Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.08.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 2. ÁGÚST, 1951 19 Sameiginlegur sumarháskóli fyrir Norður- lönd í Askov HAUST VIÐ SJÓ Senn haustar að, — brátt fölnar fegurð valla, og fer að þrjóta sumars gróðurmátt. Mér heyrist alt af einhver vera að kalla um auðn og visnun, skuggahelið grátt. Já, íssins vetur yfir jörð mun falla, » og alt skal hljóðna, er fyr var djarft og kátt, og engin lengur gleðihrópin gjalla, hvert gunnreift heróp þagna í dauðans sátt. Á klettum brýtur. Kvöldi fer að halla, og kulið blæs úr loftsins opnu gátt. Nú leggur rökkurreyk um tinda alla frá rauðum sólarkyndli í vesturátt. — Á öðrum ströndum, handan hafs og fjalla, í heiði sólin skín um loftið blátt. Jakob Jóh. Smári Skólinn siarfar 11.—25. ágúsl, og geta átia stúdenlar héðan fengið skólavist. í sumar verður starfræktur sameiginlegur háskóli fyrir . Norðurlönd í Askov í Dan- mörgu. Er þetta í fyrsta sinn, sem sameiginlegur sumar- háskóli starfar þannig fyrir Norðurlönd. Tilgangur skól- ans er að benda á mikilvæg úrlausnarefni, er varða fleiri vísindagreinar og vinna gegn þröngsýni síaukinnar sér- menntunar; að auka skilning á samhengi vísindaiðju og annarra greina menningar- og þjóðfélagslífs, og loks að kynna h e 1 z t u fræðilegar nýjungar. Skólatíminn er að þessu sinni ákveðinn frá 11.—25. ágúst, og verður aðalnámsefnið: orsaka- lögmálið. Kennslu verður þann- ig hagað að tveir prófessorar stjórna námsdeild, um 25 þátt- takenda, en námsdeildir verða 15. Auk þess verða fyrirlestrar haldnir, hljómleikar, ferðalög og þess háttar. Ráðgert er að fjöldi þátttakenda verði um 236, þar af 8 frá íslandi. Allir há- skólaborgarar og yngri kandi- datar hafa rétt til inngöngu í skólann, e'n lög skólans mæla svo fyrir, að sæki fleiri um skóla- vist, en4gerlegt er að veita við- töku, skuli þeir ganga fyrir, er nokkurrar þekkingar hafa aflað sér á námsefninu. Væntanlegir þátttakendur héð an geta fengið nánari upplýs- ingar um skólann í skrifstofu stúdentaráðs n.k. þriðjudag og miðvikudag kl. 11—12 f. h. og þurfa umsóknir að hafa borizt fyrir 1. júlí. Stjórn sumarháskólans er í höndum norræna ráðsins, en í því eiga sæti sex fulltrúar frá öllum Norðurlöndum. Af íslands hálfu á sæti í ráðinu Ármann Kristinsson, lögfræðingur, en formaður þess er prófessor dr. Phil Paul Diderichen. Auk þess starfar íslandsdeild í hverju landi, en staðardeildir eru í há- skólaborgunum. Upphafið að stofnun þessa samnorræna sumarháskóla var það, að í fyrrasumar var í Osló háður fundur nokkurra nor- rænna prófessora, stjórnarráðs- fulltrúa og stúdenta, til þess að ræða um stofnun slíks sameigin- legs háskóla fyrir Norðurlöndin. Á fundi þessum urðu miklar umræður um staðsetningu skól- ans. M. a. hvort hann skyldi fast- settur eða flytja dvalarstað sinn a hverju sumri. Var samþykkt að fastur aðseturstaður skyldi ekki ákveðinn að sinni, og hefir nú skipast svo málum, að Askov hefir orðið fyrir valinu að þessu sinni. —Alþbl. 15. júní ILTROVATORE Þessi skemmtilega saga er sögð um Verdi, hið fræga ítalska tónskáld. Þegar hann var að ljúka við tónleikinn „II Trova- tore“, heimsótti hann góður vin- ur hans, þekktur hljólistardóm- ari. Vinurinn fékk leyfi til að yfirfara nóturnar og leika nokk- uð af leiknum á píanó. „Nú, hvernig finnst þér hann þá?“ spurði Verdi. „Alveg ómögulegur!“ sagði sá skynbæri. Verdi keisti saman höndnum, glotti og lék síðan sjálfur kafla úr leiknum. „Nú, og þetta?“ spurði hann. „Ómögulegt!“ sagði hinn og kveikti sér í vindlingi. Verdi kreisti saman höndun- um, glotti og í óviðráðanlegri gleði. „Hvað á þetta að þýða?“ spur- ði vinurinn undrandi. „Kæri vinur“, hrópaði Verdi, „ég vildi semja tónleik, sem öll- um geðjaðist að, að undantekn- um hinum fáu vandlátu. Ef þér hefði geðjast að leiknum, hefði engum öðrum geðjast að honum. Nú er ég viss um góðan árangur. Eftir nokkra mánuði verður „II Trovatore" sungið, flautað og leikið á lírukassa yfir alla ítal,u“. Og þannig varð það. TIL AFNOTA I SLÉTTUFYLKJUM Það er sannleikur að til séu 1000 sölu- búðir, sem fullnægi daglegum þörfum þús- unda heimila hvað mat viðvíkur. Þeir, sem eru innan við búðarborðið eiga þessa búðir, og þeir finna til metnaðar yfir því, hve hreinar og vistlegar þær jafnan eru. Hafið þér gætt yður á hinu fræga Red and White kaffi; það er viðurkent fyrir hve hressandi og ljúffengt það er. Vér mælum með því að þér kaupið pund til reynslu á morgun. Verðlag hjá Red and White er ávalt sann- gjarnt. Þér þurfið ekki að bíða eftir kjör- kaupum í vikulokin. Verzlið og sparið hjá Red and White RED and WHITE FOOD STORES Léttir málmar eru beztu smíðaefnin Árið 1852 lét Napoleon III. keisari smíða borðbúnað úr aluminíum handa sér. Það var engin hætta á að almenningur tæki það eftir, því að þá kostaði hvert kg. af aluminíum 1200 dollara. En nú er farið að nota alumin- ium í mjög stórum stíl og úr því eru gerðir hinir sundurleit- ustu hlutir, alt frá skipsbyrðing- um að leikföngum. Ástæðan til þessa er sú, að aluminium er sterkt og mörgum sinnum létt- ara en stál. Og nú stefnir alt að því að* gera alla hluti sem léttasta. Magnesium er þó enn léttara. Og þessir tveir málmar keppa nú við önnur smíðaefni á öllum sviðum. Fór notkun þeirra mjög í vöxt í stríðinu og verður meiri með ári hverju. Árið 1939 voru framleiddar í Bandaríkjunum 160.000 smál. af aluminium og 3350 smál. af mag'nesium. Nú er aluminium framleiðslan orðin rúml. miljón smálesta á ári og framleiðsla magnesium 300.000 smál. Þetta er þó ekki mikið, þegar það er borið saman við það, að á hverju ári er stálframleiðslan þar 100 milljónir smálesta. En menn spá því að léttu málmarnir muni stöðugt vinna á. Af aluminium er líka til meira en af nokkrum öðrum málmi í heiminum. Er gizkað á að 7—8% af jörðinni sé aluminium. En magnesium er aðallega unnið úr sjó. Má því telja að þessar hráefnalindir séu ótæmandi, og það hefir mikla þýðingu. Reynslan í stríðinu opnaði mjög augu manna fyrir ágæti hinna léttu málma, og flugvéla- verksmiðjur byrjuðu þegar eft- ir stríðið að framleiða ýmsa hluti úr þeim. Þannig smíðaði Grumman-verksmiðjan fyrsta aluminiumbátinn. Hann vegur svo sem þriðjung af því, sem samskonar bátur úr tré mundi vega, en er miklu sterkari og kostar lítið meira. Bendix-flug- vélaverksmiðjan tók að gera garðsláttuvélar úr magnesium. Þær vega ekki nema 12 kg., en gömlu sláttuvélarnar höfðu veg- ið 19 kg. Fjölda margar aðrar verk- smiðjur hafa farið að smíða úr aliminium. Þannig réðist Wilson Sporting Goods í það að gera hlífðargrímur fyrir knattleikara úr magnesium, og eru þær helm- ingi léttari heldur en gömlu grímurnar. The American Ski Corp. er farið að smíða skíði úr magnesium og eru þau miklu léttari, traustari og renna bet- ur en tréskíði. En verðið er hér um bil hið sama. Þá er og farið að smíða gerfi- limi úr léttum málum. Gerfi- fótur úr magnesium vegur ekki nema 3 kg. og kostar ekki meira en tréfótur. The Dow Chemical Framhald á bls. 23 Minnumst sameiginlegra erfða á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst, 1951 BRECKMAN BROS. LUNDAR MANITOBA AU9ÆFI HINNA MIKLU VATNA... Mikilvægan lið í efnahagsafkomu Manitobafylkis má telja auðæfi hinna miklu Vatna; en þar er um að ræða mesta framleiðslu slíkrar tegundar í Vestur-Canada . . . en grundvöllinn lögðu inn- flytjendur af islenzkum stofni, er settust að á bökkum Winnipeg- vatns fyrir þremur aldarfjórðungum. Fiskiveiðar voru algengar í heimalandi þeirra, en töldust til nýjunga í Manitoba; þessir menn fluttu með sér hingað reynslu í fiskiveiðum og fjölbreytta menningu, er auðgaði Manitobafylki á margan hátt. Nú eru fiskiveiðar fylkisins víðfrægar um heim allan. Og til þess að tryggja framtíðarviðgang fiskiðnaðarins, hefir Department of Mines and Natural Resources, beitt sér fyrir um margháttaðar ráðstafanir varðandi framtíðina fiskframleiðslunni til fulltingis og verndar, þannig að auðæfi hinna miklu Vatna megi framvegis, eins og hingað til, styrkja efnahagsstoðir fylkisinS. DEPARTMENT 0F MINES AND NATURAL RESOURCES LEGISLATIVE BUILDING HON. J. S. McDIARMID Minister WINNIPEG J. G. COWAN, K.C. Deputy Minister tv

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.