Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 13
MYND þessi er af íra- donnustyttu frá sextándu öld, en hún var á sýningu í Bajem nú í sumar. Sýn- ingu þessari var ætlað að gefa yfirlit um kirkjulega list á síðari öldum og var efnt til hennar í sambandi við heimsþing kaþólskra í Múnchen. Maðurinn, sem stendur fremstur og er 'að horfa á madonnuna, er Jósef Wendel kardínáli. Minningarorð: ÁRNI SIGURÐSSON í DAG fer fram bálför Árna Sigurðssonar sjómanns. Árni var fæddur 27. september 1877 í Rangárvallasýslu. Hann var þá á þriSja ári yfir áttrætt er hann lézt að Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu, þann 3. júlí síöastliðinn. Ævistarf Áma var sjó- mennska og var hann á sjón- um öll sín beztu- ár, fyrst* á skútum og síðan á togurum. Hann var einn af stofnendum Sjómannafélags Reykjavíkur og heiðursfélagi þess. Þeim f.ækkar nú óðum frumherjum GREIN þessi birtist í Náttúrufræðingnum, síðasta hefti. í henni er vakin athygli á merkilegu máli, nátt- verkalýðshreyfingarinnar og með Árna er fallinn í valinn einn af þeim, er skildi það 1915 hversu nauðsynlegt það var fyrir sjómennina að stofna sitt eigið félag. Blessuð sé minning hans. Félagi. úruvemd, sem ekki hefur verið rædd fyrr. Merkileg uppgötv- staðreyndir NÁTTÚRUVERND og skóg- rækt hljóta oft og tíðum að vera andstæður, ekki sízt þeg- ar um er að ræða gróðursetn- ingu og ræktun erlendra trjá- tegunda. Þetta liggur í augum uppi, enda miða náttúruvernd- áaðgerðir í nágrannalöndum ökkar mjög að því, að verja ákveðin landssvæði fyrir hvers konar ræktun og varðveita þar með upprunalegan gróður þeiera og dýralíf. Þetta hlýt- ur líka að verða eitt af verk- eínum okkar, enda þótt að- gerðir af þessu tagi séu ekki jafnaðkallandi hér á landi og í þeim löndum, sem( eru þét.t- býlli og betur fallin tiT rækt- unar. Nú dettur mér aC vísu ekki í hug að hvetja til and- stöðu gegn skógræktartilraun- um þeim, sem hér hefur verið unnið að af miklum myndar- skap og dugnaði á undanförn- um árum. Slíkt væri fásinna, enda mun flestum virðast svo, sem landrými sé hér nóg til skógræktartilrauna og allir munu sammála um það, að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið á óyggjandi hátt, hvort takast megi að rækta nytja- skóga hér á landi. Áróður fyr- ir skógrækt,- sem að sjálfsögðu er nauðsynlegur til að þoka þessum málum áleiðis, hefur fallið í góðan jarðveg meðal ís- lendinga, sem lengi hafa verið haldnir rótgróinni minnimátt- arkennd vegna skógleysis landsins, og vilja allt til vinna til að geta sagt og sýnt út- lendingum, að raunverulegir skógar vaxi á íslandi. Þetta er aðeins ein hlið á þjóðarkomp- lexi, sem lýsir sér meðal ann- ars í því, að íslendingar mega helzt ekki heyra reyndar viss- ar landfræðilegar staðreyndir svo sem, að ísland sé kalt og hrjóstrugt land, sem sé stað- sett á útjaðri hins byggilega heims. En hvað sem þessu líður, þá er yfirleitt ekki nema gott eitt um skógræktaráhuga íslend- inga að segja. Það er aðeins ein hlið á þessu máli, sem er miður æskileg. Eg á hér við áráttu hinna áhugasömu skóg- ræktarmanna að gróðursetja barrtré á sérkennilegum og fögrum stöðum, sem ætla má að fyrr eða síðar verði settir undir náttúruvernd. Eg nefni hér aðeins nokkur dæmi um slíka staði. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Ásbyrgi, Bæjar- staðaskógur í Öræfum, Dverg- hamrar á Síðu og Dimmuborg- ir við Mývatn. Eg tel gróður- setningu barrtrjáa á stöðum þeim, sem hér hafa verið nefndir, hrein náttúruspjöll, og við verðum að gera okkur ljóst, að ef ekkert verður að gert í þessu máli, er bókstaf- lega enginn staður óhulltur fyrir hinum áhugasömu her- skörum skógræktarmanna. — Þessu verður því að kippa í lag og það ætti að vera til- tölulega auðvelt með almennri fræðslu og leiðbeiningastarf- semi, Eg býst við að skógrækt- armenn, sem flestir eru hinir mætustu menn, muni taka slíkum leiðbeiningum vel og muni fljótt átta sig á því, að hér hafa verið unnin óþurftar- verk, sem varast ber í fram- tíðinni. Enda má öllum vera það Ijóst, að það hefur ekki minnstu þýðingu fyrir skóg- ræktina á íslandi, þótt takast megi að kæfa Dverghamra á Síðu í barrskógi. Og skógar- kjöll vel fallin til gróðursetn- Framhald á 14. síðu. un og i. NÝLEGA var í Alþýðubl. get- ið um, að uppgötvaðar'hafi verið vetrarbrautir í sex millj- arða ljósára fjarlægð, og var þar talað um, að uppgötvun þessi gæti orðið til þess að skýra sumt, sem hingað til hefur verlð óljóst varðandi „eðli og ásigkomulag“ alhei'ms ins. En hvað sem verða kynni um ýmsar þær heimsfræði- kenningar, sem nú eru uppi, þá er það ein ályktun, sem framar öðrum ætti að blasa við í hvert sinn, sem slíkar uppgötvanir eiga sér stað og þessi. Og hún er, að hversu stórar tölur sem menn taka til um stærð alheimsins, þá muni þær aldrei ná því, sem' þar raunvemlega er. Reyndin hef- ur ævinlega orðið sú, að menn gerðu sér þar ofsmáar ‘hug- myndir, og er því mikil ástæða til að ætla það, sem Giordano Brúnó hélt fram fyriir löngu, að alheimurinn hljóti að vera óendanlegur bæði í tíma og rúmi. Og það þarf í rauninni engar nýjar uppgötvanir tiT þess að gera sér þetta ljóst. Til þess þarf ekki annað en að spyrja sjálfan sig um, hver hljóti að vera frumorsök hlut- anna. Frumorsök hvers eins hlutar er samband hans við aðra hluti, og hlýtur þá að Kggja í augum uppi, að frum- orsök þeirra aTLra sé sú, að heimurinn sé óendanlegur. Og þegar þetta er Ijóst orðið, þá ætti það einnig að verða Ijóst, að í aðalatriðum hafi' heimssag an hlotið að gerast með jafnri þróun, hvað sem kann að hafa átt sér stað um einhverja þætti hennar. Óend’anlegur heimur getur hvorki byrjað né endað í neinum ákveðnum punkti eða efni'skekki, því að þar er hvorki um byrjun né endi að ræða II í bókinni LÍF í ALHEIMI, sem kom hér út fyrir einu eða tveimur árum, er að sjálfsögðu rætt um þá kenningu, að lifn- uni'n hafi á hverjum stað edn- göngu orðið fyri'r ákveðna þró un efna og efnasaimlbanda, en öfugt við það, sem nú er ríkj- andi, þá er í bók þessari (bls. 73) haldið fram, að þar geti þó ekki verið um fulnægjandi' skýringu að ræða. Blind til- viljun er þa-r talin ekki full- nægjandi til skilnings á því, að slík furðusmíð skyldi hér verða til sem maðurinn er, og að líffræðin-gar verði því að finna þar betri skýringu. En þó að höfundum bókar þessar- ar hafi' það auðvitað ekki verið kunnugt, þá hefur þó þessi þetri skýring þegar 'komið fram, og það fyrir löngu, og á ég þar við kenninu dr. Helga Pjeturss um lífsambandið á milli' hnattanna. Og því minn- ist ég nú á þá kenningu, að ég fyrir skömmu sá rætt um stað reynd'r, sem verða mættu henni til stuðnings. Var það í greinihni „Eins og tveir drop- ar“, sem prentuð er í Sunnu- dagsbl. Afþýðubl. 19. júní sl., Og á ég þar við það líf- og hug- samband, sem svo greinilega er þar um að ræða Er mjög skiljanlegt, að sl®t muni sér- staldega geta átt sér stað á milli þeirra sem -líkir eru, eins og þegar eineggja tvihurar eiga í hitut, og er það í góðtt samræmi við það, sem dr. Helgi kenndi. Samstilling var það, sem hanm taldi undirstöðu þess, að sambönd tækj-ust. Og þegar nú horft er út frá þess- um staðreyndum, þá liggur það ljóst fyrir, hvernig lifnunin. verður á hverjum stað. — Það sem sagt var frá þarna í blað- i'nu, var að vísu eingöngu um samband milli íbúa þessarar jarðar. En þar sem sambönd hafa stundum tekizrt einnig við þá, sem ekki eru lengur hér á jörðu, þá verður frá náttúru- fræðilegu sjónarmiði séð óhjá- kvæmileg sú ályktun, að líf- og hugsambönd eigi sér einn- i'g stað við íbúa annarra hnatta. Og þaðan séð blasir hin umrædda skýring mjög fagurlega við. — Efnið, sem samkvæmt kenningu F. Hoyl- es er sí og æ að skapast eða verða til, 'hefur að vísu í sér mögulei'ka til óendanlegrar fullkomnunar og þróunar. En án sambanda við það, sem þeg ar hafði komizt á leið full- komnunarinnar og framfar- Framhald á 4. síðu. Alþýðuhlaðið — 13. júlí 1960 £3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.