Alþýðublaðið - 16.07.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.07.1960, Blaðsíða 5
w HVAÐ veldur skelfingarsvipn- um á Elizabeth Taylor? Þáð getum við sagt ykkur í stuttu 'máli. Hún var meðal áhorfenda á hnefaleikakeppninni um heimsmeistaratitilinn í þunga- vigt, og myndin er tekin á því áugnabliki þegar Floyd Patter- son sló Ingemar fyrrverandi heimsmeistara í rot. anna, á því í dag, Báðir Sameinaðir stönd- um vér segir Diii Vínarborg, 15. júlí. AÐSTOÐARUTANRÍKIS- RÁÐHERRA Ðouglas Dillon, skýrði frá í sjónvarpi og útvarpi hér í að allur sá hávaði og ur, er nú kæmi fram væntanlegra forsetakosninga í Bandaríkjunum, merki neins þar um utanríkismál. aðalflokkar bandarísku þjóðar- innar eru á einu og sama máli um afstöðuna til kommúnism- ans, s’agði hann. Kvaðst hann vera glaður yfir því, að Kenn- edy hefði einnig látið þetta koma skýrt í ljós. Viðtalinu við Dillon vaf marg sinnis útvarpað frá austurrísk-j um sjónvarps- og útvarpsstöðv um á þeim tíma, þegar fjöldinn j allur af viðtökutækjum í járn- 1 tjaldslöndunum er stilltur á þær. | Varaforsefaefni Demokrata LYNDON B. JOHNSON víir kjörinn varaforseti Demókrataflokksins á flokksþingi því, sem nú er háð í Los Angeles. Kjörið kom flestum á óvart, því að ekki var talið að Kennedy myndi óska eftir honum sem varaforsetaefni, einsi og raunin varð þó á. Enn- fremur var talið, að John- son myndi ekki hafa áhuga á að fórna sinni valdamiklu stöðu sem þingleiðtogi demókrata í öldungadeild- inni fyrir hinu stórum á- hrifaminna embætti vara- forseta, nái þeir félagar kosningu. Þetta hefur þó örðið. Kjör Johnson gekk ekki hljóðlega fyrir sig. Úrskurð aði þingforseti að hann hefði verið kjörinn með meirihluta atkvæðarog upp hófst þá kurr mikil. — í sömu mund tók stærðar Iúðrasveit til að leika, — Johnson-fjölskyldan kom franr á sviðið og urðu þá geysimikil fagnaðarlæti. Lyndon Öaines Johnson er 51 árs gamall. Hann er kennari að menntun og stundaði barnaskóla- kcnnslu um margra ára skeið. Árið 1932 gerðist hann ritari þingmanns nokkurs í fulltrúadeildinni og flutti þá til Washington. Þingmaður í fulltrúadeild- inni varð hann 1937 og til öldungadeildarinnar var hann kjörinn 1948. Þar hef ur hann setið fyrir Texas. Hann hefur verið foringi demókrata í öldungadeild- inni fá 1953 og þar með verið geysilega áhrifaríkur. Hann er einn mestmetni leiðtogi Demókrataflokks- ins og má teljast leiðtogi hægri arms hans, þar sem Kennedy þykir hins vegar mjög friálslyndur. Tengir hann þar með fylki Suður- ríkjanna við framboðið. — Johnson er mótmælandi, en sem kunnugt er hefur kaþólsk trú Kennedy ver- ið ýmsum þyrnir í augum. Er þar með að nokkru bætt úr því. Rússar svara Könum Moskva, 15. júlí. (NTB-Reuter). SOVÉTSTJÓRNIN vísaði í dag afdráttarlaust á bug orð- fsendingu bandaríkjamannh út af atburði þeim, er kort- og ljósmyndajþota bandaríkjahers var skotin niður út af Kola- skaga. Segja Rússar, að vélin hafj sannarlega verið komin í rússneska lofthelgi. Segja Rúss ar, að í þessu efni fari USA með hrein ósannindi og um- gangist sannleikann af fullkom inni fyrirlitningu. Rússarnir eru á förum ÞINGMANNASENDINEFND- IN frá Æðstaráði Ráðstjórnar- líkjanna hefur nú dvalið hér á landi £ sjö daga. Sendinefndin leggur af stað heimleiðis í kvöld. í gærkvöldi hélt sendi- nefndin fund1 með blaðamönn- «m og kom þar fam eftirfar- andi frá sendinefndinni: 'Við viljum senda endurtekn- lar þakkir okkar til bæjar stjórna og forystumanna í verk smiðjum og mennta- og félags- málastofnunum, sem við höfum heimsótt svo og þingmanna, er verið hafa í för eð okkur, fyrir þá vinsemd og umhyggju, sem sendinefnd okkar hefur verið auðsýnd. Við viljumt fyrst af öllu taka það fram, að ísland og ágæt þjóð þess hafa fallið okkur vel i geð. Þann tíma, er við höfum dvalizt hér,_ höfum við hitt að máli fjölda íslendinga á ýmsum stöðum landsins, og hvarvetna voru okkur veittar alúðlegar viðtökur. Okkur skildist það enn betur en áður, hvernig svo lítil þjóð hefði getað reynzt fær um að heyja svo ákveðna baráttu fyr- Framhald á 14. síðu. Leopoldville, Brussel, Moskva, 15. júlí. (NTB-Reuter). SNEMMA í dag sneru þeir Kasavubu, forseti Kongó og Lumumba, forsætisráðherra þess, sér til Krústjovs, forsæt- isráðherra Sovétrskjanna, og kváðust vera tilneyddir að leita eftir hjálp Sovétríkjanna, þar sem Vesturveldin létu ekki af innrás sinni. Síðar í dag svaraði Krústjov símskeyti þeirra félaga og kvað Kongómenn , hafa fullan rétt til að búa í friði. Fái þeir það ekki munum við koma þeim til hjálpar, sagði Krústj- ov. Eftir að svar. Krústjovs hafði verið athugað af vestrænum stj órnmálamönnum í dag, er sú skoðun almenn, að Rússar muni gera alvöru úr „hjálp“ sinni, ef Belgíski herinn yfirgefur ekki Kongó hið hraðasta. LUMUMBA AÐVARAR SÞ. Samtímis því, að hersveitir Sameinuðu þjóðanna tóku að fjölmena til Kongó í dag, lýsti Lumumba forsætisráðherra því yfir, að yrði nokkur samvinna milli SÞ-hersveitanna og hinna belgísku yrðu hinar fyrrnefndu umsvifalaust einnig beðnar að yfirgefa landið. Jafnframt gaf hann nú belgísku herjunum og sendisveitarstarfsmönnum Belga 12 tíma frest til að vfir- gefa landið. Kvað hann styrj- aldarástand vera milli þessara ríkja. Lumu.mba kvað orsökina fyrir því, að USA studdi mál- stað Belga hjá Sameinuðu þjóð unum, vera þá, að Bandaríkin vildu að Belgir héldu áfram mikilvægum herstöðum sínum í landinu. Hann kvað Kongó nú ramba á barmi ríkisgjaldþrots og hungurneyð vera á næsta leiti. GHANAHER VIÐBÚINN. Hinn brezki yfirhershöfðingi Ghana-hersins, Henry Alexar.d er, lýsti því yfir hér í dag, að með tveggja tíma fyrirvara gæti hann haft í Kongó tyær af herdeildum sínum, samtela 3000 manns. Ennfremur mipiu álíka fjölmennur her frá Túpis vera reiðubúinn með jafn- skömmum tíma. Framhald á 14. síjhu Hendur lagÖar á Vestmenn Bonn, 15. júlí. AMERÍSK, brezk og þýzfc hernaðaryfirvöld í Þýzkalandi kvarta undan því, að hendur séu og hafi verið lagðar á starfs menn og nefndarmenn þeirra í hernaðarsendinefdum þessara ríkja í Potsdam, Austur-Þýzka landi. Gerðist þetta í síðasta mán- uði og talið, að hér séu að verki austur-þýzkir kommún- istar, er vilji með þessu þrýsta Rússum til frekari átaka í Þýzkalandsmálunum. Öll hafá ríki þessi mótmælt árásunum. Brezkir sendu Rússum harðprð mótmæli og kröfðust öryggis fyrir nefndarmenn sína, í en fengu skæting einn í svars stað. Bandaríkjamenn hafa ekkert svar fengið við sínum mótmæl- um. Brezkir embættismenn eru á þeirri skoðun, að næst sé fvrir þessi þrjú ríki að taka upp bollaleggingar sín á milli úm það, hvað skuli til bragðs táka. Bent er á það, að Rússar hafi hernaðarsendinefnd staðsetfa í Vestur-Þýzkalandi rétt eins; og Vesturveldin hafi samskonar nefndir í Austur-Þýzkalandi. Má nú búast við, að árásir Rússa komi nú niður á þeixra eigin sendinefnd í V.-Þýzka- landi. X V Aþýðublaðið — 16. júU 1960 g

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.