu af þúsundi útgjalda á núgildandi fjárlög- um, í stað fimm króna og sjö- tíu aura á kreppuárunum, — og henni er deilt milli 112 listamanna, en upphæðar kreppuáranna nutu aðeins 65; er sem sé hreytt f hvern ein- stakling slöttum, sem svara til frá ársleigu einnar góðrar íbúðar og niður í andvirði eins klæðskerasaumaðs fatnaðar. Nakinn komst þú frá móður- lífi, en þú skalt ekki nakinn héðan fara! segja þing og stjórn, — eða eins og kerling- ín, sem hlutaði í sundur mygl- aðan horsteinbít og hreytti í krakka sína: Hérna, þarna, sá ríki mann gaf ekki par! Það hefur þegar verið rætt og rifizt um úthlutunina síð- ustu; — einn fékk minna en hann átti skilið og annar meira; þessi fékk ekkert, en aftur á móti hinn, sem ekkert hefði átt að fá, hann hlaut sinn skerf; — en ég mun ekki fara út í bá sálma, og sízt úr bví að úthlutunarnefnd hafa engar reglur verið settar og svo vísdómlega eða hitt þó heldur er hagað tölu nefndar- manna, að þrjá fjórðu atkv. þarf til samþykktar tillögu, svo að enginn ábyrgur meiri- hluti getur orðið til og hrossa- kaup eru óhjákvæmileg, ef fekki á allt að vera komið und- ir hreinni tilviljun ... En ég vil halla mér að öðru, því að það tekur mig sárt sakir þjóð- arsóma og vegna framtíðar íslenzkrar menningar. Það eru þá fyrst blöðin. Þorsteinn Er- lingsson kvað fyrir hálfri öld: Ritstiórar vorir guðs um geim græða nú alla sálar hnjóta; þeir geta um okkar andans heim áburðinn stöðugt látið fljóta; Danskurinn hefur handa þeim hlandforir, sem að aldrei brjóta. Hvað mundi hann þá hafa kveðið nú? Engum mundi geta dulizt, sem athugar blöð fyrri áratuga, að minna hafi þá verið leitað fanga í hinar erlendu forir en nú, þegar forheimskun og skrílmennska eipa sína föstu starfsmenn við hvert blað, sínar föstu síð ur eða opnur, og menning og list eru svo að segja utan- garðs. Og mundi svo undar- legt, þó að snurt væri? Hvers Iconar ábyrgðarleysisaumingj- ar og sorntunnusnuðrarar eru þarna ráðandi? Er lýðræði okkar komið út á þá braut, að allt sé virt að vettugi, sem þeim mönnum. körlum 02 kon um, þykir nokkurs um vert, sem einhver manndóms- og menningarandi býr í brjósti, en allt þyki til þess vinnandi að tæla þá lengra og sökkva þerm dýpra, sem ekki eru fær- ir um — eða aldrei hefur ver- ið kennt að sjá fótum sínum forráð og aldrei hafa lært að meta líf sitt og gáfur til nokk- urrar samfélagslegrar ábyrgð- ar? Þetta ástand er út af fyrir sig allalvarlegt íhugunarefni, en þó verður það enn alvar- legra, ef á það er litið m.eð þá staðreynd í huga. að blöðin eru þjónar þeirra manna, sem setið hafa og sitja á þingi og í stjórn; — þar eru blaðanna húsbændur, húsbændur, sem á seinustu árum hafa gert sig bera að tómlæti í garð bók- mennta og lista. Hafa þeir kannski gleymt þeim og þörf- um þeirra í öllu vafstrinu? Sannarlega hefur þeim ekki gefizt þess kostur: fyrrverandi þingi og stiórn voru færð fyr- ir því fyllstu rök, hvernig komið væri um fiárveitingar til íslenzkra listamanna — og í vetur var gengið á fund f jár- veitingarnefndar og henni bent á staðreyndirnar. En kannski þingmeirihlutinn hugsi sem svo: Slíkra fjár- veitinga er ekki þörf! • Hvað um aðrar þjóðir? Aðrar þjóðir hafa rýmri markað fyrir bókmenntir og listir en við. þar er til íiöldi af sjóðum, sem veitir lista- mönnum stvrki — en til dæm- is get ég bent á það, að á vfir níutíu þúsund íslenzkra króna heiðurslaunum eru 50 lista- menn á fjárlögum norska rík- isins. Að við eigum ekki verð- uga menn slíkra launa? Að fénu sé betur varið til annars, að hér sé gætt hverrar krónu, vandlega um bað hugsað að hún fari til þarfari hluta? Mundi ég nú ekki þykja ger- ast nokkuð barnalegur — eða bá gamansamur, og svara ég bá bví til, að ég vilji ekki skemmta um hinn óskemmti- legasta hlut, svo að minnzt sé orða Meistara .Tóns — heldur sé mér nú í öllu mínu máli hin rammasta og einlægleg- asta alvara, en hitt vildi ég gera, veita ráðandi mönnum þess kost að sjá ásýnd for- ræðis síns í snésnegli, bar sem þó ekkert lýti sé stækkað! En hvað er þá í efni? Er bað raunverulega þannig alla leið unp á hæstu tinda valda on ábyrgðar á landi hér — eins og alþýðuskáldið kvað: ..Allt °r rægt og einkis virt, sem ekki er hægt að éta“. ? ekki lengur talinn það dýr- maeti sem hann áður var? Ég vildi mega vona, að svo sé ekki, vildi mega treysta því, að það sé þó ekki, þrátt fyrir allt, hin gullna glýja úr klyfjum asna Filippusar sáluga af Makedóníu, sem nú hefur verið um langt skeið teymdur hár um öll borgar- hlið af amerískum eður gerzk- um höndum, sem villt hafi um okkar forsjár- og valdamenn, heldur hafi það verið jóreyk- urinn undan hófum stríðs- fáka þeirra sjálfra, svo geyst sem þeir hafa farið um götur og torg og út um byggðir landsins, brennandi af áhuga fyrir sigri síns góða málstað- ar. Og svo muni þeir þá — þegar veðrahamur ávallt við- sjálla örlaga í harðbýlu landi hefur sópað þessum jóreykj- um burt sjá jafnskýrt og Guð hefur gefið þeim sjón til. En ... en verði svo ekki, fari svo illa, að það verði ekki, þá mun ég stanza við styttu Jóns Sigurðssonar framan við Alþingishúsið og segja með Steini Steinarr: Jón Sigurðsson, forseti, stand- mynd, sem steypt er í eir, hér stöndum við saman í myrkrinu báðir tveir. Að þing og stjórn hafi á undanförnum árum tekið þá trú, sem Grímur á Bessastöð- um kallaði fjóstrú, en nú mætti ef til vill nefna sjoppu- trú — ef kénna skyldi hana við einhver nýtízku salar- kynni, sem mjólka vel sínum eigendum — og allt sé það nú gleymt, sem þjóðin hefur lif- að og þrautreynt á liðnum öldum, — að lífsteinn íslenzkr ar tungu og þjóðarsálar sé nú Elskar hesfa Framhald af 16. síðu. laun fyrir veðhlaupahesta sína, að iuki hefur hún fengið 65 000 'sterlingspund fyrir graðhesta sína. Hestaeigendur í Bretlandi telja, að hún hafi eytt öllu þessu fé í þjáifun hesta sinna, laun knapi og annað, er veð- ihlaupum viðkemur. Hún er fyrsti þjóðhöfðinginn í Bret- landi, sem ekki' hefur tapað stór fé á veðhlaupahestum sínum. Þeir, sem gerzt þykjast vita, 'segja að hjónin séu ekki ósám- mála vegna þessa sports drottn- ingarinnar, en það er vi'tað, að Fiiippus yfirgaf nýlega Ascot- veðhlaupin frægu áður en þeim lauk og fór að spila billiard. Hann er sjálfur miki'U íþrótti- maður, en hann vill taka þátt í þeim, en ekki láta sér nægja að vera áhorfandi. Hann kemur gjarnan á veðhlaup með drottn ingunni, en fer oftast strax aft- ur, venjulega til þess að spila Póló. Þau hjónin elska bæði' hesta og fara oft í útreiðirtrúa um ihelgar. Drottningin hóf að læra reiðmennsku þriggja ára gömul er afi hennar, GeorgV, gaf henni smáhest frá Shetlandseyjum. Faðir hennar var mikill hesta- rnaður og móðir hennar á hóp veðhlaupahesta og fer á fjöl- margar veðreiðar. Hestar og all-t, sem þeim við- kemur, er helzta áhugSmál El- ízabethar drottningar, en hún veðjar aldrei á veðreiðum. Hún á skrá yfir ætti'r 42 500 veð- hlaupahesta og þegar >hún getur ekki verið viðstödd meiriháttar veðreiðar, lætur hún senda sér kvikmynd af þeim og skoðar hana nákvæmlega. 8. júlí 1960 — Alþ'ýðublaðið Slysavarðstofan er opin allan sólarhringinn. Læknavörður fyrir vitjanir er á sama stað kl. 18—8. Síml 15030. o-----------------------o Gengin. Kaupgengl. 1 sterlingspund .... 106,65 1 Bandaríkjadollar .. 38,00 1 Kanadadollar .... 39,93 100 danskar kr.....551,40 100 norskar kr..... 532,80 lOOsænskar kr...... 734,70 100 vestur-þýzk mörk 911,25 o----------------------o Ríkisskip. Hekla fer frá R.- vík kl. 18 á morg un til Norður- landa. Esja fer frá Rvík kl. 17 í dag vestur um land í hringferð. Herðubreið fór frá Rvík í gær austur um land í hringferð. Skjaldbreið fer frá Akureyri í dag á vestur- leið. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til Vestm.eyja. Skipadeild SÍS. Hvassafell er í Archang- elsk. Arnarfell er í Archang- elsk. Jökulfell er í Gauta- borg. Dísarfell er á Krossa- nesi. Litlafell er í Rvík. Helga fell fer í dag frá Kotka til Len ingrad. Hamrafell fór 1. þ. m. frá Aruba áleiðis til Hafnar- fjarðar. Er væntanlegt 13. þ. mán. Jöklar. Langjökull fór frá Khöfn 5. þ. m. á leið til Akureyrar. Vatnajökull fór frá Kotka 4. þ. m. á leið til Reykjavíkur. Hafskip. Laxá fór 7. þ. m. frá Riga áleiðis til Akureyrar. Eimskip. Dettifoss kom til Rvíkur 3/7 frá Gdynia og Reyðar- firði. Fjallfoss fer frá Hull í dag til Rvíkur. Goðafoss er í Hamborg. Gullfoss kom til Khafnar í gær frá Leith. Lag- arfoss fór frá Vestm.eyjum i gærkvöldi til Rvíkur. Reykja- foss fór frá Siglufirði 5/7 til Hull, Kalmar og Ábo. Selfoss fór frá New York 2/7 til R.- víkur. TröIIafoss kom til R.- víkur 4/7 frá Hamborg. Tungufoss fór frá Borgarnesj í gær til Reykjavíkur. Brúðkaup. 25. iún ísl. voru gefin sam- an í hjónaband af séra Garð- pr; Þorsteinssvni Guðfinna Vigfúsdóttir, Hraunskambi 5, Hafnarfirð} og Evjólfur Bjarnason. Suðurey, Súganda Jfirðú Heimili hjónanna verð- ur á Suðurey, Súgandafirði. Menntamálaráð íslands hefur falið Rithöfundasam- bandi íslands að úthluta starfs styrki til íslenzkra rithöf- unda, sem hyggjast dveljast nokkurn tíma við ritstörf úti á landi. Umsóknir skulu hafa borizt skrifstofu Rithöfunda- bamsandsins, Hafnarstr. 16, Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Minningarsjóður VX&X Flugfélag íslands. Millilandaflug: Hrímfaxi fer til |; Glasgow og K,- Wj&sæmÆ hafnar kl. 8 í dag. Væntanleg- ij: ur aftur til Rvík .... ...._ . ur kl. 22.30 í kvöld. Flugvélin fer til Oslóar, Kaupm.hafnar og Hamborgar kl. 10 í fyrra- málið. — Millilandaflugvélin Gullfaxi er væntaneg frá Lundúnum k. 13.20 í dag. •— Flugvélin fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyr- ar (3 ferðir), Egilsstaða, Fag- urhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklaust urs, Vestmannaeyja (2 ferð- ir) og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Skógasands og Vestmanna- nírin í O Loftleiðir. Snorri Sturluson er vænt- anlegur kl. 6.45 frá New York. Fer til Glasgow og London kl. 8.15. Hekla er væntanleg kl. 19 frá Ham- borg, IChöfn og Osló. Fer til New York kl. 20.30. Snorri sturluson er væntanlegur kl. 23 frá London og Glasgow. Fer til New York kl. 0.30. Silungsveiðimenn, kastið ekki girni á víða- vang. Það getur skaðað bú- smala. — Samband Dýra- verndunarfélags íslands. Dr. Victors Urbancic. Styrkveiting úr minningar- sjóði Dr. Urbancic fer fram á afmælisdegi hans 9. ág. nk. Veittur verður að þessu sinni styrkur að upphæð kr. 5000 lækni til sérnáms í heila- og taugaskurðlækningum (Neu- ro-Kirurgi) samkvæmt stofn- skrá sjóðsins. Umsóknir um styrk úr sjóðnum verða að berast fyrir 1. ágúst 1960 til hr. prófessors dr. Snorra Hall grímssonar yfirlæknis, Hand- lækningadeild Landspítalans Sjóðstjórnin. 13.25 Tónleikar. 20.30 Frá Dal- vík: a) Björn Árnason flytur þátt af Baldvin á Böggvisstöð'- ■um. b) Kristinn Jónsson talar við níræða konu, Ingibj. Sigurðardóttur. b) Harialdur iZóphóníasson flytur frumort kvæði og stök- ur, enn fremur kvæðalög. 21.10 Píanótónleik ar: Arndor Foldes. 2130 Út- varpssagan: „Djákninn í Sandey.“ 22.10 Kvöldsagan: „Vonglaðir veiðimenn.“ 22.35 í léttum íón. LAUSN HEILABRJÓTS: Hún var móðir unga mannsins. Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.