Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 11

Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMTUDAGrlNN 22. DESEMBEB 1938 11 eÖa átti hún að setja þau sér á kné og kenna þeini íslenzku? Um það urðu tvær skoðanir. Önnur taldi það synd og skömm að láta ekki hvert ís- lenzkt barn læra “ástkæra ylhýra málið,” málið sem er mjúkt sem blómstur, sterkt sem stál,” hið óviðjafnanlega mál feðranna, “mál, sem hafði mátt að þola meinin flest er skyn má greina.” Ef tungunni sleppir er úti um alt íslenzkt þjóðerni í Vestur- heimi. Að hætta íslenzkum guðsþjónustum, eða láta íslenzk- úna hverfa úr sunnudagaskólun- um er svik við uppruna vorn og feðut. Ef íslenzk tunga er rek- in burt úr kirkjustarfinu, er eng- in þörf f á íslenzkum söfnuðum; menn mega þá alveg eins aðhyll- ast al-enskar kirkjur. Má vera að fáir einstaklingar hafi gengið svona langt í öllum atriðum, en allar þessar raddir létu til sin heyra. Þvert á móti þessu var sú skoðun, að bezt væri að þurka af sér íslenzká rykið sem fyrst, að flytjast inn í hérlent þjóðlíf, sem allra fljótast. Islendingur- inn þurfti að hverfa með skyndi, en hann að endurfæðast í kana- diskri mynd, eða þá í gerfi Bandaríkjamannsins. í fyrstu var þetta ókirkjuleg skoðun, en að því kom að kirkjan fór að athuga ástandið og komust þá sumir hennar menn á þá skoðun að kirkjan mætti ekkert skifta sér af þjóðerni, að það væri saurgun á henni hér að hlynna að íslenzku þjóðerni, að kirkjan mætti ekki vera heft af neinni tungu, að það væri eitthvað ó- hreint við það, fyrir kirkjuna, að vera að kenna íslenzku. Slíkt væri með öllu fjarri hlutverki hennar og að öllu leyti hindrun á starfi hennar. Það var til þriðja skoðunin, sem fann sannleiksbrot í báð- um þessum stefnum. Sú skoðun kannaðist við að straumurinn inn í þetta þjóðlíf hlyti að halda á- frann en sá ekki svo litla hættu í því að hraða þessari ferð um of. Með því móti hlyti margt JÚLIN ERU HATÍÐ LJÓSANNA ! f Vér liöfitm alt til raflýsinga og óskum vorum íslenzku vinum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Sargeitt Ulertric QLompang I í i 726i/2 SARGENT AVE. - - SIMI 35 560 The Riedle Brewery Limited Winnipeg, Manitoba This advertisement is not issued by the Government Liquor Control Com- mission. The Commission is not responslble for statements made as to quallty or products advertised. gott að glatast. Þessvegna var heilbrigðara og betra að straum- urinn væri fremur hægfara og að ferðinni væri hagað með viti, að menn ferðuðust með opin augun. Að slíta rætur göfugra erfða gat borið úr býtum stórt tjón, að neita mönnum u-m notkun þess tungumáls sem var það eina semi þeir skildu, var ekki síður heimskulegt. Að neita kjörlandi voru og föðurlandi barna vorra um það lið, sem oss var unt að veita því var sviksemi. Eitthvað í áttina til hins síð- asta 'hefir hugsun min oftast legið. I prédikun sem eg flutti 27. febrúar, árið 1916, sagði eg þetta: “Vér komum ekki hing- að til að stofna nýtt ísland. heldur til þess að helga þessu landi krafta vora, að taka þát í starfi þess og striti, ekki sem hálfir menn eða umskiftingar heldur sjálfum oss sannir, vegna þess vér erutni sannir því guðlega sem í oss býr. Að sumu leyti er miklu auð- veldara að hugsa aðeins um eina tungu og eina þjóð, en að því skapi sem það er erfiðara er í því meiri gróði að elska tvö lönd og tvær tungur.” Flestar þessar raddir munu að einhverju leyti hafa látið til sín heyra í Fyrsta lúterska söfnuði. Og nú hefir söfnuðurinn leyst ráðgátu liðins tíma eftir því ljósi sem leiðsögn hans hefir hlotið. Meiri hluti starfsins fer nú fram á ensku máli. Etiginn er sviftur tækifæri.til að nema Guðs orð og fræðast um krist- indóminn vegna þess að hann skilur ekki íslenzku. En feðra- tungan er enn í gildi i söfnuð- inu-mi, þar sem önnur guðsþjón ustan á hverjum sunnudegi fer fram á íslenzku, annað kven- félagið notar gömlu tunguna, og karlmanna félagið að nokkru leyti. Meiri hluti safnaðarins mun ásáttur með þessa niður- stöðu, enda hefir það ávalt verið eitt allra sterkasta einkenni safn- aðarins hvað menn hans hafa fylgst vel að málum, og einingin. þrátt fyrir skoðanamun nokkurn. frábærlega mikil. Hvernig fær þessi söfnuður, eins og nú er ástatt, bezt leyst hlutverk sitt af hendi, sýnt mesta trúmensku við sína heilögu köll- un. komist sem næst því að vera fólki sinu alt í öllu? í nokkrum dráttum verður Ieitast við að sýna það. Á þessum árum sem liðið hafa frá því starf hans hófst, hefir ýmislegt orðið skýrara. hvað er þjóðernislega rétt stefna. Að einhverju leyti hafa mrin komist út úr þokunui. Það er rangt að kirkjan eigi ekkert að skifta sér af þjóðerni i I Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahani og Kennedj Sts. Phone 21 834—Offiee tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Omy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur f eyrna, augna, nef og héissjúkdömum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St». Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gölfi Talsimi 30 877 Viðtalstfmi 3—5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEQ H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 DR. A. V. I0HNS0N Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Llndal, K.C., A. Buhr Björn Stcfánsson Telephone 07 021 Offices: 325 MAIN STREET 1 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrasOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD Phone 94 668 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selui Itkkistur og annast um út- tarir Allur útbúnatSur sá bezti. Enníreraur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talstmi: 86 607 Heimilis talstmi: 601 562 LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC at öllu tægi. PJIONE 94 221 meðlima sinna. Hvað er þjóð- erni annað en þau einkenni, sem hafa þroskasí með sérhvrri þjóð á liðnum dögum? Má vera margt þess sé gott, sem því þarf að varðveita og efla, en sumt slæmt sem þarf að yfirbuga og út kasta. Trúboðinn mikli, Stanley Jones hefir gjört þann sannleika áberandi, að það er ekki köllun kristniboðans frá Vesturheimi að kenna Austur- landaþjóðum amerískt þjóðerni, heldur að ryðja Kristi veg i þjóðerní þeirra. Það er eins og Páfl segði: Indverjum vil eg vera Indverji; Canadamönnum, Canadamaðttr; íslendingum, ís- lendingur. CCA4C CCTEL eiMLi Notv owned and managed by people born and raised in Gimli Next time you visit Gimli make your home at the Hotel. Our roomg are clean and redecorated. And you will enjoy our tasty meals. — WE AIM TO PLEASE. IVe zvislt to extend to muny of our Icelandic friends and to all Icelandic people j A MERRY XMAS and HAPPY NEW YEAR z ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólégur ftiittaHur miffbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; baCklefa $3.00 og þar yfir Agætar máltlBir 4 0c—60c Free Parking for Gve«t* L Hver á þá að vera afstaða vor til Canada? Hún er landið, sem vér höfum eignast, landið þar sem vér eigum heima, land fram- tiðar vorrar eftir því sem vér vitum. Vér erum ekki aðeins heimamenn og borgarar hér. Þetta er vort land, landið, sem vér elskum, landið, sem vér helg- Um krafta vora. Alt eigum vér að vilja gjöra til þess að efla farsæld þessa lands, en hindra framgang alls hins illa. Þessu landi viljum vér leggja til alt, sem er nýtilegt í sálarlífi voru, alt sem er göfugt í íslenzku þjóðerni voru, alt sem er heil- brigt í líkamlegum og andlegum kröftum vorum. Hér viljum vér lifa, starfa og deyja. Þetta er föðurland barna vorra. Alt landið stendur þeim opið með öllum þess tækifærum. Hér eiga þau að ávaxta sitt pund að það verði sem mest úr því til far- sældar Canada. Enginn má leggja hindrun á þessa framrás sé hún aðeins göfug. Hún má halda áfram upp að efsta tindi þeirrar guðinnblásinnar mann- legrar dýrðar, sem þetta land (Framh. á næstu blaðsíðu)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.