Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 4
4
LÖG-BER/G, FIMTUDAGINN 22. DESEMBEB 1938
-------------- Hogbers ---------------------------
GefiS út hvern fimtudag af
THK COHUMBIA PRESS, I/IMITED
695 Sargent Ave., Winntpeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjðrans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Rorgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press,
Eimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Jólin
Skammdegi, — nei; að þessu sinni höfum vér lítið
haft af skammdegi að segja í hinni venjulegu merkingu
þess hugtaks; vetrarsólhvörf gengin um garð og daginn
tekið að lengja; sama einmuna blíðan dag eftir dag og
nótt eftir nótt.
“Náttúran er alveg eins og áður var hún;
sama móðursvipinn ber hún,
sannarlega fögur er hún.”
Sléttuna vestrænu faðmar djúpur friður; hvítur og
mildur jólafriður, sem mjög sker úr við blóðstorknar
lendur Spánar og Kínaveldis.—
Heima á Fróni blasa jafnframt við hugsýn vorri
friðuð, mjallhvít jól þar sem hvergi ber á skugga; jól
hins íslenzka stofns, hvar helzt sem greinar hans liggja;
þannig skyldi jól allra manna vera án tillits til hnatt-
stöðu eð'a kynflokkaskiftingar.
A krossgötum
Vigfús Guðmundsson í Borg-
arsesi, sem er nýkominn í bæ-
inn eftir sumardvöl sína í Borg-
arfirði, hefir sent Tímanum
eftirfarandi fréttir þar ofan að:
Afkoma manna í BorgarfirÖi er
víða sæmileg, þrátt fyrir hið
stóAostlega tjón, sem fjárpest-
in er búin að gera. Kúaeign
vex hröðumi skrefum, hestaeign
nokkuð og alifuglaeign og loð-
dýra. Garðrækt er nú að koma
upp við jarðhitann á nokkrum
stöðum og gekk einkanlega vel
rneð tómatarækt síðastliðið sum-
ar. Efnilegur garðyrkjumaður
fluttist að Deildartungu úr ná-
grenni Reykjavíkur í haust og
tekur einn ha, lands á erfða-
festu við hinn vatnsmikla Deild-
artunguhver. Gerir hann ráð
fyrir að rækta garðávexti á því
landi og telur það nógu stórt
land til þess að gefa af sér lífs-
uppsprettu, fyrir fjölskyldu sína.
Verði það rétt, myndi margt
íbúa geta lifað í Reykholtsdal,
enda miklar líkur til að sá dal-
ur verði einhverntíma í fram-
tíðinni blómleg sveitaborg, al-
ræktaður milli fjallahhða.
+
Um jól þau, sem nú fara í hönd, eins og reyndar
um flesí önnur jól, verða aðstæður einstakra manna
með næsta mismunandi hætti; frá því um síðustu jól
hefir dauðinn verið' á ferð, höggvið strandhögg og af-
kvistað margan fjölskyldumeið; þessvegna verður líka
einu sæti færra, eða jafnvel fleirum, við jólaborðið en
þá var; hvert einasta heimili, sem þannig er ástatt með
heimsækir ósýnilegur jólagestur og hvíslar í eyra syrgj-
andans: ‘ ‘ Grát þú eigi! ’ ’
Óneitanlega á margur maðurinn við þungan að róa
um þessi jól, engu síður en jól liðinna ára, og ber til
þess margt; enn sverfur að jarðheimsbörnum marg-
háttað öfugstreymi í skiftingu auðs og iðju,, og enn er
leitað langt yfir skamt að ímynduð'um verðmætum, þó
vitað sé að:
• “Hvert fátækt þreysi höll nú er
því Guð er sjálfur gestur hér.”
Þó vitað sé að eitt og annað' hafi að nokkru breyzt
til hins betra viðvíkjandi stóriðju og verzlunarháttum,
þá er þó enn langt frá því að vel sé; vér erum kröfu-
harðir að því er viðskiftaform og viðskiftareglur áhrær-
ir; vér tölum um verzlunarjöfnuð; verðgildi útfluttra
og innfluttra vörutegunda. En höfum vér nokkru sinni,
hver og einn, stungið hendinnil í eigin barm og gert oss
þess Ijósa grein hve mikið, eða lítið, vér flytjum út af
góðvilja til annara manna um jólin; hvernig birgðir
vorar mælast, er á þolrifin reynir og vér horfumst í
augu við mannlegar þjáningar; hve örlátir vér erum á
miðlun bróðurþels; og þá að sjálfsögðu síðast, en ekki
sízt, hverja hollustu vér höfum í hugsun vorri og dag-
fari auðsýnt honum, sem var og er vegurinn, sannleik-
urinn og lífið/ Öllum þessum spurningum ber oss
hreinskilnislega að svara. Og áður en vænta má bjart-
ara við'horfs á sviði hinnar efnislegu afkomu, verðum
vér fyrst að láta fara fram hreinskilnislega niðurjöfnun
allra þeirra sálrænna verðmæta, sem nú hafa nefnd
verið.
Það er fagur siður að takast í hendur með ósk um
gleðileg jól; en tvíeggjaður getur hann þó orðið engu
að síður, ‘‘sé hjartað' ei með sem að undir slær.”
Faðir ljósanna,
lífsins rósanna,
lýstu landinu kalda.
Vertu oss fáum,
fátækum, smáum
líkn í lífsstríðí alda.
Á fjárpestinni — mæðiveik-
inni — ber nú lítið, þar sem
hún er búin að vera lengst. Ein-
staka menn á því svæði settu á
fáein lömb í fyrrahaust og nú
í haust settu flsetir bændur á
þessum slóÖum á flest gimbrar-
lömb, er þeir áttu. En þar sem
mæðiveikin kom seinna, drepst
margt fá ennþá, svo sem á Mýr-
unum, og í syðri dölunum. Eg
gat um í fyrra við Nýja dag-
blaðið, að áberandi dæmi væru
um það, hve verjast mætti mæði-
veikinni og nefndi í þvi sam-
bandi tvo bæi. Annar er Hrísar
í Flókadal, sem einn allra bæja
i Reykholtsdalshreppi hefir var-
ist veikinni öll árin síðan hún
byrjaði. En nú í haust byrjaði
mæðiveikin þar. Vörn bóndans
í Hrísum, Björns Sigurbjarnar-
sonar, hefir aðallega verið fólgin
í að reka aldrei aðkomukindur
að með sínu fé og ef kindur hafa
rekist að frá honurn á öðrum
bæjum, þá hefir hann fargað
þeim, án þess að taka þær heim.
Hann hefir enga girðingu haft
við að styðjast, en bær hans er
fremur afskektur og hann sjálf-
ur nærgætinn og athugull. Hitt
dæmið er frá Gullberastöðum.
Bóndinn þar, Þorsteinn Krist-
leifsson, hafði nokkru áður en
fjárpestin kom girt af beitiland
sitt og þar hefir fé hans jafnan
gengið undartfarin ár, þegar það
hefir ekki verið í húsi. Hjá
honum hefir mæðiveikin ekkert
gert vart við sig og alt hans fé
er prýðilega hraust, en á næstu
bæjum alt umhverfis, hefir veik-
in gert hinn mesta usla og á sum-
um bæjurn, þar sem var um
i—200 fjár, er nú ekki éftir
nema örfáar kindur. Þessi dæmi
eru- lærdómsrík fyrir þá, sem
lausir eru ennþá við mæðiveikina
í fé sínu.
Megi íslendingurinn, hvar sem hann er í sveit
settur, verða salt jarðar. Megi þessi hvítu og friðuðu
jól vor íslenzkra manna, bera ævarandi vitni um:
Gróandi þjóðlíf með þverrandi tár,
sem þroskast á guðsríkis braut.
Fögnum komandi jólum í ljósbaði heiðra hugsana;
senn verður kveikt á kertunum — og byrjað að hringja!
Framkvæmdir hafa verið tals-
verðar í Borgarfirði. Menn eru
altaf að stækka og bæta tún sin,
auka vegina, bæða húsakynnin
og koma á einkasímum og út-
varpstæki eru næstum á hverjum
bæ. Ný íbúðarhús voru reist á
þessum bæjum i sumar: Háhóli,
Eitlu-Gröf, Króki, Síðumúla
Á mynd þessari sézt íslands- og Islendinga-vinurinn við-
kunni, skáldið og fræðimaðurinn prófessor Watson Kirk-
connell, ásamt fjölskyldu sinni.
(hjá Magn. Ásgeirssyni skáldi),
Múlakoti í Lundarreykjadal,
Síðumúlaveggjum, tJilfsstöðum,
Árdal og Stafhloti. Þetta eru
flest einlyft, snotur steinhús. Að
stærð og herbergjaskipun er yfir-
íeitt stór framför frá því, sem
var fyrir fáum árum. Á Hvann-
eyri var skólahúsið stórum end-
urbætt og eru þar nú 63 nemend-
ur. í Reykholti var lengd aust-
urálma skólahússins og stækkuðu
við það að mun húsakynni skól-
ans. Þar eru nú um 100 nem-
endur. Hlöður og fjós voru
víða reist að nýju og margskon-
ar endurbætur framkvæmdar á
eldri húsum. í Borgarnési hef-
ir mikið verið reist af húsum.
Var atvinna þar mikil í sumar,
en flestum virðist þó þangað
vera komið of margt fólk til þess
að fá störf við þá atvinnuvegi,
sem þar eru.
—Tíminn 29. nóv.
Hafið bér heyrt?
AD það er varlegt að treysta
minni manna eða eftirtekt, þegar
þeir eru í geðshræringu. Til
þess að sannfærast um þetta, lét
kennari nokkur fjóra menn ryðj-
ast inn í bekk sinn í kenslu-
stund. Börðust þeir eins og
óðlr menn í nákvæmlega 30 sek-
úndur, og veltu öllu um koll, en
þutu því næst út. Þegar nem-
endur bekkjarins voru spurðir,
hvað hefði gerst, vissu aðeins
3 af 29, hve margir menn höfðu
ruðst inn í bekkinn.
♦
AÐ ein sú mikilfenglegasta gest-
risni, sem sögur fara af, var það,
er Abdul Hamid II. Trykja-
soldán lét reisa höll í Hereki
árið 1898, af því að hann átti
von á Vilhjálmi II. Þýzkalands-
keisara, er var á leið til Gyð-
ingalands. Keisarinn hafði
þarna þriggja stunda viðdvöl, og
síðan hefir þessi höll ekki verið
notuð til neins.
•f
AÐ í Bandaríkjunum deyr að
meðaltali eitt ungbarn á fyrsta
ári af slysförum, fjórðu hverja
klukkustund. Venjulega kafna
börnin í rekkjuvoðunum.
+
AÐ hið ajkunna Rauða torg í
Moskva hefir heitið þessu nafni
síðan á miðöldum, og á nafnið
ekkert skylt við “rauðu” bylt-
inguna 1917 né fána kommún-
istanna. Á rússnesku heitir
þetta torð Krasnya, en það þýðir
bæði rauður og fagur.
AÐ i mörgum kvikmyndahúsum
í Suður-Ameríku er siður að
hætta skyndilega að sýna kvik-
mynd, ef áhorfendunum fellur
hún ekki vel í geð, og er þá
byrjað að sýna aðra kvikmynd.
Ef áhorfendurna 1 langar hins
vegar til að sjá einhvern kafla i
myndinni oftar en einu sinni, er
hann sýndur hvað eftir annað,
þangað til menn eru orðnir á-
nægðir.
AÐ japanskir veitingaþjónar
mega ekki til. þess hugsa, að
þeim séu réttir drykkjupeningar
með sama hætti og gert er hjá
Norðurlandaþjóðum. Þess vegna
er siður að rétta þeim þóknun-
ina í litlum, þar til gerðum um-
slögum.
•f
AÐ steina - og blómaheitin í
austurrískum Gyðinganöfnum
stafa af því, sem nú skal greina:
Á 18. öld fyltist Austurríki af
Gyðingum, vegna þess að þá var
ekki amast neitt við þeim þar
af trúarlegum' ástæðum. Meiri
hluti þessara Gyðinga hét annað
hvort Isaai eða Israel. Þar sem
þessi mikla fábreytni olli glund-
‘roða í landinu, skipaði María
Theresía svo fyrir, að sérhver
Gyðingur i landinu ætti að taka
sér upp nýtt nafn, sem frá-
brugðið væri nöfnum kristinna
manna. Þessi nýju nöfn voru,
flest dregin af steinum og blóm-
um, t. d. Goldberg, Rosenbaum,
o. s. frv.
—Samtíðin.
Elzta frímerki heimsins er
ekki, eins og menn hafa haldið,
frá miðri síðustu öld. í Eng-
landi hefir fundist frímerki' frá
1682. Þá reyndi maður einn að
koma upp póstþjónustu sem
einkafyrirtæki, en rikisstjórnin
bannaði honum að reka slíka at-
vinnu, og hann gaf ekki út nema
fáein frímerki.
Vér óskum
'óllum okkar
íslenzku vinum
qleðilbgra
JÓLA
t alla bökun skal notað
Happy Girl Flour
SOO LINE MILLS LTD.
Sími 51300