Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 5
Vinsælt leikfang ÞESSI járnbraut hefur ár- um saman brunað í kring- um efnaverksmiðju eina í Þýzkalasidi, en hefur nú verið komið fvrir á Ieik- vellinum í Griesheim, út- borg Frankfurt. Hafa börn in mikla ánægju af að fevð ast í járnbrautinnj eða standa í stjórnklefa og leika lestarstjóra. Móður drengsins, sem situr á reykháfnum, get- um við huggað með því, að Iestin er ekki í gangi sem stendur! Ung hjón Dvelst hér I í 5 daga ij EUGENE BLACK, að- albankastjóri Alþjóða- !! bankans í Genf, kemur « hingað til lands 22. þ. m. <> Black er á ferð til Evrópu j! og mun? dveljast hér í 5 !> dag. j! Black mun ferðast um !j Iandið, og einnig mun !> hann ræða við nokkra for- ;! vígismenn bankamála liér !> á Iandi. ;! fttWWMWWWWWWMWW NEWPORT, 12. júlí — Með því að granda banda- rísku flugvélinni RB-47 á frjálsri flugleið, hafa Ráð stjórnarríkin þverbrotið al þjóðalög og gert sig sek um að reyna „að yfirlögðu ráði að stofna til alþjóðlegs hættuástands“. menn og fullyrti, að „njósna- flugvélin11, sem nú hefur veri5 tortímt, hefði haft lendingar- leyfi í Noregi. (Norska stjórn- in hefur þegar mótmælt þessu. Enginn norskur flugvöllur, seg; ir í mótmælunum, var beðinm um að taka ó móti flugvélinni. Hins vegar fengu leitarflugvél ar að hafa afnot af flugvöllum í Noregi). ongó biður . um hjálp WASHINGTON, 12. júlí — Ríkisstjórnin. í Kongó hefur beðið Bandaríkja- stjórn um hjálp, og farið þess á leit að hún sendi 3000 manna bandarískt herlið til landsins. Christian Herter hefur aflýst för sinni til Kanada vegna á- tandsins í Kongó. Þá eru frétt- ir á lofti um að Hammerskjöld, framkvæmdastjóri' Samednuðu þjóðanna, muni fara þangað. Þetta er óstaðfest. Hins vegar er vitað að hann er í stöðugu sambandi við Rai.ph Bunche, að stoðarframkvæmdastjóra SÞ, sem nú er í Leopoldville. Fregnir frá Kongó eru óljósar os ruglingslegar. Samkvæmt fréttum í gærkvöldi' var þetta það nýjasta frá nýja lýðveld- inu: Kongó hefur einnig beðið Sameinuðu þjóðirnar að senda her til Kongó. Efcki er vi'tað til að Kongó hafi beðið fleiri ríki en Bandaríkin um hernaðarlega hjálp. U-2 farnar FUJIYAMA, utanríkisráð- herra Japans, hefur tUkynnt, að Bandaríkjamenn hafi nú flutt heim U—2 flugvélar sínar frá Japan. Þessi tilkynning var birt' eft- ir að fjldafundur var haldinn fyrir utan eina flugstöð Banda- ríkjanna í Japan. Þessi ásökun kom fram í blaðaviðtali, sem James Hag- erty, blaðafulltrúi Eisenhowers átti við fréttamenn í morgun. Bandaríska flugvélin, sem hafði sex manna áhöfn, hvarf 1. júlí. Hún var, að sögn Banda ríkjamanna, við landmælingar. Ellefu dögum seinna, eftir mikla leit sem Rússar meðal annars tóku þátt í, var til- kynnt í Moskvu, að rússnesk- ar orustuflugvélar hefðu skotið | vélina niður sama dag og henn- ar var saknað. Hagerthy Iagði sérstaka á- herzlu á það í blaðasamtalinu, að RB-47 hefði verið á alþjóð- Iegri flugleið og hvorki flog- ið yfir rússneskt land né rúss- neska Iandhelgi. Samkvæmt góðum heimild- um munu Bretar veita Banda- ríkjamönnum fullan stuðning í „stríðinu“, sem upp hefur bloss að vegna bandarísku vélarinn- ar. Macmillan forsætisráðherra svaraði í dag fyrirspurnum um málið í neðri málstofu þings- ins. Hann lýsti yfir, að hann teldi enga ástæðu til að rengja þá fullyrðingu Bandaríkjamanna, að flugvélin hefði verið skotin niður yfir „opnu hafi“, þ. e. ut- an rússnesku landhelginnar. Bretar munu væntanlega á morgun (miðvikudag) svara mótmælaorðsendingu Rússa vegna flugs vélarinnar. Rúss- nesku mótmælin byggjast á því, að vélin kom fi'á bandarískum flugvelli í Bretlandi. Þrálátur orðrómur gengur um það í London, að Macmill an muni mjög bráðlega fljúga til Washington til viðræðna við Eisenhower. Krústjov boðaði til blaða- mannafundar í morgun vegna flugvélamálsins. Hann var þungorður í garð Bandaríkja- manna ,sem hann kvað hafa gengið á bak orða sinna. Þeir hefðu heitið því, eftir að njósna flugvél þeirra. var skotin niður 1. maí síðastliðinn, að gera ekki fleiri tilraunir til njósna úr lofti. Þá deildi hann á Norð- víkur- meistarar MEISTARAMÓT Reykjavíkur i frjálsíþróttum hófst á L’augar- dalsvellinum í gærkvöldi og var keppt í áíta greinum. — Reykjavíkurmeistarar urðu: 400 m grindahiaup: Sigurður Björns son, KR 57,2. 200 m hlaup: Hörð ur Haraldsson, Á 22,2 sek. (bezti tími íslendings í sumar). 800 m hlaup: Svavar Markússon, KR 1:57,1 nún. 5000 m hlaup: Kristleifur Guðbjörnsson, KR 15:19,6 (bezti tími íslendings á sumrinu). Kúluvarp: Guðm. Her mannsson, KR 15,75 m (bezti ár angur íslendings í sumar). Spjótkast: Valbjörn Þorláksson, ÍR 56,91 m. Langstökk: Vil- hjálmur Einarsson, ÍR 7,25 m. Mótið heldur áfram í kvöld k]. 8.30 og verður aftur keppt i átta greinum, 110 m grind, 190 m, 400 m, 1500 m, stangar- stökki, þrístökki, kringlukasti og sleggjukasti. Spáð sigri NEW YORK, NTB. 12. 7. John F. Kennedy hefur enn aukizt fylgi í barátt- unni, sem frambjóðandí Demókrataflokksins í for-j setakosningunum Fyrsta kosningin fer fram á þingi Demókrata í kvöld, og er því spáð að Kennedy nái kosningu. Framhald af 1. síðu. mierhaven. Togarinn er 1500 tonn. Á togurum af þessu tagi og venjulegum togurum er sá höf- Uðmunur, að þar þarf enginn að vinna úti á opnu dekki. Tvö dekk eru á skipinu og trollið tekið inn að aftan. Auk þess eru í skuttogurum aðstæður til ®ð v’inna úr aflanum á siglingu. í togaranum, sem Útver hef- Ur ;hug á að eignast, verður íryátihus,' sem tekur 65 tonn áf fiski, fiskimjölsverksmiðja og mjölgeymsla fyrir um 100 tonn. Hann á að geta borið 500 tonn af ísuðum fiski. Lengd skipsins er 237 fet og breidd 36 fet. Ganghraði er 15 pjómílur á klukkustund. Sex togarar af þessari gerð eru nú í smíðum í þýzku skipa smíðastöðinni, sem fyrr er nefnd. Bretar eiga tvo þeirra, Norðmenn tvo og Þjóðverjar sjálfir tvo. Fullbúinn með öllum tækjum á togarinn að kosta um 44 mi'llj- ónir. Smíði skipsins tekur eitt ér. Á skuttogara er 29 manna á- Ihöfn, en auk þess vinna 15—20 yið vinnslu fi'skjarins. Aðalhluthafar í Útver bf. éru bræðurnir Vigfús og Árni Friðjónssynir á Siglufirði'. Alþýðublaðið — 13. júlí 1960 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.