Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 9

Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 9
4 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBER 1938 9 Hlutverk kriátins safnaÖar Prédikun flutt í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, á sextíu ára afmceli safnaðarins, 30. okt., 1938, af séra Eúnólfi Marteinssyni I. Kor. 9:19-23. Þótt eg sé öllum óháÖur, hefi eg gjört sjálf- an mig að þjóni allra, til þess eg áynni þess fleiri. Og eg hefi veriÖ GySingunum sem GyÖingur, til þess eg áynni Gyð- inga, þeim sem eru undir lög- málinu eins og sá sem er undir lögmálinu, enda þótt eg sé sjálf- ur ekki undir lögmálinu, til þess eg áynni þá sem eru undir lög- málinu ; hinum lögmálslausu sem lögmálslaus, þótt eg sé ekki laus við lögmál Guðs, heldur bund- inp lögmáli Krists til þess eg á- ynni hina lögmálslausu. Hinum óstyrku -hefi eg verið óstyrkur, til þess eg áynni hina óstyrku. Eg er orðinn öllum alt, til þess að eg yfir höfuð geti frelsað nokkra. En eg gjöri alt vegna fagnaðarerindisins, til þess eg fái hlutdeild með því. Kæru kristnu vinir :— Á þessari hátíð vil eg fyrst af öllu tjá hinum nýja hirði og leiðtoga þessa safnaðar, séra Valdimar Eylands, hollustu mína. Þótt eg hafi verið mjög liðléttur meðlimur þessa safnaðar og verði það líklega framvegis, hefi eg allan vilja til þess að verða honum að liði á hvern þann hátt sem mér er unt. Guð almáttug- ur leggi blessun sína yfir sam- starf hans og safnaðarins. Guð leiði þá báða á vegum mikils og farsæls starfs til eflingar öllu góðu meðal manna. Eftir því sem skýrt er frá í Framfara, fyrsta vikublaði Is- lendinga í Vesturheimi, var þessi söfnuður stofnaður 14. ág. árið 1878. Saga hans nær því yfir liðug 60 ár. Á þessucn tíma hafa ýmsir prestar þjónað: Halldór Briem, Hafsteinn Pétursson, Friðrik Bergmann, Rúnólfur Marteinsson, Jóhann Bjarnason og nú Valdimar Eylands; en þó teljast ekki nema tveir fasta- prestar: Jón Bjarnason og Björn B. Jónsson; því þjónustutími allra hinna var stuttur. Séra Jón þjónaði fyrstur allra; en fyrst um sinn var það aðeins auka starf. Fastaprestur safnaðar- ins varð hann árið 1884 og þjónaði til dauðadags, 1914. Séra Björn tók þá við og þjón- aði einnig það sem eftir var æfi, fram á árið 1938. “Hvað er þá orðið “okkar starf” í þessi 60 ár, og hvað skyldi mega af þeim læra? Eg hefi valið ritningarkafla til grundvallar hugleiðingum mín- um, setn mér finst nytsamur til athugunar á þessum tímamótum, og vil eg að hann ráði hugsun- um mínum að þessu sinni algjör- lega. Út af orðum textans er eg að hugsa um hlutverk krist- ins safnaðar. Að einhverju leyti skoða eg það í ljósi hins liðna með það i huga hvernig þetta ætti að vera, en ljósið sem eg geng við er frá postulanum Páli. Hann segist vera öllum óháð- ur. Hann er þar aðeins að tala um menn. Enginn maður ann- ar hefði verið fúsari til að játa köllun frá Guði; enda ber hvert orð í þessum kafla þeim sann- leika vitni. Sú köllun er honum svo mikið alvurumál, að hann virðist til þess búinn að gjöra alt til að rækja hana. Það er eldur í staðhæfingum hans, vegna þess að í sál hans brenn- ur áhugi. Himnesk köllun hefir gagntekið sál hans. Guð hefir kallað hann, þessvegna likjast orð hans orðum Krists, sem tal- aði “eins og sá sem vald hafði.” Guð sjálfur er hin eilífa upp- spretta allrar fegurðar og allra gæða. Jesús Kristur er “geisli hans dýrðar og ímynd hans veru.” Hann er hið sanna ljós sem upplýsir hvern mann.” Hann getur verið og vill vera ljósberi allra manna. Páll post- uli eignaðist þetta ljós og gat þessvegna talað af tnyndugleika. Fátt eitt er skýrara í æfisögu Jesú en meðvitund hans um guð- lega köllun. Það sanna orð hans er hann v.ar 12 ára gamall dreng- ur í musterinu, er hann varð skírður af Jóhannesi; krafta- verkin, og í raun og veru hvert orð af munni hans skrásett í Nýja Testamentinu. En hver einasti maður á kost á því að eignast neista af sama eldinum. Guð er einn og kallar alla. Hann “sendir einkason sinn til að kalla til sinnar kvöldmál- tíðar alla — alla.” Hvílík tign og dýrð yfir köll- un Jesú. Og þó bilið milli hans og vor sé svo stórt, að augu vor ná ekki út yfir bilið, er það samt sannleikur, sem enginn get- ur hrakið, að Guð er einnig faðir vor, og hann hefir kallað kirkju sína til að vinna í vín- garði hans. Hún á kost á þess- ari köllun, eða öllu heldur hún er ekki kirkja ef hún hefir ekki þegið hana. Að þiggja hana er að eignast hinn eilífa eld. I raun réttri er ekki unt að tala um dauða kirkju, því, ef þar er ekki líf og eldur, getur þar ekki verið nein kirkja. Alla tign sína og dýrð fær kirkjan af guðlegri köllun sinni. Ef hún á nafnið kirka rækir hún verk sitt með óbrjálaðri samviizkusemi, lifandi áhuga og guðlegri heim- ild. Hún er þjónn Guðs. Það er ekki nema heilbrigt og rétt að taka það fram, að öll rétt viðleitni manna er ávöxtur af köllun Guðs. Kirkjan er hinn áþreifanlegasti vottur þess, að þetta er sannleikur. Þessi söfnuður, þótt hann hefði getað verið betra vitni guðlegrar köllunar, hefir samt alla sína tíð verið ljósberi Guðs í íslenzka mannfélaginu í Win- nipeg og að nokkru leyti út um allar bygðir Vestur-íslendinga. Athugið hvað köllunin frá Guði er postulanum mikið al- vörumál. Vegna hennar vill hann vera öllum alt. Gyðingum er hann Gyðingur; hinum lögmáls- lausu, lögmálslaus; lögmáls- mönnum, lögmálsmaður; hinum óstyrku, óstyrkur,, til þess hann áynni nokkra. Þetta er að visu líkingarfult, en eftirtektavert. Hann vill athuga sem bezt á- stand þeirra, sem hann er að hjálpa. Hann er ekki valds- maður, sem gefur skipanir frá hásæti, heldur eins og félagi, er situr á bekk með þeim sem er hjálparþurfi, syndugum manni semi þarf að bjarga. Að vísu getur þetta verið hættulegt. Hættan er sú, að maður dragi dám af sínum spilta sessunaut; en manninum sem á að hjálpa verður það til lífs, að hann gleymi aldr.ei sinni guðlegu köll- (Framh. á næstu síðu) r HÁTIÐAKVEÐJUR til minna íslenzku vina og viðskiftavina! f Yðar reiðubúinn þjónn eins og stendur í hmni helgu bók frá Maryland & Sargent Service Station | BRYNJÚLFUR BRYNJÓLFSSON, framkv.stj. MANITOBA MARCHES ON to GREATER VARIETY AND IMPROVEl) QUALITY of Agricultural Products OONTINUED YIELDS of Forest Products HIGH QUALITY STANDARS • NEW RECORDS in an expandjng Fur Industry in Mineral Production SUSTAINED PRODUCTION from fresh water Fisheries INCREASED EFFICIENCY in Industry from cheap Power v Information supplied upon request DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCES WINNIPEG HON. J. IS. McDIARMID, Minister

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.