Lögberg - 01.03.1923, Page 5
LÖGBERG FIMTUDAGINN
1. MARZ, 1923.
Bls. 6
herrans ár eftir þaö, og dó í apríl
1901, vantaöi þá þrjá mánuSi upp
á að hún 'heftSi lifaö 99 ár.
I Fagradal ólst eg upp aö mestu
leyti; kom þangaö 6 ára, fór þaö-
an 17 ára. Þegar eg var á 9. ár-
inu—eg fæddist 16. apríl 1839—
var eg látinn vaka yfir túninu þá
um voriö; átti aö byrja aö vaka
um helgina í 7. viku sumars og
vaka á hverri nóttu til fráfærna,
en þær voru jafnan látnar fara
fram ööru hvoru megin helgar i
10. vilcu sumars. Eg kveiö hálf-
vegis fyrir jþessu vökulagi, var
hræddur um, að mér leiddist, þeg-
ar alt heimilisfólklið svæfi á sín
bæði eyru, en eg einn mætti vaka
allar nætur. F,n' svo varð þó ekki,
eg fann aldrei til leiðinda. Fegar
veöriö var gott, svo eg gæti verið
úti við, fann eg æfinlega eitthvað
til aö bústanga við mér til afþrey-
Sngfar óg dægra'styt,lftngar,. Ein-
veran varð mér létt og átti vel við
mig, enda hefi eg alla mína æfi
verið dálítiö einrænn í lund og að
upplagi ekki verulega mannblend-
inn; aldrei kunnaö vel viö mig í
fjölmenni. Eftir tilvísun móöur
minnar, tók eg mér bækistöð á
melhól suðaustan við túnið, er ber
jafnhátt því; sést þaöan vel yfir alt
það svæöi, sem von er fyrir að
slcepnur sæki helzt aö túniinu. Á
mel þessum var þá töluvert af
hnullungagrjóti, ekki stórgeröu, á
víð og dreif um allan rnelinn, eins
og er á öllum samskonar melum á
Austfjörðum. Flestir eða ’allir
munu þeir hafa til orðið á sein-
ustu árum ísaldarinnar. Á mel
þessum var eg nálega allar nætur,
þegar veður leyföi, þar hafði eg
nóg að sýsla. Eg tók að byggja
mér bæ og hélt því starfi áfram i
fjögur vor samfleytt, sem eg var
látinn vaka yfir túninu. Hafði
eg þá bygt baðstofu, búr, eldhús,
skemmu, hlöðu, fjós og smiðju;
auðVitað var ekki bygt ofanyfir
eða sett þak á neitt þessara húsa.
Að þessum fjórum árum liðnum.
tók Gestur bróðir minn, sem var
fjórum ánun yngri en eg, við
vökusýslaninni, og þá gaf eg hon-
um allan húsahópinn til átölu-
Iausrar eignar og umráða; þótfi
Gesti vænt um þá gjöf og kysti
mig fyrir. Fyrstu vikuna,. sem eg
vakti á næturnar, var oftast þykk-
núkið loft og hálfkalt, ekki samt
frost, aldrei stórhvast og ekkert
úrfelH. Æfinlega var alt kyrt og
hljótt um sjálft lágnættið, þaö var
eins og öll náttúran blundaöi, hin
lifandi, jafnt og hin liflausa; yfir
öllu hvíldi djúp kyrð og ró.
Ekkert heyrðist, nema fossaniður
úr fjarlægð. Þessi dynjandi
fossa-dúr, alt af á sömu nótuna,
var mjög hátíðlegur i hinni miklu
bö&n og kyrð. Þessi algjörða
kyrð varaði svo sem tvær klukku-
stundir á að gizka, kannske hálfa
þriðju. Þó fór að heyrast eitt og
eitt kindarjarm á stangli, svo smá-
fjölgaði ]>eim þar til þau urðu ó-
ttljandi. Fyrst heyrðist lika ein-
staka vængjaþytur og svo fleiri og
fleiri. Svo tóku fuglarnir til að
kvaka, sumir að syngja, hver eftir
sinum nótum. Lóan t. d. syngur
stundum dí-dí hvað eftir annað,
nokkuö langdregið og meö angur-
bliöum hljómblæ; það sögðu menn
boða regn; stundum syngur hún
dirri-dírrí, var þá söngurinn fjör-
ugri og meiri kjarkur í röddínni;
fcið átti að boða hreinviðri og vind
'jneð kælu nokkurri; oftast kvakar
óan heldur stutt, en þó þýðlega,
öi eöa §7. Þá er Lóuþrællinn
smár fugl, kallaður svo af því
menn skoða hann sem þjón lóunn-
‘jr’ bv> í öllum stærri hópum eru
avalt nokkrir af þessum smáfugl-
um með; þeir syngja sin lög, eina
°tu i senn, er að lengd mundi
Jí fngilda einni heilnótu i sálrna-
söng; ekki get eg táknað hljóð
petta með stöfum, það er svo ólíkt
öllu öðru hljóði, sem eg hefi
beyrt; það er eins og murr, en þó
afar mjúkt og milt, hljómþítt og
ætur vel i eyrum; er þvi gaman
að hlusta á. Spóann kannast allir
’rið, sem hafa séð hann og heyrt
til hans; hann vellir í sáfellu seint
og snemma. Þá má ekki gleytna
hrossagauknum; hann kemur úr
háa lofti á mikSlli ferð og nálgast
láglendið með hrynjandi hvin, er
líkist 'hneggi. AÚargir höfðu trú
a því, að ástæður manns og liðan
yfir sumarið færi eftir þvi, í hvaða
att maður heyrði til gauksins i
fyrsta sinni að vorinu. Ef það
var í austri, (auðgaukur j þá
græddust manni fjármunir; í suðri
(sælgatikur) boðaði heilbrigði og
goða líðan yfirleitt; i vestri ('vesal-
gaukur) vissi á veikindi eða skort
hfsnauðsynja; í norðri (nágauk-
urý maðurinn feigur; en uppi yf-
ir manni . ('ununargaukur) þá
mundu óskir manns uppfyllast og
vonir rætast.
Marga ánægjustund hafði eg af
fuglum þessum, sem nú hefi eg
talið. Það vom líka einu fugl-
arnir, sem eg kyntist á þessu vöku-
timabili, því þó eg örsjaldan sæi
álftahóp fljúga hátt i lofti þvert
yfir dalinn og stefna inn til ó-
bygða, þá hafði eg engin kynni af
þeim önnur en að heyra áléngdar
hinn undurfagra og hljómþíða
söng þeirra. Krumma hafði eg
oft séð áður og heyrt hann
krunka. Gaman hafði eg nú
stundum af krumma; hermdi eg
oft eftir honum og stundum svo
líkt honum, að hann tók undir
við mig. Líka hafði eg áður séð
á veturna snjótitlinga, er menn svo
kölluðu, koma í hópum heim að
húsum í vetrarhörkunum til að
leita sér bjargar, sem oftast varð
þó af mjög skornum skamti.
Undrunarvert og óskiljanlegt virð-
ist það vera, að þessir aumingja
litlu snætitlingar skuli ekki gjör-
falla af hungri og kulda — deyja
út — í hinu grimma og langstæða
vetrarríki, sem alloftast Ihefir und-
irtökin tvo-þriðju hluta ársins i
veðráttufarinu á íslandi. En
'manni verður þá ósjálfrátt að
hugsa likt og Jónas: að yfir þeim
“hvílir hulinn vemdarkraftur”,
ekki siður en “hólmanum, þar sem
Gunnar sneri aftur” Strangir og
langir vetrar hafa margir gengið
yfir ’lsland, svo að marga mánuði
samfleytt hefir ávalt ómað sama
viðkvæðið nálega í öllum sveit-
um þar sér hvergi á dökkan dil,
þar fær enginn titlingur i nef sitt.
En samt, þegar loksins vorið hef-
n komið og sólargeislarnir hafa
loksins fengið leyfi til að byrja á
ætlunarverki sínu, þá hefir æfin-
iega úr öllum áttum borist að eyr-
um mannanna hinn inndæli lof-
gjörðar og sigursöngur sólskríkj-
unnar litlu, mögru og margþjáðu;
þá veit hún að baráttunni er lok-
ið og hlakkar til sumarsins, sem
hún einnig veit að er i nánd. —
Eg hafði nærri þvi gleymt maríu-
erlunni, en hennar verð eg að
minnast ofur lítið. Maríuerlan
kemur á hverju vori heini til ís-
lands; hún á þar heima, þvi hún
verpir þar og klekur upp ungum
sínum, eins og lóan og aðrir far-
fuglar. Menn settu þá komu
hennar i samband við verzlunar-
skipin, er fyrst komu á vorin á
Austfjarða hafnir, menn sögðu
hún kæmi með skipunum. E'kki
er Mariuerlan ’söngfugl. Hún er
smá að vexti, en aðdáanlega fall-
eg, snotur og nett, með langt stél
mjótt og rennilegt; veifar hún því
jafnan upp og ofan, þegar hún
situr, en hún situr aklrei lengi í
sama stað. Sumir höfðu þann
sið, að þegar þeir sáuMariuerluna
; fyrsta sinn að vorinu að tala til
liennar þessum orðum: “Mlariu-
erla mín, hvar er hún Svala systir
þín Eg skal gefa þér feldinn blá,
ef þú visar mér á, hvar eg á að
vera, vetur og sumar, vor og
haust.” Svo beið hann þess hún
flygi upp; þar sem hún settist
næsl), var rétti staðurinn.
Fyrstu vikuna, sem eg vakti á
næturnar, var oftast þykkviðri,
eins og eg hefi áður minst á, en
stinni hluta laugardagsins hurfu
öll ský og gjörði heiðbjart veður.
Sunnudagsnóttin var öll heið og
hrein, blæjalogn og döggfall mik-
ið á afturbirtunni. Seinni hluta
nætur var eg lengi nokkuð á meln-
um minum og hafði allan hugann
við byggingarsýslið , oftast hálf-
boginn og álútur. Þá fanst mér
einu sinni alt í einu bregða fyrir
annarlegum bjarma einhvers stað-
ar frá.leit þvi upp og horfði i
kring tun mig. Sá eg þá sýn
nokkra, er eg hafði aldrei séð áð-
ur. Yfir hnjúkunum þremur, sem
áður er nu’nst á að séu á Breiða-
tindinum, lágu blæjur svo undur
fagrar, sem væru þær gjörðar úr
rtuðagulli. Fyrst vissi eg eigin-
lega ekki hvað þetta mundi vera,
starði á þessa undra sýn nokkur
augnablik og áttaði mig fljótt á
hinu rétta: sólin væri að renna
upp. Blæjurnar stækkuðu og
lengdust þar til þær náðu sarnan
og var því líkast, sem einhverjar
ósýnilegar meÍ9tarahendur hefðu
ofið bryddingar úr skirasta gulli
með roðablæ og lagt hana yfir
tindinn; en hvað hún fór vel,
þráðbein og hnífjöfn, hvergi
blettur eða hrukka. Og hvað
tindurinn sjálfur varð hátignar-
legur þar sem hann bar við ljós-
bláan vorhimininn með þetta gull-
h'að um ennið. En bryddingin
breikkaði fljótt. Þá varð mér lit-
ið á Kvensöðulstindinn og sá, að
hann hafði eignast hjálm gjörðan
af samskonar gulli, og í sömu and-
ráni voru lagðar gullslæður yfir
Grænafellið. Svo eftir nokkur
augnablik var sett á Skútukollinn
húfa áþekk biskupsmitri ofnu úr
gullþráðum, og seinast var Múl-
inn kórónaður. Á svipstundu
fanst mér öll þessi gulldjásn vaxa
og síkka, verða að kirtlum, möttl-
um eða skikkjum, er klæddu fjöll-
in ofan að miðju. Eg varð heill-
aður og hrifinn af hinni undur-
samlegu fegurð, er fyrir mig bar
—þessum himneska dýrðarljóma.
Sálin—unglings sálin hrein og
saklaus, sem enn var ósnortin af
því óhreina, sem svo mikið er til
áf í veröldinni—, varð gagntekin
af lotningu fyrir Guði almáttug-
um, skapara himins og jarðar,
með öllu því, sem í þeim er. Hún
var snortin af Guðs anda. Utn
stund vissi eg hvorki í þenna heim
né annan. Eins og i leiðslu sett-
ist eg á stein og fór að syngja
morgunvers, er eg hafði lært löngu
áður og lagið við það. Það er
fyrsta versið í gömlum morgun-
sálmi, er var í Grallaranum og
líka í nýju sálmabókinni frá Við-
ey. Versið er svona:
“Dagur er, dýrka ber Drottin
Guð minn,
Nótt er liðin, lof sé Guði,
ljós skín;
Gleður enn marga menn myrkra
f lóttinn,;
Líf og sál, líka mál lofi Drott-
in”.
Versið söng eg með allri þeirri
lotningu, sem eg átti ráð á; sælu-
kendur klökkvi ríkti i huga mín-
um meðan eg söng. Guðs náðar-
nálægð var umhverfis mig á þeirri
stundu. Eg söng versið þrisvar
sinnum; hélt í einfeldni minni, að
Guði væri velþóknanlegra, að eg
syngi það þrisvar, heldur en að
eins einu sinni. En nokkru mun
þó hafa ráðið um það fyrir mér
í þvi efni, regla sú, er foreldrar
mínir áva'lt höfðu við guðsþjón-
ustugjörð í 'heimahúsum á stórhá-
ttðunum þremur. Þá var æfin-
lega sungið ákveðið vers þrisvar
sinnum, þegar búið var að lesa
guðspjallið; á jólunum var æfin-
lega sungið versið; “Heiðra skul-
um vér herrann Krist”; á pásk-
um: “Kristur reis upp frá dauð-
um”, og á hvítasunnu: “Kom
skapari heilagi andi.” — Þegar eg
hafði lokið söngnum, jafnaði eg
mig smátt og smátt og rankaði
við öllu til fuls. Þá rann það í
hugann, að nú hefði eg máske
svikist um og ekki gætt skyldu
minnar, leit í kring um mig og sá
að 3 eða 4 kindur voru komnar í
túnjaðarinn. Eg þaut af stað og
rak þær burtu. Á meðan rann
sólin upp og breiddi dýrðarljóma
sinn yfir dalinn allan, svo nálega
bar hvergi skugga á. Þá gekk eg
heim aö bænum; flest fólkið var
komið á fætur og var að búa sig á
stekkinn. Eg sagði því frá sýn-
inni dýrlegu, er hafði borið fyrir
mig; var frásögnin náttúrlega ó-
skipuleg og fjölorð, eins og titt
er hjá unglingum. Fólkið gaf því
líka lítinn gaum að frásögn minni.
Vinnumaður, er þar var, sagði
hálf-glottandi: “Það er nú svo
sem engin nýlunda, að sjá ársólar-
roða á fjallatoppum, því það geta
allir, sem nenna að skreiðast úr
hadlinu, séð á hverjum morgni,
þegar heiðbjart er.” Fólkið skildi
mig ekki; en eg skildi sneiðina,
sem mér var ætluð. Mér þótti
gott að sofa fram eftir á morgn-
ana, og kom því oft ekki á flakk
fyr en löngu eftir sólaruppkomu.
í því bili kom móðir min út úr
bæntim, þá nýklædd. Fór eg til
hennar og bauð henni góðan dag-
inn með kossi. Tók hún því vel
og spurði, hvernig mér hefði liðið
um nóttina. Lét eg vel yfir þvi,
og sagði henni svo frá þvi, er mér
var ríkast í huga þá stundina.
Hún hlustaði á mál mitt með
gaumgæfni og veitti nákvæmt at-
hygli öllu því, er eg sagði — hún
skildi mig. Svo loksins, þegar eg
hafði lokið máli mínu, tók hún til
orða og mælti: “Þetta þykir mér
vænt um að heyra; þetta hefir
farið vel. Eg bæði heyrði það og
sá það á þér, að morgundýrðin
hefir haft sterk áhrif á þig, en
jafnframt góð. Sterk áhrif frá
öllu, sem er sannarlega gott, fag-
urt og hreint, er unglingar á þín-
um aldri, og þó eldri séu, verða
fyrir, áður en hið illa, sem of
tnikið er til af i heiminum, nær til
þeirra, eru ómetanleg gæfa fyrir
sálarheill þeirra og velferð, bæði
hér í heimi og annars heims.
Smekkurinn fyst sem kemst í ker,
keiminn lengi eftir ber. Sál ung-
lingsins á bernskuskeiðinu er við-
kvæm og næm fyrir öllurn utan að
komandi áhrifum, illum og góð-
um. Eitt hið dýrmætasta hnoss
eða happ er nokkrum unglingi get-
ur hlotnast, eru góð áhrif, áður en
hann kemst í kast við hið illa.
Góðu áhrifin skilja ávalt efitir í
meðvitund vorri fáein frækorn,
sem vér ósjálfrátt hlúum að og
varðveitum; þau festa rætur, og
upp af þeim spretta liljur hreinar
og fagrar. Það eru dygðirnar,
sem mönnunum er boðið að æfa
og rækja. Dygðunum verður æ-
tíð samfara hin heilaga ham-
ingja. Góðu áhrifin eru gjöf
heilags anda; þeirri guðdómlegu
gjöf mátt þú ekki glata, geymdu
hana sem helgidóm, og öll góðu
ábrifin, sem þú verður snortinn
af í æskunni, geymdu þau í hug-
skoti þínu vel og vandlega, fram
á fullorðinsár, enda fram á elliár,
ef svo vill verða; og þá muntu
hafa lært að þekkja dýrmæti
gjafarinnar guðdómlegu. Gleymdu
henni aldrei, glataöu henni aldrei.
Vond áhrif eða ill, sem unglingar
á þínum aldri geta orðið fyrir, eru
óbætanlegt tjón fyrir sálarheill
þeirra og siðferði. Þau spúa
banvænu eitri og ólyfjan á hina
hreinu og óflekkuðu sál unglings-
iíis saklausa, sem trautt eður eigi
læknast aftur. Vondu áhrifin
læðast inn í hugskotið, þegar ung-
lingurinn sér eða heyrir eitthvað,
1 sem honum virðist meinlaust, en
er þó í sjálfu sér ilt og ljótt, t. d.
ýmislegt svi/virðingar athæfi og
tal, svo sem blót og fonmælingar,
hneykslanlega athæfi og tal, svo
sem klám og illur eða ljótur munn-
söfnuður og ótal margt fleira, sem
cr viðbjóðslegt hverjum prúðum
manni. Guðs rödd, er lætur til
sin heyra í hverri óspiltri sál —
þ- e. samvizkan — segir mannin-
um hiklaust og ótvírætt, hvað hon-
um beri að gjöra og bvað ekki að
gjöra. Hver sá, sem er svó gæfu-
ríkur, að hlýða þeirri rödd og
breyta beinlínis eftir boði hennar,
hann er hólpinn; en ef ekki, þá
er óhamingjan vís. Til að verj-
ast þvi, að ill álirif nái föstum
tökum á manni, þarf maður að
gleyma þeim sem fljótast; mun
það bezt takast með því móti, að
hugsa aldrei um þau og tala aldrei
um þau; kappkosta af fremsta
megni að rífa upp með rótum all-
ar endurminningar um • þau úr
hugskoti sínu, svo þær séu þar
ekki framar til. Takist það, þá
dofna þau skjótt, hjaðna og
hverfa að lyktum í hið mikla djúp
gleymskunnar og tímans. En ef
svo skyldi nú fara, að þú yrðir
fyrir einhverjum þeim vondu á-
hrifum, er þú ekki gætir hrundið
frá þér, þótt þú gjarna vildir, ætt-
ir þú i nokkru striði við sjálfan
þig, þá komdu til mömmu þinnar
og segðu henni satt og rétt frá
öllu; hún mun þá feginsamlega
og með Ijúfu geði liðsinna þér með
öllu því, er móðurhyggjan ein get-
ur áorkað; dugi það ekki, þá get-
ur enginn hjálpað þér nema Guð
einn, en hann hjálpar líka æfinlega
öllum. sem biðja hann af sannri
auðmýkt með hreinu hugarþeli og
barnslegu trúnaðartrausti, Eestu
þér í minni þesi fáu orð, sem nú
hefi eg talað við þig, sonur minn
góður. Eg vona að þú skiljir þau
til hlítar — þau eru ekkert lærðra
manna mál.”
Orðrétt, eins og móðir mín
mætti þetta af munni fram, er
þetta ekki, en meiningin i því, sem
•hún sagði, er nákvæmlega eins og
að öllu óbrjáluð. Eg var dálítið
klökkur. Hún tók eftir þvi, og
mér virtist henni geðjast vel að
þvi. Eftir stundarþögn sagði hún
mér svo að eta morgunskattinn,
hátta svo ofan i rúm mitt og fara
að sofa, og það gerði eg.
Flestum mun finnast þessi at-
burður smávægilegur og tilkomu-
litill, en samt markaði hann svo
djúp spor á bemskubrautina mina,
að timinn, með öllum hans ham-
förum, byltingum og breytingum,
hefir enn ekki máð þau burt og
gerir það ekki, meðan eg dreg
lifsandann.
Ritað í ágústmánuði 1920.
Margrét Gottskalksdóttir
Hún var fædd 14. des. 1834 á Völlum i Hólmi i Skaga-
f jarðarsýslu, og voru foreldrar hennar: Gottskálk bóndi og
hreppstjóri á Völlum, Egilsson, Gíslasonar, Konráðssonar á
Reykjum, — voru þeir Gottskálk og Gisli sagnfræðingur Kon-
ráðsson bræðrasynir; seinni kona Gottskalks og móðir Mar-
grétar, var Guðriður Jóhannesdóttir bónda á Breiðavaði.
Margrét ólst upp þar innan héraðs til fullorðinsára. Hún
giftist 25 ára gömul Gísla, Gíslasonar bónda í Húsey i sömu
sýslu, Ólafssonar bónda á Ausu i Borgarfirði. Með honum átti
hún 4 börn, er öll eru dáin: Egil, er kvæntist Ólinu Björnsdótt-
ur frá Sleitustöðum Jónssonar og konu hans Sigríðar Þorláks-
dóttur Jónssonar, systur Guðmundar málfræðings og Gísla
bónda á Frostastöðum; þau Egill og Ólína eignuðust tvo
sonu, Björn, er býr vestur á Strönd, og Guðmund Friðrik, verzl-
unarmann í Elfros, Sask., kvæntur Ingibjörgu Sigmundsdóttur
frá IHúsabakka Jónssonar. Guðmund, dáinn fyrir löngu. Fnð-
rik, dáinn fyrir löngu, og Helgu.
Margrét fluttist með börnum sínum til Vesturheims 1874,
og til Winnipeg 1876. Var til heimilis, er hún andaðist, hjá
Mr. og Mrs. F. Stephenson, 694 Victor St.
Margrét andaðist sunnudaginn 25. febrúar og var jarðsung-
in frá Sambandskirkjunni íslenzku í Winnipeg af séra Rögnv.
I'éturssyni.
Séra Ólafur Ólafsson,
fríkirkjiprettur.
(Eftir “Óðni”)
Þann 1. sept. 1922 lét séra Ól-
afur Ólafsson af prestskap hér i
Reykjavík. Þar sem hér er um
að ræða fráför svo ailkunnugs
prests, sem lengi heffr starfað og
mikið unnið, þykir vel við eiga að
segja nú eitthvað frá því, em á
dagana hefir drifið öll þessi ár.
En auðvitað er það ekki nema
fátt eitt, og mest undan og ofan
af, sem sagt verður frá í stuttu _
máli af svo löngu prestskapar-jlatínukennara
Það eru ekki nein smáræðisstörf,
sem presturinn hefir þurft að inna
af hendi á þessum árum, eins og
siá má af því, að á þessu timabili
hafa fæðst í söfnuðinum 3,360 börn,
dáið um 1,450 manns, fermd um
1,550 ungmenni, verið gift 1,112
hjón og auk þess haldnar um 1,000
guðsþjónustur. Þetta verða undir
níu þúsund ýmiskonar bein em-
•bættisverk, auk ýmsra annara anna
og erfiðis, sem óhjákvæmilega eru
því samfara, að rækja slíkt em-
bætti vel og alúðlega, svo að ekki
er að undra, þó að einn maður sé
tekinn að lýjast á því, eftir 20 ára
þiónustu í söfnuði, sem sjálfsagt
má telja um níu þúsund manns. Þó
hefir safnaðarfólk aldrei kvartað
um það, að séra Ólafur ynni ekki
störf sín eins reglulega og eins vel
og áður, heldur er það hann sjálf-
ur, sem hefir óskað þess, að hætta
þeim, áður heldur en hann fari að
láta á sjá, og koma að söfnuðinum
ungum kröftum og óþreyttum, eins
og hann telur honum fyrir beztu.
Þó segist séra Ólafur álita, að ef
vel eigi að vera i framtíðinni, veiti
ekki af tveimur prestum við söfnuð-
ir.n, eins og er hér við dómkirkj-
una, ef ekki eigi að vera hæcta á
því að slita kröftum þessa eina um
aldur fram.
Auðvitað hafa prestsstörfin ver-
ið aðalstörf séra Ólafs, en þó hefir
hann einnig fengið afkastað all-
miklu öðru, svo sem ýmiskonar rit-
störfum, einkum þó meðan hann
var í Arnarbæli. Þýddi hann þá
t. d. Þjóðmenningarsögu Noröur-
því, hvort hann hafi oft átt erfiða
afstöðu í prestskaparastarfi sínu,
lætur hann reyndar) Jitið yfir því,
og segir það gleymt og grafið.
Mestu erfiðleikatíma sína telur
hann þó mislingana og manndauð-
ann 1882, og landskjálftanna 1896,
en þá féllu hjá honum öll—17—hús
í Arnarbæli á einni nóttu, nema
k'.rkjan, og svo mannskaðinn í
Reykjavík 1906—1907, og síðast en
ekki sizt spönsku veikina 1918.
Eins og kunnugt er, varð allmik-
il hreyfing út af því, fyrst þegar
séra Ólafur var að koma hér að
Fríkirkjunni og jafnvel allsnarpar
deilur, og svaraði þá séra Ólafur
allsnarplega fyrir sig og söfnuð
sinn. En alt segir hann þetta
gleymt og fyrirgefið nú, og segir að
samkomulagið við Dómkirkjuprest-
ana hafi alla tið verið hið ákjósan-
legasta, og hafi þeir verið sér hin-
ii sanwinnuþýðustu og alúðlegustu
á allan hátt, eins og söfnuðir sínir
hafi líka ætið verið sér sérstaklega
góðir, svo að hann liafi að því leyti
verið mikill hepnismaður í starfi
sínu, þ<j oft hafi það verið þungt
og erilsamt.
í trúmáladeilum hefir séra Ól-
aíur ekki tekið mikinn þátt, en þó
aldrei dregið dul á skoðanir sínar,
enda þykir hann einn skörulegasti
prédikari hér um slóðir, og segist
fylgja enn hinni sömu stefnu, sem
hann hafi fylgt í upphafi, og hafi
nýjar hreyfingar, sem ýmsar hafi
snúist þar á móti, ekki haggað þar
sannfæringu sinni. Oft hefir verið
farið fram á það við séra Ólaf, að
Dodd» nýrnapillur eru beata
QýrnameðaiiC. Lækna og gifft,
bakverk, hjartabilun, þvagteppu
og önnur veikindi, sem starfa frá
nýrunum- — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c. askjan eða sex öskjur
fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf-
sölum eða frá The Dodd’s Medi-
:ine Co.< Ltd.. Toronto, Ont.
eftir að heyra til séra Ólafs enn þá
— enda munu kunnugir telja hann
í röð vinsælustu og merkustu
kennimanna samtíðar sinnar.
hann gæfi út einn árgang af pré-
... u-., *. ,, -,u rt dikunum sínum, en hingað til hefir
alfunnar, Hjalpaðu þer sjalfur, eft- hann ekk; vj]jað það; Qg þae
þó sjálfsagt verða vinsæl bók.
ir Smiles, Foreldrar og börn o. fl.
Auk þess hafa komið út eftir hann
ýmsir aðrir bæklingar, fyrirlestrar,
ræður, o. fl., og er einna kunnast
erindið: Hvernig er farið með
þarfasta þjóninn? og vakti það
mikla athygli á sínum tíma og hafði
mikil áhrif um land alt á meðferð
manna á hestum og skilningi
Þó séra Ólafur hafi nú talið rétt,
að láta af höndum sér hinn erfið-
asta og annamesta söfnuð sinn, er
hann ekki hættur að vera þjónandi
prestur, því enn þá þjónar hann i
Hafnarfirði og á Kleppi, en þeir
'söfnuðir eru miklu léttari en Rvik-
... ,. .... ursöfnuðurinn, og annaminni, svo
n-anna a þe.m malum ollum og seg- 8 hann getur haldig þeim, ^ hon.
ir sera Ólafur, að það se það nta um þykj störfin hér orfiin sér of
smna, sem ser þyk, sjalfum emna crfi#> Fn sjalf t ei menn oft
vænst um. Auk þessa hefir hann I ____________________________________
skrifað mesta fjöldá blaðagreina.
Enn fremur kendi hann áður fyrri
mörgum piltum undir skóla. Seg- j
ist hann minnast þess með mikilli j
ánægj u oft, Jnegar hópur ungra
n’anna dvaldist á heimili hans aust-
ur þar, að slíku námi, og mátti þá
oft sjá um öll hús þar “mikla iðn
og athöfn”, eins og segir i gamalli
biskupasögu, enda minnast nem-
endur séra Ólafs hans sem ágætis
Frá íslandi.
Rafstöðin í Kirkjubæjar-
klaustri.
Lárus Helgason alþm. í Klaustri
hefir d sumar reist rafstöð, 12
ihesta, við bæ sinn. Með því afli
raflýsir hann ai'lan biæinn, hitar
öll líbúðarhcrbergi, fær móg afll
tii að elda við ailan mat, baka
brauð og þvo þvott. Auk þess fær
hin nýreista loftsikeyta'stöð afl til
sinna iþarfa frá þessari stöð. All-
ur kostnaðurinn við verkið var um
16 þús. kr. Bregður heimilisfólk-
inu, körlum jatfnt sem konum, við
vinnusparnaðinn og þægindin sem
-leiddu af breytingunni. Húsið
alt hlýtt og bjart nótt og dag, og
þó engra elda eða lampa að gæta.
Slík breyting þyrfti að verða á seon
flestum sveitabæjum. Bn af því
að hver stöð er nokkuð dýr, og
leiðslur miili bæja þó enn dýr
ari, hluttfallslega, er auðséð, að
nýbýlum verður að koma svo fyr-
ir, að heimilin séu nokkur í hvirf-
mgu saman, þótt land sé skift
með girðingum til afnota. Dreifðu
býlin útiloka rafmagnsnotkun al-
ment. En hún er lífssflcilyrði fyrir
lífi sveitanna.
Eyrarbakkasparisjóðurinn.
Ekki er enn farið að rannsaka
stjómarhætti þar, þó að spari-
sjóðsbæikurnar gangi kaupum og
sölum með afföllum. Ein merki-
'leg nýjung er þar enn á ferðinni.
Sparisjóðurinn kvað hafa fengið
all-álitlega peningafúlgu nýlega
frá einum af helstu viðskifta-
mönnum sínum, tíu miljónir
pólskra imarka. Nokkrar miljón-
ir austurrískra króna munu og
hafa staðið tiil boða, en ekki verið
meðteJkna'r. pað þykir sennilegt,
að Jóhann V. mumi ekki gera ann-
að þartfara með spítalann fyrst
um sinn en að lána hann til að
geyma í >au feikmaiegu auðæfi í
erlendum gjaldmiðli, sem sækja í
land á Eyrarbakka.
starfi, eleki sízt hjá manni, sem
starfað héfir eins mikið í kyrö og
þögn á heimilunum, í sjúkdómum,
sorgum og þrengingum, og séra
Ólafur hefir gert. Það er áreiS-
anlega ekki minsta, eða ómerkasta
starfiS, sem prestamir hér vinna
þarinig, þó fæstar sögur fari af
því, eins og eðlilegt er.
Séra Ólafur hefir verið þjón-
andi prestur á 43. ár, varð kandí-
dat með fyrstu einkunn 1880 og
vigður í ágúst sama ár, og giftist
skömmu síðar Guöríði Guðmunds-
dóttur prests í Arnarbæli. Fyrst
var 'hann í Vogsósprestakalli nær
fjdgur ár, síðan í Guttormshaga
um 9 ár, og loks í Arnarbæli í 10
ár, en þó þjónaði hann í fjögur
og hálft ár meöan hann var í
Guttonmshaga einnig Landpresta-
kalli og Efri-iHoltakalli, og var það
mikil yfirsókn. Fríkirkjuprestur
hér í Reykjavik var hann svo ráð-
inn 1902 og vigði kirkju safnaöar-
ins á sunudaginn í föstuinngang,
22. febrúar 1903. Þessi kirkja
reyndist þó brátt of litil, og var
stækkuð, eða öllu beldur reist ný
kirkja, sem hann vigði aftur 12.
nóv. 1905, og er það sú kirkja, sem
enn stendur hér. Söfnuðurinn hef-
ir vaxið mjög á þessum árum, svo
í rauninni er kirkjan nú aftur oröin
of lítil, enda hefir kirkjusókn ávalt
verið óvenju góð hjá séra Ólafi.
Auk þessa hefir séra Ólafur all-
iriikið fengist við opinbei^ mál, og
m. a. verið þingmaður Rangæinga
1891, Austur-Skaftfellinga 1901 og
Amesinga 1903—1907. í því sam-
bandi má og minnast afskifta hahs
af holdsveikramálinu. Um það
skrifaði hann mikið á sínum tima í
ísafold. Því þegar hann kom til
prestskapar í Holtin, var þar mikil
holdsveiki og skoðun fólksins þar
þá sú sama og annars staðar á þess-
ari veiki, að hún væri ekki smitt-
andi, og hagaði það sér eftir þvi.
Séra Ólafur þóttist hins vegar eftir
öllu þar að dæma sem hann sá fyr-
ir sér, vera viss um það, að veikin
væri smittandi en ekki arfgeng.
Fór hann svo að safna ýmsum
drögum um þessi mál, einkum um
það, hvernig unt yrði að stemma
stigu fyrir frekari útbreiðslu, með
spítalastofnun o. s. frv. og benti í
því sambandi á það, að eiginlega
ætti holdsveika fólkið inni hjá þvi
opinbera, þegar rannsakaðir voru
reikningar og eignir spítalajarð-
anna o. fl. Eins og kunnugt er,
urðu svo Oddfellowar til þess að
hrinda af stað framkvæmdum i
þtssu máli, og mintist höfuðmaður
þeirra, dr. Beyer, einu sinni í ræðu
á afskifti séra Ólafs í þessu máli,
cg kallaði hánn þar “manden som
rejste hele bevægelsen.”
Þegar séra Ólafur er spurður að
from
Prize Winnind
Farmers Say
ers
Dr- Seager Wheeler, LL.D.. Hosthern. Sask.: —
Lk hefi notaC Formaldehyde blöndu fyrir korn
með bezta áransrri. Hefi ekki orðið var við mvelu i
uppskeru minni árum saman."
Tlhe Sutherland Canadian Land Co.. Ltd R B
Samrster. Aet. Brooks Alta:—"Eer hefi aldrei not-
að við korn mitt annað en Formaldehvde 1 mörk af
40 prct. sterkri blöndu i tunnu af vatni. pað er ekk-
ert betra til að ver.ia korn oe kartöflur fvrir mverlu
en Formaldehyde. os því ráðleKK e« bað."
W.A.A. Rowe. Neepawa. Man:—
“Ek tók að nota Formaldehvde
strax ok mælt var með Því til út-
rímingrar mvtrlu i hveiti. höfrum
ok bygrsi. ott hefir þaö ávalt bor-
ið áaætan áransrur."
Davis Bros.. Perdue. Sask.: —
“Með Því að nota Formaldehyde-
blöndu. 1 pd. 1 32 sral. af vótni.
tii þess að veria korn við mvelu.
hefi ee trvet uppskeru mina fyr-
ir þessum illræmdu óvinum.”
J. H. Richard. Roland. Man.:—
“I sambandi við Formaldehvde
*ret ev sasrt. að Það hafi revnst
mér óbrieðult meðal ae'-n mvsriu
I korni. þessi fimm ár. sem ea er
búinn að nota Það.’’
Jno. W. Lucas, Calgary, Alta.:—
“Við notum Formaldehyde við
allar okkar kartöflur, sem hefir
borið áerætan áraneur. sé Það
hétt notað. Eg mæll með Þvl.”
STANDARD
^RmaldehydI
KILLS
SMIIT
STANDARD CHEMICAL CO.} LTD.
Monireal WINNIPEQ Toronto
34
XYKILL pÆGIJTDA
er lykillinn, sem opnar skrá
kolabirgrisins, sem fylt er með
Western Gem kol. Enginn get-
ur verið kaldur og um leið lið-
ið vel. Ef kolabyrgrið et ekki
vel fult, lát oss fylla þafi með
beztu kolum, sem fást úr nám-
unni. paS verSur ySur sparn-
aSarauki, um leiS og faS held-
ur ySur heitum.
THE WINNiPEG STTPPLY AND FUF.L CO., I/FD.
Aðal-Skrifstofa: 265 Portage Ave., Avenue Block Phone N-7615