Lögberg - 13.01.1927, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.01.1927, Blaðsíða 5
LöGBERG, FIMTUDAGINN 13. JANÚAR 1927. Bls. 5 I Dodas nýrnapillur eru besta nýrnameðalið. Lækna og gigt *bak- verk, bjartabilun, þvagteppu og önnur veikindi, sem stafa frá nýr- unum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá ölluvn lyf- sölum eða frá The Dodd’s Medi- cine Company, Toronto, Canada. Saga, I. bók, II. ár. Ummæli blaða á íslandi. -----Ritið er afar fjölbreytt, enda hafa margir lagt þar hug og hönd að--------. Hefir bókin að geyma ritgerðir, sögur, kvæði, fræðimola, skrítlur 0. fl. Saga er afar vinsælt rit og víðlesið, enda gerir útgefandiiin sér alt far um að gera hana sem bezt úr garði — — Verkamaðurinn 9. nóv. 1926. — — Mjög margir helztu rit- höfundar Vestur-íslendinga leggja til efni í ritið og er það hið mynd- arlegasta, efni fjölbreytt og skemtilegt. Einna mest umtal mun vekja ritgerð eftir Stein Dofra, ættfræðing: Hver er hðf- undur Njálu? Ætlar hann að það muni vera Einar lögmaður Gísla- son, sem uppi var á 14. öld.------ — Tíminn 16. okt. 1926. -----Ritið kostar 8 kr. á ári og má það kallast ódýrt eftir bóka- verði nú. — Útgefandi Sögu gerir sér mikið far um, að hafa efnið sem fjölbreyttast og við sem fiestra hæfi. — Skiftast á kvæði, æfintýri, íslenzkar þjóðsagnir, skrítlur, stuttar ritgerðir ýmislegs efnis o.s.frv.-------Þetta hefti hefst á miklu kvæði, “Erfðir”, eft- ir skáldjöfur Vestur-íslendinga, St. G. Stephansson. Ræðir það nm Ásdísi á Bjargi og sonu henn- ar. Ber kvæðið öll einkenni hinna miklu kvæða Stephans. — — Þar er þessi vísa eftir K. N. Júlíus: Af langri reynslu lært eg þetta hef: að láta drottinn ráða meðan eg sef. En þegar eg vakna, þá vil eg sjálfur ráða, og þykist geta ráðið fyrir báða. —Vísir 15. okt. 1926. ■----Það (Missirisritið) flytur eins og að undanförnu kvæði, sög- Ur- ritgerðir, ýmsan fróðleik og margt til skemtunar. Verður þess rækilega minst hér í blaðinu síð- ar> því ritið er hið bezta og þess maklegt, að því sé gaumur gefinn. —Morgunbl. 14. okt. 1926. -----Veigamestu kaflar ritsins er ágætis kvæði Stephans G. Stephanssonar: “Erfðir”, um síð- asta skilnað Ásdísar og Grettis, og löng ritgerð eftir Þ. Þ. Þ., sem nefnist “Spjall”. Er það djarfleg sókn fyrir hönd íslenzkrar tungu og þjóðernis gegn ofureflinu vest- an hafs. Fer höfundurinn víða yfir og er vígfimur og höggviss og grein hans ágæt. Saga er fjöl- breytt og læsilegt rit. Enda mun hún þegar hafa náð mikilli út- breiðslu og vinsældum. Ættu ís- lendingar að auka kaup sín á rit- inu, því að það mun flytja margt af því sem bezt verður ritað á ís- lcnzka tungu í ljóði og lausu máli vestan megin hafs. — Dagur, 17. nóv. 1926. Silfnrbrúðkaup. Hinn 29. f. m. að kveldi, kom saman mannfjöldi mikill að heim- ili þeirra Ólafs Péturssonar og önnu konu hans, 123 Home St., í tilefni af því, að þá var liðinn aldarfjórðungur frá giftingar- degi þeirra hjóna. Dr. M. B. Halldórsson hafði orð fyrir gest- unum og skýrði tilgang hinnar ó- væntu heimsóknar. Bað séra Ragnar E. Kvaran fólk því næst að syngja sálminn “Hve gott og fagurt og inndælt er”. En að því loknu flutti hann snjalla tölu fyrir minni heiðursgestanna. Var þeim þá afhentur vandaður silf- urborðbúnaður að gjöf frá við- stöddum vinum, ásamt nokkrum utanbæjarmönnum, er eigi vanst tími til að sækja mótið. Kvæði til silfurbrúðhjónan-na flutti Þorst. Þ. Þorsteinsson skáld, er ger var hinn bezti rómur að. Svo margir tóku til máls í sam- sætinu, að oflangt yrði upp að telja. En allar báru ræðurnar vott um vinsældir þær, er silfur- brúðhjónin í hvívetna njóta. Mr. Pétursson þakkaði heimsóknina og giöfina fyrir hönd þeirra hjóna og kvað þeim myndi hvorttveggja scint úr minni liða. Voru þá bornar fram hinar rausnarlegustu veitingar, sem veizlugestir gerðu hin beztu skil. Skemti fólk sér svo við samræður all-langt fram eftir nóttu. Sam- sæti þetta var í alla staði hið á- rægjulegasta. Samsæti. Á miðvikudagskveldið í fyrri viku komu saman nokkrir kunn- ingjar Mr. Sigfúsar Andersonar málara, undir forystu Mr. N. Ott- insonar, í tilefni af því, að Mr. Anderson var í þann veginn að leggja af stað til California, þar sem þau hjón ráðgera að dvelja nokkra mánuði. Afhenti Mr. Ottenson heiðursgestinum, Mr. Anderson, vandaða 4 ferðatösku frá viðstöddum vinum. sem vott um hlýhug þann, er þeir bæru til hans. Mr. Anderson þakkaði gjöf- ina og hlýhugann, með nokkrum velvöldum orðum. Áður höfðu =,(((MMIIMIIMIMIMMMMMMMIMIIMMMMM!MIMIMM1IMIIIIIIIMIMIIMIIIMMMMIIM1MMM£ | D.D.Wood&Sons ( | selja allar beztu tegundir | KOLA tuttugu og sex ár höfum vér selt og flutt heim til almennings beztu tegundir eldsneytis, frá voruYard = | Horni Ross Avenue og Arlington Strœtis § Pantið frá oss til reynslu nú þegar. Phone 87 308 = 3 símalínur = ^miiiiiiiiiimiimiimiiiiimiiiiiimiimimmii.. íi'Mlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllijf ) KOLl KOLI KOLlI I ROSEDALE KOPPERS AMERICAN | DRUMHELLER COKE HARD SOURIS I LUMP | (Thos. Jackson 81 Sons I | COAL—COKE—WOOD I 370 Colony Street Eigið Talsímakerfi: 37 021 STEAM SOUNOERS ALLSKONAR i COAL CREEK VIDUR i .TMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMmMMMMMMMMMMMMMMMMMMMmMMMMMMlr nokkrar vinkonur Mrs. Anderson gert henni heimsókn og leitt hana út með gjöfum. Þau Mr. og Mrs. Anderson lögðu af stað daginn eftir. —- Magnús skáld Markús- son afhenti Mr. Anderson eftir- farandi vísur til endurminningar um kveðjumót þetta: Hver vinur, sem leið okkar lýsti og létta oss byrðina fýsti, á auð, sem er himninum hærri og heiðríkum vordegi skærri, sem lifir, þó dagarnir líði, með ljósi í sælu og stríði. Vér fylgjum þér allir í anda til iðgrænna, vestlægra stranda, þar verði þér dýrlegt að dreyma og daganna annríki gleyma. Og kom svo með bros þitt til baka, þau blóm, sem í ljósinu vaka. Veitið athygli! Laugardagsskóli sá, er deildin “Frón’ hefir staðið fyrir á nokkr- um undanförnum árum, byrjaði síðastliðinn laugardag (8. jan.), en fórst fyrir að setja umgetn- ingu um það í síðustu vikublöðin. Liðugt 30 börn sóttu skólann, til að byrja með, og margfalt fleiri væntanleg. Skólanum verður nú haldið á- fram á hverjum laugardegi, að minsta kosti til loka næstkomandi marzmánaðar, og eru allir þeir íel. foreldrar, er áhuga hafa fyrir því, að börn sín læri íslenzku, beð- in að nota sér tækifærið, og senda þau á skólann stundvíslega kl. 2 e.h. á hverjum laugaredgi. Kensl- an fer fram í Jóns Bjarnasonar skóla að þessu sinni. Raddir eigi allfáar hefi eg heyrt um það, að tilraunir þessa skóla, sem og umgangskenslunnar hafi mistekist á undanförnum ár- um. Má vera að svo hafi verið. Fjár- skortur, skortur á kenslukröftum og — meira en alt annað — skort- ur á vilja hjá börnunum sjálfum og áhuga hjá aðstandendum þeirra — alt þetta, og margt fleira, hef- ir verið á móti því, að nokkur til- sögn í íslenzku gæti gengið eins og æskilegt væri. Að þessu sinni verður reynt að vanda til kenslukrafta og alls, er í valdi þeirra, er fyrir þessu gang- ast, stendur, oý þess er vænst að börn og foreldrar geri alt, er í þeirra valdi stendur, svo að þessi tilraun verði öllum hlutaðeigend- um til gagns og sæmdar — en ekki hið gagnstæða. Ragnar Stefánsosn. WALKER. “The Dumbells” eru nú aS sýna hinn ágæta leik sinh, “Joy Bombs” á Walker leikhúsinu og er honum afar vel tekið. Þessi leikflokkur hefir alrei gert eins vel, eins* og nú °g hefir þó jafnan vel verið. Síð- ustu tækifæri að sjá þennan leik verður seiruiipartinn á Iaugardaginn og á laugardagskveldið. “The Green Hat.” Þessi ágæti leikur eftir Michael Aren, og sem saminn er eftir sam- nefndri sögu, verður sýndur á \\1alker leikhúsinu á mánudags- kveldið hinn 17. þ. m. og svo alla vikuna. Leikurinn hefir vakið mikla eftirtekt, sem von er, því mjög mik- ið hefir þótt til sögunnar koma og seldist hún ákaflega vel. Leikurinn er í f jórum þáttum og fer sinn þátt- urinn fram í hverjum stað, svo til- breytingin er nóg. Þessi leikflokk- ur er að koma frá New York. D’Oyly Carfc Opera Company. Þessi mikla hljómsveit, sem kem-’ ur frá London á Englandi, er ný- komin til Canada og kom hún fram í fyrsta sinn hér megin hafsins á þriðjudaginn hinn 4. janúar á “His Majesty’s Theatre” í Montreal og ■þótti þar mjög mikið til hennar koma og voru margir sem óskuðu þess, að þessi hljómsveit færi aldrei oftar burtu frá Canada. En auðvit- að er ekki til neins að vonast eftir þvi. Þess verður ekki langt að bíða að fólkinu í Winnipeg gefist kostur á að heyra þessa miklu hljómsveit i Walker leikhúsinu. ROSE THEATRE Látið ekki hjá líða að lesa í hverri viku auglýsingarnar frá Rose Theatre. Leikhús það býður að eins upp á það bezta, sem þekk- ist í kvikmyndalistinni. Þeir sem á annað borð hafa ánægju af kv'ik- myndum og sækja slík leikhús, ættu að heimsækja Rose Theatre vikulega. iWONDERLAND. “Into Her Kingdom” heitir kvik- myndin, sem sýnd verður á Wond- erland leikhúsinu á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þar sýnir Corinne Griffith list sína kannske betur en nokkru sinni fyr. Það væri engan veg- inn rangt að segja, að þessi ágæta leikkona sýndi það í þessum leik, að hún er sjálf konungborin í ríki listarinnar, þegar hún leikur Tat- iana prinsessu af Rússlandi, og það er enginn hægðarleikur að finna hæfileg orð til að lýsa leik hennar eins og verðugt er. En ó- hætt er að segja, að Miss Griffith hefir aldrei verið fallegri og aldr- ei leikið betur, enda hefir hún á- gætan mann með sér, þar sem er Einar Hanson, sem er nýlega kom- inn frá Svíþjóð og er alveg af- bragðs leikari. Þá má 0g minna á Claude Gillingwater, Charles Crockett, Marcel Caldry, Harry Fisher, Tom Murry, Evelyn Sel- bia og Lodigenski sem Kósakka- leiðtogi. Slitur. íslenzku fjöllin lokkuðu margan smalann til brattgengni, því dýrð- legt var urn að litast frá efstu tind- um. Á slíkum göngum Var tíðum dreymt um sókn og sigra, er síðar rættust þó ekki ávalt, svo sem stór- huga æskan vonaði. Tafir og tor- færur, er ekki uröu séðar í fyrstu, hlóðust um veginn er fram í sótti; draumarnir rugluðust, og sumir týndust með öllu. Mörg æskumanns hugsjónin steytti á seri ósigurs. Breiðfirzkir Kolkistustraumar lágu víða og fólu áhugamálin í hringiðu lífsbaráttunnar. En gott er þó til þess að vita, að ávalt bjargast nokkrir úr iðunni, með óbugað þrek og vila. Saga smalans úr Vopnafirði er nú mörgum kunn. Hann dreymdi fagurt í æsku. Harðsótt var mörg brekkan á smalaferðurm hans, og auðsóttur var ekki sá bratti, er and- inn eygði, en óraveg teygðist frá smalaþúfunni í listamannssætið. En gangan var þó hafin, með bjartar vonir og vöggugjöfina dýrmætu að veganesti, að hann bar gæfu til þess að bjargast með hugsjón sína út yf- ir takmörk heimahagans — út í heiminn. Vitur maður íslenzkur, sem dá- inn er fyrir skömmu, sagöi eitt sinn, að allir ættu sína örlagastund snemma æfinnar. Þá yrðu úrslit um hvort famtíðarsporin stefndu til til gæfu eða gagnstæðrar hliðar. Þá væri mikils um vert, að kunna að velja eða hafna. Eftir því verður þá ekki annað séð, en að örlaga- stundin hafi orðið Björgvin Guð- mundssyni gæfurík, en þá tel eg hana hafa staðið yfir, er^það réð- ist, að hann færi til Canada. Margt hafa Vestur-íslendingar vel gert, og marga eiga þeir dreng- skaparmenn. En ekki hefði eg þor- að að spá þvi í alvöru, er eg skrifi aði um Börgvin í Voröld 1918, og aftur í Lögberg 1920, að árið 1926 myndi hann njóta kenslu við eina af fremstu hljómfræðistofunum ver- aldarinnar. fyrir göfuglyndi þeirra. En eg hafði frá fyrstu kynningu ó- bilandi trú á hæfiieikurn Björgvins. Og eg þóttist hafa skygnst svo inn í skapgerð hans, að fullyrða mætti, að engin óveruleg mótstaða hefti framsókn hans. Af tónsmiðum Björgvins fram að þessu er mér kunnast: “Strengleik- ar,” “Friður á jörðu” og ýms smá- lög að ógleymdri “Kvöldbæninni,” með sána ljúfsáru óma, sem farið hefir sigurför víða um lönd í með- ferð Eggerts Stefánssonar. “Til- komj þitt ríki,” er sungið var í Win- nipeg síðastliðinn vetur, og mest niun þykja um vert af tónsmíðum Björgvins til þessa, hefi eg hvorki heyrt né séð. Forstöðunefnd og forgöngumenn í Björgvinsmálinu, eiga þökk skilið allra Jslendinga austan hafs og vest- ari, fyrir framtakssemi, því það er meira en spádómur, þó sagt sé, að af því mun íslenzka þjóðin hljóta mikinn heiður í framtíðinni, og “drottning listanna” auðgast af gimsteinum frá hendi Björgvins. Árið 1926 er á enda eftir stutta stund, og um leið fyrsta fjárhags- ár Björgvinssjóðsins. En þótt margir hafi sýnt höfðingslund til styrktar þessu máli, með stærri og smærri gjöfum, þá mun þó tæplega þeirri f járhæð náð, er fyrsta náms- ár Rjörgvins krcfur. En Vestur-ís lendingar hafa þrásinnis sýnt, að þeim má treysta til liðsinnis góðu málefni, og svo mun enn reynast. Með samhuga átaki fjöldans, verð- ur takmarkinu náð. en það varðar miklu, að það átak sé gert frekar fyr en síðar. Komandi dagur fvllir hugi vora nýársóskum til vina og vanda- manna. Verum samtaka um árnað- aróskir til Björgvins, og vefjnm þær áformi um hiklausan stuðning á námsbraut hans. Sá timi mun koma að þeir hafi ástæðu til að fagna, sem hlut áttu að því máli. Gleðilegt nýár. Asgeir I. Blöndahl. Gamlársköld 1926. Hlutverk Svisslands. Grein þessi er tekin úr “The European Year Book” 1926. Lýs- ir höfundurinn því þar, hvernig á því stendur, að Þjóðbandalagið og ýrrisar helstu alþjóðastofnanir eiga heimili sitt í Sviss. Munu fæstir hafa gert sér það Ijóðst"aður, hver er orsök þessá, en það verður ofur skiljanlegt, er menn athuga, að Sviss er eini friðhelgi bletturinn á meginlandi Evrópu. Maður þarf eigi að hafa nema litla þekkingu á sögu Norðurálf- unnar og þvi, hvernig högum er þar nú háttað, til þess að sjá það, að þótt Svssland sé lítið og þjóðin fá- imenn, þá hefir það haft og hefir enn látið mikið meira til sín taka en ætla mætti. í hverju er þetta fólgið og hver er ástæðan til þess ? 1 þess- ari grein skal leitast við að svara því. Svissneska bandalagið var stofn- að í lok 13. aldar af héruðum um- hverfis St. Gotthard-skarðið, á þeim! tíma, sem hættulegur var i sögu álfunnar, þá er hinum suð- rænu þjóðflokkum og hinum norð- lægari hafði nær leent saman. — Þessir þjóðflokkar mundu hafa bar- ist og undirokað hver annan. Stórt ríki hefði getað risið upp, eða þau vandræði leitt af semi ógjörningur hefði verið að ráða fram úr. En í þess stað tóku þjóðflokkarnir þann upp, að vinna saman. Og upp af þessari samvinnu reis ríkið Sviss. Fyrst í stað taldi sambandið sam- starf aðalhlutverk sitt. — Það vildi bæta sarúgöngurnar og viðskiftin milli þeirra fyrir norðan og sunnan fjöllin. Hefir sú stefnuskrá eigi að- eins orðið arðberandi fjárhagslega, heldur einnig andlega, þar sem hún studdi að andlegum viðskiftum. Svo kom siðbótin á 16. öld og ýrms héruð hneigðust að henni, en önnur voru henni algerlega andvíg. Skiftist nú þjóðin eigi aðeins í kyn- flokka, heldur einnig í trúmála- flokka. Eftir langt stríð, þar sem hvorugir báru sigur af hólmi, voru hvorirtveggja neyddir til þess — og gerðu það einnig fyrir tillögur vitra manna — að taka einnig upp sam- vinnu á trúmálasviðinu. Hagsmunasamvinna að , bættum samgöngum, siðferðisleg samivinna hinna þriggja þjóðflokka, Þjóö- verja, Frakka og ítala, og trúmála- samvinna milli kaþólskra og mót- mælenda, var upp frá því og er enn markmið svissneska sambandsins, og hefir það altal unnið að þvi eftir bestu getu. En fyrir þessa sameiningarstefnu hefir tvent verið nauðsynlegt i stjórnmálunum: eining og ein- drægni inn á við, hlutleysi út á við. Fyrirkomlulag svissneska sam- bandsins hefir eigi fæðst í heila neinna hugsjónamanna. Viðburð- irnir og nauðsyn þjóðarinnar hafa fætt það af sér. Meginþorri ríkj- anna í Norðurálfu hefir skapast umhverfis einhverja miðstöð, ýmist með hernaði eða innlirrtun. — Sviss hefir myndast á alt annan hátt, eða með fjálsri samvinnu margra slíkra miðstöðva,; sem allar voru frjálsar og jafn réttháar. Það var eigi á neinn hátt þröngvað kosti einnar einustu, þá er þær gengu í samband- ið. Sviss er fætt sem þjóðabanda- lag, eigi á einum degi heldur á mörgum öldurrí. Breyttir timar hafa sýnt og sannað, að eigi var heppi- legt að hvert smárikið hefði sjálf- stæði út á við og þvi varð nauðsyn- legt að gera þá breytingu á, að í staðinn fyrir SAMVINNU kæmi SAMEINING. Þessi breyting komst á í Bandarikjunum á tólf ár- um, frá 1775—1787, en það tók aldir að koma henni á í Sviss. Það var eigi fyr en árið 1847, Sviss var eitt sameinað ríki og það tók sér margt til fyrirmyndar frá Bandaríkjunum um stjórnskipun. Með sambandi ríkja er gert ráð fvrir tvennu, sem er í eðli sinu and- stætt: í fyrsta lagi, að þau sé hvert urrt sig sérstætt og í öðru lagi, að þau sé sameinuð. Slíkt samband er þýðingarlaust, þar sem allir íbúar eru af sama bergi brotnir. Þó getur það haft hagsmunalega þýðingu að skifta jafn stóru ríki og Bandaríkj- unum í mörg smærri. En það er þó ekki nauðsynlegt, og styður sist að því, að gera þjóðina heilsteypta. — Öðru máli er að gegna um ríki eins og Sviss, þar sem mælt er á þrjár tungur og tvenn eYu trúarbrögð, þar sem hver dalur er ólikur þeim næsta, þar sem hvert fylki á sína eigin sögu, þar sem sinn er siður í húsi hverju. Þar er samband þjóð- arnauðsyn. Og meira að segja, í svona litlu ríki er samvinnan ein eigi einhlít. Þar eru enn — eða voru til skamms tima — fylki, svo sem Gisons og Valais, sem eru sjálf sam- band annara smærri héraða. Þar hefir hvert hérað sjálfstjórn og heldur fast á sjálfstjórnarrétti sín- um. Og svo er að líta á hina siðferðis- legu sameiningu. í ríki, sem er í mörgum sérstæðum hlutum og þar sem eigi er að dreifa sameiginlegri ættjarðarást, er hætt við sundrung og skilnaði. Þetta hefir sjálfsagt verið ástæðan til að þeir, sem fyrir skemstu stofnuðu hin nýju ríki i Norðurálfu vildu eigi taka stjórn- skipun Sviss til fyrirmyndar, held- ur hurfu að lýðveldisfyrirkomulag- inu, sem franska stjómbyltingin fæddi af sér. En framtíðin sker úr hvort heppilegra hefði verið. Eins og áður er sagt, þá er sam- band svissnesku ríkjanna stofnað með samvinnu inn á við og hlutleysi út á við fyrir augum. Hlutleysi skapast eigi á einum degi fremur en ríkjasameining, og er ekki ávöxtur hugsjóna neins eins manns. Hlut- leysi Sviss hefir verið margar aldir að skapast og hefir breyst þrásinn- is. Það var vegna þess, að sviss- nesku ríkin, sem gengu í bandalag á 15. öld, voru eigi ein heild, að þau gerðu hinum ríkjunum, er siðar gengu í bandalagið, það að skyldu, að þau mætti alls eigi skifta sér af erlendum deilum. Þetta var upphaf að hinu stöðuga hlutleysi. Því var það, þá er öll fylkin í Sviss höfðu gert samninga við stórveldi Evrópu á seytjándu og átjándu öld, þá var sambandsríkið enn algerlega hlut- laust. -— og þegar Sviss fékk fult frelsi eftir stjómbyltinguna og fyrsta keisaratímabilið, þá var það með því skilyrði, að það héldi á- fram samskonar hlutleysi, því að það var stórveldunum í hag. Og það sem) hefir hjálpað Sviss til þess að gæta hlutleysis síns fram á þennan dag, er eigi aðeins full vissa um, að það sé því sjálfu fyr- ir beztu, heldur líka hitt, að það var stórþjóðunum í hag, því að þá mátti engin þeirra gera sig þar að hús- bónda, en vegna legu sumra ríkj- anna hefði hverju þeirra sem var, geta orðið það til mikilla: hags- muna, ef það ætlaði sér að ná yfir- ráðum á meginlandinu. Það er nú svo skrítið, að Sviss hefir altaf verið strangara við sig í hlutleysinu en því bar skylda til. Það hefir jafnvel gengið svo langt, að Svissar hafa verið skelkaðir um það, jafnvel á friðartímunum, að þeir hafi eigi verið nógu hlutlaus- ir gagnvart öllum nágrönnum sín- um. Og vegna þessa hafa þeir dreg- ist aftur úr í alþjóðaviðskiftum — hafa eigi getað fylgst með. Og það er náttúrlega aftur að þeirri ástæðu, hvernig þeir einangruðu sig alger- lega í siðasta ófriðnum. En á hinn bóginn er það sjálfsagt vegna þess trausts, sem Sviss ávann sér þá hjá öllum styrjaldarþjóðunum, að á- kveðið var, að þjóðbandalagið skyldi hafa aðsetur sitt í Sviss. Þjóðbandalagið hefir viðurkent hlutleysi Sviss og ábyrgst það. Sú ákvörðun braut náttúrlega bága við jafnrétti þeirra ríkja, sem í Þjóða- bandalaginu eru og ýms fyrirmæli stefnuskrár Þjóðabandalagsins. En án þessarar yfirlýsingar hefði Sviss áreiðanlega skorast undan því að ganga í bandalagið, og það hefði haft alvarlegar afleiðingar fyrir það hlutverk, sem þvi er ætlað í heiminum. Á hinn bóginn ber á það að líta, að Þjóðabandalagið er miklu betur trygt en ella, ef það ríki, þar sem það hefir aðsetur, er algerlega hlut- laust. Þar er Þjóðabandalagið inn- an órjúfandi múra, og þetta ríki hefir líka sýnt það, að það lætur sig engu skifta deilumál þjóðanna. Og ]x> hefir Sviss langa lengi tekið þátt í öllum þeim tilraunum, sem gerð- ar hafa verið til þess, að stuðla að þjóðafriði. Það þarf eigi nema að nefna það eitt, að löngu áður en heimsstyrjöldin hófst, áttu mörg alheims félög heima í Sviss, t. d. Rauði krossinn, sem vann dásam- legt mannúðarstarf í heimsstyrjöld- inni. Eins og önnur ríki hefir Sviss sérstakra hagsmuna að gæta, sín vegna. En það er þó aðallega tvent, er kemur til greina; að friður hald- ist í álfunni og raskist ekki. Fyr- ir öllu öðnt gengur það. að friður haldist. Svisslandi er það eigi nóg að njóta þeirra hagsmuna, að flækj- ast ekki í stríð með öðrum ríkjum. Ríkinu er það liin mesta nauðsyn, að hinar þjóðirnar fari ekki í stríð. Reynslan sýnir, að þótt það sé hlut- jKHKBKHKHKHKBKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKKfc ÞINGEYRAR í Húnavatnssýsiu reeííGeirastöðum, Þingeyraseli, Kornsár- t i Islandi og Drangavík á Ströndum eru til sölu með öllum hlunnindum og lausar úr ábúð i næstu far- dögum nema Drangávík. Þingeyrum fvlgir ágæt laxveiði í Bjargós og kvíslunum aust- an Þingeyra. Ennfremur er nokkur trjáreki á Þingeyrarsandi og selveiði oft mikil. í kaupinu geta fylgt skepnur, landbúnaðarverkfæri og veiði- tæki til lax- og selveiða. Lysthafendur snúi sér til eigandans Jóns Pálmasonar á Þing- eyrum, eða Valtýs Stefánssonar, ritstjóra í Revkjavík. ÍHKhKHKhKhKhKhKhKhKhKhKhkhKhKhKhKhKhKhKhKhKhkhKhKhKhK laust, þá er því svo í sveit komið, að það sleppur eigi við hörmungar styrjaldanna. Undir eins og styrj- öld breiðist út, dregst Svis's inn í leikjnri, að vísu ekki hernaðarlega, en fjárhagslega pcólitískt. Þannig fór í byrjun 19. aldar og þannig fór í ófriðnum mikla, því að þótt eigi væri beinlínis gengið á rétt þess, þá getur það með fylsta rétti bent á mörg dæmi þess, að réttur þess var á margan hátt skertur og að það beið stórkostlegt tjón af ófriðnum — nærri því eins mikið og sumar og meira en aðrar ófriðarþóðirnar. Þó er það ekki einhlítt til þess að tryggja sjálfstæði Sviss, að friður haldist. Ef einhver þjóð gæti náð undir sig yfirráðunum í Evrópu, þá gæti þó friður að vísu haldist, en sjálfstæði Sviss væri i hættu. Það er aðeins með þvi móti. að jafnvægi haldist í ríkjaskipun nágranna þeirra, að Sambandsikið getur neytt sjálfstæðis sins og látið til sín taka, þrátt fyrir það þótt það sé litið og íbúar fáir. Þeir, sem halda það að þójðabandalagið geti komið í stað ríkjajafnvægisins, skilja eigi hvem- ig horfir við á meginlandinu. Rétta lausnin er: jafnvægi innan þjóða- bandalagsins. Einu má bæta við. Ef Svissland fær eigi staðist ef einhver þióð nær yfirráðumi í álfunni og eigi í ófriði. þá fær það heldur eigi staðist ef einhver þjóð nær vfirráðum 5 álf- unni og eigi í ófriði, þá fær það heldur eigi staðist ef hver höndin er upp á móti annari í Evópu. ITin sífelda vfirvofandi hætta, hræðsla við stríð. og fjárhagslegar afleið- ingar *þessa ótta, gera andrúmsloft- ið óholt fyrir öl1 ríki. en drepandi fyrir smábjóðirnar. Þær hafa blátt áfram ekkert andrúmlsloft. Það er því sýnilegt, að aðalhagsmunir Sviss og hagsmunir Evrópu yfir- leitt, fara algeríega saman. I^esb. M.bl. Alveg óviðjafnanlegur drykkur Sökum tess’kve efni og útbúnaður ei fullkomin'n. Kievel Brewing Co. limited St. Boníface Phones: N1178 N1179 v )

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.