Lögberg - 01.03.1923, Síða 6
Bls. 6
LÖGBERG FIMTUDAGINN
1. MARZ, 1923.
Barónsfrú Mainau.
Eftir
E. Marlitt.
Morgunverðurinn var etinn, án “þess að sezt
væri niður. Systkinin þrjú brögðuðu ekkert og
tóku engan þátt í samræðunum, sem presturinn
hafði komið af stað. pau stóðu saman og töluðu
saínan í hálfum hljóðum. Magnús greifi hélt í
hönd systur sinnar, hinnar nýgiftu, og það var
sorgarsvipur á andliti hans. pað var sem þess-
um óframfærna, kyrláta fræðimanni væri nú
ljóst, hvað hann misti.
*‘Nú verðum við að fara, Júlíana,” sagði
Mainau barón skyndilega og batt enda á sam-
tal systkinanna. Hann hafði fært sig nær brúð-
urinni og sýndi henni úr sitt. Damentarnir, sem
það var sett með, köstuðu kölduim geislum til
hennar.
Hún hrökk saman, sem hún væri hrædd.
petta var í fyrsta sinni, sem þessi rödd hafði
nefnt nafn hennar. Hann sagði það vingjarn-
lega og alúðlega; en samt lét það eitthvað svo
kuldalega í eyrum og ókunnuglega, þegar það var
ekki stytt. Jafnvel móðir ‘hennar, jafn harð-
geðjuð og óástúðleg sem hún var, hafði aldrei
nefnt hana fullu nafni. Hún hneigði sig ofur-
lítið fyrir honum og þeim sem til staðar voru og
fór út úr stofunni ásamt Úlrikku.
Systumar gengu þegjandi, eins og þær væri;
eitar af einhverjum, upp stigann og inn í her-
bergi sitt.
“Hann er hræðilegur Líana,” sagði Úlrika,
þegar ljurðin hafði lokast á eftir þeim. J7að
setti að henni grát, þótt hún venjulega væri
mjög róleg, og hún fleygði sér á rúinið og huldi
andlitið í svæflinum.
“Vertu róleg og gerðu mér ekki þungt í skapi.
— Bjóst þú við nokkuru öðru? Eg átti von á
því,” sagði Líana og strauk hendinni um höfuð
systur sinnar, en yfir föla andlitið á henni flaug
snöggvast gremjukent bros. Hún tók varlega
myrtussveiginn úr hárinu og lagði hann ofan á
lítið skrín, sem hún ávalt hafði geymt í smá-
menjagripi fr áskólaárum sínum. Eftir fáein
augnablik var hún búin að skifta um föt og kom-
in í grá ferðaföt í staðinn fyrir brúðarkjólinn.
Hún hafði kringlóttan hatt á höfðinu og við hann
var fest grá slæða, sem var bundin saman undir
hökunni. Hún dró glófa á hendur sér.
“Og nú ennþá einu sinni til pabba,” sagði
hún döpur í bragði og þreif um leið eftir regn-
hlífinni.
“Að eins eitt augnablik enn —” bað Úlrika.
“Tefðu mig ekki. Eg þori ekki að láta
Mainau bíða,” sagði unga konan með alvörusvip
uim leið og hún lagði handleginn um háls systux*
sinnar og fór út úr herberginu.
Myndasafnið var á fyrsta lofti í höllinni og
lá eins og grashjallinn fyrir neðan, sem var fyrir
utan garðsalsgluggana. f myndasalnum var
hálfrökkur, því hlerarnir fyrir gluggunutm voru
hálflokaðir. Systurnar leiddust eftir honum
endilöngum og að þeim gaflinum, sem fjær var,
þar sem ofurlítii birta féll á rautt marmara gólf-
ið. Úlrikka opnaði gluggahlera með hægð.
Allar myndirnar af herklæddum mönnum með
rauða kampa og ógnandi svip voru enn í myrkri;
ljósið, sem skein inn um gluggann, féll alt á mynd
af einum æruverðum öldung og Jýsti hana. Hin
ófögru einkenni Trachenlbergs ættarinnar, eld-
rauða hárið og skeggið, voru á honum orðin
silfurgrá og silkimjúk og lágu slétt og gljáandi
á hvirfli og efrivör.
“Elsku pabbi!” sagði Líana lágt og lyfti
höndunum upp til myndarinnar. Hún hafði
verið eftirlætisbarn hans og hann hafði verið
upp með sér af henni. Oft hafði hún hallað
höfðinu upp að brjósti hans og sofnað þannig,
og í helstríði dauðans hafði hann strokið höfuð
hennar blíðlega með máttvana hendinni. — Við
hliðina á mynd hans hékk önnur, sem sást óglögt
í hálfdimimunni, sem var á henni. pað var
mynd af hárri og mjög grannvaxinni konu. Kjól-
slóðinn hennar var bryddur með hreysikattar-
skinni, berar magrar axlirnar stóðu fram úr
hvítum loðskinnskraga, og ofan á hárinu, sem
var skrýft upp, var lítil en falleg kóróna. Kon-
an sem þessi mynd var af, var föðuramma Lí-
önu, og hún hafði einnig verið prinsessa if
smárri furstaætt. f hinum beina mjóreyrða
líkama hafði slegið yllaust hjarta. Köldu, skýru
augun horfðu vorkunarleysislega niður á sonar-
dóttirina, sem hrygg og ráðþrota var að skilja v:3
ættaróðalið, tilþess að verða aðnjótandi auðs og
frama. Annar handleggur myndarínnar, mjór
og magur, var útréttur, og í hendinni var blæ-
vængur settur gimsteinum. J?að var sem hún
benti á myndaröðina á veggnum og vildi segja:
“Alt samaivhagkvæmis giftingar; útvaldar ættir,
til þess kallaðar að drottna um alla eilífð, en ekki
til þess að elska.”
Og það var sem hljóðskraf bærist frá vörum
einnar myndarinnar til annarar — en það var
að eins dragsúgurinn, sem þrengdi sér inn, og bar
með sér myglulyktina úr hinum enda saisins, þar
sem hengu trétöflur með myndum gamalla ridd-
ara. En fyrir neðan úti fyrir heyrðist háreysti.
Tveir menn komu gangandi með hægð úr garð-
salnum og staðnæmdust beint fram undan opn-
um glugganum á málverkasalnum. Systurnar
gægðust út. Barón Mainau stóð við girðinguna,
sem var umhverfis grashjallann og horfði út vfir
sveitina í kring. Hann var orðinn sem annar
maður. Meðan á hjónavígsluathöfninni stóð,
gerði hann það sem hann átti að gera með stök-
ustu nákvæmni og óaðfinnanlega, en það var efns
og að þátttakan í athöfninni þvingaði hann. Nú
leit út fyrir að hann væri búinn að hrista það
alt af sér. Hann var ferðbúinn og hafði kveikt
í vindli. Blár reykurinn leið upp í Joftið og inn
um gluggann á málverkasalnum.
“Eg segi ekki að hún sé fögur — En herra
minn trúr, eins og að fegurðarhugtakið geti ekki
skilist á þúsund vegu,” sagði vinur barónsins,
Rudiger. Rómur hans var mjúkur en nokkuð
hár, og á meðan þeir voru á leiðinni frá garð-
salnum, heyrðist orð og orð af því, sem hann
sagði inn um gluggan á málverkasalnum, en nú
mátti heyra hvert orð. “Nú auðvitað hefir hún
Líana litla hvorki rómverskt eða grískt nef —
en hvað gerir það til — það er hreint ekki nauð-
synlegt. Andlitið alt er bara ósegjanlega
ynöislegt.
Barón Mainau ypti öxlum. “Hún, já,” sagði
hann í háðslegum róm — hún er siðleg og kur-
teis stúlkukind, veiklunduð og gefin fyrir drauma
með ljósblá augu. Hvað veit eg —” hann hætti
alt í einu eins og hann væri orðinn leiður á samt-
talinu og benti með augsýnilegum áhuga á út-
sýnið. Líttu nú á Rudiger. Sá maður sem
réði tilbúningi á hallargarðinum hérna, hefir ver-
ið snillingur. Byggingin þama fyrir handan,
sem stendur svo hátt og er bygð í endurreisnar-
stíl, gæti ekki verið meira áberandi en einmitt
milli þessara yndisfallegu beykitrjálunda.”
“Nú, jæja;” svaraði herra von Rudiger hálf
ergilegur, “Eg tek aldrei eftir þess háttar,
eins og þú veist. — Falleg konuaugu og fallegt
hár — Meðal annara órða, það voru þó fallegar
hárfléttur, sem lágu við fætur þínar í dag, þegar
þú stóðst við altarið.”
“Dálítið fölt endurskin af ættarlitnum,”
4
sagði Mainau hirðuleysisega. “Rautt hár er
hæðst móðins núna. Skáldsögumar eru fullar
af rauðhærðum kvenhetjum, sem allar eru elsk-
aðar alveg ofboðslega. — J?að er eftir því hvað
hverjum finst. J?að er ómögulegt að hugsa
sér rautt hár á konu, sem maður elskar, en fyrst
hún er bara konan mín —” Hann strauk öskuna
af vindlinum á girðingunni og hélt áfram að
reykja með mestu ánægju.
Líana dró ósjálfrátt blæjuna fyrir andlitið.
Ekki einu sinni systir hennar, sem með sorg og
gremju horfði niður til þeirra, sem voru að tala,
fékk að sjá blygðunarroðann á andliti hennar.
Greifafrú Trachenberg, sem hafði verið á
gangi niðri í garðinum með prestinum, nálgaðist
nú hröðum fetum og gekk upp þrepin upp á gras-
hjallann.
“Mig langar til að tala örfá orð við þig, Raoul
minn góður,” sagði hún og tók um handlegg
hans. Hún fór svo að ganga með hann hægt
fram og aftur og blaðra um hversdaglegustu
hluti, þangað til hinir tveir voru komnir svo langt
burtu að þeir heyrðu ekki til þeirra.
“Meðal annara orða,” sagði hún skyndilega
og stóð kyr, ‘þú fyrirgefur mínu kvíðafulla móð-
urhjarta og álítur mig ekki alt of freka, þótt eg
enn þá einu sinni, nú á síðustu stundu, minnist
á óþolandi umtalsefni — má eg spyrja, — hvað
mikið skotsilfur þú hafir í hyggju að gefa Líönu ?”
Systurnar sáu að hann hvesti augun reiður á
þessa konu með “kvíðafulla móðurhjartað.”
Nákvæmlega það salma og eg gaf fyrri kon-
unni minni — þrjú þúsund dali.” —
Greifafrúin kinkaði ánægð kolli. “Hún
getur glaðst — eg mátti sætta mig með minna,
þegar eg var ung kona. ! Maðurinn við hlið
hennar hló háðslega að andvarpinu, sem fylgdi
þessum orðum. — “0g er það ekki satt Raoul, að
þér þyki dálítið vænt um hana?” bætti hún við
með uppgerðar viðkvæmni.
Við hvað eigið þér með því, frænka?” sagði
hann og staðnæmdist á göngunni og leit á hana
grunsömum augum. “Haldið þér að eg geti verið
svo rudda legur gagnvart konunni minni, — kon-
unni sem ber mitt eigið nafn, að eg nokkum-
tíma gleymi þeirri kurteisi, sem mér ber að sýna.
-----En ef þér krefjist annars, þá er það gagn-
stætt því sem um var talað. — Eg þarf konu, sem
gengur drengnum mínum í móður stað, og hús-
freyju á heimilið, sem getur verið í minn stað,
þegar eg er að heiman. Alt þetta vissuð þér,
þegar þér hétuð mér Júlíönu og hrósuðuð henni
fyrir það, að hún væri blíðlynd og mjög kven-
leg stúlka, sem mundi falla ágætlega að standa
í þessari stöðu — ■— Ást get eg ekki látið henni
í té, en eg er líka nógu samvizkusamur til þess
að vekja enga ást hjá henni til mín.”
Úlrika, sem grét sárt, tók systur sína í faðm
sinn og þrýsti henni að brjósti sínu.
“f hamingjubænum, vertu ekki reiður, Ra-
oul,” bað greifafrúin hálfhrædd. “J7ú hefir
algerlega misskilið mig. Hver er svo sem að
tala um þess konar tepruskap; það mundi mér
sízt af öllu detta í hug. Eg vildi bara vekja
vorkunsemi þína. pú hefir sjálfur séð í dag,
hversu langt kvennmannslundin getur komist í
lítillætinu — að gera okkur annan eins grikk og
þenna með brúðarbúninginn!”
“Kærið yður ekkert um það. frænka — Júlí-
ana getur hagað sér alveg eins og henni sýnist
í því efni. Ef hún að eins skilur að
að hún verðúr að sætta sig við ástæðurnar.”
“J7að ábyrgist eg-----Drottinn minn góður
— það er þó ekki skemtilegt að þurfa að vera að
tala um þetta, en Magnús er nú einstök gunga,
það er enginn kjarkur til í honum, hann getur
ekki talist með mönnum. En það sem mér fell-
ur verst í geð hjá honum er hvað honum þykir
mikið til systur sinnar koma. — Líana er fram-
úrskarandi saklaust barn, og þegar hún verður
ekki fyrir áhrifum frá Úlriku, sem er óheilla
manneskjan á þessu heimili, þá getur þú vafið
henni um fingur þér.”
“Mamma íhugar ekki vel það sem hún segir,”
sagði Líana gremjulega, um leið og þau/sem voru
að tala þar fyrir utan færðust fjær. “Hún hef-
ir aldrei haft fyrir því að skygnast inn í huga
minn. Við höfum ávalt verið undir annara
umsjón-------Hvers vegna grætur þú Úlrika ? Við
megum ekki kasta steini á þenna kalda sjálfs-
elskufulla mann þarna úti. — Hefi eg ráðgast
um við sjálfa mig áður en eg gaf honum hönd
mína í dag? Eg sagði já af hræðslu við móður
mína.”
“Og af ást til mín og Magnúsar,” bætti Úl-
rikka við með svo hljómlausri rödd að það var
sem sál og líkami væru sundurmarin. “Við
höfum neytt allrar orku til þess að sannfæra þig.
Við vildum frelsa þig frá kvölunum hér heima.
og við efuðumst ekki um að þú hlytir að finna
ást og velvild, hvar sem þú kæmir — Og nú er
þér algerlega neitað um það — og þú sem ert
enn svo ung —”
“Svo ung? — Eg verð tuttugu og eins árs
í næsta mánuði, Úlrika. Við höfum reynt
margt saman, sem hefir verið erfitt Eg er ekki
annað eins barn í reynslu og lífsskoðunum og
mamma segir að eg sé. Vertu róleg og og láttu
mig fara burt með Mainau. Eg kæri mig ekk-
ert um ást hans og eg er nógu sjálfstæð til þess
að hann þurfi aldrei að vera í neinum vafa um
það. Eg er alveg ókvíðin, því eg hefi góðan
vitnisburð um það frá skólanum að eg geti komið
orðum að því, sem eg vil segja. í dag kemur
barónsfrú Mainau í orði kveðnu til Schönwerth,
en í rauninni er hún að eins fóstra Leós litla. Eg
hefi nú dýrmætt verksvið og ef til vill get eg
komið miklu til leiðar. Eg krefst einkis ann-
ars í lífinu. Við skulum nú skilja Úlrika —
pú verður hér en eg fer burt.”
IHún faðmaði systur sína hvað eftir annað
og svo gekk hún burt gegnUrn salinn og yfir í
hversdagsherbergi móður sinnar, án þess að líta
einu sinni við. J7ar stóð Magnús við gluggann
og horfði út á vagninn, sem beið við dyrnar
Greifafrú Trachenberg kom rétt í þessu gang-
andi neðan úr garðinum með brúðgumanmn,
svaramanninum og prestinum. Til allrar ham-
igju sá hún ekki hvernig sonur hennar “gungan,
kjarklausi maðurinn,” faðmaði systur sína að
skilnaði og grét. Hversu mjög hefði henni ekki
hlotið að gremjast svo átakanlegur slcilnaður, sem
var svo ósamkvæmur stöðu þeirra.”
Líana gekk með jöfnum skrefum niðnr dyra-
þrepin. Hún hafði blæjuna dregna niður fyrir
andlitið. “Guð fylgi þér og blessun móður þinn-
ar, barnið mitt,” sagði greifafrúin unpgerðar-
lega og strauk snöggvast með hendinni um höfuð
dóttur sinnar; svo lyfti hún upp blæiunni og
kysti með köldum vörum snjóhvítt enni ungu
konunnar.
Fáum mdnútum síðar var vagninn kominn
út á þjóðveginn áleiðis til næstu járnbrautar-
stöðva.
V.
Eftir fjögra stunda feróalag stríg ferðafólk-
ið út úr jámbrautarvagninum á jámbrautarstöð
hertogasetursins. Hér sá nýgifta konan fyrst
lífið, sem beið hennar í allri sinni dýrð. Létti-
vagninn sem kom til móts við þau og sem átti
að flytja hana míluna heim til Schönwerth, var
afar-skrautlegur. Hvíta þykksilkifóðrið innan
í honum var sem til þess gert að innlykja unga
og fagra eftirlætis konu; rykgráu fölin, sem unga
konan var klædd í, litu^ví út næstum eins og föt
fátækrar kolatelpu, sem ástfanginn æf'mtýra-
prins hefði fundið í skóginum og ætlaði að fly' ja
heim í höll sína.
Herra von Rudiger settist við hlið baróns-
frúarinnar í vagninum, en maður hennar settist
í vagnstjórasætið og tók taumana í hendur sér.
Hann sat þar eins og ekkert óvanalegt væri um að
vera. Hestamir þutu á fleygiferða eftir slétt-
um veginum, sem lá í gegnum nokkura hluta af
skemtigarðinum — >— f f jarlægð blikaði á vatn-
ið, og yfir litla fiskiþorpinu flögraði hvítfjaðrað-
ur dúfuhópur; að öðru leyti var grafarkyrð á öllu.
Akvegurinn lá inn á milli þéttra, geysihárra
trjáa, og hér og þar sást landslagið milli trjánna,
þar sem þau voru gisnari; og var það tilsýndar
sem grænn gimsteinn í dökkri umgerð skógarins.
Skyndilega, svo sem fimtíu skref fyrir fram-
an vagninn, kom kona á hestbaki á fleygiferð
fra múr skóginum og út á veginn. pað leit
helst út fyrir að hún ætlaði sér að stöðva vagn-
inn.
“Hertogafrúin, Mainau!” hrópaði Rudiger
og rauk upp úr sætinu dauðskelkaður. En Main-
au hafði með einu handtaki hægt á hestunum, svo
að þeir fóru nú ekki hraðar en lestagang.
Önnur kona kom einnig ríðandi fram úr
skóginum á eftir hertogafrúnni. J7ær voru
bráðar komnar að vagninum.
J7að mætti hugsa sér engil dauðans, svífandi
yfir vígvelli, eitthvað svipaðan útliti þessarar
göfugu reiðkonu. Hún var í síðum svörtum
fötum og niður um axlimar hékk hrafnsvart hár-
ið, sem hafði næstum bláleitan blæ, og var svo
þykt og þungt að vindurinn feykti því ekki. And-
litið var frítt en draugslega fölt og það var ekki
allra minsti roði á vörunum, sem sýndi að blóð
rynni í æðum hennar.
“Eg óska til hamingju, barón Mainau!”
hrópaði hún og bandaði til hans með hendinni.
Hann heilsaði henni með lotningu.
Hún sagði orðin seint, en röddin var skýr
og með bitrurn háðhreim.-------Hafði hún hreyft
sig eitthvað ógætilega, eða var fallegi, edfjör-
ugi hesturinn, sem hún reið, orðinn hræddur. f
einu hendingskasti þaut hann að dyrunum á vagn-
inum.
“Sittu kyr, Rudiger,” sagði hún með lítillæt-
is augnabendingu til hans, um leið og hann stökk
upp úr sætinu, en án þess að líta á hann — augu
hennar, sem tindruðu af ofsa, reyndu að horfa í
gegnum blæjuna, sem huldi andlit ungu konunn •
ar, sem sat agndofa af undrun og skelfingu. Á
næsta augnabliki voru reiðkonurnar báðar komn-
ar fram hjá á harða ferð eftir veginum og nokkr-
ar sekúndur þutu hestamir áfram samsíða. Fylgd-
arkona hertogafröarinnar, sem var ung stúlka,
sagði eins og ekkert væri um að vera, um leið og
hún hallaði sér til hennar: “J7essi litla gráa
nunna er sannarlega einn rauðhausinn úr Trac-
henbergsættinni. Orðin heyrðust að vísu ekki
fyrir skröltinu í hjólunum, en barón Mainau,
sam hafði snúið sér við á sætinu, sá hreyfinguna
og vissi hvað það þýddi. Hann brosti. Líana sá
1 fyrsta skifti þetta sigurbros hins særða drambs
og hið ógurlega leiftur augnanna. Hann rendi
ekki augunum einu sinni þangað sem konan hans
\T 4 • .. | • tímbur, f jalviður af öUuxn
Nyjar vorubirgðir tegu«dum, geirettur og ala-
konar acírir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur vorar. Vér erumætíð glaðii
að sýna þó ekkert sé keypt.
The Empire Sash & Door Co.
--------------— Limitod--------------
HENRY AVE. EAST - WINNIPEG
— — ■ 11
Gleymið ekki
D. D. WOOD & SONS,
þegar þér þuríið
1KOL1
“ - —
Domestic og Steam kol frá öllum
námum
Þú fœrð það sem þú biður um.
Gæði og Afgreiðslu
Tali. N7308. YardogOffice: Arlington og Ross
sat. J?etta algerða afskiftaleysi var svo aug-
sýnilega ósjálfrátt, að jafnvel vinur hans, Rudi-
ger sá, að það var alt annað en uppgerðar af-
skiftaleysi það, sem hann hafði svo oft séð þenna
fríða, dutlungafulla mann sýna hinum fegurstu
konum.
Grádílóttu gæðingarnir þutu aftur eftir veg-
inum með þeim ofsahraða, að það var sem ham-
ingjuósk hinnar fögru, fölleitu hertogafrúar hefði
kveikt eld í æðum Mainaus. Kona hans tók
eftir hverri hreyfingu hans. J7essi óvænti fund-
ur í skóginum hafði varpað skyndilegu ljósi yfir
aðstöðu þeirra beggja, hvers gagnvart hinu —
nú vissi hún hvers vegna Mainau gat ekki elskað
hana. — —
Seinustu trén hurfu á bak við þau; veg-
inum hallaði niður í Schnwerth-dalinn í gegnum
skemtigarð, se*m hertogagarðurinn komst í eng-
an salmjöfnuð við. Nokkra stund óku þau með
fram hárri stálvírsgirðingu, sem var smáger ein3
og kongulóarvefur. Hinu megin girðingarinnar
í fjarlægð stóðu beinvaxin útlend tré og báru við
blátt loftið; litlu lengra áleiðis var girðing-
in þakin af smágérðuim mímósugreinum, sem voru
eins og útbreiddur dökkgrænn dúkur. Svo opn-
aðist aftur útsýn og kom þá alt á einu í ljós ind-
verskt hof með íburðarmiklum litum og glamp-
andi turnhvelfingum; neðan við breiða marmara-
riðið, sem lá niður frá dyrum hofsins, dönsuðu
bláar gagnsæjar öldur smávatns eins. og á snögg-
seginni grasflöt stóð griðungur mikill, er snéri
breiðu enninu að vagninum, sem fór fram hjá.
J?að var sem unga konan í vagninum hefði
í draumi séð líða fram hjá mynd frá æfintýr
landinu, Indlandi. J?au voru nú komin að enda
girðingarinnar. Golan þaut í tígulegu lindi-
trjánum, og dökkgrænu grenitrén stóðu eins og
heiðarlegir alvörugefnir öldungar og létu síð-
skeggin hanga niður yfir hvítu smárablómin á
enginu.
Akvegurinn myndaði enn skarpa bugðu gegn-
um gömul, þétt kjörr, og að henni endaðri rann
vagninn yfir opinn, malborinn flöt og nam.staðar
fyrir framan aðaldyr Schönwerths hallarinnar.
Nókkrir þjónar í einkennisbúningum komu
hlaupandi og brytinn, sem var klæddur í svart-
an frakka og hvítt vesti, opnaði vagnhurðira oj
hneigði sig djúpt. Fyrir nokkrum árum hafði
Líana séð hinn unga yfirskógvörð í Rudisd>
sem þá gifti sig, lyfta konunni sinni út úr vagr-
inum og bera hana sigri hrósandi inn í hús
sitt. En hér fleygði hinn nýgifti maður taumun-
unum til hestasveinsins og gekk svo rólegur, en
iþó með alúðarsvip, að vagninum og tók í vinstri
hönd konu sinnar, svo laust að hún varla fann að
hann hjálpaði sér út. J?að fór um hana hálfgerður
hrollur og hún dró að sér hendina; en hann tók þá
í hana nokkuð þéttara og brá henni undir arm sér.
Svo leiddi hann hina ungu húsmóður að dyrun-
um og inn yfir þröskuld hallarinnar.
Henni fanst sem hún gengi inn í dómkirkju.
Bogahvelfingin yfir dyrunum var stór og tignar-
leg yfir höfð hennar, og birtan sem skein í .gegnum
mislitt glerið í oddbogagluggunum í hallargang-
inum, var líkust hálfbirtunni í stórri kirkju. Ljós-
ið kastaðist frá dýrðlingamyndunum, sem stóðu *
hér og þar niður á gólfð, sem tók undir í þegar
um það var gengið; en það var að eins köld, dauf
glæta af sólarljósinu. Og jafnvel breiði gólf-
dúkurinn, sem lá svo mjúklega á steintröppunum
og féll svo vel að þeim, gerði útlitið kynlegt sem
í klaustri. Alstaðar mætti auganu íburðarmikið
litaskraut og hinar óþjálu línur, sem einkendu
býzantiska byggingarstílinn á síðasta tímabild
hans.