Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 22

Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 22
22 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 22. DESEMBEB 1938 Hefst flugið hér næsta vor? MorgunblaSiÖ sneri sér til Thor Thors alþm. og baÖ hann að segja lesendum blaðsins að nokkru frá fyrirætlunum hins ameríska flugfélags, “Pan American Airways,” í sambandi við flug hér innanlands. Varð Thor góÖfúslega viÖ þessum tilmælum og fer hér á eftir frásögn hans: —Hugmyndin er, segir Thor, aÖ stofna flugfélag hér með hálfri miljón króna hlutafé. Af því eigi Pan American 'Í45 þús., en fslendingar 255 þús. kr. Meirihluti hlutafjárins er m. ö. o. í höndum íslendinga. Ætlunin er að Pan American leggi svo til nýtizku farþegaflug- vé), og hefir verið talað um 6 eða 10 farþega flugvél. Náist_ samkomulag á þessum grundvelli þá er hugmynclin að byrja hér fast innanlandsflug á næsta vori. Pan American er reiðubúið að leggja til flugvélar og kunnáttumenn til þess að kenna íslendingum, ef þess gerð- ist þörf. Málið verður nú lagt fyrir ríkisstjórnina, því að ráðgert er að ríkið verði verulegur hluthafi og hafi eftirlit með rekstrinum. Þá er einnig ráðgert, að Flug- félag Akureyrar renni inn í hið nýja félag með eignir sínar, en jafnframt verði hafið alment flutafjárútboð hér heima. Ráðgert er, að hið nýja flug- félag geri svo síðar samninga um flug til næstu nágrannalanda. —Hefir dr. Vilhjálmur Stef- ánsson beitt sér fyrir þessu máli? spyr tíðindamaður Morgunblaðs- ins ThoiVThors. —Já; dr. Vilhjálmur Stefáns- son hefir unnið að þéssum mál- um vestra, en hann er ráðunaut- ur Pan American. Dr. Vilhjálm- ur hefir mikinn áhuga fyrir því, að þessi samvinna um innan- landsflug hér takist; vinnur hann á mörgum öðrum sviðum að framfaramálum okkar íslend- inga og er okkur mjög mikill liðstyrkur að honum, vegna á- lits hans og frægðar. —Höfðuð þér einhver afskifti af þessu máli, meðan þér dvöld- uð vestra? —Fyrir atbeina dr. Vilhjálms Stefánssonar átti eg tvívegis tal við stjórúendur Pan American, öðru sinni með þeim Jónasi Jónssyni og Vilhjálmi Þór. Eg hafði ekki búist við, að málí? yrði rætt opinberlega á þessu stigi, eða fyr en ríkis- stjórn og stjórnmálaflokkar hér höfðu tekið afstöðu til málsins. En úr því sem komið er getur málið ekki verið neitt leyndar- mál. Stjórn Pan American hefir ekki gert neitt fast tilboð um þenna fyrirhugaða félagsska,p ennþá, en óskar að tillögur komi héðan að heiman hið allra fyrsta, svo að unt verði að taka ákvörð- un vestra. Verður því ríkis- stjórnin hér og stjórnmálaflokk- ar að taka ákvörðun næstu daga. —Hvert er ájit yðar á þessu tnáli ? —Eg tel, að okkur sé mikill fengur að samvinnu við jafn öflugt félag og Pan Ameriran, sem hefir mikla reynslu um alt sem að flugi lýtur, og okkur er nauðsyn á að fá nýtízku flugvél hið fyrsta, til þess að bæta sam- göngurnar hér innanlands. —Morgunbl. 30. nóv. Frá Eimskipafélagi Islands Til ritstjóra Lögbergs, Winnipeg. Vér leyfum oss að mælast til þess að þér birtið í blaði yðar það, sem hér skal greina: Svo sem kunnugt er hefir Eimskipafélag Islands undan- farið verið að vinna að þvi að smíðað yrði handa félaginu far- þega- og flutningaskip, rniklu stærra og hraðskreiðara en þau skip, sem nú eru i förum milli íslands og útlanda. Undirbúningi þessa máls er nú það langt komið að stjórn Eimi- skipafélagsins hefir leitað til- boða hjá 18 skipasmíðastöðvum á Norðurlöndum, i Þýzkalandi, Hollandi, Frakklandi, ítaliu og Stóra Bretlandi og eiga tilfooð að vera komin fyrir 15. janúar næstkomandi. Stærð skipsins á að vera sem hér segir: lengd Á JOLUM EÐA ÖÐRUM TIMUM PURITY hveiti er hest fyrir ALLA bakninya Purity matreiðslubókin — 200 blað- s<ður af frððleik um matreiðslu og bökun, bundin f léreft — send hverj- um sem er fyrir 50c, pðstgjald greitt. — Western Canada Flour Mills Co., Ltd., Winnipeg. PURITy FL'OUR Bestfor all yourBaking 320 fet, breidd 45 fet, dýpt 26>4 fet og djúprista 16 fet. Til samanburðar má geta þess að “Gullfoss” og “Goðafoss” eru 230 fet að lengd en “Brúðar- foss” og “Dettifoss” 237 fet. Skipið verður motorskip með einni vél, 11 cylindra, með 5000 hestöflum. Hraði skipsins í reynsluför, með fullfermi af stykkjavöru (3/5 dw.), á að verða 1 7>4 mila á vöku. Með þessari stærð skipsins og hraða i reynsluför er gengið út frá að meðal sigl- ingahraði þess á hafi, geti orðið rúmlega 16 mílur á vöku. Verð- ur skipið þá rúnia 2 sólarhringa milli Reykjav.ikur og Leith, rúman >4 sólarhring milli Leith og Kaupmannahafnar, en beina leið milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar rúmlega 3 sólar- hringa. Á fyrsta farrými verður rúm fyrir 112 farþega, á öðru far- rými 60 og þriðja farrými 48.— Skipið verður 3700 brúttó smá- lestir. Frystirúm verður í skip- inu 40 þús. teningsfet, sem næg- ir til að flytja 500 smálestir af flökuðum fiski eða 17 þús. skrokka af dilkakjöti. Að því er snertir útvegun gjaldeyris til skipakaupanna, þá verður ekkert um það sagt hver aðstaða félags vors verður í því efni fyr en séð verður sam- kvtemt vænkanlegum tilboðum hinna erlendu skipasmiðastöðva, í hvaða landi skipið verður smíðað. En ríkisstjórnin hefir gjört það að skilyrði fyrir til- lögúmi til Alþingis um styrk til skipsins, að slík lausn fáist á gjaldeyrishlið málsins, sem rík- isstjórn og gjaldeyrisnefnd telja f ramkvæmanlega. Virðingarfylst, h.f. Eimskipafélag íslands G. Vilhjálmsson. Heyrt og séð Gamall maður með hest og kerru staðnæmdist úti fyrir kolaporti í þorpi einu norðan- lands. Hann fór þegar inn i kolaportið, fylti þar poka af kolum, rogaðist með hann fram úr portinu og reyndi að koma honum upp í kerruna, en gekk illa. I sama bili kom kolakaup- maðurinn og sá aðfarirnar. Hann gekk til mannsins og hjálpaði honum til að koma pok- anum upp í vagninn. Að þ\*i búnu settist gamli maðurinn upp í kerruna og ók burtu i skyndi. Skyndilega datt kaupmannin- um nýtt i hug. Hann gekk tii afgreiðslumannanna og spurði. hvort Kristinn gamli hefði látið skrifa hjá sér kolin, eða borgað þau út í hönd. Afgreiðslumennirnir vissu ekki til, að hann hefði nein kol feng- ið. Þá sagði kaupmaðurinn hugs- andi: Eg get vel þolað það, að stol- ið sér frá mér kolum. En að eg sé sjálfur látinn afgreiða þau, þykir mér nokkuð langt gengið. ♦ Norður í Glerárþorpi, rétt við Akureyri átti einu sinni heima raðurí sem Jakob hét. Var hann afarsmár vexti og ein- kennilegur karl. Hann þótti ekki vel frómur. Nótt eina varð maður á Odd- eyri á Akureyri þess var, að um ■ gangur var í kjallara hans. Brá hann sér i föt og gekk út. Sá hann þá hvar Jakob var að leggja af stað með roo punda kartöflupoka á bakinu, sem hafði verið í kjallaranum. Frá Oddeyri og út í Glerár- þorp mun vera um hálftíma gangur. Eigandi pokans gaf sig ekki frarn við Jakob, en gekk i humátt á eftir honum. Er ekki aði orðlengja það, að Jakob gengur með pokann á bakinu alla leið út ,i Glerárþorp og heirn að húsdyruni sínum, án þess að setja niður pokann eða hvíla sig. Þegar hann ætlar að leggja af sér pokann, gefur eigandinn sig fram og spyr Jakob, hvort hann vilji ekki fara með pokann til baka og skila honum. Jakobi þótti það ekki meira en sjálfsagt, og lagði af stað með pokann inn eftir aftur, án þess að setja hann niður. Gengur eigandi pokans stöð- ugt á eftir Jakob og sér engin þreytumerki á honum. Þegar ofan á Oddeyri kemur aftur, segir eigandi pokans við Jakob, að ef hann geti borið pokann út eftir aftur, án þess að hvíla sig, þá megi hann eiga hann. Þáði Jakob það með þökkum og bar pokann út eftir, án þess að hvíla sig. Þótti þetta vel gert af ekki stærri manni. —Alþ.bl. 12. nóv. Greifinn; Fljótur, Jóhann, konan min er fallin í yfirlið. Komið þér strax með koníak. Þjónninn: Undir eins, yðar hágöfgi, — en hvað á eg að gefa greifafrúnni ? Þetta er yðar Kornhlaða Þér þurfið ekki að vera hluthafar í þessu félagi til þess að hugsa um United Grain Growers kornhlöðurnar sem yðar eigin kornhlöður. Þessi kornhlaða er hygð af bændafélagi til I afnota fyrir bændur og þróunarsaga félagsins er grundvölluð á stuðningi frá þúsundum bænda. Sendið Korn Yðar Til UnitedGrainGrowersLtd INNILEGAR HA TIÐARK VEÐJUR TIL ISLENDINGA ! Gleðileg Jól Farsœlt Ný;

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.