Lögberg - 20.12.1945, Síða 12

Lögberg - 20.12.1945, Síða 12
12 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 20. DESEMBER, 1945 \ IVith the Compliments of SOUDACK FUR AUCTION SALES LIMITED 294 William Avenue Winnipeg, Man. PHONE 22 894 IcELANDERS are Cordially Invited to make this Century-Old Institution their Banking Home. THEBANK OF NOVA SCOTIA Bjöllurnar (Jólasaga) Eftir EMIL BÖNNELYCKE •f OÖREN MIKKELSEN hafði tek- O ið sér bólfestu skatnt fyrir utan Silkiborg, í húsi, sem hann hafði fengið hjá gamalli hús- mannsekkju þar í sveitinni. Sören og Alma kona hans voru ung hjón, en þó ung væri höfðu þau dvalið nokkur ár í Canada, en það land hafði bakað þeim mikil vonbrigði. Canada hafði eiginlega rekið þau heim og skap- að þessum ærukæru ungu hjón- um það auðmýktarástand, að þau hofðu orðið að byrja með tvær hendur tómar í heimaland- inu, beint fyrir augunum á fjöl- skyldu sinni. Og til þess að þurfa ekki að svara forvitnu frænd- fólki til sakar, höfðu þau leitað hælis í sveit, þar sem þau voru öllum ókunug. Samt minsti staðurinn Sören og Ölmu á vissa staði í Canada, í austurhluta landsins þar sem þau höfðu dvalið. En eiginlega þótti Sören ekkert vænt um þessi sviplíkindi, því að þau mintu hann á slys, sem hann hafði upplifað í Matawaska-hér- aði. Hann hafði verið í vinnu á bóndabæ þar upp til fjalla, en Alma hafði starfað í kaupstað þar í grendinni. Eina vetrarnótt- ina, þegar hann svaf værum svefni á bænum fórust flestir á heimilinu við að skriða hljóp á bæinn. Húsið, sem hann svaf í, varð undir aur og snjó, en þetta var fjósið, sem hann svaf í, og stoðirnar voru sterkar og héldu þakinu uppi. En marga klukku- tíma lá hann þarna í jarðorpnu fjósinu, milli vonar og ótta. Hann hafði aldrei getað gleymt þessum atburði, og orðið fyrir taugaáfalli af honum — og það hafði orðið honum ógleymanlegt, að eina hljóðið, sem hann heyrði meðan hann lá þarna í grafhýs- inu, var hringingin frá kirkju- klukkunum í næsta þorpi, sem hann heyrði í birtingu næsta morgun. Honum fnast hinn fjar- lægi hljómur þessara kirkju- klukkna vera líkastur líkhring- ingu, eins og hann hefði þegar verið jarðaður og hann gat aldrei gleymt honum. Hann átti bágt með að heyra klukkur hringja, jafnvel þó mörg ár væru liðin frá þessum atburði, og alt- af fór hrollur um hann þegar svo bar undir. Húsið, sem þau Alma og hann höfðu fengið etftir húsman\ns- ekkjuna, var gamalt og stóð eitt sér úti á heiðinni, þar sem gróð- urinn var allra fátækastur, en nokkur hundruð metra að baki voru dimmúðugar brekkur og ásar, með djúpum giljum, þar sem stormarnir gátu brugðið á leik. Sören Mikkelsen hafði gert við húsið, sem hann hafði fengið fyrir lítið, enda var það orðið mjög lasburða. Þau Alma höfðu átt heima þarna í tvö ár og unnið baki brotnu að jarðræktinni, en eina hvassa vetrarnótt vaknaði Sören við það, að honum fanst norðurgaflinn, sem svefnherberg- ið vissi út að, vera að láta undan. Hann fór á fætur þarna um há- nótt; úti var fárviðri og með hryllingi mintist hann vetrar- næturinnar í Matawaska, þegar húsið varð undir skriðunni. . . . Engin furða þó að hann yrði al- varlegur. Þó mintist hann ekk- ert á þetta við konuna sína dag- inn eftir; en hann skoðaði múr- hleðsluna í gaflinum og þakið gaumgæfilega, kannaði öll sam- skeyti en gat ekki séð nokkra rifu í múrnum. Næstu dagana hélt óveðrið áfram með sama ofsanum. Hann varð dauðhrædd- ur um að húsið mundi hrynja þá og þegar.... Nú hafði hann strit- að við að lappa upp á þetta hreysi, bæði í ár og mánuði, og þau Alma bæði, til þess að gera úr því þolanlegan samastað. En var það svo sterkt að það þyldi storminn? Það var spurningin, sem Sören hvarf aldrei úr huga. í ÖLLUM þrengingunum og einstæðingsskapnum urðu þau þó einnar gleði aðnjótandi. Þau eignuðust barn. Ofurlitla stúlku, sem var skírð Metta. Það gerði minst til þó að þau væru ekki rík, því að nú höfðu þau fengið annað til að hugsa um, nefnilega barnið og uppeldi þess. Hið mikla yndi, sem þeim veittist daglega í sambandi við barnði, útrýmdi smátt og smátt áhyggjunum og heilabrotunum. Það kom sumar og svo nýr vetur, og nú var Metta byrjuð að ganga og babla fyrstu orðin. Og Sören fanst það öllum auði betra að eiga svona lítið barn, sem vaggaði um fátækleg húsakynnin. og dreifði áhyggj- unum frá. En annars virtist nú þyngja fyrir. Það var komið að 'jólum, og Sören braut heilann um hvar hann ætti að fá peninga til að gera sér og sínum dagamun um hátíðina. Svo veitti túninu ekki af að fá mergil, því að án hans gat magurt heiðarlandið aldrei komist í rækt og gefið uppskeru. Og ekki dvínuðu áhyggjurnar, er hann uppgötvaði það viku síðar. að sprunga var komin í gaflmúr- inn á húsinu. eftir einn óveðurs- daginn. Nóttina eftir dreymdi hann að hann væri staddur í Matawaska: hann sá fyrir sér bóndabýlið þar og fann ofan á sér fallnar stoðir og snjó—og aurbing á bringunni á sér. svo að hann gat varla dregið andann. Hann var að kafna — og alt í einu, í fjarska — klukknahljómur barst að eyr- um hans. Það voru kirkjuklukk- urnar í þorpinu, sem hringdu . . . langt burtu í fjarska . . . í Mata- waska . . . Hann spratt upp úr rúminu, með ákafan hjartslátt, og hlust- aði. Nú heyrði hann ekkert nema veinið í vindinum, sem gnauð- aði á húsinu. EG ÆTLA með áætlunarbíln- um til Nörre Snede, sagði Alma nokkrum dögum fyrir jól, og næ í eitthvað af vörum og ofurlítið jólaglingur. Og svo borgum við þetta með eggjum eftir áramótin. Sören varð einn eftir með barn- ið, og hann notaði tímann til að hræra út kalk í bala og taka nokkra steina úr gaflinum og múra þú vandlega aftur. Hann var ánægður með verk sitt þeg- ar hann hafði lokið því. Alma kom úr kaupstaðnum með fangið fult af bögglum og pinklum. Og andlitið á henni Háliðarkveðjur til vorra íslenzku viðskiptavina K með von um framhalds viðskipii ROYAL YORK CAFE % 629 SARGENT AVENUE ^ieieieieieieieieieieieieieteieieieieieieieicicieteieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieieie!*! 5 £ ( I B f B i: I 1 v»»»»»»»»a»t»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» JEWEL F00D STORES Starfsfólk og framkvæmdarsijórn JEWEL búðanna árnar íslenzkum viðskipiavinum sínum gleðilegra jóla og gifluríks nýárs. JEWEL STORES LTD. JEWEL JUNIOR LTD. saieieieieieieicieieieieicieicieie’eieieieicieicicieieieieieieicieieieieieieicieieieieieieieicieicieteie^! | I HÁTÍÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA! með þökk fyrir góð viðskipti. I Baldwin’s Service Station COR. SARGENT and MARYLAND ST. ljómaði meðan hún var að taka utan af þessu umbúðirnar. —Sjáðu hvað eg hefi keýpt til að skreyta stofuna, sagði hún. Þessar ætla eg að hengja í loftið, sína undir hvorn bitann. Þetta voru tvær bjöllur, dumb- grænar á lit og skryettar með gull-bronsi ,auk þess voru á þeim grenikvistir og rauð bönd. Innan í bjöllunum voru litlir kólfar úr leir, og þegar maður hristi bjöll- urnar í hendi sér eða gaf kólfun- um selbita, heyrðist í þeim veik- ur, hrjúfur ómur. Sören sagði ekkert um þetta, setti ekki út á þær, en lét Ölmu skreyta stofuna. —Veiztu hvað eg ætla að gera, Sören — spurði hún þegar hún hafði stigið upp á stólinn til þess að hengja bjöllurnar upp. — Ha? sagði hann annars hug- ar. En hvað Alma lét sér ant um þetta glingur. — Eg ætla að hengja þær hlið við hlið í sama bitann. Þær eru miklu fallegri svoleiðis, en hvor í sínu lagi. —Gerðu eins og þér sýnist, svaraði hann stutt. —Finst þér það ekki fallegra? Mér finst alveg eins og þér, Alma. En ljúktu nú við þessar bjöllur. —Þú kærir þig ekkert um þær, sagði hún. — En mér finst þetta fallegustu jólabjöllurnar, sem eg hefi séð. Mér þykir svo vænt um þær. Þetta voru þær síðustu, sem þeir áttu. Nú á eg ekki nema eina ósk og hún er sú, að eg ætti aðrar tvær, sem eg gæti hengt á hínn bitann, því að þá væri þetta sönn jólastofa. —Mér finst tvær vera meira en nóg, sagði Sören í dimmum róm, og óskaði með sér að konan hætti þessu bjölluhjali. Og Alma þagn- aði, því að nú mintist hún at- burðarins í Canada fyrir nokkr- um árum. Það var kyrt og stjörnubjart, og Sören fór snemma að hátta, því að á morgun var aðfanga- dagur. Alma hafði lokið jóla- undirbúningnum. — Hún var að þvo barninu, áður en hún færi að hátta. Um nóttina fanst honum sér verða svo einkennilega innan- brjósts. Hann sá æfi sína eins og í þoku, og fanst að mara þung- lyndisins hvíldi á sér, eins og þegar eitthvað er í aðsigi, sem mann grunar, en veit ekki hvað er. Hann settist upp í rúminu, dró gluggatjaldið til hliðar og sá hvernig snjóinn skóf upp að glugganum. Hann heyrði hvin- inn af storminum, þegar hann rykti í gaflinn og þakið. Það hlaut að hafa gert byl, hræði- legan jólabyl. Og svo heyrði hann alt í einu að barið var á dymar. Einhver hlaut að standa úti fyrir og vilja komast inn. A þessum tíma nætur og í þessu veðri? Hann hlustaði. Höggin endur- tóku sig í fjarlægð. Hann fór fram úr, gekk gegnum stofuna og eldhúsið, fram að dyrunum. —Hver er þar? spurði hann áður en hann lauk upp. (Framh. á bls. 13) pieieiete leieieieieteieieieieie'eieie *e icieieieieieieieieieie !e«eie <eie!e>«!« lewieieieieie «!«!«le'e^'U w % *• " ’ ■' )- 8 Joyous Greeiings and a Merry Chrisimas io our many friends and cusiomers. Serving you, and working wiih you has been a pleasure. Our besi wishes for your happiness. SPENCER KENNEDY THE R.C.A. STORE SELKIRK 1 1 1 I i í s «»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3)91 icieieieieieieieieieieieieieieieieicieieieieieieieieieieieieieieieieieicieieieieieieieieieieieieieieieie* I I Innilegar Jólakveðjur iil vina vorra og viðskipiavina GUNDRY- PYMORE LIMITED 60 VICTORIA STREET, WINNIPEG Simi 98 211 T. R. Thorvaldson, Manager E Æ w % INNILEGAR HATÍÐAKVEÐJUR! Notið HAPPY GIRL HVEITI í alla yðar bökun S00 LINE MILLS LIMITED HIGGINS OG SUTHERLAND, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.