Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGTJR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1938 NUMER 51
íPvkS
Jólahugleiðing
“Er vetrar geysar stormur
stríður þá stendur hjá oss
friðarengill blíður . . .”
Sálmurinn, sem þessi ljóðlína
er tekin úr, varð til undir svip-
uðu ytra unnhverfi eins og því
sem vér eigum nú við að búa.
Stormar og hörkufrost eru dag-
legir viðburðir á þessum tíma
ársins víðast þar sem íslenzkir
menn byggja lönd. Náttúran er
óblíð, vér eigum því að venjast,
og teljum sjálfsagt að hún sé
þannig. En manneðlið og sam-
farir mannanna bera nú einnig á
sér hörkublæ vetrarins, en ein-
hvernveginn er oss flestum svo
farið að vér teljum það aldrei
eðlilegt, og getumi aldrei heim-
fært þar spakmælið forna: “svo
má illu venjast að gott þyki.”
Hvar sem litið er á heimskortið
má sjá bálveður haturs og ófrið-
ar geysa yfir löndin, og í sömu
svipan frjósa dagdraumar hug-
sjónamannanna í hel. Á smærri
sviðum einstaklingslífsins ber
sömuleiðis oft meira á kulda en
kærleika, á miskunnarlausri sam-
kepni f remur en samúð og sam-
vinnu þeirra, sem, nauðugir vilj-
ugir, verða þó að ganga samsíða
upp að musterisdyrum lífsins
sem í vændum er.
En nú eru jólin að koma. Eru
nokkrar líkur til að hinn ein-
faldi boðskapur þeirra fái
nokkru áorkað, nú fremur en
áður meðal manna, sem hafa
hlustað á boðskap þeirra nú í
hart nær tuttugu aldir? Verður
það ekki sama sagan enn, sögð
með sömu orðumi, við sama fólk-
ið sem um undanfarnar aldarað-
ir? Vissulega. Ár eftir ár er
sama sagan lesin, sörnu sálmarnir
sungnir, sömu ræðurnar fluttar,
ef til vill með mismunandi orða-
vali, sömu kvæðin ort, ef til vill
með öðrum bragarhætti, sömu
ritstjórnargreinarnar i stórblöð-
um borganna, sama skrautið á
heimilunum, svipaðar jólagjafir
og síðastliðið ár, sömu táknin,
og sömu vonirnar fylla hjörtu
ungra og gamalla. Ekkert er nýtt
undir sólinni sem hægt er að
segja á jólunum. Einungis af-
neitun eða sniðganga við hina
hugljúfu frásögu jólanæturinn-
ar gefur tilefni til skýringa, og
hugleiðinga, sem þó eru engan
veginn -frumlegar fyrir nokkum
þann sem nú er uppi. Jólin
1938 verða aðeins jól einu sinni
enn.
Og hversvegna ekki?
Ný dagrenning er ávalt dá-
samleg. Jörðin snýst um möndul
sinn. Næturskuggarnir flýja.
Nýjar hitabylgjur færast yfir láð
og lög fyrir áhrif árdegissólar-
innar. Mennirnir rísa úr rekkju,
hinn nýi dagur færir þeim ný
störf, nýjar vonir, ný tækifæri
til framsóknar inn á svið sem
áður voru þeim ókunn. Starfið
og stríðið í dag kann að verða
svipað og það var í gær — en
þó fögnum vér flest þeirri von
að fá að lifa og starfa á morg-
un. Alt þetta gerir komu hins
nýja dags stórmerkan viðburð,
eins fyrir því þótt að koma hans
sé möguleg fyrir áhrif sólarinn-
ar sem er jafngömul sjálfum
heiminum. Á sama hátt er end-
urkoma jólanna átalt gleði-við-
burður, sagan um Immanuel—
Guð með oss, er heiminum fagn-
dðarmál með hverjum nýjum
jólum. Vér getum ekki hugsað
oss heiminn án nýrrar dagrenn-
ingar — hver er sá, sem lifa
vill um eilífa nótt? Engu frem-
ur getum vér hugsað oss heim-
inn án jólanna — hver er sá, sem
lifa vill í eilífu vonleysi?
Friður á jörðu og velþóknan
yfir mönnunum
Eins og hver dagrenning er
annari lik, þannig eru jólin æfin-
lega eins. Vér, sem erum orðin
gömul, sjáum enn sama barnið í
jötunni og þá er vér vorum börn.
Myndin bréytist ekki. Það að
hún breytist ekki^ sýnir yfirburði
hennar umfram allar aðrar
myndir. Væri þessi jólamynd
þess eðlis að hún bæri mismun-
andi blæ eftir umhverfi sinu á
hverjum stað og stund, væri hún
aðeins sem spegill sem sýnir
hverjum manni, sem frammi fyr-
ir henni stendur andlitsfall sitt.
Hún er að vísu sá spegill, sem
sýnir hverjum manni hið innra
eðli sitt. En hún er meira en
það. Hún er það mikla málverk
á altari tilverunnar, sem sýnir
oss kærleika Guðs, og endanleg-
an áfangastað guðs barna, og
bendir öllum mönnum á veginn
til hins sanna lífs. Jólamyndin
breytist ekki við uppgötvanir
mannanna, vizku þeirra eða
tízkutildur, hún er sígild og söm
við sig, eins og dagrennirgin.
En sumir dagar eru öðrum
bræðrum sínum ólíkir, að því
leyti að þeir færa mönnunum
eitthvað óvænt hnoss, draumar
rætast, vonir verða að veruleika.
Það eru merkisdagarnir í lifi
manna.
Flest erum vér búin að lifa
mörg jól. Vér væntum þess
flest að þessi jólahátíð verði ein
i viðbót við þær fyrri, með sama
umistangið, sama kostnaðinn,
sömu gleðina og sömu vonbrigð-
in, einkum fyrir litlu börnin
sem búa við sára fátækt. Hvers-
vegna ekki að vænta þess, og
vinna að því að þetta verði
merkisjól, fyrir þá, sem við
elskum tnest og fyrir oss sjálf?