Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 13.07.1960, Blaðsíða 15
F vita það seinna. Geturðu ekki reynt að sættast við Venet- iu?“ „Það er ekki til neins. Ég hef þegar reynt það. Og ég skreið ekki fyrir henni eins og ég hef gert oft áður. Ég vissi hvað ég vildi og vék mér beint að efninu. En við fór- um að rífast um leið og þetta barst í tal og svó var því lok- ið!“ Myra leit hræðslulega á hann. „Þú átt þó ekki við að iþet-ta hafi verið mér að kenna?“ „Á vissan hátt. Hún ásak- aði mig um að hitta þig bak við sig?“ „HÚN LÍKA!“ Hún var búin að segja þetta áður en hún vissi af. „Við hvað áttu?“ spurði Brent. „Hún líka?“ „Ekkert“, Myra leit á úrið sitt. „Ég verð að fara.“ Hún gekk að gamla manninum og kyssti hann á hvítt hárið, svo tók hún kápuna sína. „Ég kem á morgun“. „Frá þrjú til fjögur“, — gamli maðurinn kinkaði kolli. „Komdu eins fljótt og þér er unnt, ég ætla að mála grunn- inn á meðan“. Brent fylgdi Myru niður í lyftunni og þegar þau komu út á götuna, sagði hann: „Ég fylgi þér til sjúkrahússins“. „Nei!“ kallaði Myra og hann leit hvasst á hana. „Viltu ekki vera mér sam- ferða?“ spurði hann sár. „Það er ekki það. Ég vil gjarnan vera ein, ef þér er sama“. „En mér er ekki sama. Við getum aldrei verið tvö ein. Þú kemur ekki' nema til að sitja fyrir hjá Simon.“ „Vitanlega, ég mundi ekki koma ella!“ „En erum við ekki vinir, Myra?“ „Vitanlega erum við það“, fullvissaði hún hann. „Og það gerir þá ekkert til þó við séum saman af og til fyrst ég er ekki lengur trú- lofaður 'Venetiu.“ „Ekki annað en það að ég hef ekki tíma til þess. Simon þarfnast míns frítíma núna!“ „En þegar hann hefur lokið við myndina . . .“ „Þá fer ég héðan Brent“. Hann trúði henni ekki. ,,Þú ert að gera að gamni þínu!“ „Ég vildi óska að svo væri. En þetta er satt. Ég hef verið rekin og fer um mánaðarmót- in“. Hann starði skelfdur á hana. „En hversvegna, —• HVERSVEGNA? Þú ert svo dugleg og þér þykir vænt um sjúklingana . . .“ „Og sjúkrahúsið", viður- kenndi hún og skyndilega komu tár fram í augu henn- ar. „Ekki spyrja mig meira, Brent. Ég hef ekki hugsað mér að segja neinum það“. „Hver rak þig?“ spurði hann rólegur. „Stjórnin?“ „Nei“. „Ekki þó LOVELL?“ „Vitanlega. Hann er yfir- læknir. Ég hélt þú vissir það“. „Ég hélt ég vissi líka ann- að. Dálítið, sem gerði mig hálf afbrýðisaman . . En Myra hlustaði ekki á hann. Hún var að þurrka sér um augun með vasaklútnum sínum. „Ég er svo heimsk“, snöggti hún. „Hugsaðu ekki um þetta Brent“. „Ég vildi að ég gæti hjálp- að þér“, tautaði hann. „Þú tekur þér þetta mjög nærri, er það ekki?“ „Áttu við að fara frá sjúkra húsinu?“ „Gæti það verið eitthvað annað?“ spurði hann óviss. „Vitanlega ekki“. „Það er þó ekki Marks vegna?“ Hún leit stolt á hann. — „Vertu ekki svona heimskur, Brent“. Svo, hugsaði hann. Það er rétt. Hún elskar hann! Og hann sem hafði verið svo viss um að Mark Lovell elskaði hana einnig, en nú sá hann ekki annað en Venetiu. Kvöld ið áður höf ðu þau vakið mikla athygli á Maxim. Skyldi Myra vita það? Já öll París hafði séð myndina, sem hafði birzt af þeim á forsíðum blaðanna. Hann vonaði Myru vegna að hún hefði ekki séð hana. En Myra hafði séð hana. — Það var ekki aðeins talað mik ið um það á sjúkrahúsinu held ur hafði einhver verið svo smekklaus að klippa myndina út og hengja hana á vegginn í læknastofunni. David Har- vey hafði tekið myndina nið- ur. „Því getur fólk ekki hætt að slaðra svona“, hafði hann sagt. „Því getur ekki einn maður boðið einni fallegri konu út að kvöldi til án þess að allir þurfi að leggja saman tvo og tvo. Það er áreiðanlega ekikert á bak við þetta.“ En Myra var ekki svo viss um það. Hún gat ekki annað en séð þetta fyrir sér. Venet- ia hafði ljómað og hallað sér að Mark og hún hafði haldið um hönd hans. Og hann, hann hafði litið ni'ður til hennar á- nægjulegur á svip. „Ég verð að hætta að hugsa um hann“, sagði Myra hátt við sjálfa sig. „Ég get ekki eytt ævi minni í að syrgja mann, sem elskar aðra konu“. „Myra!“ Hún hrökk við, þegar hún heyrði nafn sitt nefnt og sá JuStin Brooks koma á móti sér. „En gaman að hitta þig“, sagði hann. „Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvem- ig þú hefðir það“. „Það er auðvelt að komast að því“, sagði hún stríðnis- lega. „Það er sími á sjúkra- húsinu.“ 24 „Ég hef ekki verið í skapi til að tala við einn eða neinn“, sagði hann stuttur í spuna. „Þú hefur ekki verið veik- ur aftur?“ „Nei . . .“ sagði hann og fór undan í flæmingi. „Heyrðu nú . . .“ sagði hann svo ákafur. „Geturðu ekki komið með mér út einhvern tímann?11 „Gjarnan“, sagði hún glöð. „í kvöld“, spurði hann á- kafur. „Ég er á vakt til tíu“. „En á eftir? Eigum við ekki að skemmta okkur og fara í næturklúbb“. „Ég verð að fara heim og skipta um föt fyrst“. „Ég skal sækja þig hvenær sem þú vilt, ef þú aðeins kem ur með“. Hún lét hann fá heimilis- fang sitt og hugsaði með sjálfri sér að hún hefði gott af að komast út og hitta ann- að fólk. Kannski tækist henni þá að gleyma Mark. Eftir Rona Randall 24. Estelle Lovell sat á móti frænd'a sínum við miðdegis- verðarborðið, en hann talaði ekki orð við hana, „Hvað er að Mark?“ spurðí Estelle rólega. „Kannski sérðu að ég er hérna ef þú ferð að tala við mig!“ Mark brosti af- sakandi: „Er ég svona ókurt- eis Estelle? Fyrirgefðu mér!“ „Þú veizt vel að ég fyrir- gef þér alltaf þó ég verði að segja að það var erfitt að fyr- irgefa myndirnar, sem birtust af þér í blöðunum — eða slaðr ið, sem á eftir kom“. „Ég vissi ekki að þú læsir slúðurdálka blaðanna, Est- elle!“ „Það gera allar konur — við elskum slúður! Og það sama gera flestir karlmenn“, bætti hún þurrlega við. „Það er vegna slúðursins, sem öil París veit að þú ert alltaf með Venetiu og unnusti hennar er þar hvergi nærri“. „Ef þú ert að tala um Brent Taylor, þá er hann ekki leng- ur unnusti hennar“, sagði Mark hinn rólegasti. „Svo þau hafa slitið trúlof- uninni?“ spurði Estelle. „Það var synd, þau áttu svo vel saman“. „Það fannst Venetiu ekki“. „Henni hefur þó sennilega fundist það þegar hún trúlof- aðist honum? Og það findist henni sennilega enn ef hún reyndi að sættast við hann. Ég vona að hún geri það bví það verður ekki auðvelt fyrir hana að f inna annan mann við sitt hæfi“. „Við getum ekki séð um líf annarra fyrir þá“, sagði Mark utan við sig. Hann langaði ekki til að tala um Venetiu eða um það hvernig það hafði einhvern veginn komið af sjálfu sér að hún væri alltaf þar, sem hann var. Þó hún væri falleg og skemmtileg var hann búinn að fá leið á henni. Hún kunni ekki að tala um annað en leikhús og dans, á- huginn, sem hún hafði sýnt fyrir vinnu hans í upphafi, — hafði fljótlega fjarað út. „Nei, það getum við ekki en við getum kannski breytt ann arra lífi fyrir þá“. „'Við hvað áttu með því?“ „Bara það að þú hefur ekki breytt lífi Bi'ent Taylors svo lítið með að vera með Venet- . iu“. „Og ég held að Brent Tayl- or hafi mjög slæm áhrif á vissa aðra manneskju. „Ef þú heldur að ég ætli að spyrja þig við hvað þú átt, þá vil ég ekki gera þér það til geðs. Ég hef engan áhuga fyr- ir Brent . . . ég vorkenni hon- um. Hann er alltof eigingjarn og hrokafullur fyrir mig . . . en hann hefur eitthvað gott í sér eftir því sem ég hef heyrt“. „Og hvað hefurðu heyrt, Estelle?“ „Að hanrt hafi tekið gamla Joseph að sér“. Mark kipptist við. „Og hver hefur sagt þér það?“ „Systir Friar. Hún hjálpaði Joseph inn í bílinn hans Brent þegar hann kom að sækja gamla manninn“. Mark leit undrandi á frænku sína. „Þetta getur ekki verið satt“. „Systir Friar sá það sjálflt. „En hvernig vissi hún hver Brent var?“ „Það var auðvelt. Þegar hann kom að sækja gamla Jo- seph lét hann dyravörðinn fá nafnspjald sitt til að hægt væri að kalla það gegnum há- talarann. Það er það sem allt af er gert þegar sjúklingur er sóttur“. „En ég trúi því ekki! Því skyldi Brent taka gamla mann inn að sér?“ Hann minntist þess nú að Myra hafði sagt: „Vinur hans sér um hann!“ — Hvaða vinur? Brent Taylor? En hvenig gat hann verið vin ur gamla Josephs?“ „Ég get ekki skilið hvers- vegna hann hefur áhuga fyr- ir gamla Joseph?“ sagði hann. hugsandi. „Kannski er það vegna þess að þeir eru báðir málarar . . . kannski vorkenndi hann hon- um. Það var a. m. k. fallegá gert af Brent og það gladdi mig“. „Mig líka, en einhver hlýtur að hafa sagt honum frá ganila Joseph og . . .“ „Og þig grunar sennilega hver það var“, sagði Estelle og starði á frænda sinn. „Ég sé það á þér, það þýðir ekki að neita. Hver heldurðu að það sé? Einhver frá sjúkrahús inu því annars hefði Bfent ekki notað það nafn á g^mla Joseph, sem við notuðum. — Hann spurði eftir gamla Jos- eph, þegar hann kom að heim- sækja hann“. Það komu djúpar hrukkur á- enni Marks og hann leit á frænku sína. „Þegar hann heimsótti hann?“ endurtók; hann. „Hvenær var það?“ „Hvernig ætti ég að vita það vinur minn? Ég var að- eins á sjúkrahúsinu í morgun til að koma með bækur og þeg ar ég sá að rúmið hans var autt spurði ég um hann. Syst- ir Friar var a vakt og hún var að springa af forvitni og sagði mér að fínn maður hefði kom ið að heimsækja hann og hún hefði ekki skilið hvemig á því stóð að hann nefndi hann ekki með sínu rétta nafni fyrst hann þekkti hann heldur not- aði gælunafnið okkar“. „Sennilega hefur hann not- að gælunafnið vegna þess að hann vissi ekki rétta nafnið“. „Já en þá erum við enn í sömu sporunum. Það hlýtur einhver að hafa sagt honum það . . . einhver sem hafði á- huga fyrir gamla manninum. Og ég held að þú vitir hver gerði það“, sagði Estelle að lokum. „Ég er ekki viss, en ég held að ég viti það . . .“ — 13. júlí 1960 H5 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.