Lögberg - 22.12.1938, Blaðsíða 19
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. DESEMfíER 1938
19
hér upp ný alda meÖ því augna-
miÖi aÖ vinna bug á þeirri miklu
vínnautn, sem hér hefir átt sér
stað á siðustu árum. Eru skóla-
kennarar hér bæði i Reykholti
og á Hvanneyri góÖir stuðnings ■
menn þeirra mála.
Það eru húsfreyjurnar, sem
farið hafa varhluta af skemti-
samkomum s og orðið að annast
heimilisverkin, oft einar, þegar
unga fólkið hefir verið að
skemta sér fram á nætur. Vegna
þess hve lengi þær höfðu, marg-
ar hverjar, búið á hakanum í
þeim efnum, vildu ýmsir góðir
menn, sem stóðu í þakklætis-
skuld við þær, stuðla að því_ að
þeim veittist kostur á því að
njóta einhverra þeirra skemtana
sem þeim yrði lengi í mdnni.
Var það kaupfélagsstjóri Þórð-
ur Pálmason í Borgarnesi, sem
veitti því máli fylgi sitt að allar
konur félagsmanna yrðu kostað-
ar, svo fljótt sem því yrði við
komið á hentugum tíma, í
skemtiferð til merkustu staða i
Árnessýslu, Ljósafoss, Þrasta-
lundar, Þingvalla, Laugarvatns,
Gullfoss og Geysis. Þessi kosta-
kjör vöktu ferðahug í brjósti
kvenna, sem fæstar höfðu séð
þessa merkilegu staði. Um
Jónsmessu leytið hófst fyrsti
samfloti borgfirzkra húsmæðra í
slíka skemtiferð. Voru þær sex-
tíu að tölu, úr Hálsasveit, Reyk-
holtsdal, Hvítársíðu og Þverár-
hliíð. Á öllum veitingastöðum
meðfram brautum þeim, sem
þeSsi kvenna skari lagði leið sína
biðu þeirra borð með vistum og
öðru því sem þörfin krafði. Ear-
gjald með bifreiðum og allar
veitingar fram og til baka, borg-
aði kaupfélagið. Eerðin stóð
yfir rúma tvo sólarhringa var þá
nóttin björt sem dagur og heið-
ur himinn. Höfðu margar
þeirra, sem í förinni voru, eink-
um þær eldri, aldrei veitt sér
slíka ánægju fyr og urðu sem
ungar í anriað sinn. Nokkru
síðar hóf annar floti kvenna för
á sama hátt um sömu eða líkar
leiðir. En þær húsfreyjur, sem
hafa enn ekki átt kost á þvi að
nota þetta glæsiboð, eiga það ti!
góða næsta sumar. Eg get þessa
hér, því þetta mun vera< í fyrsta
sinni sem kaupfélag hefir sýnt
húsfreyjunum svona mikið
drenglyndi.
Nú er annað hefti af Héraðs-
sögu Borgarf jarðar í prentun og
kemur á bókamarkað í þessum
mánuði. Þetta hefti saman-
stendur af ritgjörðum frá Borg-
firðingum. Kemur þar margt,
sem í frásögur hefir þótt fær-
andi viðsvegar á þessu héraði.
Lengstu þættirnir í þessu hefti
eru eftir Ásgeir Bjarnason fyrr-
umi bónda i Knarrarnesi á Mýr-
um, föður Bjarna alþingismanns
á Reykjum í Mosfellssveit og
Björn Jakobsson á Stóra-Kroppi
i Reykholtsdal. Ásgeir skrifar
um margt frá eldri tímum þar á
Mýrum og kemur víða við.
^Björn skrifar um skáld, hagyrð-
inga og rithöfunda frá því á
söguöld og fram á þessa tíma,
sem talist geta til Borgarfjarð-
arhéraðs. — í þá ritgjörð er
heimildum safnað úr ýmsum
áttum ásamt nokkrum ljóðabrot-
um og lausavísum. Um það má
lengi deila hvað langt skal geng-
ið i slikrj upptalningu og sýnist
þar ekki öllum á einn veg. Og
altaf verða einhverir útundan
sem hafa staðið jafnfætis eða
fremri þeim, sem þarna koma
fram á sjónarsviðið. En alt um
það er þáttur Björns saminn af
smekkvísi, dugnaði og hlut-
drægnislaust gagnvart ö.llum
þeim, sem koma þar við sögu.
En smáir laxar eru þar með í
blandi. Bókin verður prýdd
f jölda landslagsmynda úr hérað-
inu, sem teknar eru flestar af
Þorsteini Jósepssyni frá Signýj-
arstöðum ,í Hálsasveit. Hefir
Þorsteinn fyrir löngu vakið á
sér eftirtekt fyrir smekkvisi í
þeirri grein og hlotið verðlaun
fyrir landslagsmyndir. Þá verða
þar líka myndir af höfundum
allra þeirra greina, sem í heft-
inu standa. Þótt reynt hafi
verið að vanda til þessa heftis
af Héraðssögunni eftir föngum
þá vita þeir bezt sem að þvi hafa
unnið, að eitt og annað mætti
þar betur fara, en sem réttsýnir
dómarar kunna þó að virða á
betrj veg með tilliti til þess að
bókin er rituð í hjáverkum af
bændum héraðsins og eru sumir
þeirra komnir til hárrar elli.
Fyrsta hefti Héraðssögu Borg-
arfjarðar fékk ágætar viðtökur
og má því vænta að þetta hefti,
með kostuni' sínum og göllum
fái ekki lakari viðtökur hjá ýms-
um velmetnum ritdómendum.
Engar farsóttir hafa gengið
hér á síðastliðnum misserum og
herklaveikin, sem lagðist hér á
tímabili þungt ,á sum heimili,
virðist mikið í rénun, þótt henn-
ar verði vart á ýmsum stöðum;
er þá leitað til heilsuhælanna
með þá sjúku oft nteð góðum
árangri. Einkum er það aldrað
fólk, sem látist hefir hér á þessu
ári og slkal eg þessu næst minn-
ast ýmsra þeirra.
Sigurður Fjeldsted í Ferju-
kosti lézt á heimili sínu síðast-
liðið vor, eftir langa legu. Sig-
urður var sonur stórbóndans og
listamannsins nafnkenda Andrés-
ar Fjeldsted á Hvítárvöllum.
Ferjukot er eitt g*læsilegasta
heimili i Borgarfirði og bjó
Sigurður þar nær 4O ár með
stórri rausn og prýði og með
réttu talinn héraðshöfðingi.
Hann átti t^ö börn, Sesselju
konu Sigurðar Guðbrandssonar
frá Hrafnkelsstöðum, mjólkur-
bússtjóra í Borgarnesi og Krist-
ján búfræðing í Ferjukoti. Kona
Sigurðar var Elízabet Árnadóttir
úr Hafnarfirði. Býr hún nú í
Ferjukoti.
Séra Gísli Einarsson, fyrrum
prestur í Hvammi i Norðurár-
dal og síðar i Stafholti, lézt í
Borgarnesi í sumar, 81 árs að
aldri. Hann var dóttursonur
hins þjóðkunna fræðimanns
Gísla Konráðssonar og bróðir
sjónleikaskáldsins Indriða Ein-
arssonar, sem enn lifir i hárri
elli. Séra Gísli var heilsu-
hraustur alla æfi, lipur á fæti,
röskur í ferðum og sat fallega á
hseti að skagfirzkum sið. Kona
hans var Vigdís Pálsdóttir frá
Dæli í Víðidal d. 1932. Heimili
þeirra hjóna var lofað mjög
fyrir gestrisni. Þótti þar mörg-
um gott að koma meðal annars
fyrir það hvað börn þeirra, sem
voru sjö að tölu, höfðu fagrar
söngraddir og léku sum þeirra
líka vel á hljóðfæri. Verða slík
heimili aðlaðandi. Á síðustu
prestsskaparárum séra Gisla var
heimili hans farið að verða tóm-
legra eftir því sem aldur færðist
yfir hann og börn hans dreifð-
ust i ýmsar áttir. Þessi eru börn
séra Gísla: • Sverrir, bóndi í
Hvammi í Norðurárdal, giftur
Sigurlaugu Guðmundsdóttur frá
Lundum; Björn bóndi í Stóru-
Gröf, giftur Andréu Kristleifs-
dóttur frá Stóra-Kroppi; Ragn-
heiður, gift Hermanni Þórðar-
syni frá Glitstöðum; Sigurlaug,
gift Þorsteini Snorrasyni frá
Laxfossi; Vigdís, ekkja eftir
Jón Blöndal lækni í Stafholtsey;
Efeni'ia og Kristín, ógiftar.
Sigmundur Þorsteinsson bóndi
í Gróf í Reykholtsdal, lézt síð-
astliðinn vetur, kominn á átt-
ræðisaldur. Hann var fæddur
í Gróf og ól þar allan sinn ald-
ur. Kona Sigmundar var Val-
gerður Gísladóttir frá Brúsholti
í Flókadal. Lifir hún mann sinn.
Þau áttu níu börn, fimm syni og
fjórar dætur, sem öll eru á lífi.
Þorsteinn Sigmundsson býr nú í
Gróf ógiftur. Einar Sigmunds-
son býr f, Drangholti, kona hans
er Jóney Jónsdóttir Eyjólfsson-
ar frá Hurðarbaki. Sumarliði
býr í Borgarnesi, giftur Guðríði
Halldórsdóttur frá Kjalvarar-
stöðum. Flest börn Sigmundar
eru ógift og einhleyp. Sigmund-
ur í Gróf bjó við lítil efni, en
var starfsamur og vinsæll. Ábýl-
ið hans litla hefir nú tekið mikl-
um umbótum frá því sem áður
var þegar litli torfbærinn stóð
þar í dálitlum kargamóa.
Guðmundur bóndi á Hofs-
stöðum i Hálsasveit lézt þar síð •
astliðinn vetur. Hann var 49
ára að aldri, ógiftur og barn-
laus. Guðmundur var sonur
Eyjólfs Gíslasonar, sem lengi
bjó á Hofsstöðum og lifir enn í
Borgarfirði hjá Steinunni dótt-
ur sinni, sem þar dvelur nú
ekkja. Eyjólfur átti Valgerði
Bjarnadóttur frá SkarðsViömrum
i Norðurárdal. Komust átta
börn þeirra til fullorðinsára, en
af þeim hafa nú látist fimm á
siðustu áratugum, Bjarni, Gísli,
Rósa, Ingólfur og nú síðast
Guðmundur. Guðmundur var
greindur maður, hagur á verk-
(Fratnh. á bls. 23)
£
f
f
f
f Innilegar hátíðakveðjur
Vér óskum v o r u m
mörgu islenzku vinum
Gleðilegra Jóla og
Farsæls Nýárs, um
leið og vér þökkum
viðskifti liðna timans.
Þér getið ávalt reitt
yður á giftusamlega
bökun, ef þér notið
FIVE ROSES
Til allra hluta nytsamt
fyrir PASTRY - CAKES - PUDDÍNGS - BREAD
LAKE OF THE WOODS MILLING CO. LTD.
Offices at:
Winnipeg - Regina - Calgary - Victoria - Ft. William
Edmonton - Medicine Hat - Vancouver
Hlöður, sem taka á móti korni i
MANÍTOBA SACKATOHEWAN ALBÉRTA
WB7-20
C/uvl/ H 5 C
Thi8 advertist'ment is not inserted by the Government Liquor Control Com-
mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality or
products advertised.
The
Manitoba Rolling
Co. Ltd.
Manufacturers of Open Hearth Steel
and Merchant Bars
Óskum Islendingum í
Selkirk-bce, og livar
annarsstaðar sem þeir
eru búsettir
Gleðilegra Jóla
Og
Farsæls Nýárs