Lögberg - 09.03.1939, Síða 1

Lögberg - 09.03.1939, Síða 1
52. ÁRGANCMJR LÖGBERG, FIMTUDAGINN í». MARZ, 1939 NÚMER 10 Skipaður rœðismaður Íslendinga og Dana í Manitoba Samkvæmt tilkynningu frá Mr. G. Ho'ller, aÖalræðis- manni íslendinga og Dana í ■Canada, hefir Mr. Grettir Leo Jóhannsson veriÖ skip- aður konunglegur ræðismað- ur íslendinga og Dana fyr- ir Manitobafylki í stað Al- ðerts C. Johnson. er lézt á öndverðu síðastliðnu sumri. Hinn nýi ræðismaður er fæddur í WSpnipeg þann 11. dag febrúarmánaðar árið. *905 í er hann sonur Ás- niundar P. Jóhannssonar byggingarmeistara. eins liins niætasta áhrifamanns meðal íslendinga vestan hafs, og fyrri konu hans, Sigríðar Jónasdóttur; að afloknu barnaskólanámi, naut Grettir framhaldsmentunar við Wes- Grettir Lco Jóhannsson ley College, Manitoba há- skóJann og Success verzlunar- skólann, þar sem hann lauk fullnaðarprófi; mi veitir hann forustu stórhýsafélaginu Johann- son & Sons.— Grettir Leo Jóhannsson er mannkostamaður hinn mesti og glæsilegur að vallarsýn; hann er ágætur félagsmaður og hefir lát- ið mikið til sín taka um íslenzk mál; nú sem stendur er hann skrifar} framkvæmdarnefndar I'yrsta lúterska safnaðar. Um Hið nýja leikrit Kambans Blaðadómar um hið nýja leik-. rit Kambans, “Derfor skilles vi,’’ eru mjög mismunandi, eftir að lcikritið hafði verið sýnt fyrir fullu húsi á þriðjudagskv. “National Tidende’’ telur leik- ritið mjög misheppnað og “So- cial-Demokraten’’ og “Börsen” telja því all ábótavant. “Politiken” segir, að Kamban sé jafnan útlendingur í hinum danska hugmyndaheimi, en í bók- um sínum um íslenzk efni hafi bann hvað eftir annað sýnt hina Próttmiklu skáldgáfu sína, og þessa sömu skáldgáfu megi sjá í cinstöku atriðum leiksins í ölluin þrótti sínum. Blaðið fer rnjög Iofsamlegum °rðum um leik frú önnu Borg °g segir, að hún hafi barist braustlega fyrir heiðri íslands, pg þó að sigurinn hafi ekki orð- *ð fullkominn, þá hafi sökin ekki verið hennar. “Berlingske Tidende” hrósar Icikritinu rnjög og telur Karnban 'Oreð merkustu rithöfundum á Norðurlöndum, sem bæði viti bvað hann vilji og geti sett það fagnrlega fram. Segir blaðið, að leikritið sé fult af gaman- semi, fegurð og lífsspeki. ‘Sydsvenska Dagbladet” flyt- llr einnig mjög lofsamleg um- ni;eb um leikrit Kambans og seg- lr. að síðasti þáttur þess sé hið vorið 1933 kvæntist Grettir; er kona hans, Lalah Dower, atne- rísk að uppruna, fædd i Iowa- riki, glæsilegur kvenkostur og tnanni sinunt samhent. Grettir Leo hefir farið þrisv- ar sinnum til íslands, og dvaldi þar meirí hluta ársins 1930 sem féhjrðir Tóbaksverzlunar ís- lands; hann talar og skrifar ís- lenzka tungu mæta vel. Vestur- íslendingar hafa til þess gilda ástæðu, að samfagna Gretti Leo i hinni nýju ábyrgðarstöðu. fegursta, er Kamban hafi skrif- að. Hinn mikli viðburður kvölds- ins hafi þó verið leikur frú Önnu Borg, sem hafi verið snildarverk frá upphafi til enda. —Alþ.bl. 18. febr. KJÖRINN Aí> IIEIÐURSFORSETA Á ársfundi Liberal samtakanna í Pas kjördæminu, sem haldinn var um síðustu helgi, kaus sá félagsskapur Walter J. Lindal, K.C., að heiðursvaraforseta sín- um; flutti Mr. Lindal ræðu við þetta tækifæri, brýndi fyrir til- heyrendum sinum trúnað við frjálslyndu stefnuna; taldi hann kjósendum norður þar sem og annarsstaðar, liafa mikið gott af þvi stafað, að eiga Mr. Crerar á þingi sem fulltrúa sinn. ÆGILEGT SLYS AF VÖLDUM ELDSVOÐA Aðfaranótt síðastliðins föstu- dags kom upp eldur i Queen hótelinu í Halifax, er jafnaði það við jörðu; hvassviðri var mikið, er eldsvoðann bar að, og urðu björgunartilraunir þeim mun örðugri; vitað tr nú, að ekki færra en tuttugu og átta manns hafi látið líf sitt -í eld- hafinu, Um hundrað gesta var í hótelinu þessa hörmunganótt, og sættu margir þeirra, er af kornust, meiri og minni meiðsl- um. Or borg og bygð A St. Patrick’s Dinner, Irish Stew and Ship Wreck Dinner will l)e held by the Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church on March i/th at 6 o’clock. Price: Adults 35C, chil- dren 25C, also sale of home cooking and light lunch served in the afternoon from' 3 to 5.30. Conveners in charge: Home Cooking — Mrs. F. Thordarson. Supper Convener — Mrs. E. S. Felsted. Serving—Mrs. Grace John- son. Afternoon Lunch — Mrs. M. Magnusson. ♦ ♦ YOUNG ICELANDERS’ NElVS Skating Party under the auspices of the Young Icelanders will be held at Sherburn Rinks, Friday, March 10, 1939, at 8 p.m. The party will be enter- tained at the home of Grace Reykdal, 558 Sherburn St. All members not at the Skating Rink are invited to come to Miss Reykdal’s home at 10.30 p.m. A I>ance will be held on the evening of March 31, 1939, the proceeds to be a contribution from the Young Icelanders to the fund of Leif Eriksson’s statue to be erected at the World’s Fair. Watch for further announcement. ♦ ♦ Mánudaginn 27. febr. andað- ist Bjarni Dalsted á sjúkrahúsi í Drayton, eftir stutta legu. Bjarni Dalsted var- einn af mik- ilsvirtum frumherjum þessa landnáms. Settist hér að árið 1879, og bjó ávalt síðan i þessu umdæmi. Gegndi ýmsum opin- berum trúnaðarstörfum og var á allra fyrstu árurn við skóla- kenslu; hafði hann numið ensku éitthvað nokkuð á íslandi. Bjarni var fæddur á Hamri í Þverárhli’ð í Mýrasýslu 26. okt., 1855. Kom til Ameríku 1876. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans hét Sigríður Gisladóttir. síðari konan, Guðný Þóra Þor- steinsdóttir. A lifi eru 5 synir og ein dóttir, sem öll búa hér i N. Dakota bygðunum. Bjarni sál. var jarðsunginn frá Péturskirkju sem hann til- heyrði mörg siðari árin, fimtu- daginn 2. marz. Af þvi að sókn- arpresturinn var þá lasinn. stýrði Rev. MacDonald frá Cavalier, N. I)., útförinni. Bjarni var mjög vel gefinn og athafnamaður, Naut hann nú á efri áruim rólegra daga í skjóli barna sinna og var virtur og vel liðinn í nágrenni sínu. ♦ ♦ Á miðvikudaginn í vikunni sem leið, lézt á Victoria sjúkra- húsinu hér í borginni, Friðrik Kristjánsson, fyrrum kaupmaður á Akureyri, bróðir Magnúsar Guðrún Jóhanna Bjerring Guðrún var nýlega kjörin “Lady Stick", United College, fvrir kjörtímabilið 1939-40, hlaut einnig þann heiður að vera kos- in forseti kvenna stúdenta sam- bandsins við Manitoba háskól- ann (U.M.S.U.,* 1 Women’s Asso- ciation). Hún er dóttir þeirra Mr. og Mrs. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg. heitins ráðherra, 73 ára að aldri; hafði hann dvalið langvistum i Wynyard, Sask. Friðrik heitinn var gáfumaður og þéttur í lund; hann lætur eftir sig þrjá sonu, Jakob og Karl i Winnipeg, og Edwald búsettan i Saskatchewan. Útför Friðriks íór fram frá Sambandskirkjunni á mánudag- inn. Séra Jakob Jónsson jarð- söng. ♦ -f Samkoma sú, er lialdin var í Fyrstu lútersku kirkju á fimtu- dagskveldið þann 2. þ. m., undir um sjón Kvenfélags safnaðarins, i tilefni af afmæli elliheimilisins Betel, var sótt með ágætum, og fór hið virðulegasta fram. Dr. B. J. Brartdson setti samkomuna með fróðlegri tölu um hag og starfrækslu þessarar mikilvægu mannúðarstofnunar. SKRANING ATVINNU- LAUSRA Skráning atvinnnlausra hér í Reykjavík lauk i 'gær. Alls konm til skráningar 470, þar af tvær konur. Er þetta lægsta tala at- vinnulausra hér í byrjun febrúar síðan 1930. í fyrra voru á sama tírna 769 skráðir atvinnulausir, '937, 939 °S 1936, 690. ^ —Morgunbl. 8. febr. KJÖRINN P iFI Eugenio Pacelli, kardínáli, hefir verið kjörinn til páfa; fór kosning hans fram á kardínála- samkundu í Róm á fimtudag- inn þann 3. yfirstandandi mán- aðar; verður hann 262. páfi í röðinni, og gengur undir nafn- inu Pius páfi XII. Hann er talinn afar mikilhæfur maður, og hafði með höndulm utanríkismál í embættistið fyrirrennara síns. Um náttmál Eftir Jakobínu Johnson Þú leggur hjá mér blað og blý —það býr víst nokkuð undir þvi. m ætlast til í nætur næði, eg nái’ í fald á smáu kvæði, sem á það til að sýna sig er svefninn yfirbugar mig. Eg elska bjart og léttfleygt ljóð, og langar til að vera góð, og va.ka og biðja bænum minum, ?að beri mig á vængjum sínum um- tært og heilnæmt sólna svið, unz svefns eg eigi þarfnast við. En óðar sem eg yl þess finn, þá allur lifnar hugur minn, og bylgju ljóss sem snöggvast snertir, —þá snýr það, líkt og barn sem ertir, á burt, — og eg er ör um stund, en örmagnast, — og fell í blund. En lifi eg það að ljóssins þrá mig leysi viðjum svefnsins frá, svo styggva ljóðið stöðvist hjá mér, og strengur sendi óminn frá sér, þá legg þú hjá mér blað og blý, eg bíð með gleði eftir þvi! —Dvöl. OSCAR GILLIS LÁTINN Á þriðjudagsmorguninn var lézt á sjúkrahúsi i Morden-bæ, Oscar Gillis, sonur Jóns J. Gillis í Brown-héraði, 39 ára að aldri, hinn mætasti maður og hvers manns luigljúfi; er með fráfalli hans þungur harmur kveðinn að aldurhnignum föður, systkinum. frændliði öðru og vinum; hann lætur eftir ekkju. FRA SPANI Negrin-stjórnin á Spáni er flúin úr landi, en í hennar stað hefir yfirherhöfðingi Republic- ana myndað bráðabirgðarstjóm með það fyrir augum, að flýta fyrir friðarsamningum við Gen- eral Franco; er með þessu lík- legt talið að borgarastyrjöldin verði þá og þegar formlega til lykta leidd. UON. ROBERT WEIR , LATINN A þriðjudaginn beið bana af slysförum skamt frá bújörð sinni við Weldon, Sask., Hon. Robert Wfeir, landbúnaðarráðherra Ben- nett-stjórnarinnar, 56 ára að aldri, mikilsvirtur dugandismað- ur. Slysið vildi til með þeim hætti, að vagnæki af byggi, er Mr. Weir var með valt um og lenti hann undir því. FORSÆTISRADHERRA ROMENlU LATINN Miron Cristea, forsætisráð- herra Rúmeníu, lézt á mánudag- inn var; þótti hann einn hinn allra harðsnúnasti stjómiálamað- ur, er Rútneía hefir eignast í háa herrans tíð; hann var jafn- framt kirkjuhöfðingi mikill, og réði mestu um málefni kaþólskra þjóðbræðra sinna.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.